Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. A P R Í L 2 0 1 4 Stofnað 1913  100. tölublað  102. árgangur  SAMKEPPNIN HÖFUÐFAT ÁRSINS 2014 ÍBV TRYGGÐI ODDALEIK GRUNNSKÓLABÖRN FJÖLMENNTU Á OPNUNARATHÖFN HANDBOLTI ÍÞRÓTTIR BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 40ULLARVINNSLAN Í ÞINGBORG 10 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lax Íslenskur eldislax er fluttur ferskur á markað vestanhafs og austan.  Framleiðsla í fiskeldi eykst um 60% í ár frá síðasta ári, samkvæmt áætlun framkvæmdastjóra Lands- sambands fiskeldisstöðva. Mesta aukningin er í laxi og regnbogasil- ungi. Enn meiri aukning er í spil- unum. Ef áform þeirra sem fengið hafa leyfi og sótt um leyfi ganga eftir mun fiskeldið framleiða 80-90 þúsund tonn á ári eftir 10-15 ár og útflutningsverðmæti afurðanna verður 75-80 milljarðar króna. Fiskeldið er sveiflukennd og erfið atvinnugrein og þarf margt að ganga eftir til að þessar áætlanir nái fram að ganga. Mikill áhugi er á fiskeldi um þess- ar mundir. Það kom m.a. fram í því að hátt í 200 manns sóttu ráðstefnu Landssambands fiskeldisstöðva um sjókvíaeldi í gær. »4 Fiskeldið getur skil- að 75-80 milljarða króna verðmætum Mél Ein gerð stangaméla með tunguboga sem á að útiloka. Rannsókn á áverkum í munni hesta á Landsmóti og Íslandsmóti 2012 sýna að beint samband er á milli notkunar stangaméla með tunguboga og áverka á kjálkabeini. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir telur notk- un mélanna stangast á við ný lög um velferð dýra og beinir þeim tilmælum til hestamanna og samtaka þeirra að hætta notkun þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, vann með liðsinni Þorvaldar Kristjánssonar, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands, sýna að sterk tengsl og hámarktæk eru á milli notkunar stangaméla með tunguboga og áverka á kjálkabeini. Ríflega helmingur þeirra hrossa sem riðið var við tunguboga var með áverka á kjálkabeini, í flestum til- vikum alvarlega. Þessir áverkar fundust nánast ekki hjá hrossum sem riðið var við aðrar gerðir méla. Notk- un stangaméla með tunguboga reyndist auka hættuna á áverkum á kjálkabeini 75-falt. Sigríður ráð- leggur hestamönnum að nota ekki búnaðinn við undirbúning Landsmóts í sumar. »14 Tungubogi talinn ólöglegur  Yfirdýralæknir biður hestamenn að hætta notkun búnaðar Fluga Svarta hermannaflugan.  Svarta hermannaflugan var flutt til landsins fyrir um ári og hefur verið í sóttkví á Keldum síðan. Brátt verður hún flutt til Vestfjarða þar sem lirfa hennar mun gegna hlutverki úrgangseyðis og fóðurs í umhverfisvænu íslensku verkefni sem hefst í júní. Lirfurnar éta líf- rænan úrgang en enda svo sjálfar á að verða fóður fyrir eldisfiska því þær eru mjög próteinríkar. »6 Lirfur látnar éta lífræna úrganginn ASÍ kynnti SA í gær kröfur sínar um breyttar áherslur í komandi kjaraviðræðum. ASÍ segir ljóst að tilraun til að gera stöðugleikasamn- ing til lengri tíma sé í uppnámi. Bent er á að ríki og sveitarfélög hafi undanfarið samþykkt veruleg frávik frá þeirri meginlínu sem lá til grundvallar kjarasamningum sem gerðir voru í desember 2013 og febrúar 2014. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði t.d. ljóst að krafa grunnskóla- og leikskólakennara væri sú sama og var hjá framhaldsskólakenn- urum, hvað sem viðkæmi meintri hagræðingu. Eins væri ljóst að háskólamenn hefðu samið við sveitarfélögin um 8-9% launa- hækkun sem ekki stóð lægri tekjuhópum til boða. Hann sagði ljóst að búið væri að taka upp aðra viðmiðun og það hefði valdið mikilli reiði meðal annarra launþega. »4 ASÍ vill breyttar áherslur í samningum Gylfi Arnbjörnsson Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífs- ins og Isavia og Félags flugmála- starfsmanna ríkisins (FFR), Stéttar- félags í almannaþjónustu (SFR) og Landsambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna (LSS) undirrituðu nýjan kjarasamning kl. 23.30 í gær- kvöldi. Samningurinn er til þriggja ára og hljóðar upp á 4% hækkun á ári. Fyrr um kvöldið höfðu aðilar tilkynnt að samkomulag hefði náðst um að fresta allsherjarverkfalli, sem hefjast átti kl. 4 í morgun, fram til 22. maí. „Þetta er flókinn samningur og það var lagt upp með það að ná fram launaleiðréttingum og almennum hækkunum fyrir okkar félagsmenn og ég tel að það hafi tekist,“ sagði Krist- ján Jóhannsson, formaður FFR, í gærkvöldi. Hann sagði að menn hefðu lagt mikið á sig til að mætast, síðustu daga og fram eftir degi í gær, og sú vinna hefði skilað árangri. Kristján sagði að legið hefði fyrir í gær að verkfallið yrði ekki langlíft en það yrði félagsmanna að úrskurða um örlög samningsins. Niðurstaða úr at- kvæðagreiðslu um samninginn verður að liggja fyrir 15. maí en kynningar á honum hefjast strax eftir helgi. Tókst að forðast stórtjón Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði í gærkvöldi að tekist hefði að leysa úr ýmsum ágreiningsmálum í gær og að menn hefðu leitað lausna með opnum huga. „Ég held að þetta sé farsæl niðurstaða fyrir báða aðila. Það er ljóst að þarna tókst að forða stórkostlegu tjóni, sem hefði getað orðið ef komið hefði til alls- herjarverkfalls. Þarna voru mikir hagsmunir í húfi,“ sagði hann. Þorsteinn sagði yfirvofandi verkfall þó ekki hafa orðið til þess að menn vikju frá markmiðum sínum. „Við náðum niðurstöðu sem er í samræmi við þá línu sem mótuð hefur verið á al- mennum vinnumarkaði og forsendur um stöðugleika og ég held að báðir að- ilar geti vel við unað.“ Samið og verkfalli frestað  Flugvallastarfsmenn sömdu til þriggja ára  Hækkunin nemur 4% á ári  Alls- herjarverkfalli frestað til 22. maí  „Farsæl niðurstaða fyrir báða aðila“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Á miðnætti Kristján Jóhannsson, með samninginn í höndunum, ásamt Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjara. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Leifsstöð Farþegar og áhafnir á leið í Ameríkuflug í Leifsstöð síðdegis í gær, um það leyti sem ljóst varð að boðuðu verkfalli hafði verið frestað. Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra fór yfir stöðu mála á ríkisstjórnarfundi í gær en ráðu- neytið hafði undirbúið frumvarp að lagasetningu gegn yfirvofandi verkfalli. Eftir fundinn sagði hún m.a. að því yrði ekki unað að landið yrði lokað í langan tíma en að samningsaðilar ættu að fá tækifæri til að leiða málið til lykta. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, gagnrýndi umfjöll- un um aðgerðir gegn verkfalli á Al- þingi í gær og sagði lagasetningu brot gegn verkfallsréttinum. Spurði hann m.a. hvort lögunum yrði þá næst beitt gegn flug- mönnum og flugfreyjum. Til laga- setningar kom ekki. Ráðuneytið hafði undirbúið lög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.