Morgunblaðið - 05.03.2014, Page 18

Morgunblaðið - 05.03.2014, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Birting viðauka við grunnlýsingu sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka hf. Útgefandi: Íslandsbanki hf., kennitala 491008-0160, Kirkjusandi 2, 105 Reykjavík Íslandsbanki hefur birt viðauka við grunnlýsingu sértryggðra skuldabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað, NASDAQ OMX Iceland hf. Grunnlýsingin, dagsett 2. október 2013 og viðaukar við grunnlýsingu, dagsettir 18. október 2013 og 4. mars 2014 eru gefin út á ensku og birt á vefsíðu bankans, http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/fjarmognun/sertryggd-skuldabref/ Skjölin má nálgast á pappírsformi hjá útgefanda, Íslandsbanka hf. , Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík næstu 12 mánuði frá 2. október 2013. Reykjavík, 5. mars 2014 STUTTAR FRÉTTIR ● Viðskiptajöfnuður hefur aldrei áður mælst hagstæðari á einu ári en í fyrra. Það á við hvort sem litið er á jöfnuðinn með eða án innlánsstofnana í slita- meðferð. Útkoman er jafnframt al- mennt mun betri en væntingar voru um. Þetta má sjá í bráðabirgðatölum sem Seðlabanki Íslands birti í fyrradag um greiðslujöfnuð við útlönd á fjórða árs- fjórðungi síðastliðins árs, að því er seg- ir í umfjöllun greiningardeildar Íslands- banka. Nánar á mbl.is Aldrei hagstæðari viðskiptajöfnuður ● Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur kallað eftir samráði við hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðrar stofnunar nýs rekstrarfélags í eigu fjar- skiptafélaganna Vodafone og Nova. Mun stofnunin birta allar umsagnir og athugasemdir sem berast opinberlega, nema sérstaklega verði óskað trún- aðar, að því er segir í frétt á vef stofn- unarinnar. Með stofnun félagsins vilja Vodafone og Nova reka sameinað far- símadreifikerfi. Nánar á mbl.is Vill samráð um sam- einað farsímadreifikerfi Hagnaður Íslandssjóða hf. eftir skatta árið 2013 nam 299 milljónum króna samanborið við 258 milljónir króna árið 2012. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Íslandsbanka í gær. Hreinar rekstrartekjur námu 1,35 milljörðum kóna samanborið við 1,2 milljarða 2012. Rekstrargjöld námu 976 milljón- um samanborið við 886 milljónir árið áður. Heildareignir félagsins námu 2,6 milljörðum í árslok 2013 en voru 3 milljarðar í ársbyrjun. Eigið fé í árslok 2013 nam 2 millj- örðum króna en var 1,9 milljarðar í ársbyrjun. Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 211,3% í árs- lok 2013 en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%. Í lok desember 2013 voru 16 sjóðir í rekstri og slitum hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 117,7 milljörðum króna. Morgunblaðið/Ómar Íslandssjóðir Hagnaður sjóðanna jókst um 41 milljón króna í fyrra. Eigið fé Íslandssjóða, sem eru 16 talsins, nam í árslok 2013 tveimur milljörðum. Högnuðust um 299 milljónir  Hrein eign Íslandssjóða 117 milljarðar BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Fasteignafélagið Reitir hefur enn ekki hafið kaup á gjaldeyri á mark- aði í því skyni að safna í sarpinn áður en ríflega 13 milljarða afborgun á er- lendum lánum eru á gjalddaga eftir um sex mánuði. Tvö lán, samtals að andvirði um 85 milljónir evra, eru á gjalddaga í október næstkomandi og samsvarar fjárhæðin sem Reitir þarf að greiða mánaðarlegri veltu á gjaldeyris- markaði á liðnu ári. Ljóst er að félag- ið mun því verða hlutfallslega nokk- uð stór kaupandi gjaldeyris á næstu mánuðum sem gæti sett nokkurn þrýsting á gengi krónunnar. Reitir eru með litlar sem engar tekjur í er- lendri mynt. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa Reitir ekki getað hafið gjaldeyriskaup þar sem enn er eftir að ganga endanlega frá sátt við Seðlabanka Íslands vegna meintra brota félagsins á lögum um gjaldeyr- ismál í tengslum við lánasamning við þýska bankann Hypothekenbank Frankfurt AG. Til að geta hafið regluleg kaup á gjaldeyri á markaði þurfa Reitir að fá sérstaka heimild frá Seðlabankanum. Ekki er við því að búast að slík heimild fáist á meðan Seðlabankinn hefur erlenda lánsfjár- mögnun Reita enn til skoðunar. Forsaga málsins er sú að Reitir samþykktu sl. sumar sáttatillögu Seðlabankans vegna meintra gjald- eyrisbrota félagsins árið 2009 þegar gerðir voru viðaukar við 90 milljóna evra lánasamning við þýska bank- ann. Ekki var óskað eftir undanþágu líkt og tilskilið er samkvæmt lögum um gjaldeyrismál og var það því mat Seðlabankans að viðaukarnir væru ekki gildir. Sáttaboð Seðlabankans felur það í sér að horfið sé frá styttingu á láns- stíma á fimm milljóna evra láni, sem átti að öðrum kosti að greiðast upp á þessu ári, og verður þess í stað lengt í því til ársins 2021. Þurfa Reitir jafnframt að greiða 10 milljónir króna í sekt. Á tímabili áttu sér stað viðræður við þýska lánveitendann um að lengja hugsanlega í endur- greiðslutíma stóru lánanna, samtals 85 milljónir evra, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er nú fastlega gert ráð fyrir því að lánin verði einfaldlega greidd upp í októ- ber. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, vildi í samtali við Morgunblað- ið ekki sérstaklega tjá sig um hvern- ig málin stæðu gagnvart Seðlabank- anum en sagðist vonast eftir því að niðurstaða fengist sem allra fyrst. Búið sé að komast að samkomulagi við hinn erlenda lánveitenda að und- irgangast sáttina við Seðlabankann í meginatriðum og nýir viðaukar við núverandi lánasamning hafi verið sendir til Seðlabankans fyrir um mánuði til samþykktar. Skráning eftir sumarið? Reitir eru á meðal stærstu fast- eignafélaga landsins, en eignasafn félagsins samanstendur af um 130 fasteignum sem eru samtals um 410.000 fermetrar að stærð. Meðal þekktra fasteigna má nefna Kringl- una, Hótel Hilton og Kauphallarhús- ið. Rekstrartekjur Reita námu tæp- lega 7,9 milljörðum króna á árinu 2012. Lengi hefur staðið til að skrá fé- lagið á hlutabréfamarkað og gerðu upphaflegar áætlanir ráð fyrir því að það myndi gerast í ársbyrjun 2013. Í frétt Viðskiptablaðsins hinn 16. jan- úar sl. sagðist Guðjón vonast eftir að skráning gæti farið fram í apríl eða maí. Aðspurður segir hann hins veg- ar í samtali við Morgunblaðið að vegna þess hversu langan tíma hefur tekið að ganga frá sáttinni við Seðla- bankann þá „sé nú ljóst að félagið verði að líkindum ekki skráð á mark- að fyrr en í fyrsta lagi eftir sumarið“. Í lok júní 2013 var undirrituð vilja- yfirlýsing um kaup hóps lífeyrissjóða á nýju hlutafé í Reitum að fjárhæð 12 milljarðar króna og nýjum 25 millj- arða verðtryggðum skuldabréfa- flokki útgefnum af félaginu. Náðu Reitir samtímis samningum við Ís- landsbanka um allt að 14 milljarða lánveitingu á hagstæðari kjörum en þáverandi fjármögnun Reita. Eru bæði hlutafjáraukningin og endur- fjármögnunin háð því skilyrði að nið- urstaða fáist í erlenda fjármögnun félagsins gagnvart Seðlabankanum og þýska bankanum. Bíður með gjaldeyriskaup fyrir 13 milljarða afborgun  Ekki búið að ljúka sátt Reita við Seðlabankann  Skráning á markað frestast Beðið eftir SÍ Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir skráningu á markað ráðast af því hvenær takist að ljúka sáttinni við Seðlabanka Íslands. Morgunblaðið/Sigurgeir Safnað í sarpinn » Reitir þurfa að greiða 85 milljónir evra vegna afborgana á erlendum lánum félagsins í október næstkomandi. » Félagið hefur enn ekki hafið regluleg gjaldeyriskaup þar sem eftir er að ljúka sátt við Seðlabankann vegna erlendrar fjármögnunar Reita. » Erlendar afborganir Reita síðar á árinu samsvara mán- aðarlegri veltu á gjaldeyris- markaði 2013. Gjaldeyris- kaupin gætu því sett þrýsting á gengið.                                   ! "  # "     $ !%&'() '*'      +,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4            5              Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.