Morgunblaðið - 03.04.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014
Páskar á Kanarí
VITA er lífiðVITA
Suðurlandsbraut 2
Sími 570 4444
Skráðu þig
í netklúbbinn -VITA.isVITA er í eigu
Icelandair Group.
13. – 25.apríl
*Verð án Vildarpunkta 99.900 kr.
Flugsæti: 89.900 kr.
og 12.500Vildarpunktar*
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
IT
68
54
3
4/
20
14
*Verð án Vildarpunkta 139.900 kr.
Tilboðsverð ámann frá 129.900 kr.
og 12.500Vildarpunktar*
Innifalið: Flug með Icelandair,
gisting í smáhýsi á Maspalomas
Lago í 12 nætur og
íslensk fararstjórn
Síðustu sætin
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Skriður er að komast á undirbúning
viðræðna á milli ASÍ og Samtaka at-
vinnulífsins um endurnýjun kjara-
samninga í haust á grundvelli aðfar-
arsamningsins sem gerður var á
almenna vinnumarkaðinum. Samn-
inganefndir samtakanna koma saman
til fundar á mánudaginn til að fara yf-
ir þá vinnu sem framundan er, að
sögn Þorsteins Víglundssonar, fram-
kvæmdastjóra SA.
Haldinn var fundur í samninga-
nefnd ASÍ í gær vegna þessa und-
irbúnings. Rætt er um að breyta
tímasetningum í viðræðuáætlun sem
samið var um í tengslum við kjara-
samningana í desember sl. en þeir
gilda til ársloka. Þar sem stéttar-
félögin sem felldu desembersamning-
inn og gengu frá nýjum kjarasamn-
ingum í febrúar, sömdu um lengingu
samningstímans um tvö mánuði eða
til loka febrúar 2015, hefur verið
ákveðið að færa dagsetningar í viðræ-
ðuáætluninni vegna næstu samninga
aftur um u.þ.b. einn mánuð. Skv. því
eiga aðildarfélög og sambönd ASÍ að
hafa lagt fram kröfugerðir um sérmál
fyrir lok apríl. Í viðræðuáætlun er
gengið út frá því að viðræður um
launalið næstu samninga hefjist fyrir
15. október. Nú hefur verið ákveðið
að seinka því um einn mánuð.
Öll heildarsamtök á vinnumarkað-
inum urðu ásátt um það á seinasta ári
að stefna að mótun nýs íslensks
kjarasamningalíkans að norrænni
fyrirmynd í kjaraviðræðunum sem
framundan eru. Það fæli m.a. í sér að
hafinn yrði undirbúningur að at-
vinnugreinasamningum milli sam-
taka atvinnurekenda og samflots
stéttarfélaga sem tæki til allra starfs-
manna fyrirtækja í viðkomandi at-
vinnugrein. Enn liggur ekkert fyrir
um hvaða atvinnugreinar verða fyrir
valinu í fyrstu lotu og hefur það ekki
verið útkljáð á vettvangi ASÍ, skv.
upplýsingum Morgunblaðsins. Þor-
steinn Víglundsson segir ótvírætt að
stefnan verði sett á gerð atvinnu-
greinasamninga. ,,Markmiðið er að
forma helst tvo slíka samninga að lág-
marki í komandi kjaraviðræðum,“
segir hann.
Hefja vinnuna við
nýtt samningalíkan
Samninganefndir ASÍ og SA koma saman eftir helgi
Meirihluti bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hefur nú undirritað nýja
kjarasamninga við Samninganefnd ríkisins. Alls hefur verið samið fyrir
rúmlega 40% félagsmanna BSRB, skv. upplýsingum Ágústs Bogasonar,
kynningarfulltrúa BSRB. Nokkur stór félög eiga þó enn ósamið og þar er
Sjúkraliðafélagið stærst með tæplega 2.000 félagsmenn. Samninga-
fundur var haldinn í gær. Viðræður eru ekki farnar í gang á milli Lands-
sambands lögreglumanna og ríkisins. Alls hafa tólf af fimmtán bæjar-
starfsmannafélögum BSRB sem eiga félagsmenn sem starfa hjá ríkinu
skrifað undir nýja kjarasamninga við Samninganefnd ríkisins.
Samningar BSRB-félaga gilda almennt út apríl á næsta ári eða tveimur
mánuðum lengur en kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum.
Búið er að semja fyrir rúm
40% félagsmanna í BSRB
FJÖLMARGIR KJARASAMNINGAR Í HÖFN
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Farfuglarnir flykkjast til landsins
þessa dagana. Hópar skógarþrasta
hafa heilsað fuglaáhugamönnum á
Suðurlandi og víðar. Hrossagaukar
hneggja af kæti yfir að vera komnir
og tjaldar spígspora víða um fjörur á
sínum fagurrauðu fótum. Stelkar
hafa einnig sést.
Um síðustu helgi sáust lóuhópar á
Suðurlandi og sungu inn vorið. Heið-
lóa söng af lífsins lyst í Stykkishólmi
á sunnudag. Álftum og gæsum hefur
líka fjölgað mjög upp á síðkastið.
Reikna má með að farfuglum fjölgi
mjög næstu daga og flýta suðlægar
áttir fyrir för þeirra yfir hafið.
Fuglar sem hafa hér viðdvöl á leið
sinni vestur um haf á leið til Græn-
lands eru líka farnir að sýna sig.
Nokkuð er síðan fyrstu margæs-
irnar komu á Álftanesið og þar hafa
einnig sést tildrur. Vel á þriðja
hundrað blesgæsir voru í Þykkva-
bænum á sunnudaginn var.
Hrafnar eru farnir að safna í
laupa en krummi verpir með fyrra
fallinu. Þeir allra fyrstu gætu þegar
verið orpnir á sunnanverðu landinu.
Yann Kolbeinsson, líffræðingur
hjá Náttúrustofu Norðausturlands,
hefur skráð fyrstu komur farfugla til
landsins allt frá árinu 1998. Hann
sagði að farfuglar hefðu komið með
fyrra fallinu í ár. Fyrsta koma álftar
var skráð 16. febrúar sem er tví-
mælalaust með því fyrsta sem þekk-
ist. Koma þúfutittlings var skráð 27.
mars. Aðeins einu sinni áður hefur
þúfutittlingur sést svo snemma sam-
kvæmt skrá Yanns. Það var 1998.
„Meðalkomutími heiðagæsa frá
1992-2013 er 31. mars og blesgæsa 1.
apríl. Báðar tegundirnar komu 25.
mars í ár,“ sagði Yann. Nú var sér-
stakt hvað mikið af gæsum kom svo
snemma þótt margar séu enn
ókomnar. Yann sagði að helsingja-
hópur hefði sést á Barðaströnd 28.
mars sem sé mjög snemmt. Brand-
endur komu einnig mjög snemma í
ár eða 12. mars en gamla metið var
15. mars. Aðrar tegundir hafa verið
nokkuð nálægt hefðbundnum komu-
tímum eins og rauðhöfðaönd, urtönd
og tjaldur.
Morgunblaðið/Ómar
Tjaldar Skrækar raddir tjaldanna óma nú í fjörum landsins þar sem þeir
stika um í flokkum á fagurrauðum fótum og finna sér æti.
Morgunblaðið/Ómar
Margæsir Vor og haust hafa hér viðdvöl margar fuglategundir sem eru á
leið yfir hafið frá vetrarstöðvum austan hafs til varpstöðva í Grænlandi.
Margir farfuglar eru
snemma á ferðinni
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hjón sem skulda 30 milljónir af
íbúðaláni frá árinu 2008 geta fengið
höfuðstól lánsins lækkaðan um allt að
3,4 milljónir króna, taki þau þátt í
boðaðri leiðréttingu íbúðalána.
Þetta má lesa úr svari fjármála- og
efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn
Morgunblaðsins um áhrif aðgerð-
anna á stöðu fimm ímyndaðra lán-
taka. Eiga þeir það sameiginlegt að
geta allir fullnýtt skattleysi séreign-
ar, en þann rétt hafa heimili með
700.000 krónur eða meira í heildar-
tekjur á mánuði.
Niðurstöðurnar eru sýndar hér
fyrir ofan en fyrirspurnin var send til
ráðuneytisins sl. fimmtudag. Tekið er
fram í svari ráðuneytisins að heildar-
umfang leiðréttingarinnar liggi fyrir
að afstöðnu umsóknarferli. Útreikn-
ingum sé aðeins ætlað að gefa vís-
bendingar um líkleg áhrif á stöðu
íbúðalána.
Þá beri að hafa í huga að frum-
varpið sé ekki orðið að lögum og geti
því tekið breytingum í meðförum Al-
þingis, sem geti haft áhrif á niður-
stöður. Forsendur útreikninganna
eru svohljóðandi:
Um er að ræða verðtryggt jafn-
greiðslulán með föstum 4,5% vöxtum.
Forsendur um verðbólgu eru 3,5% á
ári og 288 gjalddagar (24 ár) eru eftir
af lánum. Fjárhæð þegar fenginnar
beinnar niðurfærslu er breytileg eftir
eftirstöðvum og endurspeglar hún
meðaltöl niðurfærslu eftir eftirstöðv-
um lána samkvæmt gögnum fjár-
mála- og efnahagsráðuneytis. Gert er
ráð fyrir að heimili nýti sér
séreignarsparnaðarleið til fulls, þ.e.
1,5 milljónir á þremur árum. Breyt-
ingar ráðstöfunartekna endurspegla
breytingar þegar bein niðurfærsla og
séreignarsparnaðarleið hafa verið
nýttar til fulls. Búið er að reikna til
frádráttar fyrri úrræði sem heimili
hafa notið.
Kom til fyrstu umræðu
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, mælti fyrir fyrra
frumvarpi ríkisstjórnarinnar af
tveimur vegna leiðréttingar íbúða-
lána á Alþingi í gær, um ráðstöfun
séreignasparnaðar. Lauk fyrstu um-
ræðu um málið á ellefta tímanum í
gærkvöldi og fer málið áfram til efna-
hags- og viðskiptanefndar.
Fyrsta umræða um leiðréttinguna
hefst því á mánudaginn, en þingfund-
ir eru ekki í dag eða á morgun vegna
fundar með samtökum þingkvenna.
Áður en frumvarp vegna skattleys-
is séreignar til niðurgreiðslu höfuð-
stóls íbúðalána kom til fyrstu um-
ræðu spurði Helgi Hjörvar,
þingmaður Samfylkingar, í óundir-
búnum fyrirspurnum, hvar reiknivél-
in vegna úrræðanna væri, í fyrir-
spurn til Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar, forsætisráðherra.
Þá sagði Helgi áformin önnur en þau
sem kynnt voru á blaðamannafundi í
Hörpu 30. nóv. „Nú er búið að taka
þær tillögur af borðinu og kynna ein-
hverjar allt aðrar tillögur sem enginn
getur reiknað út.“
Sigmundur sagði Helga reyna að
ala á tortryggni gegn tillögunum.
„Hér er verið að kynna tillögur sem
fela í sér gríðarlega stórt úrræði til að
koma til móts við heimili landsins.
Viðbrögð háttvirts þingmanns við
þessu og undirbúningur hans fyrir
umræðuna hefur eingöngu snúist um
það að reyna að ala sem mest á tor-
tryggni og reyna að finna sem flesta
hópa sem hann getur mögulega á ein-
hvern hátt gert óörugga eða
óánægða. Þetta er ekki gott að hafa
að leiðarljósi í pólitísku starfi,“ sagði
Sigmundur Davíð.
Dæmi um lækkun húsnæðislána
Fimm dæmi um áhrif á stöðu lántaka* (allar tölur í krónum)
A 13.000.000 1.500.000 1.100.000 2.600.000 252.000
B 16.000.000 1.500.000 1.200.000 2.700.000 288.000
C 20.000.000 1.500.000 1.500.000 3.000.000 312.000
D 25.000.000 1.500.000 1.700.000 3.200.000 336.000
E 30.000.000 1.500.000 1.900.000 3.400.000 360.000
Hjón
Eftirstöðvar
íbúðaláns
frá árinu 2008
Hámarksúttekt
séreignar á
þremur árum**
Lækkun höfuð-
stóls vegna leiðrétt-
ingar að teknu tilliti
til frádráttarliða*
Heildarlækkun
láns vegna
leiðréttingar
Breyting á
ráðstöfunar-
tekjum á ári vegna
lægri greiðslubyrði
*Forsendur: Sjá texta í greininni með þessari töflu. Dæmin eru byggð á fyrirspurn Morgunblaðsins. Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Getur lækkað lánin
um milljónir króna
Fjármálaráðherra mælti fyrir skuldafrumvörpum á þingi