Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Qupperneq 12
* Kominn tími til þess að [ ] tryggja að fjármunirnýtist betur og beint í dagskrána, meira fari íinnihald og minna í umbúðir. Magnús Geir Þórðarson, nýr útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND MÝRDALUR Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að láta bora tilraunaholu og freista þess að finna vatn í varmadælu til upphitunar á skóla- og íþróttamannv Holan ver djúp og F r HVALFJARÐARSV Hallgrímur Pétursson fæddist 1614, fyrir 400 árum.Af því tilefni verður frumsýnd ný ópera í konsertuppfær Skáldið og Biskupsdóttirin í Hallgrímskirkju í Saurbæ Hvalfjarðarströnd 11. apr segir af vináttu Hallgríms Ragnheiðar Brynjólfsdóttu Skálholti.Alexandra Cher semur tónlistina en Guðr Ásmundsdóttir skrifar han leikstýrir. Meðal einsöngva Kristján Jóhannsson,Alexa Chernyshova og Elsa Waa EYJAFJARÐARSVEIT Stefnt er að því að leggja Eyjafj Sv h að ræ hefur ljósle VESTURBYGGÐ Bæjaryfirvöld S Ljós á Patre sem allra „Þorpin á sunnnaverðumVestfjörðum voru síðust í röð þeirra 53 þéttbýlisstaða á landinu sem fengu Ljósnetið í þessari lotu. æÞað er ót kt að skilja helming byggðar á Patreksfirð tir ótengdan þegar óvissa kir um hvenær framkvæmdinni lýkurrí á landinu,“ segir í bókun bæjarráðs sem bæjarstjórn hefur samþykkt. Þar er Síminn jafnframt hvattur til að bæta 3G samband á jsunnanverðumVestf örðum sem sé afleitt. F Náttfari sá sem varð eftir viðSkjálfanda þegar GarðarSvavarsson hélt af landi brott upp úr miðri níundu öld, hefur ekki notið sannmælis að margra mati enda að líkindum fyrsti land- námsmaður Íslands. Örlygur Hnefill Örlygsson á Húsavík vill setja Nátt- fara á þann stall sem honum sæmir og verður hann í öndvegi á nýju safni nyrðra. Könnuðir af ýmsu tagi hafa verið Örlygi Hnefli hugleiknir. „Mér hafa lengi þótt æfingar bandarísku tunglfaranna hér á okkar slóðum á áttunda áratugnum stórmerkilegar, fór að safna efni um þær fyrir nokkru og hélt sýningu um æfingar þeirra í Safnahúsinu hér á Húsavík árið 2011,“ segir Örlygur Hnefill við Morgunblaðið. „Í sömu viku og ég opnaði sýn- inguna fór Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra til fundar við Hillary Clinton í Washington og eft- ir að þau höfðu rætt alvöru mál sagði Össur henni frá sýningunni og bandaríski utanríksráðherrann sendi kveðju til Húsvíkinga fyrir vikið. Það gaf verkinu byr undir báða vængi.“ Bandarískir geimfarar æfðu í Þingeyjarsýslu 1965 og aftur 1967 þar sem þeir bjuggu sig undir fyrstu ferðir til tunglsins. „Þegar ég fór að skoða könnunarsöguna; þörf mannsins til að gera eitthvað nýtt, hvort sem eru víkingar eða geimfar- ar, sé ég ákveðnar tengingar við Þingeyjarsýslu; Garðar Svavarsson, sem hér hafði vetursetu, sigldi fyrstur í kringum Ísland og Bill Anders, eini geimfarinn sem kom bæði 1965 og 67, flaug fyrstur í kringum tunglið.“ Vert er að geta þess að Örlygur hyggst einnig rifja upp kapphlaupið á pólana á Könnunarsafninu; The Exploration Museum eins og hann nefnir það á ensku. Safnið, sem Örlygur opnar 10. maí, er til húsa í Hlöðufelli, þar sem Reðasafnið var áður. „Friðrik Sig- urðsson bóksafli á Húsavík lánar mér húsið, ég get verið hér í tvö til þrjú ár en vonandi stækkað safnið að þeim tíma liðnum.“ Skáld og aðrir listamenn hafa gefið mörgum persónum úr sögunni andlit á síðari tímum en Örlygur nefnir að þeir félagar, Garðar og Náttfari, hafi ekki verið í þeim hópi. „Ég einsetti mér að láta gera af þeim myndir og Garðar er tilbúinn; það var Artûras Slapðys frá Lithá- en sem málaði hann, en ég vil lyfta sögu Náttfara enn frekar því okkur finnst þurfa að gera hans merka landnámi mun betri skil en hingað til. Ég fékk Kristin G. Jóhannsson, myndlistarmann á Akureyri, til að koma með hugmyndir að andliti á hann. Kristinn hefur lesið mikið um landnámsmanninn og hefur teiknað Náttfara eins og hann ímyndar sér hann; nú á bara eftir að mála myndina og hún verður tilbúin fyrir opnun safnsins. Arngrímur Jó- hannsson flugstjóri, bróðir Kristins, ætlar af rausnarskap sínum að fjár- magna verkið.“ Bræðurnir sóttu Örlyg heim í vik- unni og Arngrímur, sem segist lengi hafa verið kortasafnari af ástríðu, notaði tækifærið og afhenti safninu að gjöf forláta Íslandskort eftir hol- lenska kortagerðarmanninn Merca- tor úr handriti frá 1595. „Það er mikill fengur að þessu korti. Ég kann Arngrími innilegar þakkir fyr- ir hans framlag,“ sagði Örlygur. HÚSAVÍK Náttfari og geimfari á sama safni ÖRLYGUR HNEFILL ÖRLYGSSON OPNAR BRÁÐLEGA SAFN Á HÚSAVÍK ÞAR SEM FJALLAÐ VERÐUR UM ÝMSA ÞEKKTA KÖNNUÐI; M.A. LANDNÁMSMANNINN NÁTTFARA OG BANDARÍSKA GEIMFARA SEM ÆFÐU Í ÞINGEYJARSÝSLU. Arngrímur Jóhannsson flugstjóri gaf Örlygi Hnefli forláta Íslandskort eftir Hollendinginn Mercator til að hafa í safninu. Á veggnum má sjá fjölda ljósmynda af bandarískum geimförum við æfingar í Þingeyjarsýslu á sjöunda áratug síðustu aldar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kristinn G. Jóhannsson listmálari og Örlygur Hnefill rökræða um það hvar sé best að koma fyrir málverkinu af landámsmanninum Náttfara í safninu. 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.