Morgunblaðið - 03.04.2014, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014
✝ Lilja HalldóraGuðnadóttir
fæddist í Reykjavík
3. mars 1920. Hún
lést á Landspít-
alanum Fossvogi
23. mars 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Sóldís Guð-
mundsdóttir, f. 17.
ágúst 1882, d. 18.
mars 1969, og
Guðni Guðnason, f.
23. maí 1872, d. 21. ágúst 1921.
Lilja var gift Kjartani Benja-
mínssyni, f. 2. september 1920,
d. 31. mars 1996. Börn Lilju og
Kjartans eru: 1) Sóldís, f. 20.
október 1950, maki Kenneth
Marty Russell, f. 19. mars 1967,
Sóldís á fjögur börn af fyrra
hjónabandi: a) Kjartan Halldór,
f. 31. desember 1968, d. 27.
október 2003, b) Birgi, f. 29.
desember 1969, c) Kolbrúnu
ágúst 1978, d) Hugborg Anna, f.
28. október 1981. 4) Helgi, f. 6.
apríl 1955, maki Kristín Sigurð-
ardóttir, f. 20. júní 1957. Helgi á
fjögur börn af fyrra hjóna-
bandi: a) Bent, f. 23. júní 1979,
b) Frey, f. 4. júlí 1982, c) Að-
alheiði, f. 18. desember 1983, d)
Snædísi, f. 1. janúar 1990.
Kjartan átti fyrir eina dóttur,
Guðnýju Jóhönnu, f. 13. febrúar
1945, maki Ólafur Hannes
Kornelíusson, f. 5. september
1945, börn þeirra: a) Guðjón, f.
19. janúar 1966, b) Helgi, f. 22.
febrúar 1970. Langömmubörnin
eru 35 og langalangömmubörn-
in eru þrjú.
Ung að árum vann Lilja í
Leðuriðjunni og við að halda
hreinu í heimahúsum. Árið
1966-1971 starfaði hún í Efna-
blöndunni í Rauðagerði, ári síð-
ar hóf hún störf við ræstingar á
skrifstofum Orkustofnunar á
Grensásvegi og hjá Mjólk-
urfélagi Reykjavíkur þar til hún
lét af störfum vegna aldurs 67
ára gömul.
Útför Lilju fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 3. mars 2014,
og hefst kl.13.
Ósk, f. 15. janúar
1975, d) Stefán Ak-
sel, f. 15. júní 1984.
2) Benjamín Magn-
ús, f. 15. mars
1952, maki Anna
Kristín Guðbrands-
dóttir, f. 8. febrúar
1960, börn þeirra
eru: a) Sóldís Lilja,
f. 12. júlí 1983, b)
Kjartan, f. 13. des-
ember 1988, c)
Margrét Mjöll, f. 19. ágúst 1995,
Benjamín á einnig þrjú börn frá
fyrra hjónabandi: a) Evu Katr-
ínu, f. 9. apríl 1976, b) Benjamín
Má, f. 10. júní 1979, og c) Erlu
Dagrúnu, f. 5. nóvember 1980.
3) Bryndís, f. 7. mars 1954,
maki Sturla Halldórsson, f. 10.
febrúar 1955, börn þeirra eru:
a) Lilja Halldóra, f. 30. apríl
1973, b) Halldór Birkir, f. 29.
mars 1976, c) Veigar Þór, f. 1.
Jæja, það hlaut að koma að því,
þú fékkst loksins hið langþráða
sumarfrí sem þú varst búin að tala
um í mörg ár. Ekki hvarflaði það
að mér, þegar Benni bróðir
hringdi og sagði að það væri búið
að leggja þig inn á bráðamót-
tökuna, að það yrði síðasti dagur-
inn í þínu lífi.
Lífshlaup þitt var langt og oft á
tíðum erfitt, en góðu stundirnar
voru stutt undan, öll ferðalögin
sem farin voru á árunum 1962-
1970, jöklar rannsakaðir, Þórs-
mörk, Hveravellir, Hagavatn og
Laugarvatn. Þá var alltaf heima-
bakað brauð með í nesti, raðað í
ferkantaðan járnkassa, kleinurnar
á sínum stað, steinolíuprímus. Já,
það voru sko ferðalög. Þá var mik-
ið sungið og hver með sínu nefi;
Ólafur Liljurós, Harðarhólmi og
öll hin lögin sem varla heyrast í
dag. Þá voru jepparnir litlir og
þröngir en hverjum var ekki
sama, við vorum á ferðalagi!
Seinna meir ferðuðust þið pabbi
um landið þvert og endilangt
skoðandi hina og þessa sveitavegi
og heimsækja ættingja og vini.
En hver var hún þessi kona,
hún Lilja? Hún hafði allt sitt á
hreinu, fylgdist vel með öllu, las öll
fréttablöðin, tók ekki lán, allt stað-
greitt, hafði skoðun á flestu, tjáði
þér hug sinn hvort sem þér líkaði
betur eða verr, var oft á tíðum
mjög orðheppin, gamansöm, hafði
yndi af ömmubörnunum og vildi
vera með í veislum og skemmtun-
um.
Já, mamma, það eru ljúfar
minningar um þig sem streyma í
gegnum hugann þessa dagana og
þær munu lifa. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Helgi og Kristín.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn mig
haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöð-
um hug, lyftist sál mín upp í mót til
ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í
gleði ykkar yfir lífinu.
(höf. óþekktur)
Oft verðum við mennirnir vitni
að upphafi og endi, þannig er lífið,
við fæðumst í þennan heim og eitt
er víst að héðan verðum við frá að
hverfa.
Hún tengdamóðir mín Lilja
Halldóra Guðnadóttir tók öllu því
sem varð á vegi hennar á þessu
ferðalagi opnum hug og er það
heiður að hafa fengið að vera sam-
ferða henni í rúmlega 30 ár. Að ná
94 ára aldri er nú nokkuð gott, við
getum sætt okkur við dauðann
þegar aldraðir og sjúkir fá að
komast á endastöð á þessu ferða-
lagi lífsins, þó svo Lilja hafi náð
háum aldri var hún hress og 100%
skýr í allri hugsun og gjörðum, þó
svo líkaminn hafi verið farinn að
gefa sig þá fylgdist hún með öllu,
las blöðin og fylgdist með fréttum
og hafði skoðun á „bacelorettum“
og öðrum þáttum í sjónvarpinu,
leiðindaljós eins og hún kallaði
þátt í sjónvarpinu var hennar tími
og var maður ekkert að trufla á
þeim tíma. Hún hélt vel utan um
alla afkomendur sína, þekkti þá og
vildi vita hvað þau hefðu fyrir
stafni. Minnist ég sunnudaganna í
Ásgarðinum þar sem allir komu
saman, börn og barnabörn, og var
þá oft glatt á hjalla, ég sakna oft
þessara samverustunda með öll-
um börnunum sem fannst ekki
leiðinlegt að renna sér í brekkunni
við Ásgarðinn og koma svo inn til
ömmu og fá nýbakaða kleinu í lóf-
ann. Já, margs er að minnast við
andlát ástvinar og eru þær minn-
ingar ljúfar og notalegar.
Fyrir nokkrum árum var Lilja
farin að finna fyrir þreytu og vildi
komast á heimili þar sem hún
fengi að vera samferða sínum
jafnöldrum og fá þá þjónustu sem
öldruðu fólki ber en það gekk ekki
þrautalaust að fá vist á elliheimili
þó hún væri komin yfir nírætt. Í
febrúar fékk hún þó inni á Grund
og var farin að taka þátt í fé-
lagsstarfinu þar og fann sig vel í
handavinnustofunni. Það hefði
verið svo gott og gaman ef hún
hefði getað notið þessara stunda
lengur og við fengið að hafa hana
hjá okkur þó ekki væri nema í
smátíma í viðbót. Hún sagði við
mig að kannski yrði hún ekki
þarna lengur en svona 3 mánuði,
þá færi hún sko í langa sumarfríð,
ég er viss um að Kjartan tekur á
móti henni með opinn faðminn og
þau leiðast saman í langa sum-
arfríið og sameinast á ný, en þau
voru einstaklega samrýmd hjón
og sá maður ástina og kærleikann
á milli þeirra.
Já, minning þín lifir og þú
gleymist aldrei. Ég veit að þín er
sárt saknað en nú var tímaglasið
þitt útrunnið hér á meðal vor. En
það eru ekki til orð sem geta full-
þakkað þér allar ánægjustundirn-
ar sem við áttum með þér en þar
sem þið Kjartan hafið nú samein-
ast á ný í himnaríki veit ég að þið
lítið til með okkur öllum og verðið í
huga okkar.
Minning þín lifir sem ljós í
hjarta mínu. Kveðja,
Anna Kristín
Guðbrandsdóttir.
Elsku amma, nú er stundin
runnin upp sem ég hef ætíð forð-
ast að hugsa um. Komið er að
kveðjustund eftir langa yndislega
samverustund hjá okkur í þessari
tilvist. Kveðjustund sem erfitt er
að sætta sig við en ég veit að þú
ert hvíldinni fegin og loksins á leið
á þann stað sem þú saknaðir mik-
ið, þ.e. að vera við hlið afa. Alltaf
er sárt að kveðja manneskju sem
manni þykir svona innilega vænt
um. Hér sit ég með tárvotar kinn-
ar og hugsa til þín og allra þeirra
góðu stunda sem við höfum átt
saman, rifja upp margar dásam-
legar minningar sem ég er svo
heppin að eiga um þig og tímann
okkar saman og get ekki annað en
verið þakklát fyrir það. Minningar
um allar stundirnar í Ásgarðinum,
ferðalögin sem ég fór í með ykkur
afa, um alla pakkana og umslögin
sem þú sendir mér vestur sem
innihéldu nokkur pör af eyrna-
lokkum eða einhverju fíneríi sem
þér fannst ég verða að fá, sérstak-
lega því þú taldir að ekki væri
mikið í boði á Ísafirði fyrir stelpu-
skjátuna mig, minningar um öll
frímerkin sem þú sendir mér því
þér var svo mikið í mun að eitt-
hvert okkar barnabarnanna
myndi safna frímerkjum, minn-
ingar um tímann sem ég fékk að
eyða með þér í vinnunni þegar þú
varst að ræsta hjá Orkustofnun,
minningar um ferðirnar í tusku-
búðirnar því þú gast ómögulega
verið oftar en tvisvar til þrisvar í
sömu fötunum þegar þú varst að
hitta hinar kerlingarnar. Það er
svo margs að minnast, þú varst
svo einstök og hjartahlý og ekki
má gleyma hversu mikill húmor-
isti þú varst og einstaklega orð-
heppin. Það eru líka ekki allir sem
eru svo heppnir að eiga 94 ára
gamla ömmu og langömmu sem
fylgdist með öllu og var vel með á
nótunum í öllu saman fram á síð-
asta dag. Ég og mínir vorum rík
að eiga þig, elsku amma, og fá að
njóta lífsins með þér. Þú munt allt-
af eiga stað í hjarta mínu og ég
mun ætíð minnast þín.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði. Kveðja,
þín dótturdóttir,
Lilja Halldóra.
Elsku amma okkar hefur nú
kvatt þennan heim og skilið eftir
stórt skarð í fjölskyldunni. Úr
barnæsku eigum við margar
skemmtilegar minningar frá
heimsóknum til ömmu og afa.
Minningar um ömmubrauð, klein-
ur og kandís eða við að spila klepp-
ara við frændsystkin okkar. Það
var alltaf líf og fjör í Ásgarðinum.
Eftir að afi féll frá og amma flutti í
Hæðagarðinn fékk maður alltaf
hlýjar og notalegar móttökur. Það
var gaman að spjalla við ömmu,
bæði um almenna hluti sem og
heimsmálin. Óhætt er að segja að
amma hafi haft munninn fyrir
neðan nefið því hún lá ekki á skoð-
unum sínum. Þá má ekki gleyma
að minnast á stríðnina. Við höld-
um að það sé ekki ofsögum sagt að
nú sé fallinn frá formaður hins
óformlega stríðnifélags fjölskyld-
unnar.
Sumir myndu segja að amma
hafi verið með söfnunaráráttu því
hún geymdi flestöll ílát, krukkur,
dollur og plastpoka sem inn á
heimilið komu en hið rétta er að
amma var einfaldlega nýtin og
nýtti þá hluti sem hún gat. Dæmi
um nýtni hennar er að hún klippti
út myndir af jólasveinum af mjólk-
urfernum og geymdi í gömlu boxi.
Þegar barnabörnin komu í heim-
sókn um jólin fengu þau að velja
sér nokkrar myndir og hafa með
sér heim sem vakti mikla kátínu.
Amma gaf sér alltaf tíma til að
leika og spjalla við barnabörnin
sem öll hændust að henni. Ekki er
hægt að kveðja ömmu án þess að
minnast á handlagni hennar og
handverk. Ásamt því að mála á
gler og postulín þá perlaði amma
m.a. jólaskraut og kúlur og gaf
okkur í jólagjöf. Handverk hennar
einkennist af nákvæmni og er
okkur afskaplega kært.
Þrátt fyrir að líkami ömmu hafi
verið orðinn lúinn og tilbúinn til
þess að fara í „sumarfrí“ eins og
amma átti til að orða það þá var
höfuðið á sínum stað. Sjaldan höf-
um við hitt jafn lífsglaða og
skemmtilega konu. Það er erfitt
að koma orðum að því en hún var
bara eitthvað svo með á nótunum
og hress þrátt fyrir háan aldur og
með þá mynd í huga kveðjum við
ömmu Lilju. Hvíl í friði, elsku
amma.
Heiða og Snædís.
Elsku amman mín. Mikið var
nú erfitt að vera svona langt í
burtu þegar pabbi hringdi og lét
mig vita að þú værir komin aftur á
sjúkrahúsið. Enn erfiðara þegar
hann sagði mér að þetta væri síð-
asta ferðin á sjúkrahúsið. En mik-
ið er ég nú þakklát fyrir það að
hafa heyrt af því að þú varst alger-
lega þú sjálf og gerðir læknunum
erfitt fyrir með þínum skemmti-
lega kaldhæðna húmor. Eins er
það nú gott að vita að þú varst
tilbúin og þér leið alls ekki illa.
Margs er að minnast og ekki
annað hægt en að brosa í gegnum
tárin því minningarnar eru góðar.
Ég hitti þig síðast í byrjun mars
þegar ég kom óvænt heim í af-
mælið hennar mömmu og kom þér
jafnmikið á óvart og er minningin
af viðbrögðunum þínum við því
eins og greypt í hugann. Ég átti
nokkrar góðar stundir með þér þá
og þú gafst mér nokkur viskukorn
í brunninn sem maður á eftir að
varðveita. Þú varst svo ánægð
með nýja herbergið þitt á Grund
og sagðir mér að þú værir núna
komin á biðstofuna og þegar þú
færir tæki annar við.
Takk fyrir að kenna mér að
maður þarf ekki að vera annar en
maður sjálfur og góða ferð í langa
ferðalagið. Ég er nokkuð viss um
að nafnarnir hafi tekið þér fagn-
andi og eru farnir að sýna þér
kennileitin hinum megin.
Og hvar sem að leiðin mín liggur
þá liljuna í hjartastað ber,
en missi ég liljuna ljúfu
Þá lífið er horfið frá mér.
(Þorsteinn Gíslason)
Sjáumst seinna, amma mín.
Þín litla,
Hugborg.
Lilja Halldóra
Guðnadóttir
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍN FRIÐRIKSDÓTTIR
frá Hjarðarhaga,
verður jarðsungin frá Kaupangskirkju
laugardaginn 5. apríl kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð.
Ragnheiður Snorradóttir, Haraldur Haraldsson,
Oddný Snorradóttir,
Sigurður Snorrason, Anna Sigríður Haraldsdóttir,
Friðrik Snorrason, Ólöf Guðrún Helgadóttir,
Snorri Snorrason, Heiða Dís Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar og fósturmóðir,
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Eskifirði,
lést sunnudaginn 30. mars.
Útför hennar fer fram frá Eskifjarðarkirkju
þriðjudaginn 8. apríl kl. 14.00.
Sigurborg Hilmarsdóttir,
Hilmar Hilmarsson,
Sonja Hilmars.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SÓLVEIG ÁRNADÓTTIR,
andaðist í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalar-
heimili, Borgarnesi, sunnudaginn 30. mars.
Hún verður jarðsungin frá Borgarneskirkju
laugardaginn 5. apríl kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð
Brákarhlíðar.
Eggert Margeir Þórðarson, Júlíanna Júlíusdóttir,
Theódór Kristinn Þórðarson, María Erla Geirsdóttir,
Guðrún Þórðardóttir, Gylfi Björnsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVERRIR BJÖRNSSON,
Smáragrund 20,
Sauðárkróki,
lést mánudaginn 31. mars.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 11. apríl kl. 14.00.
Guðný Eyjólfsdóttir,
Hallfríður Sverrisdóttir, Sigurlaugur Elíasson,
Björn Sverrisson, Hrefna Björg Guðmundsdóttir,
Eiríkur Þór Sverrisson, Gunnlaug Ingvadóttir,
Eyjólfur Gjafar Sverrisson, Anna Pála Gísladóttir,
Sverrir Sverrisson, Fríða Ólöf Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
LOFTUR ÞORSTEINSSON
verkfræðingur,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt
þriðjudagsins 1. apríl.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 8. apríl kl. 15.00.
Þorsteinn Loftsson, Hanna Lilja Guðleifsdóttir,
Matthías Loftsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir,
Ingibjörg Loftsdóttir,
Páll Loftsson, Anna Pála Vignisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.