Morgunblaðið - 14.03.2014, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.03.2014, Qupperneq 41
samt sinni frábæru fjölskyldu mjög vel. Þar kemur að öðrum kafla, það mættu margir taka þessa fjölskyldu til fyrirmyndar, aðra eins samstöðu hefur maður ekki séð. Elsku Ásdís mín, börn og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Gulli minn, við hittumst síðar á himnunum, við hljótum að eiga íbúðir fráteknar þar því enginn hefur horft eins mikið til himna eins og við gerðum. Vilberg Ágústsson. Það var mikið um að vera í gatnagerð hjá Reykjavíkurborg og mikið malbikað á sjöunda og áttunda áratugnum. Vinnudag- arnir voru langir, unnið var langt fram á kvöld, jafnvel talsvert fram yfir miðnætti og oft var unnið um helgar. Á þeim tíma var engin kvöð um 11 tíma hvíld á sólarhring. Þetta átti vel við Gulla, eins og hann var alltaf kallaður, því að hann vildi drífa í hlutunum. Mikið var um sumar- menn í malbikinu til að moka og lagfæra malbikið, en einnig voru þarna verkfræðinemar, sem lögðu hæðarsnúrur á undan mal- bikunarvélinni. Gulli gerði engan greinamun á stöðu manna, ef menn unnu vel, þá lét hann ánægju sína í ljós en hikaði ekki við að gera athugasemdir við menn, sem ekki lögðu sig fram í sinni vinnu. Sjálfur var hann mjög ósérhlífinn og með afbrigð- um duglegur. Hann hikaði aldrei við að taka á sig ábyrgð og brást fljótt við þegar taka þurfti snöggar og erfiðar ákvarðanir á vinnustað. Eftir rúmlega tuttugu ára starf hjá Reykjavíkurborg greindist Gulli með liðagigt og þá var erfitt fyrir hann að vinna langa vinnudaga eins og hann hafði gert. Á þeim tíma losnaði staða yfirverkstjóra hjá pípu- gerðinni og var hann ráðinn í stöðuna. Þar var unninn fastur vinnutími, sem hentaði Gulla vel og fór honum þetta starf vel úr hendi og hann var vel liðinn af starfsmönnum. En Gulli greind- ist með lungnaþembu og það var ekki hollt að vera í þessu um- hverfi með þennan sjúkdóm. Þá leit út fyrir að starfsferill hans væri á enda, en það reyndist fjarri sanni, því vegagerð að grjótnámi í Seljadal var í und- irbúningi og svo fór að hann hafði umsjón með þeim fram- kvæmdum. Í framhaldinu sá hann um eftirlit með grjótnám- inu í Seljadal. Síðan þróuðust málin þannig að Gulli fór að vinna á bílavog malbikunarstöðvarinnar og þarna var hann kominn í hlut- verk, sem var mjög ólíkt hans fyrri störfum. Þarna sýndi hann mikla aðlögunarhæfni, því hann reyndist mjög góður sölumaður og ráðgjafi fyrir viðskiptavinina. Reynsla hans frá fyrri störfum nýttist mjög vel. Það skipti ekki máli hvort spurt var um litríka möl í blómapott eða mörg tonn af hágæða malbiki, Gulli leysti mál- ið. Ekki skemmdi það fyrir að á vogina komu gamlir samstarfs- menn, og voru rifjaðir upp gaml- ir og góðir dagar og þá var oft glatt á hjalla. Gulli var glaðlyndur og naut sín vel í þessu starfi og ekki spillti það fyrir að Ásdís, lífsföru- nautur hans, vann með honum á þessum árum, en þau voru mjög samrýmd hjónin. Þau tóku virk- an þátt í félagslífinu og fóru með okkur samstarfsmönnunum í nokkrar ferðir til útlanda. Gulli lauk störfum sjötugur eftir lang- an og farsælan starfsferil, en áfram fylgdist hann með því, sem um var að vera á gamla vinnustaðnum. Við starfsfélagar Gulla send- um Ásdísi og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um góðan dreng mun lifa. Valur Guðmundsson, Halldór Torfason, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir. MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 ✝ Anna GuðnýÓlafsdóttir fæddist á Fjöllum í Kelduhverfi 5. des- ember 1930. Hún lést 8. mars 2014 á Hjúkrunarheim- ilinu Lögmannshlíð á Akureyri. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ólafur Jónsson, bóndi á Fjöllum, f. 21.11. 1881, d. 19.5. 1953, og Friðný Sigurbjörg Sigurjóns- dóttir, f. 31.8. 1898, d. 27.5. 1999. Anna var yngst fimm systk- ina en þau voru Héðinn, f. 14.1. 1918, d. 16.7. 1992, Ragnheiður, f. 23.8. 1920, d. 23.6. 2002, Jón, f. 1.1. 1925, og Jóhanna, f. 4.2. 1927. Anna giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Friðriki J. Jónssyni, f. 5.10. 1918, frá Sandfellshaga í Öxarfirði, hinn 9.7. 1949. Foreldrar Friðriks voru hjónin Jón Sigurðsson, f. 17.12. 1884, bóndi í Sandfells- haga, d. 1.2. 1971, og Kristín Helga Friðriksdóttir, f. 11.8. 1881, d. 2.4. 1970. Börn þeirra eru: 1) Árni V., f. 20.11. 1949, framkv.stj. Raftákns, kvæntur Gerði Jónsdóttur, f. 18.11. 1950, börn þeirra: a) Jón Heiðar, f. 1962, bankastarfsmaður, börn hennar a) Baldur, f. 6.4. 1983, blaðamaður, sambýliskona Hulda Ösp Atladóttir, f. 27.8. 1987, barn þeirra Emil Daði, f. 26.6. 2010, b) Lilja f. 20.4. 1985, óperusöngkona, búsett í Vín, sambýlismaður Bjarni Thor Kristinsson, f. 2.5. 1967, c) Andri, f. 22.6. 1991, nemi. Anna ólst upp í foreldra- húsum á Fjöllum en fór á ung- lingsaldri til vinnu á Hótel Húsavík og síðar á Hótel Ak- ureyri. Eftir að hún giftist stofnaði hún heimili með manni sínum í Ási við Kópasker en Friðrik hafði ráðið sig til Kaup- félags Norður-Þingeyinga (KNÞ) sem bílstjóri 1944. Frið- rik og Anna bjuggu í 11 ár í Ási en byggðu svo húsið Sunnufell á Kópaskeri og fluttu þangað í nóvember 1960. Auk húsmóður- starfa vann hún ýmis störf svo sem á Hóteli KNÞ, rækjuverk- smiðju og á Sláturhúsi KNÞ á Kópaskeri, meðal annars sem kjötmatsmaður. Anna söng lengi í kirkjukór Snartarstaða- kirkju og var félagi í kvenfélag- inu Stjörnunni á Kópaskeri. Ár- ið 2000 fluttu Anna og Friðrik til Akureyrar og bjuggu sér heimili í Lindasíðu 4. Þar tóku þau virkan þátt í starfi eldri borgara. Árið 2012 flutti Anna á hjúkrunarheimilið Lögmanns- hlíð og Friðrik flutti til hennar hálfu ári seinna. Anna Guðný verður jarð- sungin frá Glerárkirkju á Ak- ureyri í dag, föstudaginn 14. mars, kl. 10.30. 4.8. 1967, raf- magnstæknifr., maki hans Guðrún Þ. Þórðardóttir, f. 29.11. 1966, börn þeirra: Gerður, nemi í Danmörku, f. 2.2. 1997, Óttar, nemi, f. 9.4. 1992, og Þórdís, nemi, f. 19.3. 1997, b) Anna Kolbrún, f. 16.4. 1970, mennt- unarfr., sambýlismaður Jón Bragi Gunnarsson, f. 18.5. 1960, barn Önnu Kolbrúnar Þóra Al- dís, f. 6.6. 1997, c) Katrín, f. 22.4. 1980, MS í fjölmiðlafræði, búsett í Berlín, maki Anton Rúnarsson, f. 25.8. 1980, barn þeirra Elín Karlotta, f. 19.10. 2012. 2) Ólafur, f. 5.6. 1953, skrifst.stj. í atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytinu, kvæntur Freyju Tryggvadóttur, f. 4.3. 1957, börn þeirra: a) Friðrik Ingi, f. 30.4. 1977, flugmaður. Börn hans Magnús Óli, f. 3.7. 2004, og Fannar Ingi, f. 3.7. 2010, b) Anna Guðný, f. 16.12. 1980, grunnskólakennari, gift Eyþóri Sverrissyni, f. 29.3. 1977, börn þeirra Elvar Freyr, f. 25.8. 2007, Arnar Ingi, f. 16.7. 2010, og Sara, f. 17.7. 2013, c) Íris Ösp, f. 6.5. 1989, BS í sál- fræði. 3) Kristín Helga, f. 26.4. Elskulega amma mín, ég á margar góðar minningar frá stundunum í Sunnufelli. Fyrstu minningarnar sem koma upp í hugann eru stundirnar í eldhús- inu, ilmur af bakstri og matar- gerð. Fleiri myndir koma líka upp í hugann; blómin í jógúrtdósunum í gluggakistunni, Rafha-eldavélin, hnífaparaskúffan og stóru silfur- skeiðarnar. Spilastokkurinn átti sinn stað á borðinu, við gripum oft í spil og ég lærði að leggja kapal. Eldhúsið var hlýtt og notalegt. Hjá ömmu var alltaf tvíréttað enda lærði ég að borða allan mat, slíkt var úrvalið. Kaffitímarnir voru líka sérkapítuli. Ástarpung- arnir, rúgbrauðið, kæfan, mysing- urinn, pönnukökurnar, saftin og sulturnar, allt heimalagað að sjálf- sögðu. Kræsingar. Á kvöldin var svo kvöldkaffið, ekki síðra en sort- irnar lítið færri. Hjá ömmu var ekki aðeins eitt búr heldur voru þau tvö, hitt var kalda geymslan og ég gleymdi mér oft við það eitt að skoða það sem hillurnar höfðu að geyma. Vatnið var líka best úr krananum í þvottahúsinu. Amma kenndi mér að tína fjallagrös, ég fór með henni að sækja egg og við fórum í berjamó. Ég meira að segja lærði bæði að synda og hjóla í Sunnufelli. Í minningunni var alltaf gott veður, ég man að ég fékk gamla hjólið og hjólaði oft yfir túnið, niður í búð- ina eða niður á bryggju. Það var nefnilega gaman að hjóla yfir tún- ið, það var stórt og það voru í það minnsta tveir troðningar sem gengu þvert yfir það og þess vegna skemmtilegt að hossast yfir þá á hjólinu. Rykið þyrlaðist upp. Það var líka gott að vera undir vegg og sólin skein þar sem við lágum og flugurnar létu vita af sér. Stundum var hægt að fá rab- arbara til að dýfa í sykur, það var toppurinn. Eldliljurnar á sínum stað undir stofuglugganum og stjúpurnar í beðinu í kringum fánastöngina. Ég las heilmikið í Sunnufelli, þar voru margar bækur. Ég las meira að segja ævisögur enda þannig bækur í boði. En ég las líka Úrval spjaldanna á milli. Amma var hlý og góð. Ég veit núna að það eru litlu hlutirnir sem skipta máli og ég er þakklát fyrir að amma kenndi mér að meta þá þó svo að ég hafi ekki fyrr en löngu seinna áttað mig á því. Ég þakka ömmu fyrir allar góðu stundirnar og ég veit hún er enn með okkur. Anna Kolbrún Árnadóttir. Elsku amma. Ég hef verið ótrú- lega heppinn að eiga ykkur afa að öll þessi ár. Hjá ykkur leið mér eins og heima því í Sunnufelli var að finna takmarkalausa hlýju og ró. Þú áttir ætíð eitthvert góðgæti fyrir lítinn dreng í eldhússkápun- um þínum; brenni eða rauðan brjóstsykur eða jafnvel gómsætt Sodastream úr búrinu. Til ykkar afa var alltaf gott að koma, hvort sem það var á Kópaskeri eða hin síðari ár á Akureyri. Það er ekki nokkur leið að hafa tölu á því hversu oft ég kom til ykkar á laug- ardögum í grjónagraut og súrt slátur. Þar var iðulega hlegið. Takk, elsku amma, fyrir allar góðu stundirnar í gegn um árin. Það er ekki sjálfgefið að eiga ömmur og afa í fleirtölu í meira en 30 ár. Ég er þakklátur fyrir hverja stund sem við áttum saman. Þær dásamlegu minningar geymi ég í hjarta mér alla ævi. Baldur. Elsku amma mín. Það var nú margt sem við brölluðum saman og svo ótal margt sem þú kenndir mér. Eldhúsið í Sunnufelli var svo hlýr staður og í minningunni varstu alltaf með sandköku, ást- arpunga (líka án rúsína fyrir mig) og kleinur þegar ég leit inn til ykkar afa til að leggja kapal og spjalla á endalausum sumardög- um æskunnar. Í búrinu inn af eld- húsinu og í kalda búrinu frammi leyndist alls konar góðgæti í krukkum og kistan var alltaf full enda skorti ekki á myndarskapinn hjá þér. Það sem ég elskaði mat- inn í þessu eldhúsi og hlýja nær- veru þína. Þú varst svona ekta amma, kenndir mér að prjóna og sauma í, mála á dúka og koddaver, dytta að blómum og snúa upp á kleinur. Þegar ég var orðin eldri kom ég oft til ykkar á Akureyri til að fá hjálp við saumaskap, lita á þér augabrýrnar eða bara til að hitta ykkur afa og auðvitað eldaðirðu uppáhaldsmatinn minn, kjöt í kar- ríi. Á náttborðinu hér hjá mér í Vínarborg liggur dúkur sem þú saumaðir og við máluðum saman kisu á þegar ég var barn. Ég held að þetta sé eini skrautmunurinn sem ég tók með mér þegar ég flutti frá Íslandi, það er svo gott að hafa þig hjá mér. Elsku amma, ég er svo lánsöm að hafa kynnst þér og mikið finnst mér erfitt að geta ekki fylgt þér hinsta spölinn. Þín Lilja. Við lát svilkonu minnar Önnu Ólafsdóttur hrannast upp minn- ingar um allar ánægjustundirnar sem við hjónin áttum með henni, Friðriki mági og þremur börnum þeirra í Sunnufelli á Kópaskeri. Sérstaklega eftirminnileg er fyrsta heimsókn þessarar lífs- glöðu konu til okkar. Það var síð- sumars árið 1952 og ég held að það hafi verið fyrsta koma hennar til höfuðborgarinnar. Húsfreyjur norðan úr landi með börn og bú ferðuðust ekki daglega til Reykja- víkur. Ég vildi náttúrlega sýna henni sitthvað merkilegt í höfuð- borginni og fórum við í Þjóðminja- safnið. Næstum lifandi vaxmyndir vöktu sérstaka kátínu Önnu og henni fannst hinn merkilegi mað- ur Napóleon keisari vera ótrúlega smávaxinn. Seinna varð það næstum árlega að við hjónin fórum norður og dvöldum við þá gjarnan hjá Önnu og Friðriki í Sunnufelli, oft með tvö eða þrjú börn með okkur. Þá var farið saman í stuttar eða lengri ferðir í héraðinu og skoð- aðir ýmsir staðir, jafnvel farið um fjöll og heiðar. Eftirminnilegust er ferðin í Búrfellsheiðina. Allar myndir úr þeirri ferð geymast í huganum því gleymst hafði að setja filmu í vélina. Oft var hlegið að því síðar. Ekki má heldur gleyma berjaferðunum og fjöru- lallinu sem var upplifun fyrir börnin. Ein minnisstæðasta ferðin okk- ar var 1974 er við fórum frá Kópa- skeri um Austurland til Reykja- víkur, en þá opnaðist hringvegurinn með brúnni á Skeiðará. Þegar við vorum að nálgast Skaftafell datt vélin í bíl Friðriks allt í einu niður á veginn og þá varð ekki ekið lengra án þess að vélin færi á sinn stað. Ekkert verkstæði var þarna í grennd og þá var það þrautaráð tekið að fá sér spýtukubb og binda vélina upp á sinn stað með kaðli og það dugði alla leið til Reykjavíkur. Á meðan karlarnir voru að bjástra við bílinn gengu konurnar og börnin upp að skriðjökli Svínafells í glampandi sól. Þegar við komum til Reykjavíkur fengu Anna og Friðrik að vita að þau ættu að vera fulltrúar Ungmennasam- bands Norður-Þingeyinga í skrúðgöngu á þjóðhátíðinni á Þingvöllum og klæðast svörtum og hvítum búningum. Ekki voru þau með slík föt að heiman og því þurfti að leysa það mál. Friðrik fékk hvíta skyrtu og giftingarbux- ur af bróður sínum. Anna var með fallega hvíta peysu en við eyddum hluta nætur í að laga gamalt svart dragtarpils af mér sem keypt hafði verið í London 1952. Það vafðist ekki fyrir Önnu að elda allan algengan mat, en hún var einnig opin fyrir nýjungum. Eftir líffræðinámskeið frá Stóru- Tjörnum, þar sem m.a. var kynnt sú nýbreytni að tína sveppi, fór ég til Önnu með þessa nýju fræðslu og auðvitað hófum við leit að sveppum. Við ákváðum að taka áhættuna, matreiða fenginn og prófa á okkur sjálfum en ekki á eiginmönnum okkar. Reyndist þetta hinn ljúffengasti matur. Handavinna var hennar líf og yndi og bar heimilið þess vott og vinir og ættingjar fengu einnig að njóta handverka hennar. Miklu sjúkdómsstríði sem lagt var á þessa myndarlegu, hagleiks- ríku og góðu konu er nú lokið. Mér er efst í huga ómælt þakklæti fyr- ir samfylgdina. Öllum aðstand- endum bið ég blessunar. Elín Vilmundardóttir. Anna Guðný Ólafsdóttir ✝ Tryggvi Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 20. júlí 1931. Hann lést á sjúkrahúsi í Þránd- heimi 4. mars 2014. Forfeður Tryggva í föðurætt voru Salomon Sig- urðsson, óðalsbóndi í Drápuhlíð, f. 1896, síðar bóndi í Máva- hlíð og síðar á Lax- árbakka í Miklaholtshreppi þar sem hann dó árið 1908. Eig- inkona hans var Lárusína Lár- usdóttir Fjeldsted, f. 1. nóv- ember 1873, d. 1942. Faðir Tryggva var Gunnar Sal- omonsson „Úrsus“, f. á Lax- árbakka í Miklaholtshreppi 15. júlí 1907, d. 3. janúar 1960. Móð- ir Tryggva var Jó- hanna Ólafsdóttir frá Butru í Fljóts- hlíð, f. 19. júlí 1908, d. 6. september 2000. Þau Gunnar og Jóhanna eignuðust saman sex börn en svo skildi leiðir þeirra. Jóhanna eignaðist síðar sex börn til viðbótar og Gunnar þrjú. Af stórum systk- inahópi eru nú fjögur látin. Tryggvi eignaðist sjö börn, fimm syni og tvær dætur, auk þess að ganga tveimur börnum seinni konu sinnar í föðurstað. Útför Tryggva fer fram í Noregi í dag, 14. mars 2014. Tryggvi bjó í Noregi í yfir 30 ár. Hann fékkst við ýmis störf, lengst af við trésmíðar. Tryggvi er eineggja tvíburi Ólafs, mannsins míns, og voru þeir bræður svo líkir í útliti þeg- ar þeir voru yngri að ekki var hægt að þekkja þá í sundur. Þessu fylgdu auðvitað bæði kost- ir og ókostir. Hann var fjall- myndarlegur og glæsilegur mað- ur enda kepptu ungu stúlkurnar um athygli hans á árum áður. Tryggvi var einnig afburða laghentur maður og ólatur. Það lék allt í höndunum á honum. Ekki tók hann þátt í lífsgæða- kapphlaupinu, hann var sáttur við sinn hlut. Hann var rammur að afli en fór vel með það. Tryggvi lést í Noregi og verð- ur jarðsunginn þar. Ólafur sakn- ar hans með sárum trega og er missir hans mikill. Ég óska Tryggva velfarnaðar á hinum fagra stað í sumarlandinu, þar sem við öll munum hittast þegar lífsklukkan okkar hættir að slá. Við sendum samúðarkveðjur fjær og nær. Elísabet Gunnarsson. Nú er hann elskulegi Tryggvi frændi minn, sem mér þótti svo vænt um, farinn. Hann kvaddi þennan heim hinn 4. mars sl. og er nú kominn á betri stað. Ég sakna hans sárt. Fyrsta minningin mín um Tryggva er þegar ég var átta ára og bjó í Union City í Kaliforníu. Hann kom í heimsókn til okkar og ég ætlaði ekki að þekkja hann frá pabba. Hann var mér mjög góður og ég man að hann fór með mig út í Seven eleven-sjoppuna og sagði að ég mætti fá hvað sem mig langaði í. Í heimsóknum okk- ar til Íslands var ég alltaf mjög spennt yfir því að hitta uppá- haldsfrænda minn hann Tryggva. Tryggvi bjó í Noregi síðustu áratugina en var alltaf duglegur að hringja heim, bæði í tvíbura- bróður sinn, hann Ólaf föður minn, og einnig stundum í mig. Hann vildi fá fréttir af Íslandi og sérstaklega af fólkinu sínu. Stundum urðu þessi símtöl einkar skemmtileg. Minnist ég sérstaklega í eitt sinn er ég átti afmæli, þá hringdi Tryggvi og bauð mér upp á tónleika í gegn- um símann. Það var Randí, kon- an hans, sem spilaði á harmon- ikkuna af mikilli innlifun svo ég varð djúpt snortin. Hinn 20. júlí 2011 urðu þeir tvíburabræður áttræðir. Af því tilefni kom Tryggvi til landsins ásamt konu sinni og hluta fjöl- skyldunnar. Þeirra fyrsti stans á Íslandi var á heimili mínu þar sem fyrir var heilmikil móttöku- nefnd. Það urðu fagnaðarfundir enda langt um liðið frá því Tryggvi hafði séð flesta. Sérstak- lega var gaman að sjá tvíbura- bræðurna hittast því þeir hafa alla tíð þótt mjög líkir og verið einstaklega tengdir í gegnum tíð- ina þótt úthöf hafi skilið þá að. Það þarf vart að taka það fram að sjálf afmælisveislan var einstak- lega skemmtileg og verður lengi í minnum höfð. Ég varð þeirra for- réttinda aðnjótandi að fá að hafa tvær dætur Tryggva ásamt barnabarni í gistingu á heimili mínu meðan á dvöl þeirra stóð en þau hafði ég aldrei hitt áður. Þegar komið var að heimför Tryggva og fjölskyldu komu þau við hjá mér til að kveðja og sækja dæturnar. Eftir mörg faðmlög og nokkur tár var tími kominn til að fara. Það var þegar Tryggvi gekk út um dyrnar hjá mér út í sólskinið og eftir stéttinni í áttina að bílnum að hann stoppaði. Hann sneri sér við í áttina að mér þar sem ég stóð í dyrunum, veifaði til mín og brosti. Þá fékk ég þessa stingandi tilfinningu að þetta væri ef til vill í síðasta skiptið sem ég sæi hann. Tryggvi minn, takk fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar í gegn- um tíðina. Ég veit við munum hittast á ný fyrir handan þegar sá tími kemur. Guð blessi minningu þína. Jóhanna Ólafsdóttir. Tryggvi Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.