Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Page 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Page 64
SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2014 Átakið og söfnunin Öll í einn hring fyrir Barnaspítala Hringsins hefur staðið yfir frá 1. febrúar og í dag fer fram 1.000 króna markaður á KEX hosteli á vegum átaksins en markaðurinn er einn af fjölmörgum við- burðum þess. Átakið er sprottið upp úr áfanga sem kenndur er í háskólanum og nefnist Samvinna og árang- ur en Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við Háskóla Íslands, kennir hann. „Hugmyndin kom frá Elmari en málefnið er þarft og eins og landsmenn vita þá er Barnaspítali Hringsins ákaflega mikilvæg og verðmæt stofnun,“ segir Birna Harðardóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í stjórnun og stefnumótun. „Fólk hefur tekið einstaklega vel í þetta og vilja flestir leggja sitt af mörkum til að leggja málefninu lið. Söfnunin hefur gengið vonum fram- ar og vil ég þá nota tækifærið og þakka öllum fyrir sem hafa tekið þátt í átakinu.“ Ýmis fyrirtæki hafa gefið fjölbreyttan varning sem verður til sölu á markaðnum í dag og má þar meðal ann- ars nefna gjafabréf á veitingastaði, kort í líkamsrækt, fatnað, snyrtivörur, bækur og fleira. „Vörurnar eru hver annarri glæsilegri og er þetta viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Styrkjum gott málefni,“ segir Birna að lokum. Frá vinstri: Sandra Björk Stefánsdóttir, Birna Harðardóttir, Guðfinna Erla Jörundsdóttir, Auður Inga Stefánsdóttir, Elmar Hallgríms Hallgrímsson og Herdís Helgadóttir standa fyrir góðu málefni. Morgunblaðið/Ómar ÞÚSUND KRÓNA MARKAÐUR Á KEX Styrkja Barnaspítala Hringsins Sheila Ranea Crabtree, gekk á fund dómara í vikunni og breytti nafni sínu í Sexy Ranea Crabtree. Eftir smáumhugsun samþykkti dómarinn, Robert Hoover, nafn- breytinguna. Sexy, sem er tveggja barna móðir, á tvær unglingsstelpur, sagði við CNN-fréttastofuna að hún hefði alltaf hatað Sheilu- nafnið og þá gengi hún alltaf í nærfötum frá Victoriu Secret. Sexy lá því beinast við. „Fjöl- skyldan mín og vinir hafa sýnt þessari ákvörðun mikinn skilning. Ég er mjög opinn persónuleiki og finnst gaman að lífinu. En ég þoldi ekki nafnið mitt og fannst kominn tími að breyta því,“ sagði Sexy en hún hafði valið úr þrem- ur nöfnum; Sparkle og Sinder komu einnig til greina. Sexy varð hinsvegar fyrir valinu. Internetið var fljótt að taka við sér og varð Sexy, fljótlega eftir að dómarinn hafði veitt henni nafnið, skotspónn húmorista víða um heim. Hún sá sum ummæli um sig en var bara alveg sama hvað heiminum finnst. Hún er ánægð og það skipti mestu. „Loksins er ég laus við þetta ljóta nafn og get brosað framan í heiminn,“ sagði Sexy Ranea Crabtree. FURÐUR VERALDAR Breytti sér í Sexy Sexy Ranea Crabtree ásamt eiginmanni sínum. Sheila var 987. vinsælasta nafn Bandaríkjanna árið 2009. Sexy komst ekki inn á topp 1.000. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Dóra landkönnuður Sigríður Thorlacius söngkona Adele söngkona Vodafone H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA INTERNET 10 GB 50 GB 100 GB INTERNET 50 GB 150 GB INTERNET 100 GB 250 GB INTERNET 150 GB UM ALLT AÐ 400% GAGNAMAGN MIKLU MEIRA VIÐ HÖFUM AUKIÐ INNIFALIÐ ERLENT GAGNAMAGN Nánar á vodafone.is VERÐ HÆKKAR EKKI ER NÚ ER NÚ ER NÚ ER NÚ 500 GB INTERNET 250 GB ER NÚ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.