Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Vor og sumar 2014 Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi www.norræna.is Sími 570 8600 Skemmtisiglingar með Norwegian Cruise Line www.norræna.is sími 570 8600 Valið besta skipafélag í Evrópu síðustu sex ár Lækaðu okkur á facebook og þú getur unnið „út að borða“ fyrir 2 um borð í skemmtiferðaskipinu STAR Barcelona og Miðjarðarhafið 29. ágúst verð frá 275.000 Feneyjar og Barcelona 13. september verð frá kr. 360.000 UPPSELT - biðlisti Panama og Los Angeles 31. október verð frá kr. 424.000 Örfá sæti laus Karabískahafið og Orlando 14. nóvember verð frá kr. 288.000 Íslensk fararstjórn Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um 11,3 milljónir dollara á fyrsta fjórðungi ársins, eða sem svarar til 1,3 milljarða króna. Þetta er nærri tvöfaldur hagnaður félags- ins á fyrsta fjórðungi í fyrra. Fram- legðin var 76 milljónir dollara eða sem nemur 63% af sölu á tímabilinu. Sala Össurar nam 121 milljón doll- ara, eða 13,6 milljörðum króna, og jókst um 24% frá sama ársfjórðungi í fyrra. Það skýrist að mestu leyti af yfirtöku fyrirtækja á síðasta ári en 6% innri vöxtur var í sölu. Áætlun stjórnenda félagsins er að innri sölu- vöxtur verði á bilinu 2-4% yfir árið. Sala á stoðtækjum jókst um 19%, þar af 12% innri vöxtur, en 28% sölu- aukning á spelkum og stuðningsvör- um var að mestu leyti ytri vöxtur. Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði, afskriftir og skatta, eða EBITDA-framlegð, var 20 milljón dollarar á fjórðungnum og nam 17% af sölu. Það er veruleg aukning frá sama tímabili í fyrra þegar EBITDA-framlegð var 14 milljónir dollara. Áætlun stjórnenda Össurar gerir ráð fyrir að EBITDA sem hlut- fall af veltu verði á bilinu 17-19% á árinu. Jón Sigurðsson forstjóri segir í af- komutilkynningu að niðurstöður fyrsta ársfjórðungs séu í takt við væntingar stjórnenda félagsins. „Að- haldsaðgerðir sem við fórum í á síð- asta ári og endurhönnun á ferlum hafa jákvæð áhrif, en einnig er ánægjulegt að sjá að markaðsskilyrði á stoðtækjamarkaðnum í Bandaríkj- unum eru að þróast í rétta átt.“ Fram kemur í afkomutilkynningu að Össur hafi í byrjun apríl framlengt alþjóðlegan lánasamning um þrjú ár, eða fram til ársins 2019. Meðalláns- kjör eru 105 punktar ofan á milli- bankavexti LIBOR/EURIBOR sem breytast í takt við skuldsetningu fé- lagsins. Lánveitendur eru ING, Nor- dea og SEB. Að sögn Jóns endur- spegla kjör lánsins sterka fjárhags- lega stöðu Össurar og góðar fram- tíðarhorfur. Össur með 1,3 milljarða í hagnað Morgunblaðið/Heiddi Batnandi arðsemi Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir aðhaldsaðgerðir og endurhönnun á ferlum hafa jákvæð áhrif á uppgjörið nú.  Sala á fyrsta ársfjórðungi góð miðað við fyrra ár Uppgjör Össurar í milljónum dollara 1F 1F Breyting 2014 2013 milli ára Sala, nettó 120,9 97,1 25% Framlegð 75,6 60,0 26% Rekstrarkostn. 59,8 50,2 19% Hagn. e. skatt 11,3 5,8 95% EBITDA 20,3 13,5 50% Vísitala neysluverðs (VNV) hækk- aði um 0,31% í apríl samkvæmt ný- birtum tölum Hagstofunnar. Hækk- unin var í neðri kantinum miðað við opinberar spár, en þær lágu á bilinu 0,3%-0,5%. Verðbólga mælist nú 2,3% á ársgrundvelli. Verðbólga í apríl mældist undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Ís- lands þriðja mánuðinn í röð. Þessa dagana er verðbólga að stórum hluta drifin áfram af hækkun íbúðaverðs, en áhrif af styrkingu krónu frá nóvember til mars síðast- liðins hafa ráðið mestu um lága verðbólgu nú, segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Útlit er fyrir að verðbólga verði hóflegri á yfirstandandi ári en hún hefur verið frá árinu 2002, en þá mældist verðbólga 2,1% að jafnaði. Það sem helst gæti ýtt upp verð- bólgu næsta kastið væri áframhald- andi hröð hækkun íbúðaverðs eða ef krónan gæfi verulega eftir, sem er að mati Íslandsbanka ólíklegt. Verðbólga mælist 2,3% VÍS, sem skráð er á hlutabréfamark- að, tapaði 14 milljónum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 711 milljónum króna. Klakki (áður Ex- ista) er stærsti hluthafi fyrirtækisins með 31% hlut. Tjónaþungi var meiri á fyrsta árs- fjórðungi en verið hefur um nokkurt skeið og ávöxtun af fjárfestingum var verulega lægri en á sama tíma fyrir ári. Markaðir fyrir hlutabréf og verð- tryggð skuldabréf skiluðu lágri eða neikvæðri ávöxtun á tímabilinu. Tekjur af fjárfestingastarfsemi fé- lagsins námu 171 milljón króna en höfðu verið 976 milljónir króna á sama tímabili 2013. Rekstrarkostnað- ur stóð í stað á milli ársfjórðunga, að því er segir í tilkynningu. Framlegð af vátryggingarekstri var neikvæð um 66 milljónir króna samanborið við jákvæða framlegð um 19 milljónir króna á fyrsta ársfjórð- ungi fyrir ári. Samsett hlutfall var 102,9% samanborið við 100,4% á sama tímabili 2013. Samsett hlutfall segir til um hve vel tókst að láta iðgjöld mæta kostnaði við tjón og rekstur fé- lagsins. Þetta er því mælikvarði á grunnrekstur tryggingafélaga. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, segir að reksturinn hafi verið þungur á fyrstu þremur mánuðum ársins, en það beri að hafa í huga að rekstur tryggingafélaga sé nokkuð sveiflukenndur frá einum ársfjórð- ungi til annars. „Iðgjöld félagsins dragast saman frá sama tímabili 2013 en áherslur félagsins á að bæta arð- semi af vátryggingastarfseminni og samkeppni á markaði skýra lækk- unina,“ segir hún í tilkynningu. „Áfram er unnið að því í samræmi við stefnu félagsins að einfalda starf- semi þess með það að leiðarljósi að bæta þjónustu við viðskiptavini og auka ánægju þeirra, auka skilvirkni í starfseminni og lækka þannig rekstr- arkostnað.“ helgivifill@mbl.is VÍS tapaði 14 milljónum króna Uppgjör VÍS í milljónum króna 1F 1F Breyting 2014 2013 milli ára Iðgjöld 3.861 4.024 -4% Fjármunatekjur 171 976 -82% Heildargjöld -3.946 -4.059 -3% Hagnaður/Tap -14 711 -102% Sams. hlutf. 102,9% 100,4%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.