Morgunblaðið - 05.03.2014, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magússon
gudmundur@mbl.is
Skoðanakannanir þær sem Félagsvísinda-
stofnun hefur gert og Morgunblaðið birt síð-
ustu daga um fylgi flokka í fjórum stærstu
sveitarfélögum landsins benda til þess að
nokkur tíðindi komi upp úr kjörkössunum í
sveitarstjórnarkosningunum í lok maí. Sam-
kvæmt könnunum falla meirihlutar í þremur
þessara sveitarfélaga, Reykjavík, Hafnarfirði
og Akureyri, og tveir nýir flokkar, Björt fram-
tíð og Píratar, festa sig í sessi.
Megintíðindin í Reykjavíkurkönnuninni
eru fall meirihlutans. Björt framtíð er ekki
að endurheimta fylgi Besta flokksins og
fylgisaukning Samfylkingarinnar dugar
ekki til að hún geti stjórnað borginni án lið-
sinnis einhvers þriðja flokksins. Miklar vin-
sældir Dags B. Eggertssonar, oddvita Sam-
fylkingarinnar, vekja einnig athygli. Um
helmingur kjósenda í höfuðborginni vill að
hann verði næsti borgarstjóri. Er persónu-
fylgi hans langtum meira en fylgi Samfylk-
ingarinnar.
Ósigur án hliðstæðu
Á Akureyri fellur einnig meirihlutinn og
það raunar með svo afgerandi hætti að
naumast á sér hliðstæðu í íslenskum sveit-
arstjórnarkosningum. Listi fólksins sem nú
hefur sex bæjarfulltrúa af ellefu fær aðeins
einn mann kjörinn í vor.
Í Hafnarfirði tapar meirihluti Samfylking-
arinnar og Vinstri grænna fjórum bæjarfull-
trúm af sjö.
Í Kópavogi er annað uppi á teningnum.
Þar heldur meirihlutinn og tveir þriggja
meirihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn, auka fylgi sitt. Þriðja
hjólið undir vagninum, Listi Kópavogsbúa,
þurrkast út og fengi engan mann kjörinn.
samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir MorgunblaðiðFylgi stjórnmálaflokka
Reykjavík
Samfylkingin
Framsóknar-
flokkur
Björt
framtíð
Vinstri-
græn
Píratar
Annan flokk
eða lista ?
Sjálfstæðis-
flokkur
*Fylgi Besta flokksins í kosningum 2010.
Besti flokkurinn sameinaðist síðar Bjartri framtíð.
Kosningar 2010
Könnun 6.-18.
nóvember 2013
Könnun 15.-23.
janúar 2014
Könnun 18.-23.
febrúar 2014
Akureyri Kópavog
5
4
3
1
2
5
3
6
1
*
33,6%
19,1%
34,7*%
7,1%
2,7%
2,7%
26,6%
17,6%
29,4%
10,1%
9,0%
2,3%
5,1%
25,0%
21,8%
29,3%
10,5%
8,2%
2,8%
2,4%
28,4%
23,5%
21,0%
11,7%
9,1%
2,9%
3,4%
Sjálfstæðis-
flokkur
Samfylkingin
Framsóknar-
flokkur
Björt
framtíð
Vinstri-
græn
Píratar
Annan flokk
eða lista ?
Listi fólksins
Bæjarlistinn
13,3%
10,4%
12,8%
45,0%
9,8%
8,7%
20,7%
16,0%
16,0%
15,6%
13,5%
11,0%
2,1%
1,7%
3,4%
23,2%
16,7%
16,6%
14,7%
13,1%
8,7%
3,9%
1,2%
1,9%
3
2
2
2
1
1
1
1
1
6
1
Sjálfstæðis-
flokkur
Samfylkingin
Framsóknar-
flokkur
Björt
framtíð
Vinstri-
græn
Píratar
Annan flokk
eða lista ?
Kosningar 2010
Könnun 15.-23.
janúar 2014
Könnun 18.-23.
febrúar 2014
Tíðinda að vænta á vordögum
Meirihlutar falla í nokkrum stærstu sveitarfélögunum Björt framtíð og Píratar festa sig í sessi
SKOÐANAKANNANIR
FYLGISÞRÓUN
Sveitarstjórnarmenn í Framsóknar-
flokknum og Sjálfstæðisflokknum
hafa áhyggjur af því að uppnámið og
umrótið sem orðið hefur í þjóðfélag-
inu vegna ESB-málsins geti haft
áhrif á fylgi flokkanna í kosningunum
í vor. Í samtölum við Morgunblaðið
hafa nokkrir í þessum hópi látið í ljós
mikla óánægju með það hvernig
stjórnarflokkarnir hafa haldið á mál-
inu eftir að skýrsla Hagfræðistofn-
unar um ESB-viðræðurnar kom
fram.
Einn þeirra sem tjáð hafa sig op-
inberlega um málið er fráfarandi odd-
viti framsóknarmanna í Kópavogi,
Ómar Stefánsson. Hefur hann gagn-
rýnt ríkisstjórnina og samflokks-
menn sína á þingi harðlega. Meðal
annars hefur Ómar lagt fram tillögu í
bæjarstjórn Kópavogs þar sem skor-
að er á ríkisstjórnina að efna til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um framhald
ESB-viðræðnanna.
Að sama skapi heyrist í viðtölum
við sveitarstjórnarmenn í flokkum
sem hlynntir eru þjóðaratkvæða-
greiðslu um framhald aðildar-
viðræðna við ESB að þeir vonast til
þess að óánægjan með málsmeðferð
ríkisstjórnarinnar verði þeim lyfti-
stöng í kosningabaráttunni.
Kannanir gerðar
áður en tillagan kom
Skoðanakannanir Félagsvísinda-
stofnunar fyrir Morgunblaðið í
Reykjavík, á Akureyri, í Kópavogi og
Hafnarfirði voru gerðar dagana 17. til
23. febrúar. Þeim lauk áður en ESB-
skýrslan kom fram og áður en ljóst
varð hvernig ríkisstjórnin ætlaði að
bregðast við henni. Í ljósi þess að
nýrri kannanir Gallup og MMR
benda til nokkurs fylgistaps stjórn-
arflokkanna á landsvísu eftir að til-
lagan um að hætta viðræðunum við
ESB kom fram, er ekki óeðlilegt að
margir álykti að málið hefði haft áhrif
á fylgi flokkanna í sveitar-
stjórnakönnununum ef það hefði ver-
ið komið fram fyrr. Um það er þó
ekkert hægt að fullyrða, enda ljóst að
kjósendur gera talsverðan mun á
stuðningi við flokka til sveitarstjórna
og Alþingis.
ESB-málið
gæti haft áhrif
Spurningar vakna um áhrifin á
sveitarstjórnarfylgi stjórnarflokkanna