Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Page 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Page 44
Fjármál heimilanna Ódýrustu borgirnar Morgunblaðið/Ómar Búdapest Þinghúsið við Dóná í Búdapest *Er verið að skipuleggja utanlandsferð sum-arsins? Kannski borgar sig að taka stefnuna áódýrustu borgir Evrópu skv. nýlegri saman-tekt Guardian. Ef marka má listann er tveggjanátta ferð ódýrust ef haldið er til Búdapest.Næst kemur Madrid, þá Barcelona, svo Nice,Brussel, Berlín, París, Amsterdam, Lissabon og loks Prag. Linda Rós Ragnarsdóttir er annar eig- andi verslunarinnar Spilavina. Þar er núna verið að undirbúa alþjóðlega Table Top daginn sem haldinn verður 5. apríl. Þá er hvatt til að fólk hittist og spili borðspil og verður vafalítið líflegt í versluninni. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fimm ég, maðurinn minn, Þorlákur Lúðvíksson og börnin okkar þrjú, Máni Snær, Breki Steinn og Ragna Þóra Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Veistu, ég hef ekki hugmynd. Þorri versl- ar oftar en ég í matinn. Væri kannski góð hugmynd að virkja Meniga hjá mér. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Held ég verði að segja laukur, hvítlauk- ur og engifer því það er alltaf til í ís- skápnum hjá mér. Hvar kaupirðu helst inn? Við förum helst í Bónus eða Krónuna til að kaupa það helsta en svo er það yf- irleitt Víðir í Skeifunni. Hvað vantar helst á heimilið? Með fimm í heimili, klárlega annað kló- sett. Við rifum auka-baðherbergið í breytingum sem við gerðum 2010 og höfum ekki klárað það ennþá. En ann- ars vantar líka nýtt sodastream-tæki, það er ómögulegt að fá hylki í gömlu tegundina. Hvað freistar í matvörubúðinni? Ef ég fer í Víði þá eru það ávextirnir. Erfitt að labba fram hjá þeim án þess að grípa einhverja girnilega ávexti í körf- una. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Kannski aðallega með að fara í „litla“ Bónus, Bónus í Skútuvogi. Það er erfitt að kaupa einhverja vitleysu þar. Eyðir þú í sparnað? Já, en ekki nóg, þar sem baðherbergið er ekki enn komið. Skothelt sparnaðarráð? Fara ekki svöng út í búð. LINDA RÓS RAGNARSDÓTTIR Fer ekki svöng út í búð Linda Rós segir enn eftir að klára endurbætur sem hófust á öðru baðherberginu árið 2010. Og ekki gott með fimm manns á heimilinu. Aurapúkinn hefur allt frá því hann var lítill púkalingur hugsað vel um hlutina sína. Eitthvað hefur heppn- ast svona vel í uppeldinu, að það sem Púkinn á er vel um séð: fatn- aður endist svo árum skiptir, því hann er þveginn varlega. Púkinn notaði sömu skólatöskuna frá 10 ára aldri og út háskólann. Aldrei sást á leikföngunum. Skór fylgja púkanum í gegnum heilu æviskeið- in. Að hugsa vel um eigurnar er eitt besta sparnaðarráð sem hugs- ast getur, og leyfir líka að fólk get- ur látið eftir sér dýrari og vand- aðri hluti. Þegar gæði og rétt umgengni fara saman gerast galdrar. Til dæmis er ekkert sem segir að dýrir spariskór frá góðum framleiðanda, sem fá reglulega næringu og bón, og er haldið frá vætu og slabbi, geti ekki enst alla ævi. Hvað þá ef skósmiður fær að nostra við skóna á nokkurra ára fresti. Og er ekki skrítið hvað vand- lega þrifnir bílar virðast bila sjaldnar? púkinn Aura- Að fara vel með hlutinaF átt er óskemmtilegra en að fá það í höfuðið að hafa gerst ábyrgðarmaður fyrir láni. Eflaust er stór hluti landsmanna í persónulegri ábyrgð fyrir láni hjá ættingja eða vini, eða búinn að gefa veð í fasteign sinni. Því miður stendur skuldar- inn ekki alltaf við sitt og þá taka ábyrgðarmönnum að berast óskemmtileg innheimtubréf inn um lúguna. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson segir í sumum tilvikum hægt að losna undan ábyrgðinni, hafi lán- veitandinn ekki rækt skyldur sín- ar vel. Vilhjálmur stendur að vefnum www.lansved.is ásamt fé- laga sínum Þórði Guðmundssyni. Báðir eru þeir héraðsdóms- lögmenn og starfa hjá Borgar- lögmönnum. „Rétt er að taka það skýrt fram að ábyrgðarmenn ættu að stilla væntingum sínum í hóf. Í sumum tilvikum er skýrt að ekki er hægt að aflétta ábyrgðinni, en í öðrum er lagalegur möguleiki til staðar,“ segir hann. „Svo eru ófá tilvik þar sem óvíst er að hvaða niðurstöðu dómstólar muni komast og skortur á dómafordæmum frá Hæstarétti um ákveðin mikilvæg vafaatriði. Væri gaman ef fleiri stigju fram sem tilbúnir væru að fara með mál sitt alla leið á efsta dómstig.“ Greiðslumat og upplýsingar Vilhjálmur segir helst líkur á því að losna megi undan ábyrgð ef sýna má fram á að lánveitandinn athugaði ekki nægilega vel greiðslugetu lántakandans og/eða vanrækti að upplýsa ábyrgðar- manninn um lánshæfi lántakand- ans og skyldur ábyrgðarmanna. „Fjármálastofnanir gerðu með sér samkomulag árið 1998 og svo aft- ur 2001, og loks var samkomu- lagið formfest í lögum árið 2009. Þar eru gerðar þær kröfur að greiðslugeta lántakanda sé skoðuð vandlega, ef lánsupphæðin er yfir einni milljón króna, að ábyrgðar- menn skilji örugglega hvaða skyldur þeir eru mögulega að taka sér á herðar og að þeir geti vitað hvort lántakandinn er talinn borgunarmaður fyrir skuldinni.“ Að sögn Vilhjálms hefur ábyrgð verið dæmd ógild í tilvikum þar sem fjármálastofnanir fylgdu ekki þessum reglum, eða t.d. vönduðu ekki nógu vel til verka við gerð greiðslumats. „Hvort reglunar frá 1998 eiga við eldri lán er ekki með öllu ljóst og greinir lögfræð- inga á um túlkanir á meðan ekki eru til dómafordæmi frá Hæsta- rétti. Sumir líta svo á, og finna má þeirri skoðun stuðning í öðr- um dómum, að reglurnar frá 1998 hafi aðeins formfest eðlilega starfshætti og eigi því við lánsá- byrgðir lengra aftur í tímann.“ Vafi um LÍN og lífeyrissjóði Hvort sömu viðmið gilda um lán frá LÍN eða frá lífeyrissjóðum er svo enn flóknari spurning. Vil- hjálmur segir forsendurnar veik- ari til að aflétta ábyrgð á náms- láni en meiri líkur séu á að dómstólar kunni að fallast á að lífeyrissjóðslán falli undir regl- urnar frá 1998, þó að lífeyris- sjóðir hafi ekki verið aðilar að því samkomulagi. „Er þá hægt að líta svo á að þar sem lánveitingar eru stór liður í starfsemi lífeyrissjóða, og að þar eru sérfræðingar að störfum, þá megi líta svo á að eðlilegt sé að vinnubrögðin séu með sama hætti og hjá bönkum og sparisjóðum. Er rétt að minna á að lífeyrissjóðum bar, sam- kvæmt lögum að starfa í sam- ræmi við góða viðskiptahætti,“ út- skýrir hann. „Í þremur dómsmálum í héraði hefur niðurstaðan verið sú að ekki sé hægt að líta svo á að á lífeyrissjóðunum hafi borið skylda til að fylgja almennum viðmið- unum fjármálafyrirtækja. En hér- aðsdómar hafa takmarkað for- dæmisgildi og vantar enn að hæstiréttur taki afstöðu til máls af þessum toga. Hæstiréttur hefur hins vegar ógilt ábyrgð gagnvart lífeyrissjóði árið 2003 en deilt er um fordæmisgildi þess dóms, þar sem ábyrgðarmaðurinn var greindarskertur. Þá er nýlegur dómur frá Hæstarétti sem gefur þeirri skoðun byr undir báða vængi að lífeyrissjóðir séu bundn- ir af samkomulaginu frá 1998, þar sem Hæstiréttur fjallar um í máli gegn sparisjóði að reglurnar séu í raun óskráðar meginreglur. Niðu- staðan hvað lífeyrissjóðina varðar er þar af leiðandi sú að það er réttaróvissa fyrir hendi og það vantar einfaldlega einstakling sem hefur vilja og þor til að fara með mál sitt alla leið.“ VORU VINNUBRÖGÐIN EÐLILEG? Er ábyrgðin ógild? LÖGFRÆÐINGUR SEGIR Í SUMUM TILVIKUM HÆGT AÐ LÁTA REYNA Á SKYLDUR LÁNVEITANDA OG MÖGULEGA LOSA ÁBYRGÐARMENN LÁNA UNDAN SKULDBINDINGUM SÍNUM. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Vilhjálmur segir ýmsum lagalegum spurningum um ábyrgðarmenn ósvarað. Morgunblaðið/Þórður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.