Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Síða 25
vera túristi eða gera það sem mann langar til.
Ertu almennt meðvituð um mataræðið? Já,
það skiptir að sjálfsögðu miklu máli með íþrótt-
unum að mataræðið sé í góðu standi.
Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég
reyni að borða fjölhæft, en skera út sykur og
óþarfa hveiti. Ég borða mikið af kjúklingi, eggj-
um og grænmeti.
Hvaða óhollustu ertu veik fyrir? Súkkulaði.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta matar-
æðið? Ég held að það sé rosalega misjafnt
hvernig fólk virkar og því skiptir máli að fólk
finni eitthvað sem hentar fyrir það. En fyrst og
fremst er það ákvörðunin um að breyta matar-
æðinu og síðan fylgja því sem skiptir mestu
máli.
Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyr-
ir þig? Körfubolti sem íþrótt er mitt starf og
ástríða þannig að það skiptir mig gríðarlega
miklu máli. Það er ekki nóg að kunna að dripla
bolta heldur þarf ég að vera í góðu líkamlegu
formi, vera sterk og geta hlaupið í 40 mínútna
leik.
Hver eru erfiðistu meiðsli sem þú hefur
orðið fyrir? Ég hef verið mjög heppin
með heilsu að mestu minn feril, en síðast-
liðið haust lenti ég í að slíta upp úr kálfa-
vöðva og það var líklegast í fyrsta skipti
sem ég þurfti að taka algjöra pásu frá
körfubolta og líkamsrækt.
Hversu lengi varstu að ná þér aftur á
strik? Það tók allt í allt um fjórar vikur í
pásu; tvær vikur með algjörri hvíld en síð-
an tvær vikur í sundi og hjóla.
Hver eru heimskulegustu meiðslin
sem þú hefur orðið fyrir? Ætli það sé
ekki þegar ég var að hlaupa aftur á bak
á æfingu og steig ofan á keilu sem ég
átti að vita að var inni á vellinum,
sneri ökklann og missti af næsta leik.
Hvað eru algeng mistök hjá fólki
við æfingar? Erfitt að segja, en fyr-
ir óvant fólk held ég að sé nauð-
synlegt að fá leiðbeiningu, alla-
vega til að byrja með. Það er
synd að vera að setja inn tíma í
ræktinni og gera æfingar eða
annað sem hjálpar ekki til eða
gerir lítið sem ekkert fyrir þig og
gæti aukið meiðslahættu.
Hver er erfiðasti mótherjinn á
ferlinum? Ég held ég gleymi því
aldrei þegar ég mætti Diönu
Taurasi og Candice Parker í sama
Nafn: Helena Sverrisdóttir
Gælunafn: Helí eða Ice.
Íþróttagrein: Körfubolti.
Hversu oft æfir þú á viku? Misjafnt, en níu til
tólf sinnum.
Hvernig æfir þú? Mest með liðinu mínu, en þar
eru venjulega tvær æfingar á dag, og svo reyni
ég að ná inn aukaæfingu sjálf allavega einu sinni
í viku. Þegar ég er heima á Íslandi reyni ég að
halda svipaðri rútínu.
Henta slíkar æfingar fyrir alla? Líklegast ekki,
en til að vera í toppformi og halda sér þar þarf
að vinna virkilega fyrir því.
Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af
stað? Við erum öll misjöfn og því skiptir máli
fyrir alla að finna hvað hentar fyrir sig, en ef þú
ert í liðsíþrótt færðu kannski ekki miklu ráðið
þegar kemur að æfingafjölda, nema þá þínar
aukaæfingar.
Hver er lykillinn að góðum árangri? Ég hef
trú á að viljinn komi manni ansi langt. Ef þú
tekur ákvörðun um að þú viljir eitthvað alveg
ótrúlega mikið og ert tilbúinn að leggja það und-
ir sem þarf þá oftar en ekki geturðu það. En þú
þarft að vilja fórna því sem þarf að fórna og
leggja þig fram eins og þarf.
Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið?
Hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu 2013,
ætli það sé ekki eitt af lengri hlaupum sem ég
hef hlaupið.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig
meira? Að finna sér tíma og einhvern til að vera
með sér í því. Það er erfitt fyrir nánast alla að
ýta sér áfram á hverjum degi og því er svo gott
að hafa einhvern sem ýtir manni áfram og sem
maður sjálfur ýtir á líka.
Líður þér illa ef þú færð ekki reglulega útrás
fyrir hreyfiþörfina? Já, hrikalega. Ég hef oft
reynt að taka mér líkamlegt frí en það gengur
vanalega mjög illa, eftir tvo eða þrjá daga verð
ég að gera eitthvað þó svo að það sé ekki nema
létt skokk og smáæfing.
Hvernig væri líf án æfinga? Það er góð spurn-
ing og nokkuð sem ég veit ekki alveg hvernig ég
myndi höndla. En ætli maður þyrfti ekki bara
að finna sér eitthvert annað áhugamál og reyna
að nýta tímann í það.
Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli
æfinga hjá þér? Kannski fimm dagar eða svo,
sem atvinnumaður er nánast aldrei frí, þú þarft
alltaf að vera í formi eða að æfa.
Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í
frí? Ég reyni að æfa snemma á morgnana því þá
líður manni betur og getur notað daginn í að
leiknum. Þær eru leikmenn sem ég hef litið upp
til lengi og að mæta þeim inni á vellinum, þar
sem spennustigið var verulega hátt, var frekar
ógnandi.
Hver er besti samherjinn? Pálína Gunnlaugs-
dóttir. Við þekkjumst vel og höfum spilað sam-
an síðan við vorum lillur, mér þykir ótrúlega
gaman að koma heim og spila með landsliðinu
með henni.
Hver er fyrirmynd þín? Þegar ég var yngri
voru það stór nöfn eins og Michael Jordan og
Diana Taurasi. En eftir
því sem ég hef elst og
lært hvaða hlutir
skipta máli í lífinu verð ég að segja foreldrar
mínir. Bæði mamma og pabbi eru æðislegar
fyrirmyndir og ég er ótrúlega þakklát fyrir allt
sem þau hafa gert fyrir mig og ég hlakka til að
eignast mína eigin fjölskyldu og vonandi vera
jafngóð í foreldrahlutverkinu og þau eru.
Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Ég er
körfuboltaunnandi og segi því Michael Jordan.
Hámark ferilsins? Hvað var hámark ferilsins?
Ég held að þetta verði spurning sem ég get
svarað eftir 10-15 ár, en ég á vonandi nóg eftir á
ferlinum.
Mestu vonbrigðin? Það sem er ferskt í minninu
ennþá í sambandi við vonbrigði er að hafa ekki
náð að vinna úrslitakeppni í deildinni okkar þeg-
ar ég var hjá TCU. Sem íþróttamaður er ein
versta tilfinningin að vita að þú skildir eitthvað
eftir á gólfinu og mér fannst við gera það þar
og það nagar mig enn.
Skemmtileg saga frá ferlinum?
Það er mér alltaf minnisstætt þegar
við vorum í U-16 ára á Möltu árið 2002
held ég. Við vorum frekar ungar margar og
í okkar fyrstu landsliðsferð. Við vorum
fimm saman á herbergi að mig minnir og
vorum með smásögustund eitt kvöldið sem
leiddi síðan í draugasögur. Við gerðum hver
aðra skíthrædda og vorum farnar að heyra hljóð
frá ganginum á hótelinu sem við vorum vissar
um að væri Texas Chainsaw Massacre-gæinn,
mættur til að saga okkur í sundur. Við vorum að
sjálfsögðu með pæju-öskrin í botni og sumar
farnar að hringja heim til foreldra sinna. Það
var síðan bankað á hurðina og það gerði út-
slagið, einhverjar földu sig inni í skáp, und-
ir rúmi og bak við ísskápinn. Það kom svo
bara í ljós að dyr höfðu verið opnar og
hljóðin sem við heyrðum voru
gegnumtrekkur og bankið á hurðina
voru hótelstarfsmenn að biðja okkur
að hafa ekki svona hátt; við héldum
vöku fyrir öðrum hótelgestum.
Skilaboð að lokum? Jákvætt skap
skiptir öllu máli; þegar við vökn-
um á morgnana getum við tekið
þá ákvörðun að dagurinn í dag
verði góður dagur. Með því
að halda hausnum jákvæð-
um er hægt að takast á
við alls kyns mótlæti
auðveldlega og allt
saman verður miklu
léttara og betra.
ÍÞRÓTTAKEMPA VIKUNNAR HELENA SVERRISDÓTTIR
Mikið af kjúklingi, eggjum og grænmeti
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Fyrir þá sem elska að fresta hlutunum þangað til á morgun getur
verið gott að eyrnamerkja ákveðna tíma í vikunni, t.d. þrisvar í viku,
fyrir líkamsrækt og setja þá sem fasta tíma inn í dagatalið. Þannig eru
meiri líkur á að náist að halda í við innri frestunaráráttu.
Merktu við í dagatalið* Því meira sem þú leyfirþér að dreyma, þvílengra kemstu.
Michael Phelps
HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á FRÁBÆRU VERÐI.
ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI. FÁST NÚ Í APÓTEKUM
BREYTT ÚTLIT Á A+ VÖRUNUM