Morgunblaðið - 03.04.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 03.04.2014, Síða 11
Tískusýning Hér sést Laila í miðjunni ásamt fyrirsætum frá seinustu tískusýningu Lailu sem var haldin í mars. starfaði við hönnun og hún kenndi mér ýmislegt. Síðan fór ég til Dan- merkur í fatahönnunarnám,“ segir Laila blaðamanni. Laila hannar að- eins klæðnað og hefur undanfarin ár einblínt á kjóla. „Fólk kemur til mín og biður mig að hanna á sig kjól. Undanfarið hef ég þó aðeins hannað kjóla þar sem ég get stjórn- að ferðinni. Kúnninn getur komið með einhverjar litlar óskir en ég ákveð allt annað. Mér finnst gott að vera frjáls í hönnun minni.“ Hönnun Lailu vakti mikla athygli árið 2012 þegar þáverandi Ungfrú Danmörk klæddist kjól eftir Lailu í keppninni um Ungfrú heim í Kína. „Iris Thomsen, sem var ungfrú Danmörk á þeim tíma, sá kjólana mína á Fa- cebook og hafði samband. Það að hún skyldi klæðast hönnun minni hafði mjög mikil áhrif á feril minn,“ segir Laila. Síðan hefur Laila hann- að fyrir fleiri þekkta einstaklinga og má þá helst nefna söngkonuna Ei- vöru Pálsdóttur. Laila selur hönnun sína ekki í ákveðinni verslun en heldur reglulega svokallaða pop up- verslun fyrir jólin þar sem hún sel- ur barnaföt. „Annars hanna ég bara kjóla sem eru einstakir og pantaðir af viðskiptavininum persónulega.“ Laila er einnig yfirkennari í og stýrir hönnunardeild Tækniskólans í Þórshöfn. „Ég kenni hönnun en það er svo magnað að þegar maður kennir ungu fólki lærir maður svo mikið af nemendum sínum. Ég hef grætt alveg ótrúlega margt á þess- ari kennslu, þetta er frábært starf.“ Lífið er stutt Tónlistin hafði alltaf verið í lífi Lailu en aldrei opinberlega. „Þegar ég varð þrítug gerði ég mér þó grein fyrir því að lífið er stutt og ákvað þá að kýla á það og taka upp og gefa út plötu. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð sem ég kann vel að meta, sérstaklega þar sem ég bjóst við hinu versta,“ bætir Laila við. Þegar Laila er beðin að lýsa tónlistinni sinni segir hún að hún sé að stórum hluta innblásin af náttúru Færeyja en hún sé einnig drama- tísk og stundum sorgleg. „Ég missti bróður minn fyrir nokkrum árum og fyrsta lagið sem ég samdi var um hann. Það er eina lagið á plötunni sem er persónulegt, hin lýsa því bara í hvernig skapi ég er daginn sem þau eru samin.“ Tónlist Lailu er elektrónísk og hefur henni verið lýst sem mikil- fenglegri og melódískri og að hún minni einna helst á Enyu og Mike Oldfield með keltnesku ívafi. Laila tók upp og samdi lögin á plötunni með hjálp Gunnars G. Guttesen sem hún segir að hafi verið ómetanleg aðstoð og hennar hægri hönd í upp- tökuferlinu. „Við erum þegar farin að vinna að næstu plötu. Reyndar býr Gunnar núna í Frakklandi þannig að við gerum þetta mikið í gegnum tölvu, sendum hvort á ann- að hugmyndir og melódíur.“ Aðspurð segist Laila vera mjög ánægð yfir því að vera komin til Ís- lands og hún sé spennt fyrir kom- andi tónleikum. „Það er mikill heið- ur að fá að taka þátt í þessu verkefni. Skipuleggjandinn heyrði af mér, hafði samband og bað mig að koma, sem mér fannst frábært. Ég elska Ísland, það eru allir svo vinalegir og skemmtilegir. Það ligg- ur við að ég biðji manninn minn að flytja hingað með mér,“ segir Laila að lokum. Hönnun Laila segist vilja vera frjáls í hönnun sinni og ráða flestu. Fegurð Ungfrú Danmörk klæddist hönnun Lailu í keppni árið 2012. Ljósmynd/Høgni Heinesen Kjóll Söngkonan Eivör Pálsdóttir klæddist kjól Lailu í auglýsingu. Þegar ég varð þrítug gerði ég mér þó grein fyrir því að lífið er stutt“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Verkir í hálsi og öxlum? Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum! Því miður er það staðreynd að óút- runninn matur fyllir ruslagáma versl- ana á höfuðborgarsvæðinu. Gríðarleg verðmætasóun á sér stað í matvæla- framleiðslu, smásölu og hjá neyt- endum. Sóunin hefur ekki eingöngu áhrif á matvælaverð heldur er hún einnig mikið umhverfisvandamál. Í tilefni af grænum dögum á vegum Háskóla Íslands verður í dag kl. 11.30 haldið málþing í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Matarleifar. Mál- þingið er vettvangur áhugaverðra vangaveltna um matarleifar, sóun og umhverfismál. M.a verður fjallað um sjálfbærni í matvælaframleiðslu og samfélagslega ábyrgð framleiðenda, matjurtarækt í borg og vinnslu líf- ræns úrgangs. Í lokin verða umræður. Stutt hlé verður gert á fyrirlestrum þegar boðið verður upp á léttan há- degismat, framreiddan af meistara- kokki sem nýtir hráefni sem komið er yfir síðasta söludag og venjulega er hent beint í ruslið. Á morgun, föstudag, verður Guð- rún Bergmann með fyrirlestur kl. 11- 12 í stofu 201 í Odda. Hún mun ræða um græn viðskipti og þátttöku kvenna í umhverfismálum. Frítt er inn á alla viðburði grænna daga og dagskrá þeirra er að finna á Facebook: Green days-Iceland eða vefsíðu: nemendafelog.hi.is/gaia. Málþing um sóun á matvælum Morgunblaðið/Styrmir Kári Rakel Garðarsdóttir Hún setur málþingið í dag þar sem margt ber á góma. Bragðið á matarleifum sem meistarakokkur matreiðir í dag Vitar hafa löngum heillað mannfólkið en myndir úr bókinni Viti vitavarðar- ins, eftir franska vitavörðinn og lista- manninn François Jouas-Poutrel, eru nú til sýnis í anddyri Norræna húss- ins. François Jouas-Poutrel starfaði sem vitavörður til ársins 2008, en hann var af efnafólki kominn. Hann hóf feril sinn á því að mála og lita áð- ur en hann einbeitti sér að því að gera táknmyndir. Dag einn í vita að nafni Roches Douvres kviknaði hjá honum hugmynd þegar hann las bók um frægan listmálara: Hvernig hefði sá listamaður málað þennan tiltekna vita? „Viti vitavarðarins“ var fyrsta bók François en í seinni bók sinni túlkaði hann Mont Saint-Michel í Frakklandi eftir ólíkum stíl fjölmargra listamanna. Sýning í anddyri Norræna hússins Vitar franska vitavarðarins Listamaður François Jouas-Poutrel hefur eytt mörgum stundum í vitum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.