Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 -VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is Allt í gleri, bæði úti og inni SPEGLAR • SANDBLÁSTUR • SLÍPUN Vinstri vaktin fjallar um kosn-ingar til Evrópuþingsins nú í maí og segir málflutning vinstri- sinnaðra frambjóðenda, ekki ein- ungis þeirra sem skipa hóp ESB- gagnrýnenda, fyrir kosningarnar vera allrar athygli verð- an:    Þeirra á meðalverður að telja þingforseta Evr- ópuþingsins sem gæti mjög líklega orðið næsti næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB, Martin Schulz.    Hann hóf kosningabaráttu sínafyrir um tveimur mánuðum með því að kalla á endurreisn trausts á ESB.    Þá sagði hann í viðtali við Reut-er: „Við þurfum að fara að hugsa öðru vísi. Ekki: Er enn til kimi í Evrópu sem við höfum ekki skipt okkur af með beinum hætti heldur: Hvað getum við gert bet- ur? … Við höfum að vissu leyti misst þráðinn. Evrópa er ekki eins vel skilgreind og áður í huga borg- aranna.    ESB var loforð um velferð,meiri félagslegan stöð- ugleika og meiri frið,“ sagði hann. „Þetta loforð hefur ekki verið haldið. Við þurfum að finna leið til baka og hvernig við getum staðið við þetta loforð. … Þeir sem gagn- rýna ESB eru ekki [aðeins] and- stæðingar ESB og þar liggja helstu mistök okkar. … Við verð- um að segja við þetta fólk: Við skiljum ykkur, þið hafið rétt fyrir ykkur.“    Þetta er rödd eins mesta áhrifa-manns ESB, mikils ESB-sinna, frá landinu sem flestir telja áhrifa- mest innan ESB, Þýskalandi.“ Martin Schulz Hin hlið kosninga- baráttu STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.4., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 3 léttskýjað Akureyri 2 skýjað Nuuk -5 léttskýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 7 skúrir Helsinki 8 skýjað Lúxemborg 13 skýjað Brussel 15 léttskýjað Dublin 16 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 15 léttskýjað París 12 skúrir Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 21 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 17 þrumuveður Moskva 20 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 25 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 3 heiðskírt Montreal 11 alskýjað New York 8 alskýjað Chicago 18 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:03 21:48 ÍSAFJÖRÐUR 4:52 22:08 SIGLUFJÖRÐUR 4:35 21:52 DJÚPIVOGUR 4:29 21:21 Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hvetur búseturéttarhafa til að mót- mæla við þingmenn þeim ákvæðum frumvarps ríkisstjórnarinnar að leiðrétting höfuðstóls fasteignaveð- lána nái ekki til þeirra lána. „Við teljum að jafnræðis sé ekki gætt og verið sé að brjóta á fólki,“ segir Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta. Hann bendir á að litið hafi verið á búsetu- réttinn sem ákveðið form á séreign. Búseturéttarhafar kaupi sér búsetu- rétt og greiði mánaðargjald sem breytist í takt við undirliggjandi lán og kostnað við rekstur húsnæðis. Hann bendir á að þetta séu hefð- bundin verðtryggð fasteignaveðlán og hafi tekið sömu breytingum og önnur lán sem eigi að leiðrétta. Gísli bendir á búseturétturinn sé þinglýst eign, talin fram á skatt- framtali, aðfararhæf að lögum og búseturéttarhafinn fái vaxtabætur eins og húseigendur. Réttarstaða þeirra sé því líkari eignarrétti en leigu enda ráði allt önnur lögmál fjárhæð leigugreiðslna á markaði. „Er eitthvert réttlæti í því að þeir sem kjósa búseturéttarform njóti ekki leiðréttingar verðtryggðra fast- eignaveðlána?“ er spurt í stöðluðu athugasemdabéfi til þingmanna. Á annað þúsund manns á búseturétt hjá húsnæðissamvinnufélögunum Búseta, Búseta Norðurlandi og Bú- mönnum. helgi@mbl.is Búseturéttarhafar skrifa þingmönnum  Telja að jafnræðis sé ekki gætt í frumvarpi til skuldaleiðréttingar Morgunblaðið/Þorkell Búseti Íbúðarhús í Grafarholti. Fimm aðilar sýndu því áhuga að leigja aðstöðu í Skálholti til veitinga- og gistireksturs. Kirkjuráð íslensku þjóðkirkjunnar óskaði eftir tilboð- unum. Nú er unnið að því að fara yfir tillögurnar sem bárust. Tillögurnar eru jafn misjafnar og þær eru marg- ar, samkvæmt upplýsingum frá Rík- iskaupum, sem jafnframt sjá um að auglýsa og taka við tilboðum. Hins vegar getur kirkjuráð, sem fer yfir tilboðin, hafnað þeim öllum ef svo ber undir, þar sem ekki er um að ræða formlegt útboðsferli. Búist er við að um miðjan maímánuð liggi niðurstaða fyrir. Skálholt Fimm hafa sótt eftir að leigja aðstöðu til rekstrar. Fimm vilja leigja Skálholt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.