Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 Mér finnst gaman að grípa í hamar og sög. Um aldamót hófstég handa við að byggja mér og mínum hús við Laufskógahér í Hveragerði og hingað fluttum við 2006. Hafi menn áhuga og getu er alveg þjóðráð í svona verkefnum að gera sem mest sjálfur og spara,“ segir Helgi Þorvaldsson í Hveragerði sem er sex- tugur í dag. „Sem strákur var ég mikið í íþróttum en hef hægt á mér í seinni tíð. Finnst þó gaman að gönguferðum en fer helst aldrei á hvert fjall nema einu sinni. Leita alltaf nýrra ögrana. Fannst til dæm- is mikið ævintýri að ganga á Heklu og nú er stefnan sett á Botns- súlur.“ Helgi sem er frá Selfossi er kennari að mennt. Hóf ferilinn 1977 í Hveragerði, en hefur verið enskukennari við Fjölbrautaskóla Suður- lands frá stofnun árið 1981. „Stundum hendir að í tímum eru barna- börn þeirra sem voru hjá mér fyrstu árin. Nemendurnir eftir öll þessi ár skipta orðið þúsundum,“ segir Helgi sem ætlar að njóta afmæl- isdagsins með sínu fólki og hefur svigrúm til þess, því í dag stendur svo á að vorannarfrí er í FSu. Og hugsanlega verkfall eftir helgina. „Við hjónin förum kannski út að borða, það verða engin hátíða- höld,“ segir Helgi sem er kvæntur Þóreyju Hilmarsdóttur, samkenn- ara sínum. Með fyrri konu sinni, Arndísi Guðmundsdóttur, sem er lát- in, á Helgi tvo syni, þá Þóri og Þorvald Pál sem báðir eru uppkomnir menn. sbs@mbl.is Helgi Þorvaldsson er 60 ára í dag Hvergerðingur „Fer helst aldrei á hvert fjall nema einu sinni. Leita alltaf nýrra ögrana,“ segir Helgi Þorvaldsson kennari við FSu. Vorannarfrídagur og kannski verkfall Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjanesbær Aþena Mist fæddist 5. júní kl. 2.51. Hún vó 3.904 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Hildur Margrét Ríkarðsdóttir Owen og Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson. Nýir borgarar Reykjavík Hlynur Hugi fæddist 5. júlí kl. 2.11. Hann vó 3.516 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Dagný Fjóla Jóhannsdóttir og Bragi Þór Anton- íusson. H ildigunnur fæddist í Reykjavík 14.3. 1964 en flutti með fjöl- skyldunni í Garða- bæinn þegar hún var fimm ára. Hún var í Barnaskóla Garðahrepps sem síðar varð Flata- skóli, í Garðaskóla og síðan í fyrsta árganginum sem gekk í Fjölbrauta- skólann í Garðabæ. Hún lauk þaðan stúdentsprófi 1983. Hildigunnur lærði á fiðlu í Tónlist- arskóla Garðabæjar í nokkur ár en fylgdi síðan fiðlukennaranum í Tón- skóla Sigursveins og var þar í nokkur ár. Þá lá leiðin í tónfræðadeild Tón- listarskólans í Reykjavík þar sem hún lagði stund á tónsmíðar og almenna tónfræði. Kennarar hennar þar voru Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heim- ir Sveinsson. Eftir lokapróf frá deild- inni tók síðan við nám í Hamborg hjá prof. Günter Friedrichs og síðar í Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, kennari og söngvari – 50 ára En dansk morgenmad Hildigunnur og Jón Lárus í Danmörku þar sem þau fengu brennandi áhuga á matargerð. Nýtur lífsins með tón- eyra og bragðlaukum Morgunblaðið/Árni Sæberg Í eldhúsinu Hildigunnur að matbúsa eitthvað ljúffengt fyrir matarboð. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.