Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Qupperneq 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Qupperneq 39
16.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Þ að hefur líklega ekki farið framhjá neinum að ég er talskona þess að konur gangi í háhæluðum skóm, alltaf, alla daga ársins – ár eftir ár. Alla- vega meðan þær hafa heilsu til. Það fer nefnilega ekki framhjá neinum að konur á háhælum skóm bera sig betur og eru tignarlegri. Þær rétta betur úr bakinu sem gerir það að verkum að oft verður sjálfstraustið meira og konan verður ánægðari með líf sitt. Ég þreytist ekki á að benda á það í þessum pistlum mínum að pinnahælar séu ígildi nagladekkja. Þeir veiti konunni (stelpunni) ákveðinn stöðugleika á hinum hála ís lífsins. Miðað við hvað lífið getur verið mikill óglusjór með allskonar stormum, rigningu, roki og hægri breyti- legri átt, þá veitir víst ekki af að vera í réttum búnaði. Konan (stelpan) þarf að geta mætt hverju sem og verið þannig klædd að það geti ekkert bugað hana. En af því að lífið tekur stundum óvænta stefnu verðum við að vera undir það búnar að lenda í aðstæðum sem við ráðum hreinlega ekki við. Þá er mikilvægt að bíta á jaxl- inn og gefast ekki upp … Sú sem hér skrifar gerði nefnilega minniháttar „feil“ í vikunni. Ég var búin að bóka viðtal við Sigmund Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra og var planið að „labba“ hringinn í kringum Tjörnina. Með þessar upplýsingar ákvað ég að vera vönduð og fara ekki berfætt í lakkskóm, eins og ég hafði verið alla vikuna (eins og einhver gála) Og svo tókum við auðvitað „selfie“ eftir göngutúrinn til þess að vera pínu eins og Obama og Helle. Á strunsinu með Sigmundi Davíð heldur í vetrarskónum. Vetrarskórnir ógurlegu eru kannski ekki vetrarlegustu skór sem fyrirfinnast í alheim- inum en á minn mælikvarða eru þeir næsti bær við gönguskó. Skórnir eru renndir í hliðinni og úr bólstruðu leðri að hluta til. Þar sem ég gerði ráð fyrir því að við myndum „labba“ í rólegheitunum hafði ég engar áhyggjur af þessu. Sigmundur Davíð hefur heldur ekki gefið sig út fyrir að vera mikill íþróttamaður þannig að ég taldi þetta vera öruggt. Það er skemmst frá því að segja að við vorum varla komin út úr húsi þegar ég áttaði mig á því að líklegra hefði verið heppilegra að mæta á hlaupaskónum því Sig- mundur Davíð „labbar“ ekki – hann strunsar áfram (sem er reyndar mjög heilsusamlegt). Smáhesturinn sem ég er þurfti því að gefa allt í botn til að halda í við hann (og kúlinu auðvitað líka). Á strunsinu með Sigmundi Davíð hugsaði ég um allar hlaupaæfing- arnar sem ég hef farið á síðasta árið og áttaði mig á því að þær voru sko ekki til einskis. Og svo er ég ekki frá því að kraftlyftingaæfingarnar hafi hjálpað til þegar ég var við það að gefast upp. Þá hugsaði ég með mér – fyrst ég get tekið 105 kíló í hnébeygju þá hlýt ég að lifa þetta af. martamaria@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.