Morgunblaðið - 03.04.2014, Side 16

Morgunblaðið - 03.04.2014, Side 16
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Tápmiklar stúlkur hlaupa um og kasta bolta á æfingu í KA-heimilinu á Akureyri. Jóhannes Gunnar Bjarnason, kennari, handboltaþjálf- ari og fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, þarf að benda á dóttur sína til að sá sem þetta ritar átti sig á því hver hún er. Sú stutta sker ekki úr hópnum. Fyrir liðlega sjö árum, þegar Bjarney Hilma fæddist, var henni hins vegar vart hugað líf; vó ekki nema 680 grömm enda fædd þremur og hálfum mán- uði fyrir tímann. Tvíburabróðir hennar, Jóhannes Gunnar, fæddist andvana nokkrum vikum fyrr. Kraftaverk Jóhannes og eiginkona hans, Kristín Hilmarsdóttir, gengu í gegn- um miklar hremmingar eins og nærri má geta. Kristín hafði farið í allar hefð- bundnar skoðanir og allt var með felldu þar til dag einn, 16. júlí 2006, á 18. viku meðgöngu, að hún missti vatnið að öðru barninu. Kvensjúkdómalæknir var ræstur út á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Jó- hannes segir ekki mikla bjartsýni hafa verið ríkjandi. „Læknirinn sagði að fóstrið kæmi líklega fljót- lega – jafnvel strax – og maður skynjaði á starfsfólkinu að í vændum væri mikið áfall. Að nú fæddust lík- lega tvö andvana börn. En fyrsta kraftaverkið af nokkrum var það að drengurinn kemur ekki fyrr en eftir ríflega þrjár vikur og hjálpaði systur sinni í raun með því. En þegar hann fæddist reiknuðum við með, miðað við andlegan undirbúning, að skell- urinn yrði tvöfaldur. Að hitt barnið kæmi strax á eftir, eins og lang- algengast er í tilfellum sem þessu. Við höfðum ákveðið að ef þetta færi svona myndum við skíra börnin í höfuðið á okkur og hann heitir Jó- hannes Gunnar. Þegar farið var með hann í líkhúsið var hugsun mín sú að eftir að stúlkan væri fædd myndu þau hvíla saman. En fyrir annað kraftaverk fæddist stúlkan ekki strax. Okkur hafði verið sagt að 24 vikur væri lágmarkstími til að lífs- líkur væru bærilegar þannig að von- in jókst á hverjum einasta degi; hver dagur var mikilvægur og allir voru þeir lengi að líða.“ Hjónin voru lögð inn á kvenna- deild Sjúkrahússins á Akureyri. „Þar lá ég í 40 daga, þar til 26. ágúst. Daginn áður hófust miklar blæð- ingar hjá konunni minni – á 23. viku – en þegar þær hættu og barnið kom samt ekki var ákveðið að senda okk- ur með sjúkraflugi suður. Í millitíðinni hafði ég farið í gegn- um þá erfiðu athöfn með fósturdóttur minni og séra Jónu Lísu Þorsteins- dóttur að jarðsetja drenginn; það var gríðarlega erfið stund, ekki síst fyrir konu mína því hún gat ekki verið við- stödd. Mátti ekki hreyfa sig úr rúm- inu. Ég fæ aldrei fullþakkað Jónu Lísu fyrir það hvernig hún lóðsaði mig í gegnum þessar ömurlegu að- stæður. Það er örugglega henni og Ingibjörgu Jónsdóttur yfirljósmóður að þakka að ég var lagður inn á fæð- ingardeild en ekki aðra, ónefnda deild á spítalanum. Það var ótrúlega mikill styrkur að þeim.“ Þegar til Reykjavíkur kom lögð- ust bæði hjónin inn á kven- sjúkdómadeild á ný. „Ég skal hund- ur heita ef einhver karl hefur lengið lengur á kvennadeild en ég!“ segir Jóhannes í gríni. Þegar Kristín var gengin 24 vikur og fimm daga sér læknir við skoðun að fæðing er að hefjast. „Litla krílið neitaði reyndar að koma út; var þversum og læknirinn þurfti að beita handafli til að ná þessum 680 grömmum í heiminn. Á lífsmarksskalanum, sem er frá 0 til 10, skoraði Bjarney Hilma 1,0 við fæðingu og ég gat ekki betur séð en hún væri dáin.“ Þegar Kristín fór í aðgerð eftir fæðinguna sat Jóhannes frammi á gangi og segist hafa verið nánast úti á þekju. „Ég hefði sennilega ekki ratað út úr húsinu þótt ég hefði reynt. Þá kemur Hróðmar Helgason hjartalæknir, þessi mikli snillingur, og fer með mig inn á vökudeild. Hann gaf mér reyndar fyrst kaffi- bolla og það met verður aldrei slegið sem sá bolli gerði mér. Öll lyfjaflór- an hefði sennilega ekki haft jafn mikil áhrif.“ Þegar þeir komu inn á vökudeild hafði dóttir Jóhannesar verið tengd við alls kyns vélar. Stúlkan var blá og marin á höfði, öxl og hendi, vegna þess hve læknirinn hafði þurft að taka hraustlega á henni í fæðing- unni. „Ég verð að viðurkenna að mín fyrstu viðbrögð voru þau að ég hugs- aði um hve mikið hún yrði skert, ef hún myndi þá lifa þetta af.“ Stúlkan fæddist 6. september, rúmlega hálfum fjórða mánuði á undan áætlun. Hún átti að fæðast á aðfangadag, en þannig vildi til að hún var útskrifuð af Landspít- alanum þann dag. Jóhannes segir Kristínu konu sína hafa verið töluverðan tíma að jafna sig. „Hún var búin að liggja mán- uðum saman og ég þurfti eiginlega að hjálpa henni að læra að ganga upp á nýtt. Það var heilmikið mál fyrir gamla Andrésar andar meist- arann á skíðum og fimleikadrottn- inguna fyrrverandi. En það hjálpaði henni reyndar örugglega hve vel hún var á sig komin.“ Spítalinn útvegaði hjónunum íbúð skammt frá stofnuninni „og við vor- um í mat hjá systur minni sem býr þar stutt frá. Stína gat mjólkað sig þannig að barnið fékk móðurmjólk með öllum þeim bæti- og næring- arefnum sem brjóstamjólkin gefur og það hefur örugglega átt stóran þátt í því að Bjarney hafði sig í gegn- um þetta.“ Stúlkan veiktist nokkrum sinnum en Jóhannes segir lækna hafa fylgst vel með og ætíð brugðið skjótt við. „Erfiðasti hjallinn var vegna þess að lungun tóku ekki nógu vel við sér. Við vorum kölluð á fund og sagt að eini möguleikinn væri að taka nokkra áhættu; að setja stúlkuna á sterameðferð sem myndi hjálpa lungnablöðrunum að þroskast en það gæti líka haft neikvæð áhrif ef það mistækist. Það var ekki um neitt að velja; við urðum að taka áhættuna og lungun tóku kipp.“ Jóhannes segir það hafa verið gíf- urlegan sigur þegar dóttir hans losn- aði úr öndunarvélinni en í kjölfarið hófst vinna við að þyngja hana því enn var hún var mjög lítil. Hann tek- ur af sér giftingarhringinn til að út- skýra stöðuna fyrir blaðamanni: „Bjarney Hilma er kraftaverk“  Vó 680 grömm en spjarar sig vel  Jóhannes: „Ég er breyttur maður“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hamingja Jóhannes Gunnar Bjarnason og dóttirin Bjarney Hilma, sem nú er á áttunda ári. Henni gengur vel í skóla og hún æfir íþróttir af miklum áhuga. Myndin er tekin á handboltaæfingu hjá KA í vikunni. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS …OGÞÚVELURLENGRI LEIÐINAHEIM. HENTAR MJÖG VEL FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR ÞAR SEM „MICRO“ FJAÐRANDI STELLIÐ ÉTUR Í SIG GRÓFA MALBIKIÐ OG GERIR HJÓLAFERÐINA ENN ÞÆGILEGRI ÞÚ NÝTUR ÞESS AÐ MOKA INN KÍLÓMETRUNUM Á CANNONDALE SYNAPSE. 229.900.- Oddur Helgi Halldórsson, stofn- andi Lista fólksins, hættir í bæjar- stjórn í vor. Hann hefur setið þar í 17 ár sem aðalmaður en þrjú ár þar á undan sem varamaður.    Oddur var fyrst í Framsóknar- flokknum en stofnaði L-listann 1998 og náði meirihluta í bæjarstjórn fyr- ir fjórum árum: fékk sex menn kjörna. Það hafði engu framboði tek- ist áður í sögu bæjarins.    Bæjarfulltrú- anum fráfarandi telst til að hann hefi setið meira en 300 bæj- arstjórnarfundi. „Ég hef setið í bæjarráði frá árinu 1998 og því setið yfir 700 bæjarráðsfundi. Það má segja að langflesta fimmtudagsmorgna und- anfarin 16 ár hafi ég setið í þessum sal,“ sagði Oddur á bæjarstjórn- arfundi í fyrradag.    AK Extreme, árleg bretta- og skíðahátíð, verður á Akureyri um helgina. Ballið byrjar í dag í Hlíð- arfjalli en hápunkturinn verður efst í Gilinu í miðbænum á laugardags- kvöld. Fimm hæða stæðu af stórum Eimskipsgámum hefur verið staflað upp, fyrir neðan gamla íþróttahúsið við Laugargötu; hetjurnar renna sér þaðan niður braut og stökkva af palli.    Stökkkeppnin nýtur mikilla vin- sælda. Talið er að 7.000 manns hafi verið á staðnum í fyrra. Bein útsend- ing verður á sjónvarpsstöðinni N4.    Í tengslum við hátíðina eru tón- leikar í Sjallanum fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld, þar sem diskótekarar og hljómsveitir koma fram; á laugardagskvöldið t.d. bæði Brain Police og Sólstafir.    Líklegt er að fjöldi ungmenna leggi leið sína til bæjarins því Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram um helgina. Að þessu sinni í menningar- húsinu Hofi. Úrslit verða á laugar- dagskvöld, í beinni útsendingu RÚV.    Helgi Björns og Reiðmenn vind- anna verða með tónleika á Græna hattinum, bæði föstudags- og laug- ardagskvöld. SSSól verður svo með dansleik eftir laugardagstónleikana. Oddur: Þúsund fundir í sal bæjarstjórnar Oddur Helgi Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.