Morgunblaðið - 14.03.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
Þó að hörðustu stuðningsmennaðildar að ESB haldi því iðu-
lega og ákaft fram gegn betri vitund
að ástæða sé til að „klára viðræð-
urnar“ til að „kíkja í pakkann“ missa
þeir stundum út úr
sér að vitað sé hvað
er í pakkanum. Á al-
þingi heyrast þessa
dagana ýmsar ást-
arjátningar í garð
ESB og stundum
glittir jafnvel um
leið í fjandskap við
það sem íslenskt er.
Ásta GuðrúnHelgadóttir Pí-
rati lét til að mynda
út úr sér að and-
staðan við aðild
byggðist á „þjóðern-
iskennd, þröngsýni og ótta, á fána-
hyllingum og ást á íslenskri glímu“!
Svo hélt hún áfram: „Sífellt er rifistum það hvort varanlegar eða
tímabundnar sérlausnir eða undan-
þágur geti fengist í samningum við
Evrópusambandið með sérstakri
áherslu á landbúnað og sjávarútveg.
Svo virðist sem ríkisstjórnarflokk-
arnir geri sér ekki grein fyrir því að
aðild að Evrópusambandinu og
reyndar Evrópusambandið sjálft er
ævarandi samningsferli í stöðugri
þróun en ekki bundin einum 100.000
blaðsíðna óbreytanlegum reglu-
pakka. Þetta hafa stjórnarherrar
reyndar verið duglegir að benda á.
Þeir vilja ekki ganga inn í sambandið
sem er í stöðugri þróun. Ef þeir segja
við Evrópusambandið að við viljum
varanlegar undanþágur er það vegna
þess skiljanlegt að Evrópusambandið
lyfti brúnum. Það er ekki tilbúið að
skuldbinda sig um tiltekið fyrir-
komulag um aldur og ævi.“
Þetta var athyglisverð játning pír-atans, og ekki síður sú játning
sem fylgdi á eftir þegar Brynhildur
Pétursdóttir í Bjartri framtíð sagð-
ist „sammála hverju einasta orði“.
Ásta Guðrún
Helgadóttir
Sammála: Engar
undanþágur í boði
STAKSTEINAR
Brynhildur
Pétursdóttir
Veður víða um heim 13.3., kl. 18.00
Reykjavík 2 snjókoma
Bolungarvík -1 snjókoma
Akureyri 3 skýjað
Nuuk -6 skafrenningur
Þórshöfn 6 þoka
Ósló 10 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 heiðskírt
Stokkhólmur 11 heiðskírt
Helsinki 8 heiðskírt
Lúxemborg 17 heiðskírt
Brussel 17 heiðskírt
Dublin 6 þoka
Glasgow 8 alskýjað
London 17 heiðskírt
París 17 heiðskírt
Amsterdam 13 heiðskírt
Hamborg 13 heiðskírt
Berlín 17 heiðskírt
Vín 15 heiðskírt
Moskva 7 skýjað
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 12 léttskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 16 heiðskírt
Aþena 12 heiðskírt
Winnipeg -3 alskýjað
Montreal -12 skýjað
New York -6 alskýjað
Chicago -3 léttskýjað
Orlando 14 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:50 19:25
ÍSAFJÖRÐUR 7:56 19:29
SIGLUFJÖRÐUR 7:39 19:12
DJÚPIVOGUR 7:20 18:54
Stofu 102 í Gimli í Háskóla Íslands
föstudaginn 14. mars kl. 11.30–12.00
Í fyrirlestrinum ræðir Hannes Hólm-
steinn sjónarmið heilags Tómasar af
Akvínó um séreignarrétt og frjáls við-
skipti, en Tómas telur eins og fleiri
heimspekingar, að ranglátt sé í við-
skiptum að nýta sér tímabundna neyð
annarra. Þar gerðu hins vegar norskir og finnskir aðilar eftir bankahrunið
íslenska, þegar þeir keyptu eignir Glitnis mjög lágu verði. Hannes bendir á
nýjar upplýsingar, sem komið hafa fram um feikilegan hagnað kaupenda af
viðskiptunum, ef til vill hundrað milljarðar ísl. kr., og ræðir um, hvort opin-
berir aðilar í Noregi og Finnlandi hafi veitt þeim aðstoð á laun.
Málstofan er haldin á vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands
og einnig þáttur í samstarfsverkefni RNH
og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna
og umbótasinna, um „Evrópu, Ísland og
framtíð kapítalismans“.
Fyrirlestur Hannesar H. Gissurarsonar prófessors:
Töpuðu Íslendingar hundrað milljörðum?
Ferskt kindakjöt er væntanlegt í
verslanir fyrir páska. Nokkur slát-
urhús bjóða upp á páskaslátrun sem
sum kalla vorslátrun sauðfjár.
„Þetta er alltaf svipaður skammt-
ur hjá okkur, um 800 fjár. Það hefur
skipst til helminga, lömb og fullorðið
fé,“ segir Magnús Freyr Jónsson,
framkvæmdastjóri Sláturhúss KVH
ehf. á Hvammstanga. Þar verður
boðið upp á páskaslátrun 8. apríl.
Magnús segir að bændur séu að láta
slátra lömbum sem hafi verið of smá
í haust og geldum ám. Aðeins hluti
kjötsins fer því ferskur á markað
sem páskalamb.
SS verður með páska- og þjón-
ustuslátrun 26. mars. Í gær var búið
að panta slátrun fyrir 900 fjár, bæði
fullorðið og lömb.
Sigmundur Hreiðarsson, stöðvar-
stjóri Norðlenska á Húsavík, segir
að frekar sé boðið upp á vorslátrun
sem þjónustu við bændur en að svo
mikil eftirspurn sé eftir fersku kjöti
fyrir páska. Bændur þurfi að láta
slátra geldfé og öðru til að létta á
húsunum. Sauðfjárslátrun verður
hjá Norðlenska á Húsavík og Höfn,
SAH afurðum á Blönduósi og KS á
Sauðárkróki í byrjun apríl.
Nóg er til af kindakjöti í birgðum,
heldur meira en á sama tíma á síð-
asta ári enda hefur heldur dregið úr
sölu síðustu mánuði. Salan síðustu
tólf mánuði var 1,3% minni en sama
tímabil á fyrra ári. helgi@mbl.is
Fersk páskalömb væntanleg á markað
Nokkur sláturhús bjóða upp á vor-
slátrun Bændur grisja í húsunum
Lamb Þeir sem vilja geta fengið
páskalamb á diskinn sinn.
Stefnt er að því
að hefja gjald-
töku við Geysis-
svæðið, þ.e. inn á
hverasvæðið við
Geysi í Haukadal
í Bláskógabyggð,
síðdegis í dag.
„Það eru allar lík-
ur á því að þetta
hefjist seinni
partinn á morgun. Í síðasta lagi á
laugardag,“ sagði Garðar Eiríksson,
talsmaður Landeigendafélags
Geysis, í samtali við mbl.is í gær.
Stakur miði inn á svæðið mun kosta
600 kr. fyrir 17 ára og eldri og gestir
fá bækling í hendur að sögn Garðars.
Líkt og fram hefur komið átti
gjaldtakan að hefjast sl. mánudag en
félagið ákvað að fresta henni vegna
lögbannskröfu fjármálaráðherra.
Niðurstaða í málinu lá fyrir á mið-
vikudaginn þegar sýslumaðurinn á
Selfossi hafnaði kröfu ráðherra.
Landeigendafélagið hefur undir-
búið gjaldtökuna síðustu mánuði og
um leið þjónustu á svæðinu. Þannig
hafa níu starfsmenn verið ráðnir og
tóku þeir til starfa 1. mars. „Við höf-
um starfsfólk í hliðum og starfsfólk á
svæðinu. Síðan höfum við samið við
verslunareigandann handan göt-
unnar að hann verði með sölu á mið-
um í samvinnu við okkur,“ segir
Garðar. jonpetur@mbl.is
Mun kosta
600 kr. inn á
Geysissvæðið
Geysir í Haukadal.