Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Síða 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Síða 61
framherji Arsenal, Ryan Giggs, hinn síungi vængmaður erkifjend- anna í Manchester United, og Carlo Ancelotti, einn sigursælasti þjálfari heims sem meðal annars gerði Chelsea að Englandsmeist- urum árið 2010. Í dag standa áhorfendur svo sannarlega undir nafni og syngja fullum hálsi, rauðl- iðum innanvallar til innblásturs. Í bland við sönglög um liðið sjálft kyrja þeir söngva um staka leik- menn, ekki síst ef sérstakt tilefni er til. Þegar Gerrard leggur Jack Wilshire kylliflatan með öxlinni, til að svara fyrir árekstur við sama Arsenal-leikmann skömmu áður, upphefst samstundis söngur, kyrj- aður við lagið Que Sera, Sera; „Steve Gerrard, Gerrard, // He’ll pass the ball 40 yards,// he’s big and he’s f**kin’ hard,// Steve Gerr- ard, Gerrard.“ Þegar Joe Allen byrjar að hita upp á hliðarlínunni byrjar kvenpeningurinn þegar í stað að kyrja, við lagið „I Wanna Dance With Somebody“ með Whitney heit- inni Houston: „Oh I wanna dance with Joe Allen, // I wanna feel the heat with Joe Allen …“ Andrúmsloftið er eins og þjóðhátíð sé í fullum gangi og leikmenn Liverpool eru ákaft hylltir þegar flautað er til hálf- leiks. Viðstaddir eru í hálfgerðu gleðilosti yfir veislunni sem pilt- arnir hans Brendans Rodgers hafa boðið upp á. Meðal laga sem spiluð eru í hljóðkerfinu er slagari Johnny Cash, Ring of Fire, og áhorfendur raula einum rómi trompetstefið úr laginu fljótlega eftir að seinni hálfleikur hefst. Stuðningsmennirnir sveifla rauðum treflum sínum allir sem einn og þá er sem stúkurnar skíðlogi. Anfield er að sönnu eldhringur þessa stundina og Arsenal er að fuðra upp í logunum. Þvílík stemning! Fyrir aftan vin minn situr eldhress Skoti sem gerði sér ferð frá Glasgow til að vera viðstaddur þennan leik og hann ræður sér naumast fyrir gleði. Þegar Liverpool skorar fimmta markið ærist hann hrein- lega af fögnuði og faðmar vin minn þéttingsfast að sér. Kunninginn lætur sér það vel líka og faðmar á móti; eins gott að Skotinn veit ekki að viðkomandi vinur er í raun harð- ur stuðningsmaður Arsenal – en það er ekki hægt annað en að smit- ast af gleðinni meðal stuðnings- manna Liverpool, svo vinurinn leik- ur með. Ég man óljóst eftir markinu sem Mikel Arteta, fyrirliði Arsenal, skoraði úr vítaspyrnu síðar í leiknum enda skipti það engu máli. Að leik loknum er hetjunum fagnað vel og lengi enda er þetta stærsti sigur Liverpool á Arsenal síð- an í mars 1964. Að hyllingu lokinni tín- ast tugþúsundir alsælla Púllara aftur út í hvunn- daginn – sem verður, vel að merkja, talsvert ljúfari í ljósi úr- slitanna. Þessi dagur gleym- ist aldrei. Leikmenn Liverpool fögnuðu fimm sinnum marki gegn Arsenal um síðustu helgi. Þeir Suárez, Coutinho og Flanagan fagna hér marki Raheem Sterling. EPA 16.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61 Verslunarstjóri - Lifandi starf Við hjá Lín Design leitum að öflugum verslunarstjóra í verslun okkar í Reykjavík. Um er að ræða 100% starf. Í boði er spennandi framtíðarstarf hjá ört vaxandi fyrirtæki sem leitar að þjónustuliprum, jákvæðum og skapandi einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og er góður í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í almennri verslunarstjórn en menntun mætti gjarnan tengjast listasviði, s.s. hönnunar- útstillinga- og markaðsmálum. Umsóknir berist ásamt ferilskrá á netfangið lindesign@lindesign.is fyrir fimmtudaginn 20. febrúar 2014. Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is Goðsögnin Bill Shankly.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.