Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook 20% afsláttur af yfirhöfnum Vattjakkar nú 15.980 kr. Margir litir, stærðir 36-52 VERTU VAKANDI! blattafram.is 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi! Mjódd, sími 557 5900 VORDAGAR í Fröken Júlíu Full búð af vor- og sumarfatnaði fyrir allar konur. Opið til kl. 21 í kvöld. Spennandi tilboð og léttar veitingar. Veriðvelkomnar Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ „Ársreikningurinn sem meiri- hlutaflokkarnir í borgarstjórn leggja nú fram er ákveðið uppgjör á kjörtímabilinu og fjármálastjórn Samfylkingar og Besta flokks,“ sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, odd- viti borgarstjórnarhóps Sjálfstæð- isflokksins. „Það sem blasir við er mikil skuldasöfnun og skortur á viðhaldi á eignum borgarinnar. Hreinar skuldir borgarsjóðs jukust um 65% á þremur árum. Það gerð- ist á sama tíma og önnur sveit- arfélög héldu í horfinu eða greiddu niður skuldir. Þetta er ekki góður árangur. Viðhald fasteigna borg- arinnar er vanrækt. Leik- og grunnskólar, íþróttamann- virki, þjónustu- miðstöðvar og menning- arstofnanir þarfnast við- halds sem ekki hefur verið sinnt á kjör- tímabilinu. Fjármálaskrif- stofa Reykjavíkurborgar hefur ítrekað bent á að viðhald sé innan við helmingur þess sem það ætti að vera. Við því hafa meiri- hlutaflokkarnir ekki brugðist.“ Mikil skuldasöfnun og skortur á viðhaldi eigna borgarinnar JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON, ODDVITI SJÁLFSTÆÐISMANNA Júlíus Vífill Ingvarsson Guðni Einarsson Þorsteinn Ásgrímsson Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var jákvæð um tæpa 8,4 milljarða kr. en áætlun gerði ráð fyrir já- kvæðri niðurstöðu um 7,7 milljarða. Þetta kom fram í ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir 2013 sem lagður var fram í borgarstjórn í gær. Ekki náðist í Jón Gnarr borgar- stjóra í gær, en í tilkynningu borg- arinnar sagði hann m.a. að niður- staða ársreikningsins væri mikil gleðitíðindi. „Við höfum stundað ábyrga fjármálastjórn á öllum svið- um og haldið uppi verklegum fram- kvæmdum í borginni sem koma öll- um til góða,“ var haft eftir Jóni. Jákvæða niðurstöðu má helst þakka gjaldfærslu lífeyrisskuldbind- inga hjá A-hluta og áhrifum fjár- magnsgjalda hjá Orkuveitu Reykja- víkur (OR), skv. fréttatilkynningu. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagns- liði var jákvæð um tæpa 23,6 millj- arða sem var rúmum fjórum millj- örðum betra en áætlað var. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um rúma þrjá milljarða. Áætlanir höfðu gert ráð fyrir að nið- urstaðan yrði jákvæð um 304 millj- ónir. Helsta ástæðan var gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindinga upp á 159 milljónir en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 2,6 milljörðum. Lægri skuldir, auknar tekjur Birgir Björn Sigurjónsson, fjár- málastjóri Reykjavíkurborgar, sagði ástæðuna liggja í hækkandi ávöxt- unarkröfu á skuldabréfum í eigu líf- eyrissjóðsins. Þannig hefðu skráðar eignir sjóðsins aukist umfram áætl- anir og ekki verið þörf á jafnhárri gjaldfærslu og fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Hann sagði að vegna sveiflna gæti gjaldfærslan orðið meiri á næsta ári. Þá hefðu aðrir hlutir eins og höftin og mögulegt af- nám þeirra einnig áhrif. Benti hann að árið 2011 hefði borgin setið upp með 4,5 milljarða króna gjaldfærslu vegna lífeyrisskuldbindinga. Heildarskuldir samstæðu Reykja- víkurborgar lækkuðu á árinu um 37 milljarða. Stærstan hluta þess má rekja til lækkunar skulda OR. Þegar aðeins er horft til skulda A-hlutans jukust þær um 1,4 milljarða á árinu og voru þær 62,2 milljarðar í árslok. Birgir sagði að borgin hefði tekið lán upp á 2,7 milljarða á árinu, en það er lækkun um 600 milljónir frá fjár- hagsáætlun. Þá hefðu lán verið greidd niður um 1,8 milljarða. Net- tólántaka hefði því numið um 900 milljónum, en verðtrygging skuld- bindinga, eins og leigusamninga, skýrir þær 500 milljónir sem upp á vantar að mestu. Rekstrartekjur jukust um tæp- lega sjö milljarða milli ára og voru þremur milljörðum hærri en fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir. Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Niðurstaða ársreiknings borgarinnar fyrir 2013 var kynnt í gær. Rekstrarniðurstaða Reykjavíkur jákvæð  Samstæðan skilaði 8,4 milljarða afgangi  Tekjur jukust Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík hefur boðað til fé- lagsfundar í Valhöll næsta laugardag, þar sem lögð verður fram tillaga stjórnar Varðar um breytingu á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar þann 31. maí næstkomandi. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í síðustu viku, þá sagði Jórunn Ósk Frímannsdóttir, fyrrverandi borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sig úr Sjálfstæðisflokknum og bað um að nafn hennar yrði tekið af framboðs- lista flokksins, en hún samþykkti í nóvember í fyrra að skipa heiðurssæti listans. Við sama tækifæri upplýsti Jórunn að hún komi að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem hafi aðild að Evrópusambandinu sem stefnumál. Ekki fengust upplýsingar um það í gær, hver muni skipa heiðurssætið, 30. sætið, í stað Jórunnar. Nýr í heiðurs- sætið í stað Jórunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.