Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 ✝ Álfhildur Stein-björnsdóttir fæddist að Reykjum í Húnaþingi vestra 11. apríl 1933. Hún lést á Ljósheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi 17. apríl 2014. Álfhildur ólst upp í foreldra- húsum á Syðri- Völlum í Húnaþingi vestra. Foreldrar hennar voru Steinbjörn Jónsson, f. 1896, d. 1989, bóndi og söðlasmiður, og kona hans, Elínborg Jónasdóttir, f. 1902, d. 1988. Systkini Álfhildar eru Samúel Ósvald, f. 1934, d. 2001, Anna, f. 1936 og Sigurður, f. 1937. Fóst- urbræður eru Steinbjörn Björns- son, f. 1929 og Pétur Haukur Guðmundsson, f. 1948. Álfhildur giftist Sverri Sigur- jónssyni, f. 28.2. 1934, þann 17. júní 1961. Foreldrar hans voru Sigurjón Guðmundsson, f. 1898, 1963 fluttu þau til Þorlákshafnar að Reykjabraut 19 í nýtt hús sem Sverrir hafði byggt fyrir fjöl- skylduna. Fyrstu árin var Álf- hildur heimavinnandi og sinnti fjölskyldu og heimili. Seinna vann hún í nokkur ár við skrif- stofustörf en setti síðan á stofn eigin rekstur, meðal annars heimagistingu sem hún starf- rækti í mörg ár og naut sín vel í hlutverki gestgjafans. Álfhildur var mikil áhuga- manneskja um gróður og garð- rækt og ræktaði upp úr sand- inum á frumbýlingsárum Þorlákshafnar fallegan garð á Reykjabrautinni ásamt því að taka virkan þátt í uppgræðslu sandanna í kringum þorpið. Það veitti henni mikla ánægju að sjá hvað það starf hefur skilað mikl- um árangri. Kvenfélag Þorlákshafnar var Álfhildi afar hugleikið og var hún virk í starfi þess, m.a. sem formaður í fjögur ár. Þar naut hún sín í góðum félagsskap við vinnu að mörgum góðum mál- efnum sem kvenfélagið hafði for- göngu um. Útför Álfhildar fer fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, í dag, 30. apríl 2014, og hefst at- höfnin kl. 14. d. 1959, bóndi og kona hans, Ingileif Auðunsdóttir, f. 1905, d. 1982, Grímsstöðum í V- Landeyjum. Börn Álfhildar og Sverris eru: Hrönn, f. 17.1. 1962, Hlín, f. 27.8. 1965 og Hlynur, f. 2.3. 1969, d. 5.1. 1974. Hrönn er gift Guðna Pét- urssyni og eru börn þeirra Hlyn- ur, f. 1991 og Arna, f. 1995. Hlín er gift Hreggviði Jónssyni og eru þeirra börn Leifur, f. 1993, Alma Rún, f. 1997 og Sverrir, f. 2001. Álfhildur stundaði nám við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði og Húsmæðraskólann á Blönduósi. Hún fór einnig í Húsmæðraskóla til Danmerkur eitt sumar. Álfhildur og Sverrir kynntust árið 1958 og hófu fljótlega sam- búð á Selfossi og unnu þá bæði hjá Kaupfélagi Árnesinga. Árið Virðing og þakklæti eru þau orð sem koma fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til hennar Öllu tengdamóður minnar. Virðing fyrir persónuleika hennar og þakklæti fyrir að hafa verið hluti af fjölskyldu hennar í þau tæp þrjátíu ár sem ég hef fengið að ganga með fjölskyldunni í gegnum súrt og sætt. Mín fyrsta minning sem tengist Öllu er þegar dætur hennar ásamt vinkonum stóðu fyrir skemmtun- um í bílskúrnum á Reykjabraut- inni sem við krakkarnir í Þorláks- höfn hópuðumst á. Þar stóð hún álengdar og fylgdist með. Falleg og glæsileg kona. Ekki óraði mig fyrir því þá að síðar yrði hún tengdamóðir mín. Árin liðu. Það kom að því að ég varð heimagangur á Reykjabraut- inni. Sverrir og Alla tóku mér opnum örmum. Hafa samt örugg- lega hugsað hvort hann væri nógu góður fyrir dótturina þessi dreng- ur en ég fann fljótt að þarna hafði ég eignast góða og umhyggju- sama tengdaforeldra. Nýr kafli hófst síðan í lífi þeirra þegar langþráð barnabörnin komu. Fyrir þau var alltaf tími og öruggt skjól að finna. Margs er að minnast úr lífi fjöl- skyldunnar sem alla tíð hefur ver- ið mjög samhent í því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Allar samverustundirnar á Reykja- brautinni. Alla úti á lóð að huga að gróðrinum og ekki var Sverrir langt undan ef þurfti að breyta og bæta, sem þurfti oft. Ógleymanleg ferðalög innanlands sem utan. Sumarhúsið okkar í Tungunum sem hefur gefið okkur svo margar góðar stundir og þjappað fjöl- skyldunni enn meira saman. Þar naut Alla sín best úti á palli að baka pönnukökur með fjölskyld- una á vappi í kringum sig og pönnukökurnar borðaðar beint af pönnunni. Alla alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Alla var höfuð sinnar fjöl- skyldu. Hún var ákveðin en rétt- sýn og gaf öllum tækifæri til þess að tjá skoðanir sína á þeim málum sem voru efst á baugi hverju sinni. Gat reyndar verið dálítið stjórn- söm svo okkur sem yngri erum þótti stundum nóg um en við fyr- irgáfum henni það alltaf því oftast voru hennar ráð til góðs. Þegar mikið lá við notaði hún stundum þessi fleygu orð „þetta verður svona“ og þá vissum við að það yrði þannig og þar við sat. Okkar samband var alltaf gott og innihaldsríkt. Hún hafði reynd- ar nokkrar áhyggjur af holdafari mínu. Fannst ég fullþykkur og hrósaði mér alltaf þegar henni fannst að ég hefði eitthvað runnið en skammaði mig þá líka ef það fór á hinn veginn. Við áttum oft góðar samræður um lífið og tilveruna. Hún sagði mér að hún hefði átt góða ævi þótt ýmislegt hefði dunið á eins og gengur. Góðan eiginmann sem vildi allt fyrir hana gera. Góðar, kærleiksríkar og ákveðnar dætur sem kippti í kynið og góð barna- börn. Þá sagði hún mér líka oft að hún ætti góða tengdasyni. Það þykir mér vænst um. Að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir samfylgdina og allt það sem hún og Sverrir hafa gert fyrir mig, Hrönn og börnin okkar Hlyn og Örnu. Það verður seint fullþakkað. Hennar verður saknað. Guðni Pétursson. Það er með þakklæti og hlýjum hug sem ég skrifa þessi minning- arorð um tengdamóður mína, Álf- hildi Steinbjörnsdóttur, eða Öllu eins og hún var alltaf kölluð. Ég hitti hana fyrst fyrir tæpum þrjá- tíu árum þegar Hlín bauð mér til Þorlákshafnar að kynna mig fyrir foreldrum sínum. Alla hló dátt þegar hún frétti að strákurinn héti Hreggviður og væri frá Þórs- höfn, haldandi að dóttirin væri að koma með töffara úr Reykjavík. Ég fékk frábærar móttökur hjá þeim Öllu og Sverri í þessari fyrstu heimsókn og þannig hefur það ávallt verið síðan. Ég hef talið mig heppinn að eiga þau sem tengdaforeldra, bæði heilsteyptar manneskjur með vinnusemi og heiðarleika að leiðarljósi. Það var gaman að sjá hvað þau unnu byggðarlaginu sínu. Þar áttu þau myndarlegt heimili sem bar smekkvísi Öllu gott vitni. Garður- inn við Reykjabraut 19 var hennar stolt enda með afbrigðum fallegur og vel hirtur. Tengdamóðir mín var fróð- leiksfús kona og hún lagði sig fram við að tala og rita fallegt ís- lenskt mál. Hún naut þess einnig að ferðast og upplifa nýja hluti. Alla hafði gaman af lestri bóka og gilti þá einu hvort um væri að ræða ævisögur, skáldsögur eða heimildabækur. Þó svo að hún væri frekar lokuð að eðlisfari þá var hún glaðvær. Hún var hrein- skiptin í öllum samskiptum, já- kvæð og laus við dómhörku á menn og málefni. Alla var mikill fagurkeri, hafði gaman af að klæða sig í falleg föt og allt fram á síðasta dag var henni umhugað um að líta smekklega út. Ömmuhlutverkið var henni hugleikið. Barnabörnin sóttu mik- ið í að vera hjá ömmu og afa í Þor- lákshöfn, enda ósjaldan sem amma tók að sér að líta eftir þeim. Henni var í mun að fylgjast með vexti og framgangi þeirra og það mátti sjá stolt og gleði þegar hún horfði á hópinn sinn. Alla talaði oft um „litlu fjöl- skylduna“ sína en það voru syst- urnar tvær, tengdasynir og barnabörnin, sem öll eru á svip- uðum aldri. Við áttum saman margar ánægjulegar stundir á heimilum okkar, á ferðalögum og þá sérstaklega í sumarbústaðn- um. Það leyndi sér ekki að sam- heldni og gott samkomulag í litlu fjölskyldunni veitti henni mikla hamingju. Hún minnti okkur oft á að slík sátt og samheldni í fjöl- skyldum væri ekki sjálfgefin. Að sjá litlu fjölskylduna vaxa og dafna var henni eflaust sérstak- lega dýrmætt eftir þá raun að hafa misst ungan son af slysför- um. Alla og Sverrir dvöldu saman á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi síðustu rúm tvö árin. Þrátt fyrir heilsuleysi tókust þau á við veikindi sín af jákvæðni og æðruleysi, þakklát fyrir góða og hlýja umönnun. Það var einstak- lega gaman að sjá hversu fallegt þeirra samband var, þau voru sannir vinir, lífsförunautar og sálufélagar. Á kveðjustund er ég þakklátur fyrir allar fallegu minningarnar um góða og trausta konu sem ég kveð með virðingu í huga. Nú fær hún að hvíla við hlið sonar í kirkju- garðinum í bænum sínum sem hún unni svo mjög. Elsku Sverrir, megi góður guð veita þér styrk. Hreggviður. Elsku amma, mikið finnst mér það óraunverulegt að vera erlend- is og skrifa minningargrein um þig. Ég mun aldrei gleyma heim- sóknunum á Reykjabrautina. Ég var alltaf svo spenntur þegar við keyrðum í gegnum Þrengslin að hitta ykkur afa. Svo fékk ég kannski eins og eina skál af sveskjugraut, hoppaði í rúmunum og þeyttist um húsið svo þú hefðir nú örugglega nóg að gera við að sinna mér. Eins þegar þið fluttuð á Sunnubrautina. Alltaf var hægt að treysta á að fá nóg af kræs- ingum og herbergisfylli af hlýju og umhyggju. Núna í seinni tíð þegar heilsan hefur gert þér grikk hefur umhyggjan alltaf verið á sínum stað. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig, elsku amma. Öll gælunöfnin sem þú kallaðir mig og hvernig þér tókst alltaf að rugl- ast á nöfnunum á okkur í fjöl- skyldunni. Útilegurnar á rússaj- eppanum og sumarbústaða- og utanlandsferðirnar með stórfjöl- skyldunni. Á öllum þessum stöð- um varstu með stóra hlýja faðm- inn með aðdáun í augum að dást að okkur. Hún er ekki minni að- dáun mín á þér núna þegar minn- ingarnar streyma fram í hugann. Þú varst einstaklega hjartahlý og ástkær kona sem vildi öllum vel og sagðir ekki slæmt orð um nokkra manneskju. Þú varst óhrædd við að segja þína skoðun og varst stundum mjög hreinskil- in. Þú studdir alltaf við bakið á mér sama hvað ég tók mér fyrir hendur. Ég er þakklátur fyrir það. Í gegnum árin hafa margir í fjölskyldunni haft það á orði að þú eigir mikið í mér. Mér hefur alltaf þótt vænt um að heyra það. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau, er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. (Ingibjörg Sig.) Þegar ég kvaddi þig áður en ég lagði af stað í nokkurra mánaða ferðalag til annarrar heimsálfu, hugsaði ég innst inn að þetta gæti orðið okkar síðasta stund saman. Við kvöddumst því afskaplega vel og innilega og ég er óendanlega þakklátur fyrir það. Ég vildi gjarnan fá að fylgja þér síðasta spölinn, elsku amma, en ég verð hjá þér í anda og minn- ingin um þig mun ávallt fylgja mér. Guð geymi þig, amma mín, og hafðu þökk fyrir allt sem við átt- um saman. Þinn ömmustrákur, Leifur. Elsku Alla amma. Við trúum eiginlega ekki að við séum að skrifa þetta. Þegar við lítum til baka rifjast upp svo margar ótrú- lega skemmtilegar og góðar minningar. Í þau ófáu skipti sem við tróð- um okkur inn á ykkur afa á Reykjabrautinni til að gista tókstu alltaf jafnyndislega á móti okkur. Hvort sem við gistum í afa- holu eða fengum að vera alveg einar í gestastofunni komstu alltaf fram við okkur eins og prinsessur og passaðir að allt væri fullkomið. Þá náðum við oft í stóra skart- gripaskrínið þitt með skeljunum og hlóðum á okkur fallegum háls- menum og hringum. Við stálumst gjarnan í fína konfektið þitt og eyddum heilu dögunum í gömlu fötunum þínum sem okkur fannst alltaf svo falleg. Alltaf tókuð þið afi vel í að horfa á leikrit eða tón- leika sem við settum upp fyrir ykkur og svo fögnuðuð þið gífur- lega að þeim látalátum loknum. Það er eitt af því sem okkur þykir vænst um, þú varst alltaf tilbúin til að hlusta á okkur og eyða tíma með okkur. Það hefur örugglega ekki alltaf verið auðvelt að eiga við okkur tvær, en alltaf komstu fram við okkur eins og jafningja þína. Garðurinn á Reykjabrautinni er okkur sérstaklega minnisstæð- ur. Á sumrin var þetta fallegasti staður í heimi. Þú varst með svo mikið af flottum blómum í garð- inum og vorum við sammála um að hjartablómið þitt væri það fal- legasta sem við höfðum séð. Þú lagðir svo ótrúlega vinnu í garðinn þinn, eins og allt annað sem þú tókst þér fyrir hendur. Það var aldrei neitt hálfklárað. Svo voru það alveg sérstakar stundir þegar þú fórst með vöfflujárnið út á pall og bakaðir eins margar vöfflur fyrir okkur og við gátum í okkur látið. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um þig, yndislegu einkennin þín, fyndnu uppátækin þín og skemmtilegu nöfnin sem þú kall- aðir okkur. Þú varst alltaf jákvæð og lífsglöð og þó að heilsunni hrakaði tókst þér alltaf að líta á björtu hliðarnar. Það kom nú ekk- ert væl til greina. Núna þegar þú ert farin sjáum við hvað það hefur verið dýrmætt að eiga ömmu eins og þig. Þú sett- ir okkur alltaf í fyrsta sæti og gerðir allt til að okkur liði vel. Það verður skrýtið að fara í heimsókn til afa án þess að þú sért þar, bjóð- andi okkur konfekt og kyssandi okkur í bak og fyrir. Við gætum örugglega skrifað heila bók tengda þér, allar Spánarferðirnar, góðu stundirnar á Reykjabraut- inni og Sunnubrautinni og yndis- legu sumardagarnir uppi í bústað eru minningar sem við geymum að eilífu. Við erum svo ótrúlega þakklát- ar fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir okkur, elsku amma. Takk fyrir allt. Þínar ömmustelpur, Arna og Alma. Mín kæra móðursystir Álfhild- ur er látin og heimsmyndin skekkist þegar þeir sem ávallt hafa verið til staðar hverfa á brott. Systkinin frá Syðri-Völlum, Alla, Ósi, Dúdda og Siggi, voru náin og mikill samgangur og samheldni á milli fjölskyldna þeirra alla tíð, og einnig við fósturbræðurna Steina og Pétur. Í þessum litla frændgarði var Alla frænka einn hornsteinanna. Hún var glæsileg og bráð- skemmtileg kona sem tók virkan þátt í samfélaginu og hafði lifandi áhuga á mönnum og málefnum. Hún bjó yfir innri festu og styrk og lét ekki auðveldlega hagga sér. Í lífsins ólgusjó var það sennilega þessi styrkur sem fleytti henni yf- ir erfiðustu brimskaflana. Það var ætíð gott og hressandi að ræða við hana um það sem á manni brann, ekki síst þegar við höfðum ólíka sýn á hlutina. Alla og Sverrir bjuggu lengst af á Reykjabraut í Þorlákshöfn og áttu þar hlýlegt og fallegt heimili. Þau voru höfðingjar heim að sækja og þaðan á maður margar dýrmætar og skemmtilega minn- ingar. Þann vetur sem ég kenndi í Þorlákshöfn kom ég nánast til þeirra daglega, oftar en ekki á matmálstíma og dvaldi fram á kvöld. Það var gaman að vera hjá þeim og samverustundirnar ætíð notalegar. Minningin um Öllu frænku mun lifa með mér. Kæri Sverrir, Hrönn, Hlín og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðaróskir. Við kveðjum þig, vinur, í síðasta sinn og söknuður hug okkar fyllir. Nú minningar vakna um vinskap og tryggð er vorsólin tindana gyllir. Nú þakkað skal allt sem við áttum með þér, það ætíð mun hug okkar fylla. Brátt sumarið kemur með sólskin og yl þá sólstafir leiðið þitt gylla. (Aðalheiður Hallgrímsdóttir) Guðrún Alda Gísladóttir. Það fækkar smám saman sam- ferðafólkinu. Nú þegar Alla er fallin frá koma margar minningar upp í hugann. Kynni okkar Öllu hófust þegar eiginmenn okkar, Sverrir og Jón, voru samstarfs- menn hjá Trésmiðju KÁ á Selfossi um 1960. Kunningsskapur þeirra leiddi til þess að þeir ákváðu að setjast að í Þorlákshöfn sem var í örri uppbyggingu. Þeir byggðu sér íbúðarhús hlið við hlið og stofnuðu trésmíðafyrirtæki sem þeir nefndu Tréverk og var fyrstu árin staðsett í bílskúrum á milli húsanna. Árið 1963 vorum við Alla og börnin sem þá voru fædd flutt í nýju húsin, við Jón með þrjú börn en Alla og Sverrir með Hrönn. Tveim árum seinna bættust Hlín og Erna við og seinna Hlynur, yndislegur lítill drengur og uppá- hald allra. Samgangur var mikill og börn- in léku sér mikið saman enda yngri telpurnar okkar og systurn- ar Hrönn og Hlín á svipuðum aldri. Vinskapur dætra okkar hef- ur haldist fram á þennan dag og verður okkur Öllu örugglega áfram til mikillar gleði. Eftir- minnilegar eru margar sameigin- legar sumarferðir um landið og samvera um áramót sem haldin voru hátíðleg til skiptis á heimil- unum. Oft var hlaupið á milli húsa og stóð heimili þeirra Öllu og Sverris börnum okkar Jóns ætíð opið og þar nutu þau góðra ráða og hjartahlýju. Alla var heilsteypt og heiðarleg manneskja sem alltaf var hægt að treysta. Hún var einnig mjög virk í félagsmálum og störfuðum við báðar í nýstofnuðu kvenfélagi á staðnum og að ýmsum málum sem nauðsynleg voru í litlu og ungu samfélagi. Alla var mikil húsmóðir og bar heimili þeirra Sverris ljósan vott um smekkvísi hennar og myndar- skap, hvort sem litið var innan húss eða utandyra í garðinum þeirra. Á þessum árum saumuðum við mæðurnar nánast öll föt á börnin og var þá oft leitað ráða hvor hjá annarri, eins var um ýmislegt annað í daglega lífinu. En sorgin gleymir engum, Alla og Sverrir urðu fyrir þeirri óbæri- legu sorg að missa litla drenginn sinn, hann Hlyn, af slysförum, fjögurra ára gamlan. Það var mik- ið áfall einnig fyrir okkur hin. Það var eins og dagarnir eftir það hefðu að einhverju leyti misst sinn lit. Það þekkir sjálfsagt enginn nema sá sem reynir hve þung sorg það er að missa barnið sitt. Þó við fjölskyldan flyttumst frá Þorlákshöfn um 1980 eftir um 20 ára nábýli hélst áfram gott sam- band milli okkar og barnanna. Það var Bergþóru ómetanlegur stuðningur að eiga ykkur að þegar við Jón bjuggum í Noregi um tíma og hún þá með Jónínu Kristínu litla. Þá var gott að hlaupa yfir til Öllu, eiga með henni dýrmætar stundir, þiggja góð ráð og alltaf var hún boðin og búin að gæta barnsins. Fátt hefur verið sagt en margt ósagt af samskiptum okkar Öllu og fjölskyldna okkar. Sverrir minn, þú hefur misst mikið en barst þig vel eins og þér er lagið þegar ég kom við hjá þér á dögunum. Við, fjölskylda Jóns, þökkum Öllu samfylgdina og vottum þér, dætrum ykkar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Hólmfríður, Tómas, Guð- ríður, Bergþóra og Erna. Í dag kveðjum við Álfhildi vin- konu mína og á kveðjustund er margs að minnast. Álfhildur verður mér alltaf minnisstæð, hún var falleg kona með bjart yfirlit og mikla útgeisl- un. Við kynntumst þegar við vor- um báðar að byrja að búa í Þor- lákshöfn. Þessi kynni okkar urðu að traustri vináttu, hún kom að norðan og ég kom að sunnan. Hún sagði mér frá æskuárunum í Húnavatnssýslunni og ég henni frá æsku minni í Landeyjunum. Eftir því sem hún sagði mér voru þau fyrir norðan á undan okkur Sunnlendingum t.d. í menntamál- um. Þegar hún klárar skyldunám þótti sjálfsagt á hennar heima- slóðum, að allir færu í héraðs- skóla. Þegar við kynntumst hafði hún farið í framhaldsnám eftir skyldunám en mér stóð það ekki til boða, nema ég fór í húsmæðra- skóla. Álfhildur var fljótlega ein af okkar sterku stoðum í Kvenfélagi Þorlákshafnar, en við höldum upp á 50 ára afmæli félagsins nú í maí. Allt sem henni var falið var unnið af alúð og myndarskap, hvort sem var við veisluborð eða í vinnugalla og stígvélum úti í skrúðgarði. Þar áttum við kvenfélagskonur saman mörg falleg sumarkvöld og alltaf var Alla jafn tillögugóð og bjart- sýn, ekki að gefast upp þó að litlar hríslur lifðu ekki af veturinn, þá var bara að gróðursetja nýjar. Margar ferðir fórum við saman bæði innanlands og utan, ýmist með mökum okkar og einnig með kvenfélaginu. Það var ætíð gott að vera með Öllu, henni var eiginlegt að vera róleg og yfirveguð og stutt í húmorinn. Eitt sinn vorum við herbergisfélagar í Edinborg, að loknum góðum degi vorum við að festa blund þegar brunaboði hót- elsins fór í gang. Berfættar og á náttkjólunum stukkum við niður stigana, niðri hittum við félaga okkar, sumar í útiskóm og úlpum. Álfhildur Steinbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.