Morgunblaðið - 14.03.2014, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
Ökufærni er lykilatriðið
þegar ungmenni hefja akstur.
Hvar fær ungmennið þitt kennslu?
Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi
Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni
Allt kennsluefni innifalið
Ökukennsla www.bilprof.is
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga.
Hringdu
núna
og bóka
ðu
ökuskól
ann
ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD
– yfir 40 ár í fagmennsku.
Þekking og reynsla í fyrrirúmi
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Umdeilt ákvæði sem skyldar at-
vinnubílstjóra til að gangast undir
endurmenntun á fimm ára fresti er
komið enn á ný til kasta Alþingis.
Frumvarp innanríkisráðherra um
ýmsar breytingar á umferðarlögum
sem hafa að markmiði að auka um-
ferðaröryggi er til meðferðar í um-
hverfis- og samgöngunefnd og hafa
fjölmargar umsagnir borist frá
samtökum, fyrirtækjum og
einstaklingum á undanförnum dög-
um og vikum.
Tilraunir til heildarendurskoð-
unar á umferðarlöggjöfinni hafa
ekki gengið eftir á seinustu þingum
og frumvörp ekki verið útrædd.
Ráðherra hefur í nýja frumvarpinu
lagt fyrir þingið þau ákvæði úr fyrri
frumvarpsdrögum sem talið er
brýnt að nái fram að ganga án frek-
ari tafa. Þar er fyrst og fremst á
ferðinni innleiðing Evróputilskip-
ana. Þ.á m. er hin umdeilda skylda
atvinnubílstjóra að undirgangast 35
klst. endurmenntun á fimm ára
fresti, hertar reglur um akstur
léttra bifhjóla og ekki er síður um-
deild heimild til handa umferðareft-
irlitsmönnum að kanna ástand til-
tekinna ökutækja á vegum,
fjarlægja skráningarnúmer af van-
búnum ökutækjum og skoða öku-
skírteini ökumanns.
Gagnrýnt er í nokkrum umsögn-
um til þingnefndarinnar að lög-
regluvald verði fært með þessum
hætti til eftirlitsmanna við umferð-
areftirlit. „Þarna finnst okkur vera
vegið hart að ákveðinni stétt þjóð-
félagsins með auknu lögvaldi aðila
annarra en lögreglu til að sinna lög-
gæslustörfum og efumst við um að
það eigi við nokkra aðra starfstétt
en þessa að til þurfi auknar laga-
heimildir til eftirlits,“ segir í um-
sögn hópferðafyrirtækisins Guð-
mundar Tyrfingssonar ehf.
Samtök iðnaðarsins taka í sama
streng og segja með öllu ólíðandi að
fela eigi umferðareftirlitsmönnum
auknar valdheimildir þannig að þeir
fái í raun lögregluvald í störfum
sínum.
Félag hópferðaleyfishafa segir að
með þessu yrði lögregluvald flutt til
Samgöngustofu og þeirri stofnun
veittar heimildir til að finna að
bílum á vettvangi og um leið heim-
ildir til að kyrrsetja ökutæki og
fjarlægja skráningarmerki, sem að-
eins hefur verið í höndum lögreglu.
Erfitt verður að fá ökumenn á
rútur yfir sumartímann
Í umsögn Guðmundar Tyrfings-
sonar er því einnig haldið fram að
krafa um endurmenntun bílstjór-
anna muni hafa í för með sér meiri
skaða en gagn, skerðingu atvinnu-
frelsis fjölda manns og efasemdir
séu um að slík skerðing afturvirkt
standist stjórnarskrárbundinn rétt.
Lýst er áhyggjum af að erfiðlega
muni ganga að manna þann mikla
akstur með ferðamenn sem eigi sér
stað yfir sumartímann því ökumenn
sem aki aðeins hluta úr árinu muni
veigra sér við að endurnýja öku-
réttindi sín vegna aukins kostnaðar
við endurmenntun. „Í okkar tilfelli
rúmlega tvöfaldast sá fjöldi öku-
manna sem við þurfum til að halda
starfseminni gangandi á fullum af-
köstum yfir þann tíma […],“ segir
þar.
Í umsögn Ársæls Haukssonar til
þingsins segir að með innleiðingu
þessarar lagabreytingar sé verið að
setja þúsundir ökumanna í nám til
að uppfylla reglur sem ekki sé þörf
á hér á landi
Landssamband vörubifreiðaeig-
enda segir tilskipunina mjög
íþyngjandi og fordæmalausa. „Eng-
in fordæmi eru um að aðrar starfs-
stéttir eigi á hættu að missa at-
vinnuréttindi sín sinni þær ekki
endurmenntun,“ segir í athugasemd
landssambandsins. Félag hópferða-
leyfishafa segir að með þessu yrði
ferðaþjónustunni greitt þungt högg.
Greinin muni tapa stórum hluta af
þeim mannskap sem hún hafi getað
kallað til sín yfir háannatímann.
Krafa um end-
urmenntun
„þungt högg“
Frumvarpið sagt færa eftirlitsmönn-
um með umferð á vegum lögregluvald
Skiptar skoðanir og gagnrýni í umsögnum við frumvarp um breytingar á umferðarlögunum
Umferð Innanríkisráðherra leggur til að gerðar verði breytingar á umferð-
arlögum sem sé brýnt að nái fram að ganga eins fljótt og auðið er.
Morgunblaðið/Ómar
Landssamtök
hjólreiðamanna
lýsa ánægju „með
nokkur meginstef
í framkomnu
frumvarpi en eru
með nokkrar
þungar athuga-
semdir við það,“
segir í umsögn
þeirra við stjórnarfrumvarpið um
breytingar á umferðarlögunum.
Samtökin gera alvarlegar athuga-
semdir við að létt bifhjól sem hingað
til hafi, fyrir misskilning, verið skil-
greind sem reiðhjól, verði leyfð í
umferð á öllum gangstéttum og
leggja til að hægt verði að heimila
umferð þeirra þar með boðmerkj-
um.
„Þá er lagst jafn eindregið gegn
því að umferð þeirra verði bönnuð á
vegum þar sem hámarkshraði er
meiri en 50 km á klst. þar sem það
bann er á misskilningi byggt og get-
ur sett hættulegt fordæmi fyrir hjól-
reiðar,“ segir í umsögninni. Bent er
á að akstur reiðhjóla sé í dag leyfður
á öllum götum og vegum á Íslandi
utan Hvalfjarðarganga. Menn virð-
ist ekki átta sig á að á Íslandi séu um
13 þúsund km af þjóðvegum sem
nær allir eru með yfir 50 km há-
markshraða en afar lítilli umferð.
„Það er því ekki í lagi að banna akst-
ur þessara ökutækja á öllum þessum
13 þús. km, hugsanlega vegna þess
að menn sjá hættu við það á þessum
fáu km af stofnbrautum á höf-
uðborgarsvæðinu.“
Vilja ekki banna létt
bifhjól þar sem aka
má yfir 50 km/klst.
Slysagögn Samgöngustofu sýna að
31 slys varð á rafvespum og reið-
hjólum með hjálparvél á landinu á
árunum 2012 og 2013. Þessar töl-
ur koma fram á minnisblaði innan-
ríkisráðuneytisins til umhverfis-
og samgöngunefndar. Ekkert
banaslys varð á þessum hjólum á
sl. tveimur árum en sex alvarleg
slys, þar af fimm í fyrra. Ellefu
slys voru skráð með litlum
meiðslum.
Á þessu sama tímabili slasaðist
enginn sem farþegi á reiðhjóli að
því er fram kemur en hins vegar
slasaðist 12 ára barn sem var far-
þegi á rafvespu. Á þessum tveimur
árum slösuðust þrjú börn sem far-
þegar á bifhjólum; eitt 14 ára árið
2012 og 13 og 14 ára börn árið
2013. Öll með minniháttar meiðsli,
að því er segir á minnisblaðinu.
31 slys á léttum bif-
hjólum á seinustu
tveimur árum
Létt bifhjól sem falla í dag undir
flokk reiðhjóla og ekki eru hönn-
uð til hraðari aksturs en 25 km
verða skv. frumvarpinu framvegis
felld undir sérstakan flokk léttra
bifhjóla í flokki I og verða skrán-
ingarskyld. Aka má þeim á gang-
stétt, hjólastíg eða gangstíg en
þeim verður bannað að aka á ak-
brautum þar sem er 50 km há-
markshraði eða meira. Skiptar
skoðanir eru á þessum tillögum í
umsögnum. Barnaheill hafa sent
umhverfis- og samgöngunefnd
umsögn þar sem segir að ef hjól
sem áður hafa verið skilgreind
sem reiðhjól verði nú skilgreind
sem létt bifhjól þurfi að gera
kröfu um ökuréttindi þeirra sem
slíkum hjólum aka. Það geti þýtt
að börn sem nú þegar eiga slík
tæki verði að öðlast réttindi til að
mega aka þeim.
Ökukennarafélag Íslands vekur
athygli á að óljóst sé hvaða hæfn-
is- og menntunarkröfur verða
gerðar til ökumanna þessara
hjóla.
Skráð reiðhjól en verða bifhjól
SKIPTAR SKOÐANIR Á BREYTTUM REGLUM UM LÉTT BIFHJÓL
Bílastæðanefnd
Reykjavíkur-
borgar vill að
heimildir Bíla-
stæðasjóðs og
lögreglunnar á
höfuðborgar-
svæðinu til að
leggja á ökutæki
stöðubrotagjöld
verði auknar og
heimildir stöðu-
varða verði
rýmkaðar. Þetta kemur fram í
umsögn borgarinnar við frum-
varpið um breytingar á umferð-
arlögum.
Veita þurfi heimild til að leggja
stöðubrotagjald á ökutæki sem
hindra t.a.m. aðkomu að bruna-
hana og torvelda akstur til og frá
húsum. Óviðunandi sé að stöðu-
verðir þurfi að ganga fram hjá
ólöglega lögðum ökutækjum. Í dag
hafi þeir ekki heimild til að leggja
gjald á bifreið sem leggur fyrir
brunahana en mega leggja gjald á
ökutæki sem leggur á gangstétt
fyrir framan brunahana.
Stöðuverðir fái
auknar heimildir
Stöðumælavörður
að störfum í mið-
borginni.