Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Page 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Page 33
„Þessi var nú algjört svindl, því humarinn er ekki gerður í tan- doori-ofni. Hér er allt hráefni eftir smekk,“ segir Margrét Erla. INDVERSKT HUMARSMJÖR Smjör rautt tandoori-krydd chilialdin engifer 2 hvítlauksgeirar Smjör brætt í potti, tandoori kryddi bætt í. Chilialdin „skorið niður eins og hverjum þykir falleg- ast. Ef fólk er í boðinu sem er hrætt við chili er hægt að skera chilialdinið í stóra bita eða ein- faldlega hætta að vera vinur þess,“ segir Margrét og hlær. Rifið engifer ásamt tveimur hvítlauksgeirum bætt í (má vera meira, má vera minna. Aðferð Humarinn er hreinsaður og gerður eins og hverjum finnst best, penslaður með kryddsmjör- inu og settur í ofn þar til hann er tilbúinn. Yfirleitt í kringum 3-4 mínútur. Afgangssmjörið er sett í sósuskál svo hver gestur getur fengið sér meira. Borið fram með sítrónu- sneiðum. Tandoori-humar Morgunblaðið/Árni Sæberg Bollywood-dívurnar frá vinstri: Berta Bernburg, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Linda María Birgisdóttir, Erla Guðný Jónsdóttir, Margrét Erla Maack, Hallveig Rúnars- dóttir, María Heba Þorkels- dóttir, Aðalheiður Sveins- dóttir, Valdís Arnardóttir, Hafdís Ólafsdóttir. 23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Þaðer allt í lagi. Pappelina vill láta gangayfir sig á skítugumskónum.Húnernefnilegaúrplasti. Pappelina virkar því best þar semmikiðálag er á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofunaeðaeldhúsið. Svo vill hún líka fara í þvottavél. Plastmotturnar fráPappelinuhafa farið sigurför umheiminnogerunú loksins fáanlegar á Íslandi. Kíktu áúrvalið í verslunKokkueðaákokka.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Á skítugum skónum? 1 bolli rísmjöl 1 bolli kjúklingabauna- mjöl smá pilsner 2 msk. Garam masala 3 msk. sesamfræ ferskt kóríander 1 stór laukur Sama magn af rísmjöli og kjúklingabaunamjöli blandað saman, smá pilsner bætt í þar til blandan lítur út eins og orlydeig. Laukur mjög þunnt skorinn. Öllu hnoðað saman og sett í lítil hreiður. Hitið olíu í potti eða á djúpri pönnu, svona 3-4 cm djúp. Steikið laukhreiðrin nokkur í einu. Lauk- pakódas 750 ml hveiti (og svolítið í við- bót til að hnoða og fletja brauðið út) 3/4 dl mjólk 1½ msk. sykur 3 tsk. þurrger 200 ml hrein jógúrt 3 fleytt smjör (smjörið brætt og froðan fleytt af) 1 tsk. salt 3 msk. smjör, brætt 2 hvítlauksrif ferskt kóríander, rifið niður Aðferð Hitið mjólkina í líkamshita og leysið sykurinn upp í henni. Bætið gerinu við og leyfið því að lifna við í 10 mínútur til korter. Setjið saman hveiti, salt og olíu/ smjör í skál, hellið mjólkur- gerblöndunni saman við og að lok- um jógúrtinu. Hnoðið deigið þar til það er silkimjúkt og slétt og bætið við hveiti eða smámjólk eftir þörf- um. Setjið deigið á heitan stað (ég set yfirleitt heitt vatn í stærri skál og svo deigskálina ofan í) og breið- ið viskastykki yfir. Leyfið deiginu að hefast í klukkutíma. Þegar deigið hefur hefast takið það upp úr skálinni, skiptið í 5 litlar kúlur og fletjið vel úr hverja kúlu svo úr verði flatbrauð. Bakið brauðin á heitum pitsusteini eða grillið á útigrilli eða grillpönnu þar til þau eru farin að taka lit. Á meðan brauðin bakast skal hugað að hvítlaukssmjörinu. Bræð- ið smjörið í potti og kreistið hvít- laukinn saman við, rífið svo kórían- derið niður og bætið því út í rétt áður en þið smyrjið brauðin með smjörinu, eða dreifið því á eftir á, eftir því hvort ykkur finnst betra. Naan-brauð með hvítlauk og kóríander „vekið“ heila kryddið, leyfið því að krauma í nokkrar mínútur þangað til fer að koma ilmur af því. Hellið að því búnu olíunni yfir kjötið í fatinu, pakkið vel inn í ál- pappír eða setjið lokið á ofnpott- inn og hafið í ofninum í einn og hálfan tíma. Að þeim tíma liðnum er álpappírinn tekinn af og lærið steikt í klukkutíma í viðbót. Ausið með vökvanum í fatinu á 10 mín- útna fresti svo kjötið haldist safa- ríkt. Að steikingu lokinni þarf kjötið að hvíla sig í 20 mínútur. Dreifið ristuðum möndluflög- um yfir lærið og berið fram á fati með vökvanum úr fatinu í sósu- könnu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.