Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rúmlega 18% þeirra sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun eru erlendir ríkisborgarar og hefur hlutfallið haldist á því bili í rúm tvö ár. Atvinnulausum erlendum ríkis- borgurum hefur hins vegar fækkað. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær eru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta alls 2.890 síðan í júlí 2012. Til sam- anburðar eru nú tæplega 1.400 er- lendir ríkisborgarar atvinnulausir. Eins og rakið er hér til hliðar er engin opinber tölfræði til um hvert erlenda vinnuaflið sækir vinnu. Má ætla að hlutur ferðaþjónustunnar og byggingargeirans sé þar stór. Báðar greinarnar eru í vexti og bjóða störf sem ekki krefjast langskólanáms. Hafa því verið leiddar líkur að því að aukin umsvif í byggingariðnaði muni kalla á innflutning vinnuafls. Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðn- aðarins, segir að síðustu áratugi hafi að jafnaði starfað 10-12 þúsund manns í byggingargeiranum. Mun skapa 2.000 til 3.000 störf „Aukin umsvif kalla á aukinn mannskap. Greinin er að stækka. Ætli það láti ekki nærri lagi að það séu um 10 þúsund manns starfandi í henni núna. Miðað við þau áform um framkvæmdir sem hafa verið kynnt má ætla að þau muni á næstu árum skapa 2-3 þúsund störf til viðbótar við þau sem nú þegar eru mönnuð. Þau störf verða annaðhvort mönnuð með Íslendingum sem snúa heim frá útlöndum, eða fólki sem fór tíma- bundið í aðrar atvinnugreinar eða með innflutningi vinnuafls,“ segir Árni um horfurnar framundan. Vísbendingar eru um að víða sé pottur brotinn í réttindum erlendra verkamanna í byggingargeiranum. Finnbjörn Hermannsson, formað- ur Byggiðnaðar – Félags bygginga- manna, segir það aftur farið að fær- ast í vöxt að ófaglært erlent vinnuafl komi að byggingarframkvæmdum, líkt og algengt var fyrir hrunið. „Það hefur viðgengist í gegnum tíðina að menn koma hingað til að vinna í byggingariðnaði án þess að hafa réttindi. Því miður eru atvinnu- rekendur ekki allir vandari að virð- ingu sinni en svo, að þeir láta það við- gangast. Þessir menn ganga margir hverjir í störf iðnaðarmanna, þótt þeir hafi ekki þekkingu til þess. Það getur því þurft að laga verk sem þeir hafa tekið að sér síðar. Það er ekki þeim að kenna heldur þeim atvinnu- rekendum sem eru að ýta þeim út í þessa starfsemi. Við erum að reyna að sporna gegn því að atvinnurekendur noti ófaglært fólk í iðnaðarmannastörf. Það er ekki vegna þess að útlendingar eigi í hlut. Við höfum verið með hert eft- irlit á vinnustöðum þar sem við ger- um athugasemdir við slíkt fyrir- komulag. Við látum þá verkkaupa vita ef um slíkt er að ræða. Við höf- um hins vegar ekki lögregluvald til að stoppa slíka hluti. Því miður eru iðnaðarlögin ekki betur úr garði gerð en svo að þau virðast ekki halda í þessu tilliti.“ Finnbjörn segir lítið sem ekkert atvinnuleysi í mannvirkjageiranum í augnablikinu. Launin séu byrjuð að hækka, einkum hjá þeim sem fá greitt eftir afköstum. Margir innflytjendur eru án vinnu  Tæplega fimmtungur atvinnulausra er af erlendu bergi brotinn  Samtök iðnaðarins telja innflutt vinnuafl munu manna hluta 2.000 til 3.000 nýrra starfa í mannvirkjagerð  Margir vinna án réttinda Heimild: Vinnumálastofnun 20.000 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 20% 18% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% apr. ‘09 jan. ‘09 júlí ‘09 jan. ‘10 okt. ‘10 júlí ‘11 apr. ‘12 jan. ‘13 okt. ‘13 okt. ‘09 júlí ‘10 apr. ‘11 jan. ‘12 okt. ‘12 júlí ‘13 apr. ‘10 jan. ‘11 okt. ‘11 júlí ‘12 apr. ‘13 jan. ‘14 apr. ‘14 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar Hlutfall erlendra ríkisborgara af þeim sem eru án atvinnu Fjöldi alls 12.407 16.750 15.217 14.369 16.382 15.932 13.63213.280 14.688 14.101 12.253 11.844 12.080 10.990 8.696 8.592 9.289 8.343 7.284 6.766 7.846 7.583 13,4% 18,2% 1.660 10.747 14.151 12.328 9.954 7.604 13.546 11.573 10.405 7.179 5.985 6.394 14.647 13.592 11.842 9.080 6.821 12.606 11.133 9.920 6.984 5.545 6.204 2.103 1.671 1.763 2.231 2.340 2.059 2.147 2.360 2.259 1.848 1.924 2.126 1.910 1.517 1.608 1.685 1.522 1.299 1.221 1.452 1.379 Atvinnulausir, fjöldi í lok mánaðar eftir ríkisfangi SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Lirfur sem éta lífrænan úrgang og eru svo notaðar í fóður eru meg- instefið í verkefni sem vinirnir Gylfi Ólafsson hagfræðingur og Sigríður Gísladóttir dýralæknir eru nú að koma á laggirnar. Verkefnið nefnist Víur – ræktun fóðurskordýra á Vest- fjörðum. „Við erum á fyrstu stigunum að undirbúa ræktun á skordýri sem heitir svarta hermannaflugan. Þessa flugu ætlum við að rækta til að nýta lífrænan úrgang sem fellur víða til í samfélaginu og framleiða prótein- ríkt fóður til fiskeldis til að byrja með en seinna ætlum við líklega að auka starfsemina ef vel gengur og þá er hægt að gefa hænsnum og mann- fólki að éta þessar lirfur,“ segir Gylfi en verkefnið er mjög umhverfis- vænt. „Lífræni úrgangurinn hefur neikvæð umhverfisáhrif, það þarf að urða hann, en líka fóðurgerðin sem er núna fyrir fiskeldi og fiskeldi eykst hröðum skrefum þannig að þessi aðferð byggir brú á milli þess- ar tveggja umhverfisþátta.“ Byrja með heimilisúrgang Svarta hermannaflugan er hita- beltisfluga og er mjög algeng í hita- beltislöndum. „Þær verður að rækta innanhúss í 25 til 30 gráðu hita. Flugan sjálf er hvorki með brodd né munn því þegar lirfan er orðin að flugu hefur hún það eina markmið að maka sig og svo deyr hún. Ef hún sleppur gerir hún engan skaða og deyr strax, hún mun ekki fjölga sér í íslenskri náttúru,“ segir Gylfi. Flugurnar voru fluttar inn fyrir um ári af Matís og hafa verið í sóttkví á Keldum síðan. Tími sóttkvíarinnar er nú liðinn og verða flugurnar brátt fluttar vestur. „Til- raunaræktunin hefst núna í júní. Við byrjum með lífrænan heimilis- úrgang á Vestfjörðum og slóg, en smám saman munum við horfa til annarra þátta eins og sláturúrgangs, garðúrgangs, úrgangs frá mat- vælaframleiðslu og fleiru,“ segir Gylfi en þau stefna að því að allt verði komið á fullt eftir þrjú ár. Iðnaðarskemma verður fengin undir verkefnið. Þar inni verða lirf- unar á sérstökum bökkum og um- vafðar lífrænum úrgangi. „Þær geta ekki lifað sérlega djúpt, um 10 cm og því þarf að dreifa úr úrganginum. Lirfunar graðga honum í sig og þeg- ar þær eru orðnar fullvaxnar skríða þær upp úr honum, sem er mjög hentugur eiginleiki þessarar flugu. Við söfnum þeim þá saman, þurrk- um og mölum í fiskifóður. Það sem situr eftir er mjög góður áburður á tún og í grænmetisræktun.“ Mjög hollar og góðar Frá því egg svörtu hermannaflug- unnar klekst er hún tvær til þrjár vikur að ná fullri stærð, lirfan nær að meðaltali 27% vaxtarhraða á dag sem er fáheyrt í dýraríkinu. „Þegar lirfan er fullvaxinn, tökum við um 1% af henni og leyfum að verða að flugu svo hún geti makað sig og orp- ið aftur. Hin 99% fara ofan í þurrk- ofn og eru svo malaðar í fóðurmjöl.“ Lirfunar þykja mjög gott fóður enda próteinríkar og með heil- næmar fitusýrur. „Og ef að við gef- um þeim fiskiúrgang þá taka þær með sér omega 3 fitusýrurnar sem er mjög gott að hafa í fiskifóðri,“ segir Gylfi. Ekkert slíkt fóðurskordýrabú er á Norðurlöndunum að sögn Gylfa en þau hafa aðeins horft til Hollands og Bandaríkjanna þar sem þau eru nokkur. „Í sumum tilvikum er mark- miðið ekki að búa til prótein heldur að minnka úrgang t.d frá stórum svínabúum. Þá eru lirfunar látnar éta skítinn og minnka þannig um- fang hans.“ Fóðurskordýrabú á Vestfjörðum  Lirfa svörtu hermannaflugunnar étur lífrænan úrgang og fer svo sjálf í fiskafóður  Mjög um- hverfisvænt verkefni  Tilraunaræktunin hefst í júní og allt á að vera komið á fullt eftir þrjú ár Alæta Lirfa svörtu hermannaflugunnar étur úrgang og verður svo fóður. Sigríður Gísladóttir Gylfi Ólafsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Kveikjan að verkefninu var skýrsla sem kom frá Sameinuðu þjóðunum í fyrra um að skordýr væru hagkvæm og umhverf- isvæn leið til þess að uppfylla prótínþörf manna og dýra í fram- tíðinni. „Ég var þá í námi í mann- vistarlandafræði og var mjög áhugasamur um þetta og sá að það voru engar hindranir í veg- inum fyrir því að gera þetta á hagkvæman hátt á Íslandi,“ seg- ir Gylfi sem er frá Ísafirði líkt og Sigríður. Það óar eflaust marga við því að borða lirfur en Gylfi hefur þegar smakkað þær. „Vinur minn gerði lirfukæfu úr lirfum úr til- raunaræktuninni fyrir verkefni í Listaháskólanum. Kæfan smakk- aðist pínu eins og mold en var annars ekkert bragðsterk. Lirf- urnar gætu orðið fóður fyrir mannfólk og það er lang- tímamarkmið en það er ekkert sérlega góður markaður fyrir skordýramat á Íslandi í bili,“ seg- ir Gylfi kankvís. Hann segir marga mjög áhugasama um verkefnið og til marks um það hafa þau hlotið fjölda styrkja til að koma því á laggirnar. Smakkast eins og mold SKORDÝRAMATUR Ólafur Már Sigurðsson, sérfræð- ingur hjá Hagstofu Íslands, segir að gögn um atvinnuþátttöku er- lendra ríkisborgara sé að finna víða í kerfinu. Það hafi hins vegar enginn nákvæma yfirsýn yfir hana. Hagstofan gerir reglulega vinnumarkaðskönnun og segir Óafur Már að þær rannsóknir hafi ekki verið greindar eftir því hvort íslenskir eða erlendir ríkisborgarar eiga í hlut. Sólveig Guðmundsdóttir, sviðs- stjóri hjá Þjóðskrá Íslands, segir aðspurð að Þjóðskrá flokki ekki er- lenda ríkisborgara eftir starfs- greinum, enda sé það ekki lög- bundið hlutverk stofnunarinnar. Sólveig telur að slík gagnasöfnun gæti verið gagnleg, til dæmis fyrir lýðfræðiupplýsingar. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri segir starfsgrein er- lendra starfsmanna koma fram þegar skilað er staðgreiðslu opin- berra gjalda. Embættið hafi hins vegar ekki sundurgreint þennan hóp eftir starfsgreinum. Ekki flokkað eftir greinum UPPLÝSINGAR UM ERLENT VINNUAFL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.