Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Qupperneq 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Qupperneq 41
Bandaríski leikarinn Chris Pine er nýja andlit eins mest selda herrailms heims, Armnai Code. Chris hefur mikið verið í fréttum hér á landi und- anfarið en kærasta hans, Ír- is Björk Jóhannesdóttir, er íslensk fegurðardrottning og hafa erlendir fjölmiðlar verið duglegir við að birta myndir af þeim saman. Ítalska tískuhúsið Arm- ani valdi Chris sem andlit ilmsins því hann býr yfir ákveðnum þokka og glæsi- leika sem á fullkomlega við ilminn sem er þokkafull blanda meðal annars af ólífutré, bergmont og sítrus. Ilmurinn skilgreinir fág- aðan nútímamann. Chris Pine er meðal ann- ars þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Star Trek og This Means War. Chris Pine er nýtt andlit ilmsins en hann á íslenska kærustu. Chris Pine í lið með Armani Armani Code: 12.799 kr. 16.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 M ig dreymdi alltaf um að opna fatabúð og eftir því sem leið á aldurinn fékk ég meiri áhuga á að fara út í eigin rekstur,“ segir Ingólfur sem starf- aði áður sem rafvirki. Það var eftir að hafa unnið við rafmagn í Hörpu sem Ingólfur fékk nóg af iðnaðarmennsku og leigði sér notalegt verlsunarhúsnæði á Laugavegi, án þess þó að vera búinn að ákveða hvað hann ætlaði að versla með. Síðan hófst leit að hinu fullkomna herrafatamerki. „Ég byrjaði kannski öfugum meg- in. Ég hóf leit að flottum merkj- um og öðru slíku eftir að hafa leigt húsnæðið. Þegar ég síðan sá þetta merki, Scotch & Soda, þá lá ég bara kylliflatur fyrir því.“ Hvernig var að skipta úr því að vera rafvirki yfir í búðarrekstur? „Ég held að það sé hollt fyrir alla að skipta um umhverfi ein- hvern tíma á lísfleiðinni og hugsa hlutina öðruvísi, maður verður svolítið að víkka sjóndeildarhring- inn,“ segir Ingólfur og bætir við að iðnaðarmennskan sé svolítið sérstök og lokuð. Þetta er mikið karlaumhverfi og honum fannst æðislegt að breyta til. „Það Frumleg útstilling í Sturlu. LÁ KYLLIFLATUR FYRIR MERKINU Fólk metur hreinskilni sparkaði mér svolítið af stað að byrja á því að leigja og það tók mig einn og hálfan mánuð að ná merkinu.“ Scotch & Soda eru með yfir hundrað sérverslanir út um allan heim og segir Ingólfur merkið nákvæmlega það sem hann hafi verið að leita að; þægi- leg og flott föt fyrir kalmenn sem henta bæði á barinn og í brúð- kaup. „Ég ætlaði mér ekki að selja jakkaföt því nóg er úrvalið af þeim fyrir. Ég er kominn með mjög góðan kúnnahóp hjá strák- unum og finn að þeir nenna ekki að vera í jakkafötum. Ef þú ert með góðan jakka og flottar buxur ertu bara helvíti fínn. Jakkinn hefur aðeins meira notagildi líka.“ Ingólfur tók nýverið inn kvenfata- merkið Maison Scotch eftir miklar fyrirspurnir. Fatnaður er áhugamál Fyrir utan Sturlu á Laugavegi hangir stór bassatromma sem hef- ur vakið mikla athygli en Ingólfur lagði mikið upp úr hönnun og umgjörð verslunarinnar. „Ég lagði í lógóið og vildi gera það flott. Fólk hefur tjáð mér að það sé eins og búðin hafi alltaf verið hérna á Laugaveginum, eins og hún sé rótgróin.“ Nafnið Sturla hefur einnig vakið athygli en Ing- ólfur vildi að verslunin héti nafni sem væri íslenskt og gengi bæði fyrir herra og dömur. „Það kom gamall maður hingað til mín um daginn, gekk beint að mér og sagði: „Ég ætla bara að þakka þér kærlega fyrir.“ Hvað, segi ég, „Að búðin skuli heita íslensku nafni.“ Svo fór hann út,“ segir Ingólfur og hlær. Spurður hvort honum þyki ís- lenskir karlmenn vel klæddir seg- ist Ingólfur alltaf hafa litið á fatnað sem áhugamál. „Stundum er alveg hægt að gera eitthvað fyrir sjálfan sig án þess að það kosti of mikið. Sumir kaupa sér veiðistangir á yfir tvö hundruð þúsund en finnst galla- buxur á tuttugu þúsund of dýrt. Þetta er allt spurning um verð- mat og áhugamál.“ Ingólfur lagði mikið upp úr hönnun og umgjörð verslunarinnar. Ingólfur í versluninni Sturlu, sem selur föt á herra, dömur og börn frá merkjunum Scotch & Soda og Maison Scotch. INGÓLFUR ARNAR MAGNÚSSON RAFVIRKI LÉT DRAUMINN RÆTAST OG OPNAÐI HERRAFATAVERSLUN. INGÓLFUR SEGIR MIKILVÆGT AÐ BREYTA TIL OG VÍKKA SJÓNDEILDARHRINGINN. HANN REKUR NÚ HERRA- OG KVENFATAVERSLUNINA STURLU Á LAUGAVEGI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg www.gilbert.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.