Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014 Matur og drykkir V ið höfum verið að dansa Bollywood-dansa í nokkur ár í Kramhús- inu. Það er ákveðin stemning í þessum hóp, öðruvísi en flestum öðrum hópum, enda þekkjumst við allar mjög vel,“ segir söng- konan Hallveig Rúnarsdóttir, sem nýverið var valin söngvari ársins í flokknum sígild og samtímatónlist á íslensku tónlistarverðlaun- unum. Hallveig er hluti af hópnum Bollywood-dívunum sem hefur sýnt Bolly- wood-dansa víða og voru þær meðal annars á stóra sviðinu 17. júní í miðbæ Reykjavíkur. Hún og Margrét Erla Maack, Gettu betur stigavörð- ur og Bollywood-danskennari hópsins, segja að Bollywood-dansinn sé dásamleg útrás og það kemur varla fyrir að einhver úr hópnum missi af tíma. „Þetta var samt í fyrsta sinn sem við elduðum saman. Við hittumst oft og borðum saman og fáum okkur drykk en þetta var í fyrsta sinn sem við gerðum eitthvað svona,“ segir Hallveig. Miklu skemmtilegra en að vera í ræktinni Þær Hallveig og Margrét segja að danstíminn sé bara helmingurinn af skemmtuninni. Að vera í þessum kraftmikla hóp sé hinn helmingurinn. Stuðið fyrir og eftir tíma sé mikið og gefi þeim kraft til að kljást við kom- andi viku. „Ég hef alltaf elskað svona dansa og þegar ég sá auglýsinguna fannst mér ekki spurning að mæta. Ég væri helst til í að vera í þessu þrisvar í viku – það væri almennileg líkamsrækt. Ræktin er ekki beint fyrir mig. Þegar ég fór inn í þennan hóp skildi ég loks þetta kvennahugtak. Það er svo dásamlega skemmtilegt að vera innan um skemmtilegar konur, maður hagar sér öðruvísi og hlær meira,“ segir Hallveig og Margrét tek- ur undir. „Maður hefur heyrt það frá konum að þetta sé svolítið þeirra. Þetta gengur fyrir öllu. Þetta er hraður dans, mikið af hoppi og skoppi og þær henda sér í gólfið og fleira – samt allt með bros á vör. En þetta er helvítis púl en samt svo mikil geðrækt því það eru svo skemmtilegar kon- ur í hópnum,“ segir hún og hlær sínum smitandi hlátri. BOLLYWOOD-DÍVURNAR Í STUÐI Ilmandi og indverskt ELLEFU BOLLYWOOD-DANSANDI KONUR KOMU SAMAN EITT KVÖLDIÐ EFTIR TÍMA Í KRAMHÚSINU OG ELDUÐU SAMAN. ÞAR VAR AÐ SJÁLFSÖGÐU INDVERSKT ÞEMA – EN EKKI HVAÐ. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Margrét Erla athugar með humarinn í ofninum. Margrét og vinkonur hennar fá oft fyrirspurnir um indverskan klæðnað þegar þemapartí eru í gangi. „Það er auðvelt að finna eitthvað til að vera í, í ind- versku boði. Litir geta komið fólki langt og svo nógu mikið af skartgripum. Hárgreiðslur þar sem konur skipta í miðju eru vinsælar og það getur komið vel út að næla hálsmen eða perlufestar í hárið á ýmsan máta. Slæður koma manni líka langt – hvort sem maður lætur þær hanga á annarri öxlinni eða festir þær utan um hár- hnút og lætur þær flaksast þaðan. Svo má ekki gleyma hinu svokallaða bindi sem sett er milli augabrúnanna. Það fæst í Indiska í Kringlunni og í India Sól á Suðurlands- braut. Það er líka hægt að nota dökkan varalit til að mála punkt á milli augabrúna. Karlar geta verið í kragalaus- um skyrtum og þægilegum buxum, og með gullkeðjur eins og sjarmörinn Sharuk Khan,“ segir Margrét Erla. Fötin skapa manninn 4 vel þroskuð mangó 2 dósir coconut cream kókossykur kanilduft 100 ml prosecco Ríflegt staup af ljósu rommi Aðferð: Skerið mangóið í bita og maukið í matvinnsluvél, þeytið saman við kókosrjómann. Bætið sykrinum út í eftir smekk, ég notaði um hálfan desilítra af sykri. Bætið svo pro- secco og rommi út í, setjið í stóra skál eða margar litlar og stráið ögn af kanildufti yfir. Uppstrílaður mangó rjómi Daginn áður 1 stórt lambalæri (2,5-3 kg) 2 litlir laukar 6 hvítlauksrif 2 cm engiferrót 2 græn chili, fræhreinsuð 50 g möndlur 2 dósir hrein jógúrt 2 msk. broddkúmen (cumin) 3 msk. kóríanderduft ½ tsk. chili duft 1 tsk. garam masala 2 tsk. maldon-salt Á eldunardag 4 msk. grænmetisolía, t.d. Isio 4 eða sólblómaolía 10 grænar kardemommur 7 negulnaglar 8 svört piparkorn 2 kanelstangir ristaðar möndluflögur til að dreifa yfir kjötið að eldun lokinni. Aðferð Grófskerið laukinn, hvítlaukinn, engiferið, möndlurnar og chili ávextina og maukið saman í mat- vinnsluvél eða með töfrasprota. Hrærið kryddinu út í jógúrtið og blandið svo lauk-möndlublönd- unni saman við. Snyrtið lærið lítil- lega og skerið djúpar raufar í kjöt- ið. Setjið lærið í eldfast fat eða ofnpott og nuddið maríneringunni inn í kjötið og raufarnar allan hringinn. Pakkið restinni af mauk- inu á lærið og vefjið plastfilmu ut- an um fatið. Geymið í ísskáp í sól- arhring. Takið kjötið úr ísskáp um miðj- an dag daginn eftir svo það nái stofuhita áður en byrjað er að elda. Kveikið á ofninum á 160° þrem tímum áður en áætlað er að borða og takið plastið utan af kjötinu. Hitið olíuna á pönnu og Lambalæri masala raan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.