Morgunblaðið - 30.04.2014, Síða 4

Morgunblaðið - 30.04.2014, Síða 4
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framleiðsla í fiskeldi eykst um 60% í ár, miðað við síðasta ár, samkvæmt áætlun framkvæmdastjóra Lands- sambands fiskeldisstöðva. Mesta aukningin er í laxi og regnbogasil- ungi. Ef áform þeirra sem fengið hafa leyfi og sótt hafa um leyfi ganga eftir mun fiskeldið framleiða 80-90 þúsund tonn á ári eftir 10-15 ár og út- flutningsverðmæti afurðanna verður 75-80 milljarðar króna. Mikill áhugi er á fiskeldi um þess- ar mundir. Það kom meðal annars fram í því að hátt í 200 manns sóttu ráðstefnu Landssambands fiskeld- isstöðva um sjókvíaeldi sem nefnd var Bleik framtíð. Ef marka má tölur um slátrun varð ekki framleiðsluaukning í fisk- eldi á síðasta ári, miðað við árið á undan. Þó er ljóst að mikið er í píp- unum og kemur framleiðsluaukning fram á þessu ári. Guðbergur Rún- arsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands fiskeldisstöðva, sagði í er- indi á ráðstefnunni að búast mætti við tæplega 13 þúsund tonna fram- leiðslu í ár á móti 8 þúsund tonnum á síðasta ári. Eldið færist norðar Samkvæmt því verður mikil aukn- ing í laxeldi. Áætlað er að framleidd verði 6.600 tonn af laxi á móti 3.700 tonnum í fyrra, framleiðsla á bleikju verður liðlega 3.200 tonn sem er lítið eitt meira en á síðasta ári og 2.000 tonn af regnbogasilungi á móti minna en 700 tonnum á síðasta ári, sam- kvæmt upplýsingum fyrirtækjanna. Þá bætast við nýjar tegundir eldisaf- urða, eins og flúra sem framleidd er í landstöð á Reykjanesi. Guðbergur gat þess í erindi sínu að framleiðsla á Atlantshafslaxi hefði aukist hægt en örugglega síðustu ár- in og áætlanir gerðu ráð fyrir aukn- ingu áfram. Aukinn áhuga á sjókvíaeldi er að mati Guðbergs að rekja til þess að eldi á kaldsjávarfiskum hefur færst norðar vegna hækkandi sjávarhita og minni kostnaðar við sjúkdóma þar. Nefnir hann Noreg sem dæmi um það. Hann segir að Ísland sé jað- arsvæði og það sé nú áhugaverður valkostur vegna þess að sjávarhiti hafi hækkað um hálfa gráðu á áratug. Þá sé erfitt og dýrt að fá aðgang að eldissvæðum í nágrannalöndunum. Talsverð uppbygging er í sjókvía- eldi laxfiska, einkum á Vestfjörðum og Austfjörðum og mörg verkefni í leyfisferli, til viðbótar þeim sem þeg- ar eru komin af stað. Gefin hafa verið út rekstrarleyfi fyrir 22 þúsund tonna framleiðslu. Ef áform fiskeld- isstöðvanna ganga eftir gæti fram- leiðslan orðið 40-50 þúsund tonn á árinu 2030, eftir 16 ár. Ef miðað er við verð á norskum eldislaxi gæti út- flutningsverðmæti framleiðslunnar orðið 30-40 milljarðar. Til sam- anburðar má geta þess að velta greinarinnar er talin vera 6-7 millj- arðar nú. Guðbergur getur þess að sum verkefnin séu komin af stað en tekur fram að margt þurfi að ganga eftir til þess að öll áformin verði að veru- leika. Nefnir hann að langur tími líði frá því byrjað er að framleiða seiði þangað til laxinn er kominn á mark- að. Margt geti breyst á þeim tíma. Ef miðað er við ásókn í leyfi til rekstrar fiskeldisstöðva er enn meiri aukning í kortunum. Þannig hafa verið gefin út rekstrarleyfi fyrir 42 þúsund tonna framleiðslu og áform um 45 þúsund tonn til viðbótar hafa verið tilkynnt til Skipulagsstofnunar. Ef leyfi fást og framleiðsla hefst má gera ráð fyrir 80-90 þúsund tonna framleiðslu á ári. Útflutnings- verðmæti afurðanna yrði 75-80 millj- arðar, miðað við verð á laxi í dag. Uppbygging verði ábyrg Sigurður Ingi Jóhannsson at- vinnuvegaráðherra rifjaði upp í ávarpi sínu þær sveiflur sem verið hafa í fiskeldi á síðustu áratugum og þau miklu áform sem nú eru uppi. Lagði hann áherslu á mikilvægi þess að staðið yrði að uppbyggingunni á ábyrgan hátt svo hún yrði tryggð til framtíðar. Reiknað með 60% aukningu í ár  Mikill áhugi á fiskeldi  Framleiðsluaukning í laxi og regnbogasilungi  Gangi áform eftir gæti sjó- kvíaeldi á Vestfjörðum og Austfjörðum skilað 30-40 milljarða króna útflutningsverðmæti eftir 16 ár Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Pökkun Uppbygging sjókvíaeldis hefur skapað vinnu og verðmæti á sunn- anverðum Vestfjörðum og gefið samfélaginu tækifæri til mikillar sóknar. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 „Við ætlum að stækka þessa at- vinnugrein hægt en örugglega. Til þess þurfum við samvinnu við stjórnvöld um nauðsynlegan ramma um starfsemi grein- arinnar,“ segir Höskuldur Stein- arsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax, sem kosinn hefur ver- ið formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Jón Kjartan Jónsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundi sem fram fór í gærmorgun, fyrir ráð- stefnuna Bleik framtíð. Höskuldur segir brýnt að auka samstarf atvinnugrein- arinnar og stjórnvalda. Vitnar hann til fyrirlesara frá Noregi og Færeyjum sem lögðu áherslu á þann þátt, töldu mikilvægt að gott samstarf væri innan grein- arinnar á Íslandi og við stjórn- völd. Höskuldur nefnir í því sambandi að gera þurfi burðar- þolsmat á helstu fjörðum. Gert er ráð fyrir því að fyrirtækin sjálf greiði kostnaðinn. Þá nefnir Höskuldur að kynna þurfi starfsemi fiskeldis og tryggja að umræða um það sé á vísindalegum grundvelli. Ráð- stefnan í gær hafi verið liður í þeirri viðleitni. Umræðan sé fagleg HÖSKULDUR FORMAÐUR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samninganefnd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) gerir kröfu um breytt- ar áherslur í komandi kjaraviðræð- um. Þetta kom fram á fundi samn- inganefndarinnar með Samtökum atvinnulífsins (SA) í gær. „Ljóst er að tilraun til þess að gera stöðugleikasamning til lengri tíma er í uppnámi,“ segir í tilkynn- ingu ASÍ. Frá því að ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í nóvember 2013 um að haga stefnu sinni og ákvörð- unum út frá markmiðum um stöð- ugleika og áréttaði mikilvægi sam- ráðs um ýmis mál, einkum peningamál, hafi fátt eitt gerst. „Ríkisstjórn og sveitarfélög hafa að undanförnu samþykkt veruleg frávik frá þeirri meginlínu sem lá til grundvallar kjarasamningunum sem gerðir voru í desember 2013 og febr- úar 2014. Aðildarsamtök ASÍ geta ekki við það unað að launafólki sé mismunað með þessum hætti. Það getur ekki verið þannig að almennt launafólk beri eitt ábyrgð á stöðug- leika og lágri verðbólgu á meðan aðr- ir sæki sér meiri kaupmáttarauka með meiri launahækkunum.“ ASÍ segir þróun verðlags undan- farna mánuði sýna að raunverulegur möguleiki hafi verið á að koma hér á nýju og breyttu vinnulagi sem gæti lagt grunn að varanlegum stöðug- leika. Félagsmenn ASÍ hefðu viljað gera slíka tilraun. En því miður hefði vantað framtíðarsýn stjórnvalda og samstöðu á vinnumarkaði. „Þess vegna hljóta aðildarsamtök ASÍ að fara inn í viðræður um næsta kjara- samning á þeim grundvelli að krefj- ast réttmætra leiðréttinga á kjörum sinna félagsmanna til jafns við aðra.“ Tvær undantekningar Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði að megin- þorri vinnumarkaðarins hefði hingað til samið á þeim nótum sem um var samið á almennum vinnumarkaði. Hann nefndi t.d. samninga ASÍ og SA og samninga BSRB-félaga og ríkisins. Á þessu hefðu verið tvær undantekningar. Önnur væri samn- ingur framhaldsskólakennara, en hann væri mjög frábrugðinn öðrum kjarasamningum sem gerðir hefðu verið. Hin væri kjarasamningur BHM og sveitarfélaganna sem skæri sig talsvert úr, en sá samningur næði til fámenns hóps. Hann sagði talið að af um 105.000 starfsmönnum, sem búið er að semja fyrir í þessari lotu, næðu undantekningarnar til um 3.000 starfsmanna. Varðandi yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar frá nóvember 2013 sagði Þorsteinn að almennt vildu menn sjá hlutina ganga hraðar. Sérstaklega við mótun peningastefnu. Hann sagði að samstarfið milli aðila vinnu- markaðarins og ríkisstjórnarinnar í þessum lykilmálefnum mætti „al- veg vera þéttara en það hefur verið“. Þorsteinn taldi engan vafa leika á því að stefnan sem mótuð var í tengslum við kjarasamningana hefði skilað árangri. „Árangurinn er ótvíræður. Við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að halda okk- ur á þessari línu áfram,“ sagði Þor- steinn. ASÍ vill fá sömu kjör og aðrir  ASÍ telur tilraun með gerð stöðugleikasamnings vera í uppnámi  Framkvæmdastjóri SA segir áskorunina vera að fylgja sömu stefnu áfram Morgunblaðið/Golli Vinnumarkaðurinn Fulltrúar SA og ASÍ áttu fund í gær þar sem samn- inganefnd ASÍ setti fram kröfur um breyttar áherslur í kjaraviðræðum. Hæstiréttur stað- festi í gær meiri- hluta frávís- unarkrafna Héraðsdóms Reykjavíkur á lögbannskröfu á hendur tveimur fjarskiptafyr- irtækjum, Sím- anum og Hringdu. Samtök mynd- réttarhafa á Íslandi (SMÁÍS), Samtök íslenskra kvikmynda- framleiðenda, STEF og Félag hljómplötuframleiðenda höfðuðu sameiginlega mál gegn fjarskipta- fyrirtækjunum tveimur. Krafist var lögbanns á aðgang á skráardeilisíð- urnar The Pirate Bay og Deildu.- net. Samtökin voru dæmd til að greiða félögunum, hvoru um sig, 300 þús.kr. vegna málskostnaðar. Lögbann ekki sett á skráardeilisíður Tæpur helm- ingur lands- manna er fylgj- andi hug- myndum um að ferðamönnum verði gert að kaupa svonefnda „náttúrupassa“ til að öðlast að- gang að helstu ferðamannastöð- um á Íslandi. 35,2% eru andvíg, samkvæmt nýrri könnun MMR. Samtals tók 98,1% afstöðu til spurningarinnar. Fram kemur á vef MMR að munur sé á afstöðu fólks eftir aldri og stjórnmálaskoð- unum. Þannig voru þeir sem til- heyrðu elsta hópnum líklegri til að vera hlynntir náttúrupassa en þeir sem yngri eru. Þeir sem sögðust styðja ríkisstjórnina voru líklegri til að vera hlynntir en þeir ekki studdu hana. Helmingur hlynntur náttúrupassa Deilt hefur verið um gjaldtöku við Geysi. „Mestu máli hlýtur að skipta að staðan í efnahagsmálum í dag er góð. Það er fullt tilefni til já- kvæðni og bjartsýni varðandi framhaldið,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra. Hann sagði það hljóta að vera fagnaðarefni og grund- völl að áframhaldandi friði á vinnumarkaði að hér væri nú lítil verðbólga. Spár gerðu ráð fyrir bættum hagvexti, atvinnuleysi væri lítið og góð tök á fjármálum ríkisins. Þá væru sveitarfélög að greiða niður skuldir. „Í þessu umhverfi hefði maður ætlað að það væru ágætar for- sendur fyrir viðræðum á vinnu- markaði sem miðuðu að lang- tímasamningi,“ sagði Bjarni. Hann sagði hlustað á þau sjón- armið sem ASÍ benti á. „Við munum fylgja eftir þeim yfirlýsingum sem við höfum áður gefið um samstarf á þeim sviðum sem rætt hefur verið um,“ sagði Bjarni. Hann sagði stjórnvöld vilja áfram eiga samtal við aðila vinnu- markaðarins „Við viljum leggja okkar af mörkum til að greiða fyrir gerð lengri samninga. Það er óbreytt afstaða af okkar hálfu.“ Tilefni til bjartsýni FJÁRMÁLARÁÐHERRA Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.