Morgunblaðið - 14.03.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.03.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri 15% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir í mars. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sprengingar og útgröftur á efni úr Vaðlaheiðargöngum liggur niðri vegna vinnu við að þétta vatns- sprungu sem komið var að. Aðeins vantaði 9 metra í 2.000 metra áfangann þegar vinnan stöðvaðist. Vegna vatnsæða sem áður hafa opnast við gangagerðina eru bor- aðar könnunarholur langt inn fyrir sprengiholur. Því vissu verktakarn- ir af vatnssprungunni nokkru áður en þeir komu að henni. Eftir að stór vatnsæð opnaðist 120 metrum utar var ákveðið að loka öllum sprungum til að auðvelda verkið. Það var gert í síðustu viku og er gert nú. Valgeir Bergmann, fram- kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., segir áætlað að vatnsrennslið sé um 70 lítrar á sekúndu af 52 stiga heitu vatni. Það er talsvert heitara en í stóru sprungunni þar sem vatnið er 46 stiga heitt. Bergþéttingin getur tekið einn til tvo sólarhringa og ekki lengjast göngin á meðan. Þau standa í 1.991 metra. Einnig hefur hægst á hraðanum við gerð Norðfjarðarganga vegna þess að nú er verið að vinna í berg- lagi með lausara efni, svokölluðu rauðu bergi, sem annað slagið verð- ur á vegi gangamanna. Rauða lagið er í Eskifjarðarleggnum. Góður gangur var í verkinu þangað til enda er einnig byrjað að sprengja Norðfjarðarmegin. Á sunnudags- kvöld stóðu göngin í 882 metrum svo 1.000 metra áfanginn nálgast hægt en örugglega. helgi@mbl.is Gröftur stöðvast vegna nýrrar vatnsæðar  Níu metra vantar upp á 2.000 metrana í Vaðlaheiðargöngum Ljósmynd/Valgeir Bergmann Bergþétting Unnið í Vaðlaheiðar- göngum í gærdag. Hæstiréttur dæmdi í gær Lýð Guð- mundsson, fyrrverandi stjórnarfor- mann fjárfestingarfélagsins Exista, í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið fyrir brot á lögum um hlutafélög. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir brot gegn sömu lögum. Hann var jafnframt sviptur réttindum til að vera héraðsdómslögmaður í 1 ár. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Bjarnfreð af ákæru sérstaks saksóknara og dæmt Lýð til að greiða 2 milljónir króna í sekt. Hæstiréttur taldi sannað að Lýð- ur hefði vísvitandi brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga í því skyni að tryggja sér og meðeiganda sínum áframhaldandi yfirráð yfir Exista og það hefði honum tekist. Þetta gerði Lýður með því að greiða Exista minna en nafnverð, eða um 1 milljarð króna, fyrir 50 milljarða nýrra hluta í félaginu. Var þetta talið brjóta í bága við fortaks- laust ákvæði laganna um að greiðsla hlutar mætti ekki vera minni en nafnverð hans. Bjarnfreður var sakfelldur fyrir að hafa hinn 8. desember 2008 sent villandi tilkynningu til Hlutafélaga- skrár þar sem kom fram að hækk- un á hlutafé Exista að nafnvirði 50 milljarðar króna hefði verið greidd að fullu til félagsins. Fram kemur í dómnum að Bjarnfreður hafi, m.a. í tölvupósti til Lýðs í desember 2008, látið í ljósi efasemdir um að til- kynningin stæðist lög. Engu að síð- ur hefði hann sem lögmaður skrifað undir tilkynninguna og þannig brot- ið gegn hlutafélagalögum. Hæstiréttur segir síðan í niður- stöðu sinni að brot bæði Lýðs og Bjarnfreðs hafi varðað verulegar fjárhæðir og verið til þess fallin að hindra eða fresta hvers kyns rétt- mætum aðgerðum skuldheimtu- manna Exista. Því hafi þeir báðir unnið sér til fangelsisrefsingar. Brot gegn hlutafélagalögum  Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson hlutu fangelsisdóma  Brotin til þess fallin að hindra réttmætar aðgerðir skuldheimtumanna Exista Lýður Guðmundsson Bjarnfreður Ólafsson Brot gegn lögum » Lýður var talinn hafa brotið gegn 16. grein hluta- félagalaga. » Bjarnfreður var talinn hafa brotið gegn 153. grein sömu laga. Um fjögur hundruð félagsmenn Bandalags há- skólamanna, BHM, mættu á fund BHM og viðsemj- enda félagsins í Háskólabíói í gær. Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykja- víkur, ávörpuðu fundinn. „Við vildum fá að vita hvaða áætlanir þeir hefðu í okkar kjaramálum,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, í viðtali við mbl.is í gær. Hún segir óánægju fara vax- andi meðal félagsmanna. „Áherslan hefur verið mikil á lægstu launin og okkar fólk hefur setið eft- ir. Við viljum sjá launaleiðréttingar og sjá þær núna,“ sagði Guðlaug. Nú þegar hefur einn hópur innan BHM, háskólakenn- arar, ákveðið að greiða atkvæði um verkfallsboðun og verður það gert í næstu viku. Fundað var með hléum í kjaradeilu Félags framhalds- skólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið í gær og lauk fundum um kl. 19 í gærkvöld. Samninganefnd ríkisins lagði ekki fram nýtt launatilboð á þessum fundum. Verkfall hefst í framhaldsskólum á mánudaginn, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Morgunblaðið/Ómar Óánægja félagsmanna fer vaxandi Samræðufundur Bandalags háskólamanna og viðsemjenda í Háskólabíói „Mikilvægt er að senda eitthvað á eftir þessu sem fyrst þannig að menn haldi ekki að það séu að koma 50 milljarðar inn í fé- lagið!!!!!“ Þetta sagði í tölvupósti sem Lýður Guðmundsson sendi m.a. til forstjóra Exista 3. desember 2008. Í tölvupósti sem Bjarnfreður Ólafsson sendi 4. desember segir m.a.: „Var á fundi með Deloitte. Þeir ætla að gefa út skýrslu um staðfestingu á hækkun hlutafjár. Hún er rúmt orðuð og tekur tillit til væntan- legs hluthafafundar sem mun lækka hlutafé aftur til jöfnunar á tapi. Það verður svo að koma í ljós hvort þetta fer í gegn hjá Hlutafélagaskrá.“ Ekki 50 millj- arðar í félagið TÖLVUPÓSTAR Í DÓMI Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í frumvarpsdrögum að lögum um náttúrupassa sem Morgunblaðið hef- ur undir höndum er kveðið á um að heimilt verði að stofna sjálfseignar- stofnun, Náttúrupassasjóð, til að sjá um það sem viðkemur passanum. Í því felst að hafa umsjón með tekjum sjóðsins og úthluta fjármunum til uppbyggingar og viðhalds á ferða- mannastöðum. Gert er ráð fyrir því að 18 ára og eldri greiði fyrir passann. Gjaldið verði 2.000 krónur fyrir fjóra daga, 3.000 krónur fyrir passa frá fimm dögum til fjögurra vikna og 5.000 kr. fyrir lengri tíma en fjórar vikur. Gildistíminn verði fimm ár. Aðilar að Náttúrupassasjóði eru ráðuneyti ferðamála, ráðuneyti um- hverfismála og ráðuneyti fjármála, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök ferðaþjónustunnar, Land- vernd, Samút og Landeigendafélag Íslands. Fram kemur að stjórn Náttúru- passasjóðs beri árlega að setja saman framkvæmdaáætlun um uppbygg- ingu og viðhald innviða á ferða- mannastöðum. Í áætluninni eru taldir upp þeir ferða- mannastaðir sem náttúrupassinn tekur til og verk- efnum forgangs- raðað. Fram kem- ur að 95% af tekjum sjóðsins séu hugsuð til uppbyggingar og viðhalds en 5% til málefna er varða öryggi ferðamanna. Tekið er fram að stefnt sé að því að hefja gjaldtöku 1. janúar árið 2015. Þá segir að gildistími laganna sé áætlaður til 31. desember árið 2019. Eftirlit í höndum lögreglu Áætlað er að eftirlit með passanum verði í höndum lögreglu en verði tekjur af passanum ekki í samræmi við fjölda ferðamanna skuli endur- skoða eftirlitsþáttinn. Í drögunum segir jafnframt að inn- lendir sem erlendir ferðamenn þurfi að greiða fyrir passann. Niðurstaða lögfræðiálits sýni fram á að í ljósi skuldbindinga Íslands vegna EES- samningsins yrði mjög erfitt að rök- styðja það að Íslendingar þyrftu ekki að greiða fyrir passann. Náttúrupassi hjá sjálfseignarstofnun  Gjald fyrir náttúrupassa verði 2.000- 5.000 krónur  Íslendingar þurfi passa Gullfoss Gjaldtaka hefjist árið 2015.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.