Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Það virðist vera nokkuð al-gengur hlutur í teikni-myndasögum, að þegarmenn eru komnir ofan í holu með söguþráðinn að þá sé bara ýtt á takka og byrjað upp á nýtt á byrjunarreit. Ein slík var kvik- myndaserían um Kóngulóarmann- inn í leikstjórn Sams Raimis, sem eftir tvær ágætar og eina mistæka mynd þótti ekki líkleg til frekari af- reka. Var þá bara byrjað upp á nýtt, með nýjum aðalleikara, leikstjóra og handritshöfundum, og kom nýja útgáfan í bíó fyrir tveimur árum. Og líkt og lóan kemur gjarnan á vorin er Lói mættur enn á ný til þess að bjarga New York úr klóm illmenna. Myndin hefst svo sem ágætlega. Peter Parker (Andrew Garfield) á annasamt líf sem Kóngulóarmað- urinn og missir næstum því af út- skriftinni sinni fyrir vikið. Kær- astan hans, Gwen Stacy (Emma Stone), er dúx og heldur þar ræðu um hverfulleika lífsins. Jafnframt fá áhorfendur ákveðnar vísbendingar um að maðkur hafi verið í mysunni þegar foreldrar Peters ákváðu að skilja hann eftir hjá frænda sínum og frænku, sem ólu hann upp. Einkum má nefna tvo galla á þessari mynd. Annar þeirra er sá að það er enginn hörgull á vondum gæjum í myndinni og tekur því tæp- an tvo og hálfan klukkutíma að vinna bug á þeim öllum. Myndin verður því miður nokkuð langdregin á köflum fyrir vikið. Sá fyrsti sem kynntur er til sögunnar er Electro (Jamie Foxx), öðru nafni Max Dill- on. Hann á greinilega að vera ein- hvers konar misskilinn snillingur/ geðsjúklingur og vísindamaður, en starf hans er ekki metið að verð- leikum. Ef það er einhver fasti í of- urhetjumyndum, þá er hann sá að slíkir menn eru oftast bara einu slysi í rannsóknarstofunni frá því að verða ofurþrjótar, og Max er engin undantekning. Því miður er allt of lítið unnið með persónu Max/Electro í mynd- inni, sem færir okkur að hinum galla myndarinnar. Málið er að þó að myndin sé löng er megninu af þeim tíma varið í ástarsamband Peters og Gwen Stacy, og þá sálar- angist sem fylgir, því að Peter ótt- ast að tilvera sín sem Kóngulóar- maðurinn eigi eftir að koma í bakið á sér og þeim sem hann elskar. Sá söguþráður endar í drama, sem fylgir upphaflegu teiknimyndasög- unni nokkuð samviskusamlega en tekst ekki nógu vel að hreyfa við áhorfendum. Þrátt fyrir þetta komast leik- ararnir flestir vel frá sínu. Þó að Garfield sé kannski ekki jafnoki Tobys Maguires í hlutverki Kóngulóarmannsins nær hann samt að sameina vissan þokka og húmor í hlutverkinu. Emma Stone stendur sig ágætlega sem Gwen Stacy, en ekki mikið meira en það. Þeir sem bregðast mest eru illmennin, þar sem Jamie Foxx nær ekki alveg að koma geðsjúklingnum/snillingnum Max Dillon til skila fyrr en hann er orðinn að Electro, og Paul Giamatti af öllum mönnum er fenginn í hlut- verk hins dæmigerða rússneska mafíósa, sem verður að Nashyrn- ingnum. Hefði vart verið hægt að finna mann sem passaði verr við hlutverkið. Þegar allt kemur til alls er fram- vinda myndarinnar einfaldlega of hæg til þess að halda manni og has- aratriðin allt of fá, sérstaklega mið- að við það að þegar hlutirnir fara loksins á flug er nýbúið að kynna til söguna annan ofurþrjót, beint úr öðru „óhappi“ á rannsóknarstof- unni, og svo í blálokin er búinn til sá þriðji, svona rétt til þess að ljúka sögunni á jákvæðari nótum en ást- arsögu Peters og Gwen. Á heildina litið virðist sem ekki hafi verið hægt að ákveða hvort hér væri um að ræða rómantískt drama eða has- armynd og verður myndin rysjótt fyrir bragðið. Hæg „Þegar allt kemur til alls er framvinda myndarinnar einfaldlega of hæg til þess að halda manni,“ segir m.a. í gagnrýni um nýjustu kvikmyndina um Kóngulóarmanninn, The Amazing Spider-Man 2. Óþokki á óþokka ofan Smárabíó, Laugarásbíó og Sambíóin The Amazing Spiderman 2 bbmnn Leikstjóri: Marc Webb. Handrit: Alex Kurtzman, Roberto Orci og Jeff Pinkner, byggt á sögu eftir Stan Lee og Steve Ditko. Aðalhlutverk: Andrew Garfield, Emma Stone, Jamie Foxx, Dane DeHaan, Paul Giamatti og Sally Field. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Árni Bergur Zoëga útskrifast með BA-gráðu í tónsmíðum frá Listahá- skóla Íslands nú í vor og heldur af því tilefni útskriftartónleika sína í Salnum í kvöld kl. 21. Á efnisskrá er m.a. verkið KATA- BASIS II - Incubation Within the Æthochroic Osseous Vault: In me- dio Umbræ Mortis fyrir blandaðan kammerhóp og sópran. „Verkið, sem er í fjórum köflum, sækir inn- blástur í forngrískar galdraathafnir og lýsir alkemískri för í djúp hinna goðsagnakenndu heima undir- meðvitund- arinnar,“ segir í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að Árni Bergur hafi brennandi áhuga á dulspekilegum og trúarlegum efnum og vinni markvisst að því að samtvinna tónsköpun sína og andlega iðkun. Aðgangur er ókeypis. Útskriftartónleikar Árna B. Zoëga í Salnum Árni Bergur Zoëga Bandaríski tónlistarmaðurinn Willy Mason heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21 en honum til halds og trausts eru Emilíana Torrini og Mara Carlyle. Annað kvöld, þ.e. fimmtudaginn 1. maí kl. 20, leikur hljómsveitin Amiina fyrir gesti, en sveitin er nýkomin heim frá Tyrk- landi þar sem hún lék í Istanbúl. Sviðslistamaðurinn Friðgeir Ein- arsson sýnir verk sitt Tiny Guy föstudaginn 2. maí og laugardaginn 3. maí kl. 20 bæði kvöld. Verkið greinir frá rannsóknum Friðgeirs á mannsheilanum, en meginniður- staða hans er að við séum of löt til að hugsa. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. Verslunarrými Mengis er opið miðvikudaga til laugardaga milli kl. 12 og 18. Tónlist Fjölbreytt dagskrá er í Mengi, en meðal listamanna er Willy Mason. Willy Mason, Am- iina og Tiny Guy Dægurlaga- söngvarinn og lagahöfundurinn Paul Simon og barnsmóðir hans og eig- inkona í 22 ár, söngkonan Edie Brickell, leidd- ust fyrir dóm- ara í Connecti- cut í gær þegar þau voru kölluð fyrir vegna kæru um átök á heimili sínu um helgina. Simon greindi dómaranum frá því að þau Brickell hefðu aldrei þessu vant átt í rifrildi en það væri leyst, og þau elskuðu hvort annað. Samkvæmt frétttamiðlum sáu lögreglumenn sem kallaðir voru að heimilinu lítilsháttar meiðsli á öðru þeirra og var heimilis- ofbeldi kennt um. Í kjölfarið yf- irgaf annað hjónanna heimilið, þar til í dag, en ekki er greint frá því hvort þeirra það var. „Nú förum við aftur heim og fylgjumst með syni okkar í hafnabolta,“ sagði Simon við fréttamenn. „Hvorugt okkar hefur neina ástæðu til að finn- ast sér ógnað eða að óttast eitt- hvað.“ Paul Simon og Edie Brickell fyrir rétti Paul Simon HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is SPAMALOT (Stóra sviðið) Fös 2/5 kl. 19:30 28.sýn Lau 17/5 kl. 19:30 32.sýn Sun 25/5 kl. 19:30 35.sýn Fös 9/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 18/5 kl. 19:30 33.sýn Lau 10/5 kl. 16:00 31.sýn Lau 24/5 kl. 19:30 34.sýn Salurinn veltist um af hlátri. Fáránlega skemmtilegt! Svanir skilja ekki (Kassinn) Fös 2/5 kl. 19:30 21. sýn Mið 7/5 kl. 19:30 23. sýn Lau 17/5 kl. 19:30 25.sýn Lau 3/5 kl. 19:30 22. sýn Fös 9/5 kl. 19:30 24. sýn Sun 18/5 kl. 19:30 26.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins. Eldraunin (Stóra sviðið) Mið 30/4 kl. 19:30 3.sýn Sun 11/5 kl. 19:30 6.sýn Fim 22/5 kl. 19:30 9.sýn Sun 4/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 15/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fim 8/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 16/5 kl. 19:30 8.sýn Tímalaust meistaraverk - frumsýning 25.apríl. Litli prinsinn (Kúlan) Mið 30/4 kl. 11:00 Aukas. Sun 4/5 kl. 16:00 12.sýn Lau 17/5 kl. 14:00 Mið 30/4 kl. 17:00 Aukas. Lau 10/5 kl. 14:00 Aukas. Lau 17/5 kl. 16:00 Lau 3/5 kl. 14:00 Aukas. Lau 10/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 18/5 kl. 14:00 Lau 3/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 11/5 kl. 14:00 13.sýn Sun 18/5 kl. 16:00 Sun 4/5 kl. 14:00 11.sýn Sun 11/5 kl. 16:00 14.sýn Falleg sýning um vináttuna og það sem skiptir máli í lífinu. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 2/5 kl. 20:00 66.sýn Lau 3/5 kl. 20:00 68.sýn Fös 2/5 kl. 22:30 67.sýn Lau 3/5 kl. 22:30 69.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! SPAMALOT–„alveg konunglega skemmtilegt bull“ Morgunblaðið Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag –★★★★★ – BL, pressan.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Mið 30/4 kl. 20:00 Sun 11/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Lau 3/5 kl. 20:00 Fim 22/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Sun 4/5 kl. 20:00 Fös 23/5 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Fim 8/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Ótvíræður sigurvegari Olivier Awards 2013. BLAM (Stóra sviðið) Þri 13/5 kl. 20:00 1.k Lau 17/5 kl. 14:00 Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Mið 14/5 kl. 20:00 2.k Sun 18/5 kl. 14:00 6.k Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fim 15/5 kl. 20:00 3.k Sun 18/5 kl. 20:00 7.k Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Fös 16/5 kl. 20:00 4.k Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið) Fös 2/5 kl. 20:00 5.k Sun 4/5 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 20:00 Lau 3/5 kl. 20:00 6.k Fim 8/5 kl. 20:00 Lau 17/5 kl. 20:00 Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012 Ferjan (Litla sviðið) Mið 30/4 kl. 20:00 aukas Lau 17/5 kl. 20:00 23.k Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Fös 2/5 kl. 20:00 13.k Sun 18/5 kl. 20:00 24.k Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Lau 3/5 kl. 20:00 14.k Þri 20/5 kl. 20:00 25.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Sun 4/5 kl. 20:00 15.k Mið 21/5 kl. 20:00 aukas Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Fim 22/5 kl. 20:00 26.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Fim 12/6 kl. 20:00 Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Fös 13/6 kl. 20:00 Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Lau 14/6 kl. 20:00 Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Hamlet litli (Litla sviðið) Mið 30/4 kl. 10:00 * Mið 7/5 kl. 10:00 * Þri 13/5 kl. 10:00 * Fös 2/5 kl. 10:00 * Fim 8/5 kl. 10:00 * Mið 14/5 kl. 10:00 * Sun 4/5 kl. 13:00 4.k Fös 9/5 kl. 10:00 * Fim 15/5 kl. 10:00 * Sun 4/5 kl. 15:00 5.k Lau 10/5 kl. 13:00 ** Fös 16/5 kl. 10:00 * Þri 6/5 kl. 10:00 * Sun 11/5 kl. 13:00 Sun 18/5 kl. 13:00 Harmsaga Hamlets fyrir byrjendur. * Skólasýningar. **Táknmálstúlkuð sýning Der Klang Der offenbarung Des Göttlichen (Stóra svið) Mið 28/5 kl. 20:00 1.k Fim 29/5 kl. 20:00 2.k Fös 30/5 kl. 20:00 3.k Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Wide Slumber (Aðalsalur) Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Mán 26/5 kl. 20:00 Miða má nálgast hjá Listahátíð í Reykjavík Útundan (Aðalsalur) Lau 3/5 kl. 20:00 Sun 4/5 kl. 20:00 Athugið! Takmarkaður sýningafjöldi og knappt sýningatímabil Danssýningin Death (Aðalsalur) Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Sviðslistahátíð ASSITEJ fyrir unga áhorfendur (Aðalsalur) Mið 30/4 kl. 9:00 Fös 2/5 kl. 9:00 Sun 4/5 kl. 9:00 Fim 1/5 kl. 9:00 Lau 3/5 kl. 9:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.