Morgunblaðið - 14.03.2014, Side 25

Morgunblaðið - 14.03.2014, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 Aðalfundur Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 28. mars 2014 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: Stjórn Hampiðjunnar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Árin segja sitt1979-2014 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslumeistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. 553 1620 Verið velkominn Þrátt fyrir að rekstrarhagnaður Skipta fyrir afskriftir og fjármagns- liði (EBITDA) hafi numið 8,3 millj- örðum króna árið 2013 og aukist um 12% milli ára nam tap félagsins tæplega 17 milljörðum króna. Árið 2012 nam tap Skipta, móðurfélags Símans, 3,4 milljörðum. Þetta mikla tap skýrist fyrst og fremst af 14 milljarða virðisrýrnun viðskiptavildar. Nemur afskriftin 23% af heildareignum Skipta og ríf- lega 50% af eigin fé félagsins sem var 26,4 milljarðar króna í árslok 2013. Eiginfjárhlutfall Skipta er engu að síður sterkt, eða 45%. Í afkomutilkynningu er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra Skipta, að uppgjörið einkennist af mikilli virðisrýrnun óefnislegra eigna sem veldur verulegu tapi. „Slíkt tap hef- ur ekki áhrif á fjárhagslegan styrk félagsins né getu þess til að standa við allar sínar skuldbindingar. Efna- hagsreikningurinn endurspeglar nú betur markaðsvirði félagsins við fjárhagslega endurskipulagningu á seinasta ári. Við teljum rétt að beita ýtrustu varúð við mat á óefnislegum eignum og á einskiptiskostnaði. Alls eru gjaldfærðir 19,6 milljarðar króna vegna þessara liða í uppgjöri ársins og munar um minna.“ Auk afskrifta á viðskiptavild má rekja tap Skipta til þriggja milljarða niðurfærslu á kröfu á hendur Glitni vegna uppgjörs gjaldmiðlaskipta- samninga og 2,6 milljarða gjald- færslu í varúðarskyni vegna endur- ákvörðunar skatta. Sölutekjur Skipta jukust á liðnu ári um 3,6% og námu 29,9 millj- örðum króna. Félaginu tókst sömu- leiðis að lækka hjá sér rekstrar- kostnað um 79 milljónir milli ára og var hann samtals 9,47 milljarðar á árinu 2013. Handbært Skipta frá rekstri hækkaði nokkuð á síðasta ári og nam sjö milljörðum, samanborið við 6,3 milljarða árið áður. Fjárfesting- ar Skiptasamstæðunnar í varanleg- um rekstrarfjármunum jukust einn- ig um tæpan milljarð króna milli ára og námu 3,87 milljörðum 2013. Um mitt síðasta ár lauk fjárhags- legri endurskipulagningu Skipta sem þýddi að vaxtaberandi skuldir lækkuðu verulega og eigið fé styrkt- ist. Skuldir námu um 26,7 milljörð- um um áramót en voru fyrir end- urskipulagningu 62 milljarðar. 17 milljarða tap Skipta árið 2013  14 milljarða afskrift á viðskiptavild  EBITDA hækkar Morgunblaðið/Golli Forstjóri Orri Hauksson segir að efnahagsreikningurinn endurspegli nú betur markaðsvirði félagsins við fjárhagslega endurskipulagningu 2013.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.