Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Jarðvegsþjöppur, valtarar, malbikunarvélar, gatnasópar, umferðaröryggisbúnaður A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja lágkolvetnabrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Lögreglumaður, sem vikið hefur verið frá störfum tímabundið, átti í samskiptum við vini sína, m.a. lög- mann og starfsmann Nova, í lok- uðum hópi á samfélagsvefnum Facebook. Er hann grunaður um að hafa misnotað aðstöðu sína til að afla gagna úr lögreglukerfi ríkislög- reglustjóra, LÖKE, m.a. um stúlk- ur. Upplýsingarnar sem hann deildi voru viðkvæmar, persónulegar upp- lýsingar um stúlkur úr málaskrá lögreglunnar. Ekki er vitað hversu margir voru í þessum lokaða hópi á Facebook, þ.e. hvort aðeins hafi verið um að ræða lögreglumanninn og félaga hans, lögfræðinginn og starfsmanna Nova, eða hvort fleiri hafi haft aðgang að hópnum og þannig séð upplýsingarnar. Einstaklingur nákominn lög- reglumanninum komst á snoðir um samskiptin, taldi þau mjög óeðlileg og lét lögreglustjóra vita. Ríkissaksóknari staðfestir að embættið hefur til rannsóknar ætl- uð brot lögreglumanns vegna upp- flettingar og meðferðar á upplýs- ingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar. Þá staðfestir hann einnig að tveir aðrir menn hafi rétt- arstöðu sakbornings við rannsókn- ina. Lögfræðingurinn, sem hefur rétt- arstöðu sakbornings í málinu, starf- ar hjá lögfræðistofunni Lex. Hann er nú í leyfi frá störfum vegna rannsóknar málsins. Hann hefur starfað hjá Lex í skamman tíma. Rekinn frá Nova Starfsmanni Nova hefur verið vikið úr starfi í tengslum við rann- sókn málsins. Hann hefur starfað á tæknisviði fyrirtækisins frá árinu 2012. „Honum er ekki vikið úr starfi vegna brots á fjarskiptalög- um því það er ekkert á þessari stundu sem bendir til þess að hann hafi lekið eða misnotað með öðrum hætti gögn úr gagnagrunnum Nova,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í samtali við mbl.is. Lögreglan rannsaki nú þann þátt málsins. „Honum er vikið úr starfi vegna trúnaðarbrests. Við teljum að með þeim hætti sem hann bland- ast inn í rannsókn þessa máls hafi átt sér stað trúnaðarbrestur.“ Deildi upplýsing- um um stúlkur  Mennirnir áttu í samskiptum í lokuðum hópi á Facebook-vefnum Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Viðskiptin voru bara gerð á þessum fundi,“ sagði Magnús Ármann í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem hann bar vitni í svokölluðu Ímon-máli. Málið snýst einkum um kaup Ímons ehf., félags í eigu Magnúsar, á rúm- lega 4% hlut í Landsbanka Íslands fyrir rúma fimm milljarða króna með láni frá bankanum haustið 2008 rétt áður en bankinn féll. Telur sérstakur saksóknari að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til þess að láta líta út fyrir að eftirspurn væri eftir bréfum í bankanum. Magnús sagði, aðspurður af sak- sóknara, erfitt að segja nákvæmlega til um það hvert upphafið að viðskipt- unum hefði verið. Hann hefði verið í samskiptum við yfirmenn í bankanum einhverjum vikum eða mánuðum áður en til viðskiptanna kom og gefið þar til kynna mögulegan áhuga á að kaupa hlut í Landabanka Íslands. Ástæðan hefði verið sú að bréf í bank- anum höfðu lækkað og hann hefði velt fyrir sér möguleika á stöðutöku í þeim efnum. Magnús sagðist síðan hafa fengið símtal í lok september 2008 frá Landsbankanum og verið boðaður á áðurnefndan fund þar sem viðskiptin hefðu verið ákveðin sem fyrr segir. Hann sagði aðspurður að forsenda viðskiptanna af hans hálfu hefði verið að fá 100% lánafyrirgreiðslu frá bank- anum fyrir hlutnum enda hefði Ímon ekki verið með fjármagn á lausu til þess að greiða fyrir hlutinn en á hinn bóginn eignir til þess að leggja að veði. Landsbankinn hefði á móti gert kröfu um að hluturinn í bankanum væri settur að veði auk bréfa Ímons í Byr. Lánafyrirgreiðsla forsendan Spurður hvort Magnús hefði lýst áhuga á að kaupa frekari hlut í Landsbanka Íslands sagðist hann hafa gert það. Gert hefði verið ráð fyrir að um sama fyrirkomulag yrði að ræða. Forsenda af hans hálfu hefði verið lánafyrirgreiðsla frá bankanum. Þau viðskipti hefðu hins vegar ekki orðið að veruleika vegna hrunsins. Spurður af verjendum í málinu hvort Magnús hefði verið í samskipt- um við Sigurjón Þ. Árnason, fv. bankastjóra, vegna viðskiptanna sagði hann svo ekki hafa verið og sama svar fékkst varðandi samskipti vð Elínu Sigfúsdóttur, fv. forstöðu- mann fyrirtækjasviðs bankans, en þau eru ákærð í málinu ásamt Stein- þóri Gunnarssyni. Morgunblaðið/Þórður Héraðsdómur Elín Sigfúsdóttir, fyrrum yfirmaður hjá Landsbanka Íslands, er meðal ákærða í Ímon-málinu svonefnda ásamt tveimur öðrum. Frumkvæðið kom frá Magnúsi  Engin samskipti við Sigurjón og Elínu „Ég var ekki að þrýsta á stjórn- endur bankans að gera eitt eða neitt,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson þegar hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær við aðalmeðferð málsins. Björgólfur var þar að svara spurningu frá Sigurði G. Guðjóns- syni, hæstaréttarlögmanni og verj- anda Sigurjóns Þ. Árnasonar. Björgólfur sagðist aðspurður engin afskipti hafa haft af viðskipt- unum við Ímon og ekki hvatt til þeirra. Sama ætti við um hug- myndir um að Magnús keypti frek- ari hlut í Landsbanka Íslands, við- skipti sem aldrei varð þó af þar sem bankinn féll. Sama ætti við um lánveitingu til fé- lagsins Azalea Rescources í eigu Ari Salmivouri, finnsks fjárfestis og viðskipta- félaga Björgólfs, upp á 3,8 millj- arða króna. Hann þekkti Salmi- viouri en hefði hvergi komið að þeim málum. Björgólfur lagði áherslu á að hann hefði haft trú á að Landsbanki Íslands lifði af og síðan tekið þátt í því að reyna að bjarga bankanum, m.a. með því að leggja fram frekari tryggingar af sinni hálfu. Björgólfur Guðmundsson, fv. for- maður bankaráðs Landsbanka Ís- lands, kom einnig fyrir héraðsdóm sem vitni og sagðist aðspurður ekki hafa komið að viðskiptunum við Ímon né Azalea Rescources. Útlán hefðu verið á könnu bankastjóra bankans. Bankaráðið hefði fylgst vel með í samræmi við regluverkið en ekki skipt sér af útlánum. hjortur@mbl.is Segist ekki hafa þrýst á stjórnendur Björgólfur Thor Björgólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.