Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Malín Brand malin@mbl.is Þ egar skoðaðar eru gamlar ljósmyndir sem teknar voru hér á landi fyrir fyrra stríð má sjá höfuð- föt nánast á hverjum kolli. Sérstaklega þegar eitthvert var tilefnið og hver og einn í sínu fínasta pússi. Í dag fer minna fyrir höfuð- fötum og má með sanni segja að höf- uðbúnaður fólks hafi verið margs kon- ar í gegnum tíðina og á köflum afar skrautlegur. Þær Arnþrúður Sæmundsdóttir, Halldóra Óskarsdóttir, Hildur Há- konardóttir, Margrét Jónsdóttir og Þórey Axelsdóttir í Ullarvinnslunni Þingborg hafa velt gildi höfuðfata fyr- ir sér og efnt til bráðskemmtilegrar samkeppni um höfuðfat ársins 2014. Efnisval og aðferð er frjáls og á höf- uðfatið sem sent er í keppnina þarf að vera ætlað fullorðnum. Þetta er ekki fyrsta samkeppnin á vegum Þing- borgar því áður hafa keppnir á borð við Vettlingakeppnina, Langþráðinn og Stóru peysuna verið haldnar og undirtektir verið góðar. „Við byrjuðum með keppni sem hét Ull í fat,“ útskýrir rithöfundurinn og listakonan Hildur Hákonardóttir. „Svo vorum við með Langþráðar- keppnina. Þar var viðfangsefnið að spinna sem lengstan þráð úr tveimur grömmum af ull,“ segir hún. Fyrir um tíu árum var gríðargóð þátttaka í Vettlingakeppninni. „Þá gerðum við okkur grein fyrir því að vettlingur er ekki það sama og vett- lingur. Það voru vinnuvettlingar, vett- lingar til hlýinda og svo eru vettlingar til skrauts,“ segir Hildur. Síðar kom mikill skriður á vett- lingagerð eins og meðal annars má sjá á þeim fjölda bóka sem komið hafa út um vettlingagerð. Við undirbúning hátíðarinnar Fjörs í Flóa, sem haldin verður hinn 31. maí, kom upp sú hugmynd að Þingborg efndi til húfusamkeppni. „Það fannst mér svolítið kollhúfulegt og ég vildi hífa þetta upp í hærra veldi,“ segir Hildur og þá kom höfuð- fatið upp. Keppnin er miðuð út frá því hvaða höfuðföt við notum í dag, árið 2014, og getur verið áhugavert að velta því aðeins fyrir sér, eins og Hildur bendir á. Höfuðfat vísun í menningu „Í gegnum tíðina hefur höfuð- fatið verið svo lýsandi fyrir menningu hvers lands og hverrar þjóðar. Stund- um er höfuðfatið trúarlegt og stund- um er það merki um tign eins og kór- ónan og biskupsmíturnar,“ bendir Hildur á. Hún segir að íslenskar kon- ur hafi oft skartað sérkennilegum höfuðbúnaði sem skemmtilegt er að skoða og velta um leið fyrir sér upp- runanum. „Við erum með strókinn háa og spaðann, svo kemur skautið. Svo verða einhver tímahvörf og allt í einu eru íslenskar konur komnar með húfu, fyrst líklega með prjónahúfu sem þróast yfir í kollhúfu sem situr á höfðinu eins og gyðingahúfa eða á staðnum sem munkar krúnurökuðu sig. Síðan fer hún að hallast meira á ská eins og ömmur okkar báru hana. Við setjum á hana langt skott, gjarn- an úr silki og skreytum með silfur- skúf. Ég hef enga skýringu fengið á Þá var höfuð- fatið tekið ofan Konurnar í Ullarvinnslunni í Þingborg í Flóahreppi fást alla jafna við áhuga- verða hluti og oftar en ekki málefni sem á köflum geta talist æði heimspekileg. Núna hafa þær efnt til samkeppninnar Höfuðfat ársins 2014 og upp koma spurn- ingar um hvers lags höfuðföt prýða kolla landsmanna í dag. Hildur Hákonardótt- ir, ein af stofnendum Þingborgar, ræddi um höfuðföt fyrr og nú við blaðamann. Fjölbreytni Starfsemin í Ullarvinnslunni í Þingborg í Flóahreppi er með ýmsu móti. Hér má sjá áhugasamar handverkskonur læra brugðningu. Það er alltaf eitthvað um að vera á Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi sem bóksalinn Bjarni Harðarson rek- ur ásamt fjölskyldu sinni. Þar er afar notaleg stemning og allt fullt af alls- konar bókum bæði nýjum og göml- um. Iðulega eru einhver tilboð og auk þess er bókakaffið með netverslun. Í dag ættu Sunnlendingar sannarlega að koma við á bókakaffinu því kl. 17.30 verður hægt að hlýða á ljóða- lestur skáldanna Þórarins Eldjárns og Antons Helga Jónssonar. Skáldin kynna nýútkomnar ljóðabækur sínar, en Þórarinn gaf nýverið út bókina Tautar og raular og nokkrum dögum síðar sendi Anton Helgi frá sér bók- ina Tvífari gerir sig heimakominn. Skáldin munu skiptast á um að lesa úr bókum sínum og árita eintök fyrir þá sem það vilja. Allir velkomnir og úrvalskaffi á könnunni og hvur veit nema slegið verði í vöfflur. Vefsíðan www.sunnlenska.is Brosandi skáld Þórarinn og Anton Helgi sendu báðir nýlega frá sér bækur. Tvö skáld lesa upp í bókakaffinu Í dag eru liðin 20 ár frá opn- un Árbæjarlaugar og í tilefni afmælisins er gestum boðið frítt í sund ásamt því að þiggja léttar veitingar. „Laugin var og er ein allra glæsilegasta laug borg- arinnar með stórkostlegu útsýni yfir Elliðaárdalinn,“ segir Guðrún Arna Gylfa- dóttir, forstöðukona í Árbæj- arlaug. „Borgarbúar tóku nýju lauginni vel og gera enn,“ segir Guðrún Arna. Heildarfjöldi heimsókna á ári er um 300 þúsund. Síðustu ár hefur verið hlúð að Árbæjarlaug. Nýr nuddpottur var settur upp fyrir tveimur árum og eimbaði var einnig komið upp. Endilega … … farið frítt í sund í dag Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sundfjör Þessar voru kátar fyrir norðan í fyrra. Ljóð sem tengjast ákveðnum kenni- leitum í landslagi borgarinnar eru fjöldamörg en flest virðast þau eiga heima í miðbænum. Í kvöld verður bókmenntaganga frá Menningar- miðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti kl. 20 og ætlar Björn Unnar Valsson að leiða gönguna. Hann er bókmennta- fræðingur, starfar sem verkefnastjóri á Borgarbókasafni og býr í Torfufelli. Í þessari göngu verður sjónum beint að ljóðum sem kallast beint á við Breiðholtið eða ákveðna þætti í lands- lagi hverfisins og fabúlerað verður e.t.v. um stærra samhengi umhverfis, sögu eða ímyndar. Bókmenntaganga í kvöld Gengið á slóðir ljóða sem kallast beint á við Breiðholtið Björn Unnar Hann býr í Breiðholti og ætlar að leiða gönguna í kvöld. Morgunblaðið/Eggert Sílaveiðar Tjörnin við Hólmasel. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. rafkaup.is Ármúla 24 • S: 585 2800 SÆNSK FRAMLEIÐSL A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.