Morgunblaðið - 30.04.2014, Side 38

Morgunblaðið - 30.04.2014, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Hollenski myndlistarmaðurinn Pie- ter Holstein hefur gefið Safnasafn- inu í Eyjafirði 38 grafíkverk eftir sig. 24 verk bárust safninu árið 2012 og 14 fyrir stuttu. Er þar nú eitt stærsta safn þessa kunna myndlist- armanns á einum stað. Holstein kveðst hafa hrifist af Safnasafninu, hvernig það vinnur með tilliti til jafnréttis og umburð- arlyndis og gefur jaðarfólki og sér- stæðum einstaklingum svigrúm til að tjá sig í samstarfi við þá sem hafa lokið löngu og ströngu listnámi. Sýn- ing á gjöfinni verður opnuð 17. maí. Pieter Holstein fæddist árið 1934, stundaði meðal annars listnám í New York og var prófessor í frjálsri grafík við Rijksakademie van Beel- dende Kunst í Amsterdam. Snemma á sjöunda áratugnum kom hann í verkum sínum fram með heillandi myndmál byggt á reynslu og draum- sýnum mannsins. Hann nálgaðist viðfangsefni sín frá ýmsum sjón- arhornum, sviðsetti meðal annars þekkt ævintýri á nýstárlega máta og notaði tilvitnanir í heimspeki og eig- in texta til að leggja áherslu á inni- hald verkanna, eða snúa út úr þeirri meiningu sem skoðandinn telur rétta. Yfirbragð grafíkverka hans er hverfult, dulmagnað, og vekur áleitnar spurningar um stöðu mannsins í náttúrunni, um vistkerfi sem fer sífellt hrakandi, um falskar ímyndir sem raska jafnvægi hlut- anna, um skammvinna sælu og væntingar. Verkin eru frumleg og krefjandi, skærir litir eru notaðir sparlega og undirstrika inntakið, hvort sem það liggur ljóst fyrir eða þarfnast skýringar. Stundum er eitt- hvað óhugnanlegt á sveimi í verk- inu, tvíræðni sem glittir í, eða dulbú- in hótun, svo menn verða að geta sér til um hvort hún er raunveruleg, stíl- bragð, sjónhverfing til að afvega- leiða, varfærnisleg stríðni. Í öðrum verkum eru persónuleg minni, tilvís- anir í stríð og aðrar hörmungar. Hvort sem grafíkverkin eru í litlu eða stóru upplagi eru öll blöðin ein- stök því litasamsetningin er breyti- leg. Um og eftir 1970 hrifust margir ungir íslenskir myndlistarmenn af hugmyndafræði Pieters Holsteins og grafíkverkum hans, kímni þeirra og óvæntu samhengi hlutanna. Síðar urðu íslenskir listnemar í Hollandi fyrir frjóum áhrifum af verkum hans, og endurómur þeirra, örlítill vottur, stingur stöku sinnum upp kollinum á ólíklegustu sýningum sem ósjálfráð tileinkun í hug- myndaheim brautryðjandans. Verk Pieters Holsteins má finna í söfnum víða, meðal annars í Hol- landi, Museum of Modern Art í New York og Nýlistasafninu. Ævintýri Eitt grafíkverkanna 38 sem Holstein hefur gefið Safnasafninu í Eyjafirði. Margir íslenskir listamenn hrifust af myndheimi hans. Holstein gefur Safnasafninu verk Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Önnur einkasýning spænska mynd- listarmannsins Ignacios Uriartes í i8 galleríi verður opnuð í dag kl. 17. Uriarte sýnir þrjár myndaraðir sem einkennast af endurtekningu og vinnur hann sem fyrr verk sín úr einföldum og ódýrum efnivið, pappír og ritföngum sem ætti að vera hægt að finna á hvaða skrifstofu sem er. Uriarte var skrifstofumaður í nokkr- um fyrirtækjum í áratug, vann að myndlist í frístundum en sneri sér alfarið að listinni árið 2003, myndlist sem hann kallaði skrifstofumyndlist í samtali við Morgunblaðið árið 2010. Það er ljóst að töluverða þolin- mæði þarf til að vinna verk á borð við þau sem Uriarte sýnir í i8. Í myndaröðinni 1s & 0s sem hann vann á árunum 2011-14 eru 128 A4- blöð þakin vélrituðum tölustöfum, 0 og 1. Og ekki er nóg með það heldur eru blöðin vélrituð á jafnmargar rit- vélar sem listamaðurinn fann í safni 60 ára gamallar skrifstofuvöruversl- unar í Vigo á Spáni. Hver mynd í röðinni hefur því sín sérkenni og let- urgerð og ástand ritvélarinnar hefur áhrif á útkomuna, m.a. aldur ritvél- arborðans, auk þess sem blöðin eru ólík að áferð og lit, eins og fram kemur í texta listfræðingsins Jóns Proppé um sýninguna. Uriarte kallar myndirnar „ritvéla- teikningar“ og segir hverja ritvél búa yfir ákveðnum persónuleika sem skili sér í myndunum. „Tölustafirnir 0 og 1 eru vísun í tvíundakerfið, talnakerfi tölvunnar,“ segir Uriarte. „Það er eins og ritvélarnar séu að reyna að líkja eftir tölvum og út kemur þýðingarlaus talnaruna,“ bendir Uriarte á. Teikningarnar minni á einfalda gagnagrind í for- ritun, fylki (e. matrix) á borð við þau sem oft sjáist í kvikmyndum. Blaða- manni verður hugsað til Matrix- þríleikjarins þar sem talnarunur koma mikið við sögu. Þriggja ára vinna „Það tók mig þrjú ár að gera þessa myndaröð. Í byrjun gekk þetta hægt því ég þurfti að finna all- ar þessar ólíku ritvélar, hringdi í vini og fann eina og eina þannig. Svo komst ég í samband við þetta safn á Spáni og fór þangað tvisvar, fyrst í tíu daga og svo í viku. Ég fór þangað með aðstoðarmanni mínum og við vélrituðum allan daginn í tvær og hálfa viku,“ segir Uriarte. Hinar myndaraðirnar tvær á sýn- ingunni í i8 eru Four Colour Docu- ments og Amorphous Transition Matrix og eru þar á ferðinni form- legri tilraunir, eins og Jón Proppé bendir á í sínum texta. Í fyrri röðinni raðar Uriarte fjórum línustrikuðum ferhyrningum, sem eru jafnstórir og í sömu hlutföllum og A4-blöð og í fjórum litum, þ.e. svörtum, bláum, rauðum og grænum, á eins marga vegu og hægt er á myndfletinum. Ferhyrningarnir skarast og mynd- ast þá nýir litir. Uriarte segir röðina tengjast hinum stafræna heimi líkt og ritvélateikningarnar og að hann líti á hana sem e.k. fljótandi dans. Í Amorphous Transition Matrix eru svo 16 teikningar sem byrja á einfaldri útlínu sem dregin er með einni hreyfingu og án umhugsunar á blöð þannig að óreglulegt sporöskju- form myndast. Það fyllir Uriarte svo með kerfisbundnu kroti sem lýsist og dökknar svo úr verður þrívítt form. Frekari fróðleik um sýninguna og Uriarte má finna á i8.is. Kerfisbundin skrifstofulist  Ignacio Uriarte sýnir þrjár myndaraðir í i8 galleríi  Tölustafirnir 0 og 1 slegnir á 128 blöð með 128 ritvélum Morgunblaðið/Eggert Tímafrekt Ignacio Uriarte á sýningu sinni í i8. Þriggja ára vinna liggur að baki einni myndaraðanna á sýningunni. Upplýst hefur verið að Jón Jónsson mun semja þjóðhátíðarlagið í ár. Það ber vinnuheitið „Ljúft að vera til“ og verður frumflutt í júní. Jón mun á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum koma fram með Fjallabræðrum og Sverri Bergmann. Af öðrum flytjendum sem fram koma á hátíðinni eru Quarashi, Ka- leo, Skálmöld, Baggalútur, Fjalla- bræður og Sverrir Bergmann, Mammút, Jónas Sigurðsson og Skítamórall. Samkvæmt upplýs- ingum frá skipuleggjendum verður á næstu vikum tilkynnt um fleiri listamenn sem koma munu fram. Allar nánari upplýsingar eru á dal- urinn.is. Morgunblaðið/Eggert Poppstjarnan Jón Jónsson. Jón Jónsson semur þjóðhátíðarlagið í ár Goddur eða Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun, heldur í dag kl. 12.10 fyr- irlestur í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, sem nefnist Sneiðmynd, í Þverholti 11 í fyrirlestrarsal A. „Í þessum fyrirlestri mun Goddur fyrst og fremst sýna grafísk verk sín, fjalla um eigin feril og áhrifa- valda í grafískri hönnun sem spann- ar 40 ár. Hann hefur fyrst og fremst unnið að hönnun fyrir menn- ingarstofnanir og listamenn. Fjallað verður um hugmynda- fræðileg tengsl lista og hönnunar.“ Morgunblaðið/Golli Sneiðmynd Guðmundur Oddur Magn- ússon, betur þekktur sem Goddur. Goddur fjallar um eigin hönnunarferil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.