Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 51
gafst Ingólfi tækifæri til að fara í þriðja sinn utan að leika knattspyrnu. Samdi að þessu sinni við danska úrvalsdeildarliðið Lyngby Boldklub. „Ég var ennþá veikur þegar ég fór utan en eftir á að hyggja hef ég eflaust haft gott af því að skipta um umhverfi. Ég fann ró í Danmörku og fór fljótlega að líða betur. Því miður skilaði það sér ekki á vellinum. Ég náði aldrei að sýna mitt rétta andlit. Ég var farinn að taka meira af lyfjum á þessum tíma og var bæði þyngri á mér og þreyttari. Eflaust hefur það haft sitt að segja. Þrátt fyrir að vera þroskaðri og betur upplagður var ég ekki orðinn nógu sterkur til að höndla þessa áskorun og eftir tæpt ár bað ég um að fá að fara frá félaginu.“ Enda þótt rófan hafi ekki gengið segir Ingólfur þennan stutta tíma í Danmörku hafa verið góðan fyrir sig sem manneskju. Hann hafi snúið þroskaðri og auðmýkri til baka. Nú er hann alveg búinn! Það er ekki auðvelt fyrir tæplega tvítugan pilt að koma í þriðja sinn heim úr atvinnu- mennsku í knattspyrnu. Það vissi Ingólfur fyrir og fékk fljótlega staðfestingu á því. „Umræðan var þung eftir að ég kom heim og inntakið í henni einfalt: „Þessi gæi er bara hrokafullur og snarruglaður! Nú er hann alveg búinn!“ Ég fann fyrir einlægri ánægju hjá sumum með það að mér hefði mistekist. Ég lét þetta samt ekki trufla mig, hlakki í einhverjum yfir óförum mín- um er það bara þeirra mál. Ég tók illt um- tal inn á mig til að byrja með en er löngu orðinn ónæmur fyrir því. Það er í raun býsna merkilegt í ljósi þess að ég er mjúk- ur og viðkvæmur maður að eðlisfari. Að ekki sé talað um minn sjúkdóm. Ég er stoltur af því að hafa náð að útiloka Gróu á Leiti úr mínu lífi.“ Enn var Ingólfur kominn í Val og nú var vígstaða hans lakari en áður. „Ég fann fljótt að áhuginn á mér var ekki mikill. Ef til vill er það skiljanlegt út frá því sem á undan var gengið. Eflaust hefur Vals- mönnum liðið eins og fullreynt væri með mig sem leikmann – án þess að vilja láta á það reyna sjálfir. Ég fékk aðeins að spreyta mig á undirbúningstímabilinu en þegar Íslandsmótið byrjaði sá ég að ég var ekki inni í myndinni. Þegar félaga- skiptaglugginn var opnaður svo í júlí fékk ég því að fara að láni í Þrótt í fyrstu deild- inni.“ Þurfti að kyngja stoltinu Ingólfur viðurkennir að hann hafi þurft að kyngja ákveðnu stolti þegar hann, þessi barnastjarna, fór niður í næstefstu deild á Íslandi en segir það fljótt hafa gleymst. „Aðalatriðið var að mig langaði að spila fót- bolta og njóta þess og það fékk ég að gera hjá Þrótti. Frá fyrsta degi hefur mér liðið vel hjá Þrótti og þegar mér bauðst að semja við félagið í vetur þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar. Á þessu stigi á mín- um ferli er deildin sem ég spila í algjört aukaatriði. Undirbúningur fyrir Íslands- mótið er í fullum gangi og ég get ekki beð- ið eftir fyrsta leiknum.“ Spurður hvort hann sé ennþá að gæla við atvinnumennsku kveðst Ingólfur hreinlega ekki hugsa um það sem stendur. „Ég hef ennþá mjög gaman af því að spila fótbolta og er staðráðinn í að bæta mig sem leik- maður. Ná eins langt og ég mögulega get. Hvort það felur í sér atvinnumennsku verð- ur bara að koma í ljós.“ Ingólfur virkar í góðu jafnvægi og stað- festir að sér líði vel. Veikindin hafi ekki angrað sig í nokkuð langan tíma. „Ég hef náð býsna góðum tökum á sjálfum mér. Annars væri ég líklega ekki að tala um þetta,“ segir hann og brosir. Með fleiri vopn á hendi Ingólfur er vongóður um að böndum hafi verið komið á kvíðaröskunina. Alltént líður honum þannig í dag. Hann veit þó af bit- urri reynslu að myrkrið getur hæglega hellst yfir – eins og hendi sé veifað. „Veik- ist ég aftur hef ég alla vega fleiri vopn á hendi til að berjast við sjúkdóminn. Ég þekki hann orðið býsna vel. Lykilatriðið er að halda í vonina og láta ekki bugast. Muna, sérstaklega í svartasta myrkrinu, að á endanum muni manni líða vel á ný.“ Hann kveðst alls ekki greina frá glímu sinni við geðsjúkdóminn til að „afsaka“ knattspyrnuferilinn. Útskýra hvers vegna hann leiki með Þrótti en ekki Manchester United. Engum dylst þó væntanlega að kvíðaröskunin hefur verið honum fjötur um fót fram að þessu. Hvað sem síðar verður. Heimur íþróttanna, ekki síst knattspyrn- unnar, er harður og Ingólfur þurfti að sjálf- sögðu að taka það með í reikninginn þegar hann ákvað að stíga fram. Eftir allt er það ein helsta ástæðan fyrir því að hann faldi veikindi sín öll þessi ár. „Knattspyrna er í eðli sínu karllægt sport. Þeir sterkustu lifa af. Með því að ljóstra því upp að ég sé haldinn geðsjúkdómi þykir örugglega ein- hverjum ég vera að gefa höggstað á mér. Það staðfestir meira en allt annað að þörf er á þessari umræðu. Knattspyrnusamfélagið hefur alltof mikla tilhneigingu til að steypa alla í sama mót. Leikmenn eiga bara að bíta á jaxlinn, sama hvað bjátar á, og fara áfram á hnefanum. Auðvitað hentar það sumum – en öðrum ekki. Knattspyrnumenn eru mis- jafnir, eins og annað fólk. Hvers vegna mega þeir ekki blómstra á eigin forsendum? Eiga ekki allir rétt á því að þeim líði vel?“ Máttur hugans Hann líkir fótbolta við list – þegar best lætur. „Það hefur Barcelona sýnt okkur hvað eftir annað á síðustu árum. Þetta hef- ur að mínu áliti dýpkað leikinn og ætti að greiða götu mýkri leikmanna. Viðkvæmari leikmanna, listhneigðari og jafnvel leik- manna sem glíma við geðræn vandamál. Við megum ekki gleyma því að íþróttafólk er líka manneskjur.“ Ingólfur Sigurðsson þekkir ekki líf án kvíða og sjúkdómurinn, kvíðaröskun, hefur litað alla hans tilveru. Spurður hvort þessi glíma hafi styrkt hann sem manneskju kveðst hann mikið hafa velt því fyrir sér, ekki síst undanfarna mánuði, meðan honum hefur liðið betur. „Veikindin hafa alla vega þroskað mig sem manneskju. Ég býst við að ég hafi meiri skilning á lífinu fyrir vikið. Það hefur verið ótrúlegt að uppgötva mátt hugans. Annars þekki ég ekkert annað en kvíðann, þannig að ég hef engan saman- burð. Stærsta verkefni lífs míns er og verð- ur að kljást við sjálfan mig.“ 23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 SKREFI ÁUNDAN PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 40 69 8 Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Þau kveða á um skyldu olíufélaganna til að tryggja að ákveðið hlutfall eldsneytis til samgangna sé af endurnýjanlegum uppruna. Olís hafði þá þegar uppfyllt þessi skilyrði. Vorið 2013 hóf Olís að blanda alla sína díselolíu með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu. Í byrjun sumars 2013 opnaði svo Olís sína fyrstu metanafgreiðslu í Mjódd og fljótlega verða opnaðar tvær aðrar, í Álfheimum og á Akureyri. Öll þessi skref eru í samræmi við umhverfisstefnu félagsins. Taktu grænu skrefin með Olís! Vinur við veginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.