Morgunblaðið - 03.04.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.04.2014, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 Gæði og þægindi síðan 1926 D U X® ,D U XI A N A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n A B 20 12 . BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verulega mun létta á skuldabyrði sveitarfélaganna á næstu árum. Ströng aðhaldskrafa þýðir hins vegar framkvæmdir dragast saman. Þetta má lesa úr riti Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, Niðurstöðum fjárhagsáætlana 2014-2017. Jóhannes Á. Jóhannesson, sér- fræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir áætlunina byggða á samanlögðum niðurstöðum fjárhagsáætlana frá sveitarfélögum þar sem búa 97,3% íbúa. Er fjár- hagur hinna sveitarfélaganna áætl- aður. Skuldir sveitarsjóða sem hlutfall af heildartekjum munu fara úr 120% í ár og niður í 104% árið 2017. Hlutfallið vísar til rekstrar A-hluta (sveitarsjóðs) í rekstri sveitarfélaga en undir B-hlutann heyra ýmsar stofnanir og fyrirtæki; hafnir, veitu- fyrirtæki, félagslegt íbúðarhúsnæði og sorphirða og sorpeyðing. Má nefna að Orkuveita Reykjavíkur heyrir undir B-hlutann. Tekjur aukast um 22 milljarða Verður hér fyrst horft á A-hlutann. Fram kemur í ritinu að heildartekjur sveitarsjóða muni vaxa umfram heildarkostnað á árunum 2014-2017, úr 222 milljörðum í 244 milljarða, en heildarkostnaðurinn vaxa úr 219 milljörðum í 231 milljarð króna. Rekstrarafkoma A-hluta sveitarsjóða mun því batna úr því að vera rúmir 2 milljarðar króna 2014 í um að vera 12 milljarðar 2017. Það er hluti skýringarinnar á lækkandi skuldabyrði sveitarfélaga að útgjöldum er haldið í lágmarki. Þannig er gert ráð fyrir að það dragi verulega úr fjárfestingum í var- anlegum rekstrarfjármunum á tíma- bilinu. Á þessu ári er áætlað að fjár- festingar í A-hluta séu 18,3 ma. en að þær dragist síðan saman og verði komnar niður í 10,7 ma. 2017. Undir varanlega rekstrarfjármuni heyrir eign sem notuð er reglulega eða samfellt í rekstri í lengri tíma en eitt ár, svo sem húsnæði og vélar. Jafnframt er áætlað að lántökur dragist mikið saman á tímabilinu. Áætlað er að tekin séu langtímalán hjá A-hlutanum að fjárhæð 10,6 ma. í ár. Lánsfjárþörf mun síðan minnka og fara niður í 2,4 ma. 2017. Um þessi umskipti skrifar Gunnlaugur A. Júlíusson, höfundur ritsins: „Hér er um það mikla lækkun að ræða, að setja verður ákveðið spurningar- merki við niðurstöðuna. Reyndar er samræmi á milli samdráttar í fram- kvæmdum á tímabilinu, betri heildar- afkomu og minni lánsfjárþarfar,“ skrifar Gunnlaugur. Tekjurnar fara í 327 milljarða Sé rekstur A- og B-hluta lagður saman kemur í ljós að tekjur munu vaxa hraðar en kostnaður. Þannig kemur fram í samantekt- inni að heildartekjur samstæðu sveit- arfélaga muni vaxa úr um 300 millj- örðum 2014 í 327 milljarða 2017. Áætlað er að heildarkostnaður sam- stæðunnar (með afskriftum og fjár- magnsliðum) aukist úr 286 millj- örðum í 296 milljarða kr. Mun heildarafkoman því batna um 17 milljarða á tímabilinu, fara úr 14 milljörðum í 31 milljarð. Loks mun veltufé frá rekstri aukast hjá sam- stæðunni á tímabilinu. Það er áætlað tæpir 54 milljarðar í ár, sem eru 17,8% af heildartekjum, og mun svo aukast í tæpa 62 milljarða 2017, eða í 18,9% af heildartekjum. Gunnlaugur skrifar að árið 2014 þurfi tæp átta ár til að greiða upp all- ar langtímaskuldir samstæðunnar, að óbreyttu veltufé. Árið 2017 er hlutfallið komið niður í sex ár. Fjárfesting samstæðunnar í varanlegum rekstrarfjármunum mun dragast saman á tímabilinu. Hún er um 35 milljarðar í ár en verður aðeins minni á næsta ári. Árin 2016 og 2017 er svo áætlað að heildarfjárfestingin verði um 25 milljarðar hvort ár. Ber að hafa í huga að hér eru lagðar fram tölur á verðlagi hvers árs. Væri fjár- festingin 2014 framreiknuð til 2017 væri samdráttur á raunverði fjárfest- ingar á tímabilinu meiri. Langtímaskuldir samstæðunnar lækka verulega á tímabilinu, fara úr um 420 milljörðum 2014 í 366 millj- arða árið 2017. Skammtímaskuldir lækka einnig, fara úr 81 milljarði árið 2014 í 70 ma. 2017. Hins vegar er áætlað að skuldbindingar verði mjög áþekkar allt tímabilið eða um 63 ma. Samanlagt mun skuldahlutfall sam- stæðunnar lækka úr um 190% í ár í 152% árið 2017. Verður hlutfallið þá tvö prósentustig yfir lögbundnu skuldahlutfalli sveitarfélaganna. Skuldir sveitarfélaga minnka  Hlutfall heildartekna af heildarskuldum A-hluta sveitarfélaga lækkar úr 120% í 107% árin 2014-2017  Áætlanir gera ráð fyrir að draga muni úr framkvæmdum á tímabilinu  Lántökur fara minnkandi Fjárfestingar sveitarsjóða í varanlegum rekstrarfjármunum Hjá A-hluta í milljörðum króna* *Áætlað er að fjárfestingin sé 18,3 milljarðar 2014 en 10,7 milljarðar 2017. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 2014 2015 2016 2017 Skuldahlutfall sveitarfélaga á árunum 2014-2017* A-hluti (sveitarsjóður) *Hlutfallið er 120% árið 2014 en 104% árið 2017. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga 140% 120% 100% 80% 60% 40% 20% 0% 2014 2015 2016 2017 Áætlað skuldahlutfall samstæðu sveitarfélaga á árunum 2014-2017 (%) Samanlagðar skuldir A- og B-hluta í rekstri sveitarfélaga* *Hlutfallið fer úr tæplega 190% 2014 í 152% árið 2017. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga 200% 180% 160% 140% 120% 100% 80% 60% 40% 20% 0% 2014 2015 2016 2017 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aukin umsvif í hagkerfinu á næstu árum munu styrkja tekjustofna sveitarfélaga og gera þeim kleift að lækka hlutfall skulda af tekjum. Þá skapar fólks- fjölgun auknar tekjur. Þetta segir Karl Björnsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitar- félaga, sem tekur fram að sú áhersla að greiða niður skuldir bitni á fjárfestingum og ýmsu öðru í rekstri sveitarfélaganna. Neikvæð áhrif niðurskurðar „Það er ekki jákvætt fyrir hag- kerfið að hið opinbera sé að draga svona mikið úr fjárfestingum. Sveit- arfélögin vilja hins vegar lækka skuldir sínar og verða að vinna á grundvelli reglna sem gilda um fjármál sveitarfélaga. Það fara margir milljarðar í vaxtagreiðslur. Þegar skuldirnar lækka eykst ráðstöfunarfé smátt og smátt til framkvæmda,“ segir Karl. Eins og fram kemur í greininni hér fyrir ofan áætlar Samband ís- lenskra sveitarfélaga að lang- tímaskuldir samstæðu sveitarfélaga minnki um 54 milljarða á næstu ár- um, fari úr 420 milljörðum 2014 í 366 milljarða 2017 á virði hvers árs. Til samanburðar urðu þær mestar 529 milljarðar á núvirði árið 2010 og nemur lækkunin 2011-2017 því alls 163 milljörðum. Minnka um 11 milljarða Þá er áætlað að skammtíma- skuldir samstæðu sveitarfélaganna minnki úr 81 milljarði í 70 milljarða á verðlagi hvers árs, eða um 11 milljarða, á tímabilinu 2014-2017. Skammtímaskuldirnar urðu mestar 92 milljarðar króna árið 2012 á nú- virði og er því áætlað að þær minnki um 22 milljarða á tímabilinu frá 2012-2017. Núvirtar samanlagðar skammtíma- og langtímaskuldir urðu mestar 2010 eða 616 millj- arðar. Áætlað er að þær verði 436 milljarðar árið 2017 og nemur lækkunin því 180 milljörðum króna á tímabilinu 2010-2017. Hver vaxta- prósenta af slíkri tölu vegur þungt. Aðhald minnkar vaxtakostnaðinn  Minni skuldabyrði styrkir rekstur Karl Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.