Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Qupperneq 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Qupperneq 45
Frjáls viðskipti ríkja frábær hugmynd Það var prýðileg hugmynd á meginlandi Evrópu að sameinast um að gera verslun og viðskipti aðgengi- legri á svæðinu en verið hafði. Slík breyting gat ekki annað en verið hagfelld fyrir alla þá sem innan svæð- isins búa og hlaut að leiða til ávinnings fyrir alla. Best hefði svo verið ef ríki álfunnar hefðu í framhaldinu bent á hve þetta hagræði hefði reynst þeim sjálfum vel og beitt sér fyrir því af sannfæringu að þess háttar breyting yrði gerð á heimsvísu, með hagsmuni verald- arinnar að leiðarljósi. En ESB er tollabandalag sem stefnir að því að breytast í eitt ríki innan ríkistoll- múra, þótt einstökum þjóðum hafi ekki verið sagt frá því. Þess vegna fóru búrókratarnir út af beinu braut- inni til opins markaðar á milli sjálfstæðra ríkja. Það sést best á því þegar í ljós kemur að þeir sem ætluðu að greiða fyrir frjálsum viðskiptum í meginatriðum eru búnir að setja 100 þúsund blaðsíður af opinberum fyrirmælum í kringum frelsið. Það segir sig sjálft að yfir 90 þúsundir þeirra eru örugglega óþarfar og iðu- lega skaðlegar. Þarf ekki að skoða gamlar forsendur? Þá hafa upphaflegu forsendurnar aldrei verið skoð- aðar í ljósi fenginnar reynslu. Ekki hefur verið rannsakað hvort galopnar reglur um flutning fólks á milli ríkja séu endilega forsenda þess að frjáls markaður á milli manna og þjóða þrífist. Sambandið sjálft og helstu talsmenn þess endurtaka frasa, rétt eins og þeir séu komnir úr helgiritum, ef um slíkt er rætt. Ekki nóg með það. Því spyrji menn slíkra spurninga þá er stutt í dylgjur um að þeir hinir sömu séu sennilega kynþáttahatarar eða þjóðern- isofstækismenn og gott ef þeir séu ekki andlega skyldir þeim kónum úr nýliðinni sögu sem mest eru fyrirlitnir og verðskulda það. Innst inni vita þó allir að engin þjóð ber óhefta og skiljanlega ásókn fólks af fá- tækari svæðum inn til þjóðar sem byggt hefur upp ör- látt velferðarkerfi á löngum tíma með háum sköttum. Ef fjölmennir hópar sem ekkert hafa til slíks kerfis lagt geta keypt sér miða í ferju eða flug og átt skömmu eftir landtöku sama rétt og heimamenn, þá gengur það dæmi ekki óbreytt upp. Annað hvort þarf þá enn að hækka skatta og öll iðgjöld og það upp úr öllu valdi eða draga snarlega úr þeirri þjónustu sem þeir sem fyrir eru héldu að þeir hefðu tryggt sér. Það þarf ekki Einstein til að fara með það dæmi upp á töfluna, svo að sá glöggi maður sé aftur dreginn að ósekju inn í umræður um innflytjendur. Þessi veru- leiki er smám saman að verða þrúgandi í ýmsum ríkj- um ESB. Og af því að þöggun ríkir og pólitískur rétt- trúnaður bannar alla óþægilega umræðu um málið er hætt við því, að einmitt þeir sem færa málið í ann- arlegan farveg taki umræðuna yfir. Þá er orðið stutt í það sem allir þykjast vilja varast. Bresk yfirvöld eru að þokast í átt til þess að láta undan eigin áhyggjum og stórs hluta þjóðarinnar af þessari þróun. Þegar þeir anda því út úr sér heyrast stóryrt viðbrögð í Brussel. Kannski á það eftir að breytast. Hollend- ingar eru farnir að ókyrrast og Frakkar eru senni- lega nær sömu hugsun en opinberlega er viðurkennt. Hollande forseti gæti því óvænt beint næsta framhjá- haldi sínu að rétttrúnaðarmönnum í Brussel. Ókyrrð í Alpafjöllum Sviss hefur ákveðið, með frægri niðurstöðu í þjóð- aratkvæðagreiðslu, að stíga skref til baka varðandi frjálsa för yfir landamæri, að þessu leyti. Pólitísk fyrirmenni í ESB og búrókratar þess brugðu ekki vana sínum. Þeir höfðu strax í hótunum við Svisslend- inga. Það er þó sérkennilegt af ýmsum ástæðum. Þar á meðal þeirri að í ljós kemur, þegar textinn er skoð- aður, sem var undir í kosningunum, að stigið var mjög varlega til jarðar. Yfirvöldum er gefinn góður tími til að laga sig að niðurstöðunni og hún er að auki fjarri því að vera afgerandi. En það skrítnasta er, að í Brussel virðast menn líta svo á að allur aðgangur að innri markaðnum sé aðeins í þágu ríkisins sem fær náðarsamlegast aðgang að honum. En þegar horft er til hagvaxtar og þróttar í Sviss annars vegar og öðr- um hluta innri markaðarins hins vegar, eru bein- harðar tölur mun hagstæðari Sviss. Þessi hroki fer því ESB illa. En hann kemur ekki Íslendingum á óvart. Þeir fengu að finna fyrir honum haustið 2008, þeir fengu að finna fyrir honum í Icesave málinu og í makrílmálinu. Það bjargaði því sem mátti, að menn stóðu í lappirnar fyrstu vikurnar eftir „hrun“. En frá og með vorinu 2009 var annars konar mannskapur kominn í brúna, bæði í ríkisstjórn og seðlabanka. Þó náði þjóðin að bjarga miklu eftir að forsetinn fól henni að fara með Icesave-málið í tvígang. En hún komst ekki að þegar sömu öfl beittum öðrum ráðum til að þóknast yfirgangssömum „kröfuhöfum“. Ekki heldur þegar þeim voru gefnir tveir af þremur við- skiptabönkum með óboðlegum aðferðum og enn síður þegar ótrúlegur aulasamningur var gerður um upp- gjör á milli gamla og nýja Landsbankans. Ekki skemma gott mál Innri markaður í Evrópu er mjög gott mál. En slíku frjálsu samstarfi má ekki drekkja í 100 þúsund blað- síðum fullum af fyrirmælum um stórt og smátt. Hinn frjálsi markaður er ekki forsendan fyrir svo út- þrútnum ósköpum heldur óbifanleg ákvörðun ólýð- ræðislegrar forystu ESB um að koma drýgstum hluta fullveldis ríkja álfunnar yfir á skrifræðið, svo það megi enda í einu stórríki. Réttlætingar þess eru langsóttar. Því er haldið fram að Evrópusambandið hafi komið í veg fyrir stríð í álfunni eftir 1945. Nær allan þann tíma var annar hluti álfunnar undir stjórn stórfurstanna í Kreml. Hinn var nær allur í Nato. Bandaríkin höfðu 100 þúsund hermenn í Þýskalandi. Hverjir áttu að fara í stríð og við hvern? Hvaða styrj- öld á meginlandinu kom ESB í veg fyrir? Hvaða en- demis vitleysa er þetta? Og hvers vegna þarf að fara með slíkt fleipur? Víðtækt markaðssvæði á meg- inlandinu er prýðilegt. Frjáls viðskipti eru til þess fallin að ýta undir friðsamlega sambúð. Það segir okkur gömul reynsla og ný. Það þarf ekki fáránlegar furðusögur til að réttlæta eitt eða neitt í því sam- bandi. Hvers vegna þarf að fabúlera um það að búró- kratar í Brussel hafi tryggt frið í álfunni frá árinu 1945? Innst inni vita allir að slíkt er uppspuni. Þeir meintu snillingar gátu ekkert, frekar en leiðtogar Evrópusambandsins, þegar eldar kviknuðu í bak- garði þess fyrir rúmum tveimur áratugum. Þeir héldu auðvitað marga neyðarfundi, eins og vant er, en ekkert gerðist. Mannfall óbreyttra borgara var óg- urlegt og það breyttist ekki fyrr en Bandaríkjunum ofbauð aumingjagangurinn og Bill Clinton skarst nauðugur í leikinn. Og nú bendir margt til að næstu misseri og ár muni menn sækja ófriðinn til ESB. Morgunblaðið/Ómar * Ekki hefur verið rannsakaðhvort galopnar reglur umflutning fólks á milli ríkja séu endilega forsenda þess að frjáls markaður á milli manna og þjóða þrífist. Sambandið sjálft og helstu talsmenn þess endurtaka frasa, rétt eins og þeir séu komnir úr helgiritum, ef um slíkt er rætt. 16.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.