Morgunblaðið - 07.03.2014, Side 36

Morgunblaðið - 07.03.2014, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 06 29 jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér verður treyst fyrir miklu leynd- armáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Einhver nákominn finnur sig knúinn til þess að láta til sín taka í félagi við aðra. 20. apríl - 20. maí  Naut Eyddu ekki óþarfa tíma í að sannfæra aðra um að þú sért að gera rétt því þú ert besti dómarinn í því máli. Sinntu bara þínu og varastu að dragast inn í deilur manna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hugurinn er á fullu við að mynda sér skoðanir en munninn ættir þú að nota til þess að hrósa fólki. Jafnvel þótt þú reynir að tala skýrt muntu verða misskilin/n. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt enn langt í land með það verkefni sem þú beinir mestri orku þinni að. Eins og svo oft er lausnin nærtækari en þú heldur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það gengur vel að ræða við maka eða nána vini í dag. Klipptu hárið, festu kaup á nýrri græju eða gefðu gömlu fötin þín. Þú endurnærist. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ykkur finnst eins og eitt og annað þurfi að klára áður en þið farið út á meðal fólks. Þú ert umburðarlynd/ur og lipur gagn- vart fólki en getur líka látið í þér heyra ef þér þykir ástæða til. 23. sept. - 22. okt.  Vog Stundum er betra að breiða út faðminn og stundum að krossleggja handleggina og huga að sínum innri manni. Best er að vera sjálfum sér samkvæmur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver kemur þér til aðstoðar án þess þú hafir óskað eftir því. Reyndu að njóta dagsins. Eitthvað í umhverfi þínu hefur áhrif á samskipti þín við fólkið í kringum þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á miklu að þú kunnir að bregð- ast rétt við. Mættu hlutunum með bros á vör og leystu þá ljúfmannlega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gættu þess að bregðast ekki of hart við minniháttar málum og einblína ekki á eitt atriði þegar þú reynir að finna málum þínum lausn. Dagurinn fer batnandi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur mikla frelsisþörf í dag og neitar að láta aðra ráða því hvernig þú lif- ir þínu lífi. Hentu því sem þú hefur ekki leng- ur þörf fyrir og komdu skipulagi á hlutina. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að leysa vandamál sem krefst mikillar einbeitingar og yfirsýnar. Kannski hugsar þú með þér: hvenær kemur röðin að mér? Ekki örvænta, bráðum. Þorvaldur Ágústsson skrifaði mérá þriðjudag: „Þú birtir vísu Bólu-Hjálmars um Sölva Helgason í Vísnahorninu í dag ásamt viturlegri umsögn Guðrúnar P. Helgadóttur. En eins og þú veist þá orti Hjálmar aðra vísu um Sölva, sem, ásamt hinni vísunni, lýsir að mér finnst samúð með Sölva og djúpum skilningi á ævi- kjörum hans og ógæfu. Sölvi var að upplagi listamaður en lenti utan- garðs í þjóðfélaginu sökum skap- gerðargalla sinna og ýmissa annarra ástæðna ásamt skilningsleysi sam- tímans. Þetta hefur Hjálmar skilið enda sjálfur að sumu leyti utangarðs: Maður kom með þrýstin þjó, ég þekkti hann gegnum ljóra. Á sér bar og eftir dró óhamingju stóra.“ Í „Lausavísum frá 1400-1800“ er vísan eins og hjá Þorvaldi. En ekki er allt sem sýnist. Í 1. útgáfu af ljóð- um Hjálmars, Akureyri 1879, stend- ur „þunnleit þjó“ og þar eru vís- urnar tvær: Gilti dygð hans grönn og sljó grantólftunga fjóra; klækirnir að þyngslum þó þreyttu marga jóra. Í tveggja binda útgáfunni 1919 eru vísurnar eins og í frumútgáfunni nema þar stendur: „gran-tólftunga“ til skilningsauka og síðan bætast við tvær vísur: Betra væri þessum þó þurfa ekki að tóra, dysjaður í djúpum sjó við djöfuls þungan stjóra. Eður í Niflheims kvala kró krafsa og moka flóra, og þiggja af Satan þykka skó, sem þyldu hans húsgangsóra. Ýmislegt hafa hagyrðingar um mottumarsinn að segja, en menn hafa þóst slá tvær flugur í einu höggi með því að safna skeggi og áheitum til krabbameinsfélagsins um leið. Skarphéðinn Ásbjörnsson yrkir: Höfða ég til hugarfars og hjartagæsku leita. Ég tek þátt í Mottumars, þið megið á mig heita. Ingólfur Ómar Ármannsson segist einnig vera byrjaður að safna: Um það vil ég yrkja stef, einkum þó í gríni. Myndarlegan hýjung hef sem hæfir ljótu trýni. Ingólfur Ómar bætir síðan við að félagi sinn hafi ekki verið hrifinn af hýjungnum, svo að hann hafi bætt öðrum seinni parti við, – „og þá var honum skemmt!“ Ærið ljótan hýjung hef sem hæfa myndi svíni. Halldór Blöndal. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Bólu-Hjálmari, heimspekingi og mottumars Í klípu „ÉG SKIL, EKKERT YKKAR GLÍMIR VIÐ VANDAMÁL. ÞAÐ ER ÉG, VANDAMÁLIÐ ER HJÁ MÉR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞARFTU ENDILEGA AÐ MUNA EFTIR AFMÆLINU MÍNU Á HVERJU ÁRI?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... bakarameistarinn þinn. NAFNIÐ ÞITT, VINSAM- LEGAST? LEIFUR ÓHEPPNI. ER ÞAÐ Í ALVÖRU NAFNIÐ ÞITT? TÆKNI NÚTÍMANS ER SANNARLEGA MÖGNUÐ. ÉG MAN EKKI HVERNIG Á AÐ KVEIKJA Á TÖLVUNNI! EN HÚN HEFUR EKKI ROÐ VIÐ GAMALDAGS HEIMSKU.Víkverji veit fátt betra en að vaknavið skröltandi, tóma drykkjar- dós á gangstéttinni fyrir utan svefn- herbergisgluggann. Nema þá helst að vakna við tvær skröltandi, tómar drykkjardósir fyrir utan gluggann. x x x Þegar Víkverji fer í morgun-göngutúrinn finnst honum ekk- ert eðlilegra en að sjá brotnar flösk- ur og glerbrot hér og þar á gangstígum og í rennusteinum. Hann veit hvar glerbrotin eru og getur gengið að þeim vísum. Viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. x x x Þegar blæs kröftuglega á rusl úrtunnum, sem standa úti, á það til að fjúka um götur og stíga. Ekki bara í Hafnarfirði heldur líka í höf- uðborginni. Í annars tilbreyting- arsnauðu umhverfi gerir þetta rusl vegfarendum mögulegt að kynna sér hvað fólk hefur látið í sig, hvernig það gengur frá tómu mjólkurfern- unum og hvernig það skilur almennt við rusl. Víkverji veit fátt betra en að ganga um ruslastígana enda eru þeir aldrei eins vegna þess að ruslið fýk- ur til, er á einum stað í dag og á öðr- um á morgun. x x x Hann blés hraustlega í höfuðborg-inni um liðna helgi. Tóma dósin var á sínum stað, vakti Víkverja af værum blundi og hélt vöku fyrir honum þar til góðhjartaður borgari fjarlægði dósina í morgunsárið. x x x Þegar Víkverji fór í morgungöng-una blasti við honum undarlega skreyttur skógur í garði nágrann- ans. Þegar betur var að gáð var þarna komið ruslið úr bláu tunnunni, fríblöð og annar úrgangur á trjánum sem annars bera bara lauf á sumrin. Það sem ekki festist í trjánum fauk um nærliggjandi götur og skreytti grámyglulegt malbikið sem gægðist undan svellbunkanum. Víkverji sá fyrir sér gott myndefni, en nágrann- arnir komu í veg fyrir að ruslið yrði ódauðlegt, hreinsuðu draslið af trjánum og því er það bara til í minn- ingunni. Borgaryfirvöld mættu læra af íbúunum. víkverji@mbl.is Víkverji En þetta er ritað til þess að þið trúið að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þið í trúnni eigið líf í hans nafni. (Jóhannesarguðspjall 20:31)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.