Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Ég verð bara í vinnunni og svo heima með fjölskyldunni aðborða góðan mat. Ég fæ reyndar að ráða hádegismatnum ívinnunni. Það er alltaf kostur þegar maður á afmæli. Það verður Austurlandahraðlestin fyrir alla. Maður fær að vera sér- stakur í einn dag,“ segir Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Straums fjárfestingabanka, sem fagnar 36 ára afmæli sínu í dag. Hún hélt upp á afmælið um helgina en þá fór hún með eiginmanni sínum, Birni Frey Ingólfssyni, á Snæfellsnes og gisti á Hótel Búðum. „Það var alveg bongóblíða. Við fórum í göngutúr, borðuðum frá- bæran mat. Þetta var alveg meiriháttar,“ segir Birna Hlín um ferð- ina. Í fyrra hélt Birna Hlín vel upp á 35 ára afmælið sitt með góðu partíi fyrir vini en hélt svo kökuboð daginn eftir fyrir fjölskylduna. Eftir á að hyggja segist hún ekki endilega mæla með því fyrir- komulagi. „Það var svolítið erfitt afmælið þarna daginn eftir. Heils- an var ekki alveg upp á sitt besta,“ segir Birna Hlín og hlær. Fyrir utan vinnuna hefur afmælisbarnið meðal annars gaman af hlaupum og fluguveiði. Þau hjónin fara mikið saman að veiða, oftast í Grímsá í Borgarfirði. „Það er að vera úti í náttúrunni. Það er eitt- hvað svo dásamlegt og afslappandi,“ segir Birna Hlín um hvað það er sem heillar hana við stangveiðina. kjartan@mbl.is Birna Hlín Káradóttir er 36 ára í dag Aflakló Birna Hlín hefur áhuga á fluguveiði. Hér stillir hún sér stolt upp með 93 cm langan lax sem hún veiddi í Vatnsdalsá árið 2012. Velur matinn fyrir vinnufélagana Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjanesbær Tristan Elí fæddist 30. apríl kl. 18.06. Hann vó 3.750 g og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Karítas Mist Hauksdóttir og Thomas R. Mayubay. Nýir borgarar Akureyri Elmar Freyr Viðarsson fæddist 18.8. 2013. Hann vó 3.712 gr og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Jón Viðar Baldursson og Ásdís Helga Sigursteinsdóttir. Á sta Hrönn fæddist í Reykjavík og ólst upp í Kleppsholtinu en var í sveit á sumrin hjá Katr- ínu Magnúsdóttur og Bjarna Ólafssyni í Skálakoti undir Vestur-Eyjafjöllum. Ásta Hrönn segir að hún hafi þurft að ganga í ýmis verkefni í blönduðum búskap, og var meðal annars kúarektor. Þar æfði hún sig á að tala ensku við kýrn- ar og syngja fyrir þær helstu dæg- urlögin í fjósinu. „Það var til plata heima hjá mér með helstu smellum kvartettsins Mamas and the Papas, og ég söng allar raddirnar fyrir kýrnar. Þetta þótti gasalega fyndið í sveitinni, sem ég frétti ekki af fyrr en á fullorðinsárum,“ segir Ásta Hrönn kímin. Skólaganga Ástu Hrannar hófst í skóla Ísaks Jónssonar, þaðan sem leiðin lá í Laugarnesskóla, og síðan Kvennaskólann í Reykjavík, sem þá var ennþá grunnskóli. Kvennó var á þeim tíma einvörðungu skipaður námsmeyjum og einum pilti, sem var sá fyrsti til þess að nema við skólann. Dr. Guðrún P. Helgadóttir var rekt- or og hóf daglegt manntal ávallt á sömu orðunum: „Góðan dag stúlkur … og Jón.“ Á menntaskólaárunum í MR starf- aði Ásta Hrönn eitt sumar sem stofu- stúlka á herragarðinum Randrup á Jótlandi, þar sem menn ræktuðu flæmin af kartöflum í ákavíti fyrir „De Danske Spritt Fabrikker.“ Starf hennar fólst hins vegar í þjónustu til borðs, með hvíta svuntu og kappa, þrifum á gömlum tíglagólfum með brúnsápu og burstum ásamt því að tína hindber í skóginum og elda fas- ana fyrir gesti óðalseigenda. Annað sumar starfaði hún á barna- heilsuhælinu Schönsicht í Berch- tesgaden í Suður-Þýskalandi. Þorpið er frægast fyrir nágrenni við fjalla- höll Adolfs Hitler, Arnarhreiðrið, sem gnæfir þar á hæsta tindi. Ásta Hrönn minnist þess að það hafi verið skrítin tilfinning að heimsækja það. „Þegar inn er komið er risastórt og maður er kominn í stássstofuna hjá þeim skötuhjúum Adolf og Evu Braun, eins og þetta væri hvaða tý- rólski bóndi sem er sem hefði búið þarna,“ segir Ásta. Nokkuð var um þýska ferðamenn á þessum tíma, en tveir til þrír nem- ar í MR störfuðu við heimilið á Ásta Hrönn Maack framkvæmdastjóri á Seltjarnarnesi – 50 ára Í fullum herklæðum Klæðnaður kvenna í Chennai er hefðbundinn miðað við það sem gerist norðar í landinu og íþróttaiðkun hefur þar engin áhrif. Blaklið EC Software, sést hér því klætt í sinn æfingafatnað ásamt Ástu Hrönn. Blakliðið vel klætt Hjónin Ásta og Jón í Mahalipuram hjá Chennai við Bengalflóa. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Sjáðu sjálfan þig í nýju ljósi Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is • Einangrunargler • Gluggar (Ál og PVC-plast) • Hurðir (Ál og PVC-plast) • Speglar • Gler • Hert gler • Lagskipt öryggisgler • Litað gler • Sandblástur • Álprófílar • Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu- skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á heimasíðu okkar glerborg.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Mörkina þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.