Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Page 42
*Fjármál heimilannaTíðni rifrilda um heimilisfjárhaginn segir til um líkurnar á að par skilji Það er sjaldan róleg stund hjá Þór- halli Vilhjálmssyni markaðsfræðingi. Hann vinnur sem kynningar- og upplýsingafulltrúi Mímis-símennt- unar og rekur að auki kaffihúsið Ba- balú á Skólavörðustíg með eig- inmanni sínum. Hann verður síðan fararstjóri í ferð Bændaferða til Svartaskógar og kanadísku Kletta- fjallanna í sumar. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum þrjú. Ég og eiginmaður minn, hann Glenn Barkan, sem er upphaflega frá New York, og tíkin Daisy, sem er frá Hvammstanga. Við búum í krútt-húsi í krúttlegustu göt- unni í 101, Haðarstíg. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Cola Light sem ég viðurkenni van- mátt minn gagnvart. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Appelsínur ef þær eru góðar. Bestu appelsínurnar eru frá Egyptalandi. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Þar sem við eigum ekki börn og buru sparast sérstaklega mikið í þeirri deild. Við erum mjög heimakærir og reglusamir þannig að ekki erum við að eyða neinu í áfengi og sígarettur. Maðurinn minn er ótrúlega spar- samur enda er þetta í blóðinu hjá honum. Hann hleypur stundum á eftir mér með notaða plastpoka þegar ég er á leiðinni í búðina. Það er þetta smáa sem gildir. Hvað vantar helst á heimilið? Vélmenni sem tekur til eins og þern- an Rosie sem var hjá Jetson- teiknimyndafjölskyldunni. Eyðir þú í sparnað? Ég borga í viðbótarsparnað í sjóð í Bæjaralandi. Ég reikna ekki með að fá neitt úr lífeyrissjóðnum mínum hérna heima þegar að því kemur. Ís- lenskt viðskiptalíf lítur á lífeyrissjóði sem stað til þess að ná í peninga í alls konar verkefni og mér finnst ekki miklar líkur til þess að eitthvað verði eftir þegar yfir lýkur. Því mið- ur. Við tölum oft um að litla kaffi- húsið okkar og fasteignin sem því fylgir sé aðallífeyrissparnaðurinn okkar. Skothelt sparnaðarráð? Veldu áhugamál sem kostar ekki mikið. Aðaláhugamál mitt er tónlist og kórsöngur. Ég syng í Mótettukór Hallgrímskirkju. Það kostar mig ekki krónu og nærir líkama og sál. Það er mun ódýrara en að spila golf eða eiga hesta. ÞÓRHALLUR VILHJÁLMSSON Með litla trú á lífeyrissjóðunum Þegar kemur að því að spara segir Þórhallur að það séu litlu hlutirnir sem gildi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Um þessar mundir eru margir byrj- aðir að skipuleggja utanlandsferðir sumarsins. Valkostirnir eru ótelj- andi, hver öðrum meira spennandi, en gæta þarf vandlega að pen- ingahliðinni og láta ekki fríið rústa fjárhagnum. Aurapúkinn hefur gaman af að heimsækja framandi slóðir og hefur komist að því að ferð hringinn í kringum hnöttinn þarf ekki að vera dýrari en skreppitúr til evrópskrar stórborgar. Það er rétt að flugið er yfirleitt dýrt en á móti kemur oft ódýrt uppihald. Fyrir verð einar nætur á hóteli í London mætti sennilega fá heila viku á hóteli í Hanoi. Fyrir það sem hófsamur kvöldverður kostar á veitingastað í Kaupmanna- höfn mætti halda mikla veislu í Buenos Aires. Þannig geta ferðalög langt út í heim orðið bæði lengri og íburð- armeiri en jafndýrar ferðir til Bandaríkjanna eða Evrópu. púkinn Aura- Dýrt að fljúga, ódýrt að lifa R ómantíkin er allt um kring þessa helgina enda var Valentínusardagurinn haldinn hátíðlegur á föstudag. En rómantíkin dugar skammt ein og sér og þeir sem reynt hafa vita að ein af mik- ilvægustu stoðum farsæls, langs og ástríks sam- bands er að sátt sé um peningamálin. Raunar segir í grein fjármálaritsins Forbes að rann- sóknir sýni trekk í trekk að fátt hefur meira forspárgildi um líkurnar á skilnaði en hversu oft pör rífast um fjárhaginn. Skipta má fjármálarifrildum í sex flokka og í öllum tilvikum er hægt að draga úr líkunum á núningi og ósætti með því að hafa nokkur heil- ræði í huga. Peningarnir í pott Það fyrsta sem Forbes nefnir er sá núningur sem er nánast óhjákvæmilegur þegar tveir ein- staklingar byrja að sameina hjá sér fjárhaginn. Það getur verið ákveðið tilraunaferli að finna það fyrirkomulag sem hentar best, s.s. hvort allt á að fara í einn sjóð eða hvort betra er að hvor haldi sínum fjármálum fyrir sig með einn sameiginlegan reikning fyrir sameiginleg út- gjöld. Það er ágætt að sýna sveigjanleika og hafa ágætan skammt af þolinmæði á þessu stigi sambandsins. Ekki ætti að koma á óvart að skuldir geta verið þrætuepli, hvað þá ef annar aðilinn er með mun stærri skuldabagga en hinn. Engum þykir gaman að upplifa sig sem fjárhagslega byrði, né heldur er gaman að sitja uppi með kostnaðinn af skuldasöfnun einhvers annars. Pör ættu að reyna að forðast að líta á gömlu skuldirnar sem einhvers konar tossastimpil á þeim sem á skuldirnar. Það getur líka verið til marks um þroska, styrkt sambandið og bætt fjárhagshorfur heimilisins til lengri tíma litið ef báðir takst í sameiningu á við það verkefni að saxa hratt og vel á skuldirnar. Áætlun tryggir friðinn Útgjöld heimilisins geta verið endalaus upp- spretta rifrilda, sérstaklega ef annar aðilinn upplifir sig sem sparasaman en hinn sem eyð- sukló. Fyrir það fyrsta verður að skilja að oft- ast verður ákveðin verkaskipting hjá pörum svo að annar sér um algenga útgjaldaliði eins og matarinnkaupin á meðan hinn kaupir minna eða sjaldnar vöru og þjónustu fyrir sig og heimilið. Svo verður að muna að það eru ekki endilega útgjöldin sjálf sem geta valdið pirringi heldur óvænt fjárútlát og ófyrirsjáanleiki í heimilis- rekstrinum. Forbes segir hægt að leysa þennan vanda með því að gera fjárhags- og útgjalda- áætlun og fylgja henni. Pör getur einnig greint á um hvernig á að spara, fjárfesta og byggja upp varasjóð. Sumir vilja taka meiri áhættu í fjárfestigum en aðrir velja öruggari kosti sem oft bera þá lægri ávöxtun um leið. Sumir eru ekki í rónni öðruvísi en að eiga mjög drjúgan varasjóð til að leita í ef eitthvað kemur upp á á meðan aðrir eru bjart- sýnni og djarfari. Ráðlegt er að pör reyni að skilja vel fjárhags- legar hugmyndir hvort annars, viti til hvers sparnaður eða fjárfestingar eru ætlaðar og hver markmiðin eru. Þannig ætti að vera hægt að finna meðalveg og móta áætlun sem parið getur verið samstiga um. Allt uppi á borðum Loks er afskaplega skaðlegt, að mati Forbes, að halda einhverju fjárhagslegu leyndu í sambandi. Sumum hættir til að fegra fjárhagsástandið fyr- ir makanum eða fela slæmar ákvarðanir og áföll. Aðrir skrökva um litlu hlutina, s.s. hvað fínu nýju gallabuxurnar kostuðu í raun eða að skotist var á dýran veitingastað með vinunum. Stundum er ástæðan sú að annar aðilinn vill verja hinn gegn áhyggjum, eða vill ekki lækka í áliti, eða vill hreinlega losna við karp og fjas. En með peninga eins og allt annað gildir að heiðarleikinn er bestur á endanum. Jafnvel litlar lygar og leyndarmál geta safnast upp og saxað smám saman á traustið og ástríkið. HREINSKILNI OG GAGNKVÆM TILLITSSEMI Ekki láta fjármálin eyðileggja sambandið FÁTT ER ÞAÐ SEM PÖR RÍFAST MEIRA UM EN PENINGAR OG ÚTGJÖLD. MEÐ ÞVÍ AÐ FYLGJA NOKKRUM GRUNNREGLUM ER HÆGT AÐ STUÐLA AÐ FJÁRHAGSLEGUM SAMHLJÓMI Í SAMBANDINU OG STILLA TIL FRIÐAR. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er fátt sem stöðvar par sem er fjárhagslega samstillt. Piltur og stúlka stilla sér upp fyrir ljós- myndara á götu í Seúl. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.