Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Verð 15.900 kr. Hjól fyrir börn tveggja ára og eldriÖll bö rn fá sápukú lur í sumarg jöf þrýstingi, hann lendi því á kjálka- beininu á tannlausa bilinu og valdi áverka. Þetta geti jafnvel gerst þótt menn togi ekki mikið í taumana, þrýstingur sé alltaf á beininu. Áverkarnir eru ekki endilega sár heldur geta myndast bólguhnúðar og bjúgur. Þegar notuð eru önnur mél nær tungan að dreifa álaginu meira. Búi sig undir Landsmót „Það er bara eitt ráð til: Að hætta að nota þennan búnað. Það mun gagnast hratt og örugglega til að út- rýma þessari gerð af áverkum,“ segir Sigríður og ráðleggur knöpum að gera ráð fyrir því í undirbúningi sínum fyrir Landsmót hestamanna í sumar að ekki verði leyfilegt að nota stangamél með tunguboga. Hún tekur fram að áverkar á kjálka séu út frá sjónarmiðum um velferð dýra metnir alvarlegri en önnur særindi í munni. Þeir valdi meiri sársauka og hættu á að ekki grói um heilt. Sigríður segir ekki víst að særindi í munni séu einu óþægindin sem hestarnir verða fyrir. Nefnir hún að mélin séu verkfæri knapa til að ná ákveðnu formi á hesta í keppni. Veltir Sigríður því fyrir sér hvort hestarnir séu ekki þvingaðir of mik- ið inn í þetta form, umfram það sem þeim er eiginlegt. Það geti til dæmis haft áhrif á bak hestanna. „Við þurfum að afla okkur meiri þekkingar á æskilegri líkamsbeit- ingu hestsins. Það er verkefni fram- tíðarinnar að bæta reiðmennsku og keppnismenningu út frá því,“ segir hún. Grein í vísindatímariti Grein sem Sigríður og meðhöf- undar hennar hafa ritað um rann- sóknina hefur verið send til birt- ingar í fræðiriti um dýralækningar og mun væntanlega birtast á næst- unni. „Málið er svo alvarlegt og nið- urstöðurnar svo afgerandi að mér fannst ekki hægt að draga það að segja hestamönnum frá því,“ segir Sigríður. Hættuleg mél tekin úr umferð  Rannsókn dýralæknis sýnir að notkun stangaméla með tunguboga eykur hættu á áverkum á kjálkabeini 75-falt  Yfirdýralæknir telur að notkun búnaðarins stangist á við lög um velferð dýra Morgunblaðið/Styrmir Kári Heilbrigðisskoðun Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, skoðar í munn keppnishests og athugar hvort áverka er þar að finna. Munnskoðunin er liður í heilbrigðisskoðun á Landsmóti hestamanna. Kynnt í reiðhöll Spretts » Stangamél með tunguboga hafa verið notuð í nokkur ár. Upphaflega voru þau notuð á hesta sem hættir til að setja tunguna yfir mélin, sem kallað hefur verið tungubasl. » Stjórnir Landssambands hestamannafélaga, Félags hrossabænda og Félags tamn- ingamanna standa fyrir kynn- ingarfundi í kvöld í nýrri reið- höll Spretts. Niðurstöður vísindamanna verða kynntar og óskað eftir viðbrögðum hestamanna. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sigurborg Daðadóttir yfirdýralækn- ir telur að notkun stangaméla með tunguboga stangist á við ný lög um dýravelferð. Beinir Sigurborg því til hestamanna og samtaka þeirra að hætta notkun þeirra. Grundvallast álit hennar á niðurstöðum rann- sóknar sem Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, hefur gert á gögn- um sem safnað var um áverka á hestum á Landsmóti og Íslandsmóti árið 2012. Niðurstöður rannsóknarinnar sem Sigríður vann með liðsinni Þor- valdar Kristjánssonar, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands, sýna að sterk tengsl og hámarktæk eru á milli notkunar stangaméla með tunguboga og áverka á kjálkabeini. Ríflega helmingur þeirra hrossa sem riðið var við tunguboga var með áverka á kjálkabeini, í flestum til- vikum alvarlega. Þessir áverkar fundust nánast ekki hjá hrossum sem riðið var við aðrar gerðir méla. Notkun stangaméla með tunguboga reyndist auka hættuna á áverkum á kjálkabeini 75-falt miðað við notkun á öðrum mélum. Búnaðurinn ræður úrslitum Áberandi hæst tíðni áverka á kjálkabeini kom fram á hestum sem komust í úrslit í tölti. Sá munur skýrist eingöngu af því hversu mikið tunguboginn er notaður í þeirri grein. „Þegar notaður er svona harður búnaður í þessari miklu keppni gildir ekki lengur sú regla að veldur hver á heldur. Niðurstöðurn- ar sýna að það er búnaðurinn sem ræður úrslitum. Þær sýna ennfrem- ur að erfitt er fyrir knapa að komast í úrslit í tölti nema nota þennan búnað,“ segir Sigríður. Hún segir að áverkarnir eigi sér líffræðilegar skýringar. Tungubog- inn komi í veg fyrir að hesturinn geti notað tunguna til að verjast „Ég segi við hestamenn á þessum fundum að sú nýja þekking sem við erum að kynna sýni fram á að þessi mél standast ekki ákvæði nýrra laga um dýravelferð. Bið hesta- menn um að virða lögin og setja eigin reglur sem banna notkun þeirra í keppnum,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Spurð um úrræði stjórnvalda segir hún að ef fólk hlusti ekki á fræðslu og leiðbeiningar sé í sínum verkahring að sjá til þess að lög- unum verði framfylgt. Nefnir hún að ýmis úrræði séu til. Veltir því fyr- ir sér hvort Matvælastofnun verði að gefa út skýlaust álit á að notkun mélanna teljist brot á lögunum eða hvort ráðuneytið setji reglugerð um nánari útfærslu á lögunum. YFIRDÝRALÆKNIR KYNNIR ÁLIT SITT Á BEISLISBÚNAÐI Biður hestamenn að virða lög Ein af mörgum tegundum stangaméla með tungu- boga. Víða á landinu eru hrossabeitarhólf ofbeitt og liggja undir skemmdum vegna þess, að mati Landgræðslu ríkisins. „Okkur finnst ástandið á landinu vera verra en það hefur verið und- anfarið. Landið er alltaf viðkæmara á þessum tíma þegar frost er að fara úr jörðu. Það þarf að taka tillit til þess og breyta beitarskipulagi í samræmi við það,“ segir Gústav Ás- björnsson, héraðsfulltrúi Land- græðslunnar á Suðurlandi. Hann segir orsakirnar geta verið fjölmargar. Þær liggi ekki endilega í því að hrossum hafi fjölgað á svæð- unum. Skagafjörður, Vesturland og Suðurland verst Misjafnt er eftir landshlutum hvernig beitarhólfin líta út. Landið er verst í Skagafirði, á Vesturlandi og Suðurlandi. Þetta eru þeir lands- hlutar þar sem jafnframt eru flest hross. Gústav segir að til að breyta þessu þurfi að breyta beitarskipulaginu. Allir héraðsfulltrúar Landgræðsl- unnar séu tilbúnir að reiða fram krafta sína til aðstoðar landeig- endum. Gústav bendir á að ákaflega erfitt sé að ná upp beit aftur á landi sem hefur verið undir miklu beitarálagi í langan tíma. Sérstaklega í þýfðu hallalandi og þar sem mosa er að finna. Sinan hlífir landinu á veturna og er sinulaust land oft merki um of- beit. Tjón á landi vegna ofbeitar kemur fyrst og fremst niður á frjósemi landsins og þar með á viðkomandi landeiganda. Uppskera minnkar, rofdílar myndast, rætur rýrna og landið ber færri skepnur. thorunn@mbl.is Beitarálag vegna hrossa eykst  Breyta þarf beitarskipulagi Ljósmynd/Landgræðsla ríkisins Ofbeit Hross á landi sem þyrfti jafnvel að friða alveg um tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.