Morgunblaðið - 14.03.2014, Síða 35

Morgunblaðið - 14.03.2014, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 ✝ Erla Sigurð-ardóttir fædd- ist 20. nóvember 1923 í Brekkuholti við Bræðraborg- arstíg í Reykjavík. Hún lést 5. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Sigurðsson verk- stjóri, f. 4.9. 1890 á Fossi á Skaga, d. 30.8. 1965, og Sigríður Jóhann- esdóttir húsfreyja, f. 19.9. 1891 í Brekkuholti, d. 21.2. 1956. Systkini Erlu eru: Bryndís, f. 1916, d. 1984, Bergljót, f. 1918, d. 2006, Jóhanna (uppeld- issystir), f. 1922, d. 1993, Guð- björg, f. 1922, d. 1980, Að- alheiður, f. 1925, d. 2010, Bertha, f. 1931, d. 2012, og Jó- hannes, f. 1933, öll fædd í Brekkuholti. Erla giftist 10. febrúar 1950 Gissuri Guðmundssyni, vél- er Guðmundur Ingi Þor- steinsson og saman eiga þau Kamillu Antoníu. Lilja Guð- mundsdóttir, sambýlismaður hennar er Orri Snævar Stef- ánsson og saman eiga þau Alex- öndru Líf og Emblu Nótt og yngst er Heiða Guðmunds- dóttir. 2) Sigrún Gissurardóttir, f. 14. ágúst 1961. Eiginmaður hennar er Steinar S. Jónsson. Börn: Elstur er Skarphéðinn Steinarsson, Sandra Stein- arsdóttir, sambýlismaður henn- ar er Ögmundur Kristinsson, og yngstur er Gissur Orri Stein- arsson, kærasta hans er Eydís Einarsdóttir. Erla hóf sinn búskap á Mel- haga 9, Reykjavík en fluttist 1965 að Háaleitisbraut 155 þar sem hún bjó þar til hún fluttist á Hjúkrunarheimilið Eir árið 2008 þar sem hún lést. Útför Erlu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 14. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 11. stjóra í Reykjavík, f. 25. ágúst 1920 í Hrauni í Keldudal í Dýrafirði. Hann lést 29. nóvember 2000. Foreldrar hans voru Guð- mundur Guð- mundsson, skútu- skipstjóri, togarasjómaður og seglasaumari, f. 19. júní 1885 í Hauka- dal í Dýrafirði, d. 8. júlí 1968, og k.h. Guðrún Björnsdóttir, ljósmóðir, f. 17. ágúst 1884 á Kirkjubóli á Bæjarnesi, Múla- hreppi, A-Barð., d. 7. júlí 1960. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Gissurardóttir, f. 20. október 1955. Eiginmaður hennar er Guðmundur Ragnar Ragn- arsson. Börn: Elst er Erla Magnúsdóttir, börn hennar eru Ísey, sem á dótturina Önju Mist, og Víkingur Breki, Íris Magnús- dóttir, sambýlismaður hennar Þá er komið að því að kveðja elskulega tengdamóður mína eft- ir frábær kynni í 38 ár. Erla var einstaklega góð heim að sækja, fljótlega eftir að ég fór að venja komur mínar á Háaleitisbrautina var mér borðið til borðs með fjöl- skyldunni sem urðu hundruð skipta. Það var alveg sama hvort var um að ræða kvöldverð á þriðjudegi eða sunnudegi, þetta voru alltaf þvílíkar veislur, ofn- steik með brúnni sósu, purusteik- in, rækjukokteillinn og svo ekki sé minnst á rabarbarafrómasinn sem var einstakur. Erla og Gissur reyndust okkur frábærlega þegar við eignuðumst okkar fyrsta barn, Skarphéðin, og get ég ekki hugsað mér hvernig þetta hefði farið ef þeirra aðstoðar hefði ekki notið við. Erla var mikill gleði- gjafi og hélt hún margar veislurn- ar, enda voru fjölskyldurnar mjög samheldnar og vinirnir margir og fékk ég að kynnast mörgu góðu fólki sem nú hefur fengið hana til sín. Elsku Erla, eins og ég sagði í minningargreininni hans Gissur- ar fyrir tæpum 14 árum ætlaði ég að passa þig á meðan þar sem hann fór á undan, en nú er stund- in runnin upp og hann hefur tekið við og þakka ég innilega fyrir mig. Minning þín mun lifa í hjört- um okkar. Með kveðju, Steinar S. Jónsson. Það er sárara en nokkur orð fá lýst að þurfa að kveðja þig elsku amma. Þú varst án efa kraftmesta, duglegasta og fallegasta kona sem ég hef kynnst. Þú bjóst alla tíð uppi á þriðju hæð, burðaðist með pokana úr búðinni upp, spil- aðir með vinum þínum þrisvar í viku. Þú hugsaðir meira um þá sem voru í kringum þig en þig sjálfa – sem segir allt sem segja þarf um þig. Allar góðu minningarnar sem við eigum streyma fram og ylja okkur um hjartaræturnar. Allar sumarbústaðaferðirnar, þar sem allir skemmtu sér konunglega, öll matarboðin þar sem allir hlógu þar til magaverkir og tár voru farin að segja til sín. Það er gott að eiga svona minningar þegar maður þarf að skilja við og kveðja ástvin. Núna ertu komin á betri stað þar sem þér líður betur, án allra verkja. Núna getur þú skoppað um með afa, sem er án efa glaður að sjá þig loksins, systrum þínum og öllum vinum ykkar ásamt for- eldrum. Síðasta daginn sem þú varst hjá okkur voru pabbi, Steinar og Sigrún hjá þér. Það var kveikt á lampanum sem afi átti en allt í einu sprakk peran og á sama tíma ákvaðst þú að kveðja okkur. Afi var að segja að hann væri tilbúinn að fá þig til sín. Við munum segja litlu gullun- um okkar, sem þér þótti svo gam- an að fá í heimsókn og fylgjast með þeim þroskast og stækka, allt um ykkur afa og passa að þær fái að vita hversu yndislegt fólk þið voruð. Við Orri munum passa allt fólkið okkar fyrir þig. Við elskum þig og munum allt- af gera. Við hittumst aftur þegar okkar tími er kominn. Hafðu það gott elsku engill. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Lilja, Orri, Alexandra Líf og Embla Nótt. Elsku hjartans amma mín. Það síðasta sem ég sagði við þig var: „Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, þú ert yndisleg,“ en þú varst einmitt vön að segja það sama við mig. Síðustu daga okkar saman söng ég fyrir þig Í bljúgri bæn og Maístjörnuna sem voru lögin okk- ar. Ég fletti einnig í gegnum myndaalbúm sem innihalda dýr- mætar minningar sem seint munu gleymast. Það sem mér þótti einna vænst um var að ég uppgötvaði að ég á einungis góðar minningar úr æsku og svo marg- ar þeirra tengjast þér og Gissuri afa. Öll ferðalögin sem ég fór með ykkur í: til Akureyrar til Jóns, Billu og Ólafar á Svalbarðseyri í litla steinkofann, í sumarhús á Írafossi og Ljósafossi, veiðiferðir, marga hringi í kringum landið og ferðir til útlanda, til Spánar og Ítalíu. Þar vorum við systur látn- ar spreyta okkur á táknmáli til að kaupa ýmsa hluti á ítölsku, með misgóðum árangri. Það voru ófáar tískusýningarn- ar sem við systurnar héldum í stofunni og fengum að klæðast skemmtilegum fötum sem við fundum í fataskápum, og nota fylgihluti, stóra skó og skart. Stofunni var breytt í það leiksvið sem hentaði hverju sinni. Allar þessar minningar eru ýmist geymdar í huga okkar, myndum eða á slides-myndum sem við fjöl- skyldan höfðum alltaf jafn gaman að skoða saman í forstofunni á Háaleitisbraut. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar. Heitar kleinur með kaffinu eða marmarakaka, ristað brauð og kakómalt og aðrar kræsingar. Þið kennduð mér einnig svo margt, að tefla, spila og leggja kapla, skipta um dekk, krosssaum og margt, margt fleira. Við hlógum alltaf svo mikið saman og ég mun aldrei gleyma hlátrinum þínum þegar ég knús- aði þig niður í gólf og „snepplaði þig“, sem ég gerði reyndar hvorki fyrr né síðar við nokkurn annan en þig. Ég held, amma mín, að þú hafir átt stóran þátt í að gera mig að þeim nautnasegg sem ég er í dag, en ég sat löngum í faðmi þínum og þú straukst hárið á mér bak við eyrun og hrjúfum vinnuhönd- um yfir bakið á mér. Mikið þótti mér það gott og geri ég það sama við Kamillu mína í dag. Þegar þú fluttist á Eir komum við fjölskyldan oft til þín í heim- sókn og Kamilla hlakkaði alltaf svo til að sjá þig. Hún er með mynd af þér í albúmi á leikskól- anum sínum og stendur við hana: „Ég með elsku Erlu langömmu minni.“ Við báðum saman fallega bæn um kvöldið daginn sem þú kvaddir okkur og Kamilla bað guð og englana að gæta þín. Elsku amma, þú hefur löngum verið engill í dulargervi og nú ertu komin til þeirra. Sendum okkar bestu kveðju til afa. Með miklum söknuði kveðjum við þig, en ég veit að við munum aldrei gleyma þér. Takk fyrir allt, Íris, Guðmundur Ingi og Kamilla Antonía. Erla, góða Erla! eg á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð! Hart er mannsins hjarta, að hugsa mest um sig. Kveldið er svo koldimmt, ég kenndi í brjósti um mig. Dýrlega þig dreymi og drottinn blessi þig. (Stefán frá Hvítadal) Elsku amma mín. það er svo sárt að þurfa að kveðja þig en minningin um yndislega, fallega og sterka konu á eftir að vera hjá okkur öllum, alla tíð. Þú varst alltaf svo góð við okkur, og það var svo gott að koma í ömmu- og afaknús. Ég veit að þú ert komin á betri stað og líður vel hjá afa, er viss um að hann hafi tekið vel á móti Erlu sinni. Hvíldu í friði elsku amma mín, þín er sárt saknað. Heiða Guðmundsdóttir. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Á slíkri stundu hellast yfir mann minningar. Stór hluti barnæsku minnar átti sér stað hjá þér og afa á Háaleitis- brautinni, þaðan á ég margar yndislegar minningar með þér. Við barnabörnin komum oft til þín í pössun eða heimsókn og átt- um þar góðar stundir saman. Það var aldrei kvöð að fara til þín heldur var maður fullur tilhlökk- unar. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og sást til þess að við ætt- um glaðan dag, vildir allt fyrir okkur gera. Betri manneskju en þig er varla hægt að finna, frábær mamma, amma, eiginkona og bara manneskja yfir höfuð. Dug- leg, ákveðin en fyrst og fremst hjartahlý og góð. Ég elska þig amma mín og er svo þakklát fyrir stundir okkar saman, minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu. Hvíl þú í friði. Þín Sandra Steinarsdóttir. Elsku fallega amma okkar. Þín verður sárt saknað, þú varst stór partur af lífi okkar beggja, stóran hluta af ævi okkar bjuggum við hjá ykkur afa og fengum alla þá ást, aga og umhyggju sem öll börn þurfa og miklu meira en það. Betri fyrirmynd er ekki hægt að finna en þig, svo sannarlega ynd- isleg í alla staði og uppfull af kær- leika og ást. Þú last fyrir okkur Pollýönnu og reyndist svo vera alveg eins sjálf þakklát, æðrulaus, sterk og góð. Þú varst svo sannarlega eng- ill í mannsmynd og ert nú á himni. Þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar og erum við þakklátar fyrir hvern dag sem við fengum að njóta með þér. Munum alltaf elska þig og minninguna um þig. Langar að láta fylgja bænina okkar (Ísey) sem við fórum með á hverju kvöldi áður en við fórum að sofa: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (HP) Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hver hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn, svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn. Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð. Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin Því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðinn. Og ég skrifa þar eitthvað með fingr- inum sem skiptir öllu máli. Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli. Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt, augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt. Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best, En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimm- an dettur á. En ég sakna þín mest á nóttunni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund. (Megas) Erla og Ísey. Erla Sigurðardóttir Í dag, 14. mars, hefðir þú mín elskulega systir orðið 65 ára. Núna hálfu ári eftir að þú lést hefur þessi sári sannleikur síast inn, þótt erfitt sé að sætta sig við að þú sért farin. Minningarnar hafa flætt fram af miklum þunga, allar góðar, en margar ljúfsárar. Þú varst mér allt, systir og besta vinkona, sem ég gat alltaf leitað til með allt sem herjaði á hugann og fengið hjá þér góð ráð og stuðning. Ógleymanleg eru árin okkar saman á Skóló. Þá plönuðum við að við yrðum saman á elliheimili, þar sem við myndum rifja upp gamlar minningar. Síðar komu svo heimsóknirnar mínar og barnanna heim til Íslands. Þú taldir ekki eftir þér að fara með okkur vítt og breitt um landið, heimsækja ættingja og njóta náttúrunnar í fallegum lautum með kaffi á brúsa. Og ótalmargar dásamlegar sumarbústaðaferðir. Mikið gátum við hlegið saman að óvæntum atvikum, sem urðu að bröndurum, sem ég er enn að hlæja að. Það var t.d. „Vala- gilsá“, „Rescue team“ og „Æ láttu mig hafa eina helvítis pulsu“. Enginn skilur þetta núna nema ég. Ómetanlegt er mér hvað þú varst yndisleg við börnin mín og Ragnheiður Torfadóttir ✝ RagnheiðurTorfadóttir fæddist í Reykjavík 14. mars 1949. Hún lést á Landspít- alanum 1. sept- ember 2013. Útför Ragnheið- ar Torfadóttur fór fram frá Fossvogs- kirkju 11. sept- ember 2013. hvað þið Siggi tókuð frábærlega vel á móti Liz þegar hún heimsótti ykkur á síðustu árum. Það hefur átt hvað stærstan þátt í hvað henni þykir vænt um Ísland. Elsku Ragna, þú minntir mig alltaf á pabba. Sama hugul- semin. Alltaf að senda mér kort, bréf, allan Arn- aldar-bókaflokkinn hvorki meira né minna og margar fleiri góðar bækur. Ekki má gleyma öllum kassettuspólunum, sem við töl- uðum inn á og sendum hvor ann- arri á tímabili. Það var hápunkt- urinn þegar spóla kom í pósti. Minningarnar gætu fyllt heila bók, en ég vil að lokum þakka þér fyrir samveruna sl. sumar, þegar þið komuð að heimsækja okkur. Það var óendanlega dýr- mætur tími. Þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Ég vil kveðja þig með fallegu ljóði og enda svo þessar línur til þín eins og þú endaðir öll þín bréf með orðunum: Þín systir meðan lifi. Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer, skal sókn í huga hafin, og hún mun bjarga þér. Við getum eigin ævi í óskafarveg leitt og vaxið hverjum vanda, sé vilja beitt. … Ég endurtek í anda þrjú orð við hvert mitt spor: Fegurð, gleði, friður – mitt faðirvor. (Kristján frá Djúpalæk) Rún. Í dag hefði ástkær dóttir mín fagnað afmælidegi sínum í faðmi fjölskyldunnar. Við sem næst henni stöndum munum halda upp á daginn hennar eins og allt- af en núna án hennar. Það er erf- itt að átta sig á því að Elín sé farin frá okkur, þessi glæsilega glaðbeitta kona, sem þráði að verða gömul og njóta lífsins með Einari sínum og börnunum. Hún kvaddi 29. desember sl. eftir rúmlega tveggja ára baráttu við krabbamein. Elín var kraftmikil, vinnusöm og með þetta jafnaðargeð sem reyndist henni vel í hennar erf- iðu veikindum. Hún var mjög skapandi kona, vann við leirgerð um árabil og liggur eftir hana fjöldi fallegra hluta. Hún saum- aði og prjónaði mikið á börnin sín lítil og alla tíð síðan hefur hún gert mikið af handavinnu, saumað út, prjónað og heklað. Heimilið var henni mikils virði og hún fegraði það bæði úti og inni. Elín fór víða með leirvörurnar sínar á sölusýningar og varð ég þess aðnjótandi að fá að fara með á nokkrar þeirra. Fórum t.d. norður í Hrafnagil en þá fylltum við bílana okkar af leir- Guðfinna Elín Einarsdóttir ✝ Guðfinna ElínEinarsdóttir fæddist á Selfossi 14. mars 1963. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 29. desember 2013. Útför Guðfinnu Elínar fór fram frá Selfosskirkju 9. janúar 2014. vörum og keyrðum norður. Eftir að sýningum lauk ferð- uðumst við um Norðurlandið. Seinna var farið um Kárahnjúkasvæðið, upp á Snæfellsjökul og á fleiri staði með henni og fjölskyldu hennar. Þetta eru mér ómetanlegar minningar. Hún var mér alla tíð hjálpleg dóttir, ávallt boðin og búin að rétta hjálpar- hönd hvort sem verkin voru stór eða smá. Einar, maður Elínar, stóð eins og klettur við hlið hennar í gegn- um erfið veikindi. Hann hvatti hana og hughreysti í erfiðum meðferðum. Nú er baráttan töp- uð og við sem eftir stöndum söknum hennar sárt en yljum okkur við allar þær fallegu minn- ingar sem við eigum um hana. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín mamma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.