Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Síða 54
Þ
að fer ekkert milli mála
hvaða starfsemi fer
fram í þessu húsi.
Nærvera þeirra frænda
Andrésar andar og
Mikka músar er áþreifanleg. Og
kyns þeirra alls. Skrifstofa Eddu
útgáfu á Lynghálsinum er eins og
lítið Disney-land. Þegar mig ber að
garði stendur landstjórinn sjálfur,
Jón Axel Ólafsson, úti á miðju gólfi
og ráðfærir sig við samstarfsmenn
sína. Heilsar með virktum.
Frá því Jón Axel og bróðir hans,
Garðar Ólafsson, festu kaup á
Eddu fyrir rúmum fimm árum hef-
ur Disney-efni verið hryggsúlan í
starfsemi útgáfunnar og eftir að
hafa náð góðum árangri á heima-
markaði stefna bræðurnir nú skón-
um út í heim. Ameríka skal það
vera, sjálft höfuðvígi þessara alda-
vina barna á öllum aldri, Mikka og
Andrésar. Íslenskar Disney-bækur
eru sumsé væntanlegar á markað
vestra með vorinu.
„Við höfum unnið að þessum
samningi í tvö ár. Þetta er meira
en að segja það,“ upplýsir Jón Axel
þegar við höfum komið okkur fyrir
inni á skrifstofu hjá honum. „Nú er
þetta loksins í höfn og fyrsta bókin
kemur út 22. apríl næstkomandi.
Fimm til sjö bækur til viðbótar
koma út í haust og næstu tvö árin
stefnum við að því að bæta við
meira en tuttugu bókum.“
Kennslubók í grænum
fræðum
Um er að ræða lífsstílsbækur af
ýmsu tagi. Sú fyrsta heitir Go
Green – A Family Guide to a Sus-
tainable Lifestyle og fjallar, svo
sem nafnið gefur til kynna, um um-
hverfisvernd og „grænan“ lífsstíl.
Er einskonar kennslubók í græn-
um fræðum, að sögn Jóns Axels.
Höfundar eru Ásthildur Björg
Jónsdóttir, Ellen Gunnarsdóttir og
Gunndís Ýr Finnbogadóttir og út-
litshönnun og teikningar eftir
Magnús B. Óskarsson. Alls verða
að minnsta kosti þrjár bækur í Go
Green-seríunni.
Jón Axel segir Disney í Norður-
Ameríku mjög spennt fyrir bókinni
enda sé fyrirtækið farið að láta sig
umhverfisvernd varða. „Disney hef-
ur metnað til að verða umhverfis-
vænt fyrirtæki, þannig að þetta
fellur vel að þeirri stefnu,“ segir
hann.
Útgáfudagurinn, 22. apríl, er
engin tilviljun en hann er einmitt
„Dagur jarðarinnar“.
Fyrsta upplag verður á bilinu
fjörutíu til fimmtíu þúsund eintök
en bókin kemur einnig út í rafbók-
arformi. Hún verður gefin út hér
heima á sama tíma en ekki undir
merkjum Disney.
Jón Axel gerir sér enga grein
fyrir því á þessari stundu hversu
hátt sé hægt að stefna en vinsæl-
asta barnabókin í Bandaríkjunum á
síðasta ári mun hafa selst í 1,6
milljónum eintaka.
Heiður og áskorun í senn
Af öðrum þemum sem eru til skoð-
unar hjá Eddu má nefna kennslu,
matreiðslu, fjölskyldu, vísindi, hár-
greiðslu, afmæli og töfrabrögð.
Markhópurinn er fjölskyldan og er
tilgangur bókanna að auka skiln-
ing, þekkingu og þroska lesenda,
eins og Jón Axel kemst að orði.
Hann segir bæði koma til greina
að frumskapa og gefa út efni sem
þegar hefur komið út hér heima og
laga það að Ameríkumarkaði. „Það
er allt opið í þeim efnum svo lengi
sem hugmyndin er góð.“
Jón Axel segir það í senn mikinn
heiður og mikla áskorun að hafa
náð samningum um framleiðslu og
dreifingu á Disney-bókum í Norð-
ur-Ameríku. Þar með stilli Edda
sér upp við hlið þekktra forlaga
sem gefi út Disney-efni vestra, eins
og til dæmis Random House og
fleiri.
„Það eru átta öflugir fagfjár-
festar á bak við þetta verkefni.
Þeir eru í sérstöku félagi og allir
innlendir. Þeir hafa mikla trú á
verkefninu en markmiðið er að
Edda komist í hóp fimm stærstu
Disney-leyfishafa í Bandaríkjunum
á næstu árum. Þetta er langtíma-
verkefni. Við tjöldum ekki til einn-
ar nætur,“ segir Jón Axel.
Hoppar ekki upp í sendibíl
Undanfarið hefur hann alfarið
helgað sig Ameríkuverkefninu –
aðrir sjá um innlenda starfsemi
Eddu – ásamt öðrum starfsmanni
forlagsins, Tinnu Proppé, sem hef-
ur reynslu af markaðsstarfi í
Bandaríkjunum. Unnið er náið með
Disney vestra, auk þess sem geng-
ið hefur verið til samstarfs við stór
dreifingarfyrirtæki. Eddu-
bækurnar verða til sölu í helstu
stórmörkuðum í Bandaríkjunum og
Kanada, í bókabúðum, í vefversl-
unum eins og Amazon, auk Disney-
verslana og vitaskuld Disney
World.
„Við erum með öfluga aðila í
kynningar- og dreifingarmálunum
fyrir okkur. Maður hoppar ekki
bara upp í sendibíl í Bandaríkj-
unum, eins og maður gerir hér
heima fyrir jólin,“ segir hann hlæj-
andi.
Jón Axel fer utan í apríl til að
fylgja fyrstu bókinni úr hlaði en
Disney mun, að hans sögn, einnig
leggjast af þunga á árar. Þá verður
Go Green og næstu útgáfur kynnt-
ar rækilega undir merkjum Disney
og Eddu á stórri bókastefnu í
Bandaríkjunum síðar á þessu vori.
Í bakgarðinum hjá Disney
Gangi bókaútgáfan vel vestra segir
Jón Axel vel hugsanlegt að hún
vindi upp á sig. „Það opnast marg-
vísleg tækifæri við verkefni sem
þetta og vörusala tengd bókunum
og jafnvel sjónvarpsverkefni eru al-
gjörlega raunhæf markmið. Það á
þó eftir að koma betur í ljós. Það
er alveg ljóst að þetta verkefni get-
ur farið í ýmsar áttir ef rétt er
unnið úr því, Disney er stórt fyr-
irtæki sem getur opnað mörg tæki-
færi,“ segir Jón Axel.
Hann segir samt lykilatriði að
stíga varlega til jarðar. Ætla sér
ekki um of. „Það er spennandi
verkefni að vinna í bakgarðinum
hjá Disney en um leið vand-
meðfarið. Við eigum örugglega eft-
ir að gera allskonar mistök og taka
út okkar þroska en þannig gengur
þetta nú einu sinni fyrir sig. Við
erum staðráðnir í að fóta okkur á
þessum markaði.“
Spurður hvort hann hafi órað
fyrir því þegar hann keypti Eddu
að hann ætti eftir að verða kominn
í bókaútgáfu í Bandaríkjunum
fimm árum síðar skellir Jón Axel
upp úr. „Nei, það hvarflaði ekki að
mér. En þessi starfsemi hefur und-
ið jafnt og þétt upp á sig og hingað
erum við komin. Edda er stöðugt
að svipast um eftir nýjum tækifær-
um og þetta er eitt af þeim.“
Endurreistu Eddu útgáfu
Rekja má samstarf Eddu útgáfu og
Disney þrjá áratugi aftur í tímann
en Ólafur heitinn Ragnarsson hóf
útgáfu á Andrési önd á íslensku ár-
ið 1983. Þá undir merkjum Vöku
Helgafells. Það félag rann síðar inn
í Eddu útgáfu. Andrés hafði áður
gert það gott á dönsku hérlendis
og ekki minnkuðu vinsældirnar
þegar loksins var hægt að lesa um
ævintýri hans á hinu ástkæra yl-
hýra.
„Það er ekkert lesefni eins vin-
sælt á Íslandi og lesefni frá Disn-
ey,“ segir Jón Axel. „Áskrifendur
að Andrési, Syrpum og Disney-
klúbbnum eru tíu þúsund talsins
og útsendingar af okkar hálfu um
þrjú hundruð þúsund á ári. Ekkert
efni er heldur leigt eins mikið út á
bókasöfnum og efni frá Disney.
Syrpurnar frá Disney eru leigðar
tæplega 100.000 sinnum á ári en til
samanburðar má nefna að sú ís-
lenska barnabók sem næst kemur
er leigð út 3.000 sinnum.“
Edda útgáfa barðist í bökkum
þegar Jón Axel og Garðar bróðir
hans festu kaup á félaginu um ára-
mótin 2008-09. Tildrög kaupanna
voru þau að Jón Axel hafði um
Edda í bóli Andrésar
„Það er spennandi verkefni að
vinna í bakgarðinum hjá Disn-
ey en um leið vandmeðfarið,“
segir Jón Axel Ólafsson.
EDDA ÚTGÁFA HEFUR GERT SAMNING VIÐ DISNEY Í NORÐUR-AMERÍKU UM BÓKA-
ÚTGÁFU Í BANDARÍKJUNUM OG KANADA OG KEMUR FYRSTI TITILLINN ÚT 22. APRÍL
NÆSTKOMANDI, GO GREEN – A FAMILY GUIDE TO A SUSTAINABLE LIFESTYLE. UM ER
AÐ RÆÐA LÍFSSTÍLSBÆKUR AF ÝMSU TAGI, SKRIFAÐAR OG HANNAÐAR HÉR HEIMA,
OG VÆNTIR JÓN AXEL ÓLAFSSON, ÚTGEFANDI HJÁ EDDU, ÞESS AÐ ÞÆR VERÐI Á
BILINU TÍU TIL TÓLF Á ÁRI NÆSTU ÞRJÚ ÁRIN, HIÐ MINNSTA.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is
Þau vinna að útgáfumálum í Bandaríkjunum og Kanada af hálfu Eddu útgáfu:
Garðar Ólafsson, Tinna Proppé og Jón Axel Ólafsson.
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014
Menning