Morgunblaðið - 05.03.2014, Page 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Fimmtudagur 6. mars
Kl. 8.30 Keppni og framhaldsskólakynning hefst
Kl. 9.00-14.00 Grunnskólanemendur
Kl. 10.00-14.00 Atriði á sviði
Kl. 13.00 Setningarathöfn Íslandsmóts iðn- og verkgreina 2014
Kl. 14.30 Keppni frestað til morguns
Kl. 16.30 Framhaldskólakynning lokar
Föstudagur 7. mars
Kl. 8.30 Keppni og framhaldsskólakynning heldur áfram
Kl. 9.00-14.00 Grunnskólanemendur
Kl. 10.00-14.00 Atriði á sviði
Kl. 17.30 Keppni frestað til morguns og framhaldskólakynning lokar
Laugardagur 8. mars
Kl. 8.30 Keppni og framhaldsskólakynning heldur áfram
Kl. 11.00-13.00 Atriði á sviði
Kl. 14.30 Keppni og framhaldskólakynningu lýkur
Kl. 15.00 Skemmtidagskrá
Kl. 16.00 Verðlaunaafhending
Opið er fyrir almenning alla daga og aðgangur ókeypis
Í dag kl. 14-16 verður haldið Ösku-
dagsball í Gerðubergi. Plötusnúð-
arnir Eric og Starri spila öll bestu
danslögin og trúðurinn Wally bregð-
ur undir sig betri fætinum og sýnir
sirkuslistir með dyggri aðstoð
gesta. Í lokin fara allir út í leiki ef
veður leyfir á torginu við Gerðuberg
og Miðberg.
Foreldrar og starfsmenn frístund-
heimila eru hvattir til að koma með
krakkana og dansa og syngja með
okkur.
Í kvöld kl. 20 í handverkskaffi
Gerðubergs kynnir Félag íslenskra
eldsmiða eldsmíði. Þeir Guðmundur
Sigurðsson og Bjarni Þór Krist-
jánsson leiða gesti í allan sannleik-
ann um galdurinn á bak við eld-
smíði en auk þess að segja frá,
sýna þeir myndir, verkfæri og til-
búna gripi. Allir eru velkomnir og
aðgangur er ókeypis.
Aðferðir við eldsmíði hafa lítið
breyst frá víkingatímanum. Margir
þeirra sem stunda eldsmíði hafa
einmitt áhuga á því tímabili og end-
urskapa gripi frá þeim tíma. Mögu-
leikar í eldsmíði eru þó í raun
óþrjótandi en smíða má smærri
gripir svo sem skartgripi, sylgjur,
hnífa og lása ásamt stærri munum
eins og lömum, kertastjökum og
kollum svo nokkuð sé nefnt. Eld-
smíði nýtur vaxandi vinsælda hér á
landi og hópur eldsmiða fer stækk-
andi en í hópnum eru bæði karlar
og konur á breiðu aldursbili. Upplýs-
ingar um Félag íslenskra eldsmiða
má nálgast á heimasíðu þeirra,
www.eldsmidir.net.
Nóg um að vera í Gerðubergi
Trúðurinn Wally Sirkuslistir trúðsins vekja gleði hjá börnum.
Öskudagsgleði
í dag og eld-
smíði í kvöld
Eldur Margt er hægt að búa til í eldsmíði, stórt og smátt. Kappar Tveir hraustir eldsmiðir að störfum á góðum degi.
Útlendingar, eru þemað í nýjasta hefti tímaritsins Milli
mála, sem er tímarit um erlend tungumál og menn-
ingu, sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlend-
um tungumálum gefur út. Greinarnar í þessu hefti
fjalla um íslensku sem annað mál, ferðalýsingu í bréfi
Tómasar Sæmundssonar sem birtist í Fjölni 1836, tvö
verk eftir skoska rithöfundinn Robin Jenkins, villi-
menn Nýja heimsins í skrifum Michels de Montaigne
og fólksflutninga vestur um haf eftir sameiningu
Ítalíu 1860 og til upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Í greinum utan þema er fjallað um stöðupróf í
tungumálum við Háskóla Íslands, skáldsögu Tove
Ditlevsen, Man gjorde et Barn Fortræd, og tökuorð
á sviði siglinga og skipasmíði.
Tímaritið Milli mála um erlend tungumál og menningu
Ferðalýsing í bréfi Tómasar
Milli mála Tímaritum tungumál.
Á vef Stúdentablaðsins studenta-
bladid.is er hægt að lesa Stúdenta-
blaðið í heild sinni og er þar margt
áhugavert að finna, viðtöl og fleira.
Einnig er á vefsíðunni athyglisvert
viðtal við háskólanemann Þórhall
nokkurn Helgason sem nýlega tók
upp kvenmannsnafnið Auður sem
millinafn. Allt byrjaði þetta sem
hrekkur á lokaári í menntaskóla en
festist síðan við hann og að lokum
sótti hann um að fá nafnið samþykkt
hjá Mannanafnanefnd og fékk sam-
þykkt, enda gat Þórhallur Auður bor-
ið það fyrir sig að í Landnámu er þess
getið að Auður sé húsbóndi á Auðs-
stöðum og þá er átt við karlmann.
Vefsíðan www.studentabladid.is
Þórhallur Auður Hann kann vel við nýja nafnið sitt sem hann bætti við nýlega.
Þórhallur tók upp nafnið Auður
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.