Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Fagstarfið sem fram fer í leik- skólum, grunnskólum, frí- stundamiðstöðvum og skóla- hljómsveitum Reykjavíkur verður kynnt með líflegri sýningu í Ráð- húsi Reykjavíkur dagana 30. apríl – 3. maí. Á sýningunni verður fjallað í máli og myndum um stefn- ur og strauma í skóla- og frístund- astarfi, þróunarverkefni verða kynnt og börn og ungmenni munu standa fyrir skemmtiatriðum og uppákomum sem endurspegla hug- myndauðgi og skapandi menntun. Meðal skemmtiatriða á sviði í dag, miðvikudag, er söngur leikskóla- barna, tónlistarflutningur skóla- hljómsveitar, leikið verður á hljóð- færi skógarins og verðlaunaatriði úr hæfileikakeppninni Skrekkur verður flutt. Fagstarf í skólum kynnt í Ráðhúsinu Eimskipafélag Íslands og Kiw- anishreyfingin gefa öllum grunn- skólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma. Verkefnið er árviss viðburður fé- laganna til að stuðla að umferð- aröryggi yngstu hjólreiðamanna landsins. Verkefnið nefnist „Óskabörn þjóðarinnar“ en samtals munu um 4.500 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf í ár. Á þeim 10 árum sem verkefnið hefur staðið yfir hafa um 45 þúsund börn eða um 14% af þjóðinni notið góðs af því, seg- ir í tilkynningu. Eimskip hlaut á síðasta ári mestu viðurkenningu sem alþjóða-Kiwanishreyfingin veitir fyrir framlag sitt til sam- félagslegra málefna. Kiwanishreyfingin mun á næstu vikum fara í alla grunn- skóla landsins og afhenda hjálm- ana. Gjöf Kiwanis og Eimskip gefa 4.500 grunnskólabörnum reiðhjólahjálma. Skólabörn fá reið- hjólahjálma að gjöf STUTT Félagasamtök á sviði geðheilbrigð- isþjónustu á höfuðborgarsvæðinu halda í kvöld fund með oddvitum framboða til sveitarstjórnarkosn- inga. Fundurinn, sem er öllum op- inn, fer fram í Þórunnartúni 2 í Reykjavík, efstu hæð, og hefst klukkan 19.30. Fundarstjóri verður Helgi Seljan fjölmiðlamaður. Geðhjálp býður fundargestum til opins húss að fundinum loknum eða um kl. 22. Svara spurningum um geðheilbrigðismál Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, og Yang Shi- qiu, vararáðherra mannauðs- og al- mannatryggingaráðuneytis Kína, undirrituðu nýlega sameiginlega viljayfirlýsingu um samvinnu Ís- lands og Kína á sviði vinnumála. Í viljayfirlýsingunni er m.a. lýst vilja til þess að styrkja efnahags- legt og pólitískt samband Íslands og Kína og að bæði ríkin hafi að markmiði að efla heilbrigða vinnu- málastefnu og starfshætti til að stuðla að nánari og víðtækari sam- vinnu og auka getu og hæfni beggja landa til að fjalla um vinnumál. Þar kemur einnig fram að ríkin líti til markmiða Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar, sem þau bæði eiga aðild að, að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi. Samstarf við Kína á sviði vinnumála Samstarf Eygló Harðardóttir og Yang Shi- qiu við undirritun viljayfirlýsingarinnar. BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Allir staðir sem selja einhver matvæli eru háðir eftirliti, það á líka við um verslanir og sjoppur sem bjóða upp á sælgætisbari. Sælgætið er óinn- pakkað og telst í skilningi laganna til óvarinna matvæla. Því þarf að gæta fyllsta hreinlætis við meðhöndlun þess og verslanirnar eru skyldugar til að tryggja að matvælin óhreinkist ekki eða spillist á annan hátt. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að forsvarsmenn matvörukeðjunnar Bónuss íhugi nú að taka niður alla sælgætisbarina í verslunum sínum. Það tengist meðal annars reglum heilbrigðiseftirlitsins um aðbúnað og umgengni við sælgætisbarina, svo og minnkandi sölu. Óskar Ísfeld Sigurðsson, heil- brigðisfulltrúi og deildarstjóri mat- vælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að ekki sé verið að herða reglur um sælgætisbari eða auka eftirlitið, þá hafi ekkert komið upp á í tengslum við þá sem skýri ofangreint mál. Um hefðbundið eft- irlit sé að ræða. Væntanlega hafi Bónus fengið athugasemdir frá við- komandi heilbrigðisfulltrúa um ófull- nægjandi aðstöðu til þrifa á sælgæt- isbörunum. Aðstaða og handlaug „Við gerum ákveðnar kröfur til fyr- irtækja með sjálfsafgreiðslubari, samkvæmt matvælalöggjöfinni. Verslanir þurfa að hafa aðstöðu á bakvið til að geta þrifið búnaðinn og þar viljum við líka að sé handlaug fyr- ir þann sem sér um þrifin. Verslanir eiga að hafa reglur um þrifin og geta sýnt fram á að sælgætisbarirnir séu hreinir, við metum það svo hvort þrif- in eru nægileg. Við förum yfir sjálfs- afgreiðslubarina eftir sérstökum gát- lista og gerum athugasemdir ef þess gerist þörf, t.d við þrif eða hæð neðstu boxanna frá gólfi sem er stundum ekki nægjanleg,“ segir Ósk- ar. „Við gerum kröfur og gefum fyr- irtækjunum frest til að gera grein fyrir sínu máli og bæta úr. Ef þau telja að það sé vænlegra fyrir þau að taka sælgætisbarina niður er það þeirra ákvörðun.“ Spurður hvort það sé sóðaskapur í kringum sælgætisbarina segir Óskar það yfirleitt ekki vera þannig að það varði öryggi þessara matvæla. „Stundum, sérstaklega á tilboðs- dögum, gengur mikið á við sælgæt- isbarina og þá getur umhverfi þeirra orðið ósnyrtilegt." Óviðunandi í fjórðungi tilfella Árið 2011 gerði heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis úttekt á þrifum og umgengni í kring- um sælgætisbari í verslunum. Í út- tektinni var farið á 36 sölustaði á eft- irlitssvæðinu. Á 69,5% sölustaða voru þrif ágæt eða góð. Í 30,5% tilfella eða á 11 stöðum voru þrif slæm eða óhæf. Verður að vera aðstaða til að þrífa sælgætisbarina  Verslanirnar eru skyldugar til að tryggja að matvælin óhreinkist ekki Morgunblaðið/Kristinn Nammiland Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna fylgjast með því hversu vel sælgætisbarir í verslunum eru þrifnir. Skákmót Vals, keppnin um VALS-Hrókinn, fer fram í Vals- heimilinu að Hlíðarenda mið- vikudaginn 30. apríl og hefst kl. 18. Tefldar verða níu umferðir eft- ir svissneska kerfinu. Skák- unnendur eru hvattir til að taka þátt. Mótið er helgað minningu Hermanns Gunnarssonar sem féll frá í júní á síðasta ári. Hermann var meðal þátttakenda í fyrra en þá bar Helgi Ólafsson sigur úr býtum. Hermann var sjálfur hörkuskák- maður og var á sínum tíma heiðr- aður af Skáksambandi Íslands fyrir framlag sitt til eflingar skáklist- inni. Minningarmót um Hemma Gunn Hermann Gunnarsson Samkvæmt upplýsingum frá Kristni Skúlasyni, rekstrarstjóra Krón- unnar, hefur heilbrigðiseftirlitið gefið Krónunni góða umsögn hvað varð- ar hreinlæti. Kristinn segir að ekki sé verið að íhuga að taka niður sæl- gætisbarina í Krónunni líkt og Bónus íhugar nú, salan úr þeim sé með ágætum og eðlilegt að viðskiptavinurinn hafi val um hvað hann vilji kaupa. Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri Hagkaupa segir sölu úr sælgætisbörum alltaf vera á svipuðu róli þó hún hafi aðeins gefið eftir í fyrra. Hann segir verslanirnar eiga í góðu samstarfi við heilbrigðiseft- irlitið, farið sé eftir reglum og aðstaða sé til þrifa í öllum verslunum. Í upplýsingum frá embætti landlæknis kemur fram að heildarframboð sælgætis á ári hverju hér á landi sé um 6.000 tonn. Embættið hefur hvatt stjórnendur verslana þar sem sælgæti er í lausasölu til að endur- skoða afsláttarkjör á sælgæti og íhuga einnig afslátt af hollari vörum. „Það er mjög jákvætt að verið sé að loka nammibörum en það sem hefur mest áhrif á neyslu er aðgengi og verð,“ segir Hólmfríður Þor- geirsdóttir, næringarfræðingur hjá embætti landlæknis. Jákvætt að loka nammibörum SÆLGÆTISÞJÓÐIN TORGAR 6.000 TONNUM Á ÁRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.