Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 ✝ Gísli J. Kjart-ansson fæddist í Reykjavík 22. júlí 1934. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 20. apríl 2014. Foreldrar hans voru Kjartan Ein- arsson, f. 4. desem- ber 1910, d. 18. ágúst 1976, og Sæ- unn Gísladóttir, f. 15. febrúar 1911, d. 5. janúar 2007. Systur Gísla eru: Mar- grét, f. 4.10. 1931, Svava, f. 18.11. 1935, og Ingibjörg, f. 26.10. 1937. el Kjersti Varðardóttir. Barn Gísla og Birtu Kristínar Helga- dóttur er Oliver Helgi, f. 30. desember 2010, Fanney Þor- björg, f. 5. maí 1992, og Björn Ásgeir, f. 3. september 1998. Gísli ólst upp á Hverfisgötu í Reykjavík. Hann lærði járn- smíði í vélsmiðjunni Sindra og fór síðan í Vélskóla Íslands og útskrifaðist þaðan sem vélfræð- ingur 1962. Gísli starfaði meðal annars hjá Umbúðamiðstöðinni hf. og á togaranum Otri frá Hafnarfirði. Frá 1980 til 2004 vann Gísli á vélaverkstæði, við vélavörslu og við verkeftirlit hjá Bandaríkjaher í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Gísli og Lóa bjuggu lengst af í Sævið- arsundi 22 og síðustu ár í Breiðuvík 18. Gísli verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 30. apr- íl 2014, og hefst athöfnin kl. 15. Gísli kvæntist Júlíönu S. Aradótt- ur (Lóu) 5. júlí 1958. Börn þeirra eru: 1) Helgi, f. 13. júlí 1962. Maki Þórunn Arn- ardóttir, f. 11. ágúst 1966. Börn þeirra eru Hugrún, f. 7. febrúar 1995, og Hrafnhildur, f. 28. maí 1997. 2) Sæunn, f. 31. desember 1963. Maki Guðmundur Ásgeir Björnsson, f. 6. september 1962. Börn þeirra eru: Gísli Rafn, f. 6. júní 1986, unnusta hans er Rak- Pabbi, sem hefur verið til staðar allt okkar líf, er látinn. Pabbi var hlýr og hafði áhuga á samferðafólki sínu en ræddi sjaldnast um sjálfan sig. Hann hafði fyrir vana að líta inn til okkar systkinanna til að vita hvort allt væri í lagi og fá frétt- ir af sínu fólki. Skemmtilegast fannst honum þegar öll fjöl- skyldan var samankomin á góðri stund. Pabbi var greiðvik- inn og hjálpsamur. Ef eitthvað stóð til, flutningur í nýtt hús eða lagfæringar, vildi hann allt- af fá að leggja sitt lóð á vog- arskálarnar. Sama hvernig stóð á, alltaf var hann tilbúinn að að- stoða og helst vinna verkið sjálfur. Pabbi var ákaflega barngóður og hafði unun af því að hafa barnabörnin í kringum sig og passaði þau hvenær sem á þurfti að halda. Hann vildi líka hafa allt í toppstandi heima fyrir. Mikill tími fór í að sinna viðhaldi í Sæviðarsundinu og í Breiðuvík tók hann virkan þátt í öllu sem sneri að umsjón húss- ins. Pabbi spilaði brids reglulega í áratugi og oft spiluðu þau mamma saman. Hann hafði gaman af íþróttum og sérstak- lega knattspyrnu. Hann fylgdi Fram að málum og smitaði Helga af fótboltaáhuganum og fóru þeir oft saman á leiki. Seinni árin fylgdist hann með ensku knattspyrnunni og smit- aði mömmu af þeim áhuga. Mamma hafði hins vegar smitað hann af golfbakteríunni. Hann var fljótur að skáka henni þar og fór snemma holu í höggi. Eftir að pabbi hætti að vinna spiluðu þau oft golf, jafnvel á hverjum degi. Ekki spillti fyrir að í Breiðuvík gátu þau ekið á golfbílnum að heiman og beint út á völl. Þannig voru pabbi og mamma samhent í áhugamálum. Í mörg ár fór fjölskyldan saman á skíði. Þessi skíðaáhugi hefur haldist innan fjölskyldunnar og börn Sæunnar hafa öll æft og keppt og verið í fremstu röð. Þá minnumst við margra skemmti- legra tjaldferða að sumarlagi. Pabbi og mamma keyptu sér tjaldvagn, seinna fellihýsi og loks hjólhýsi. Í slíkum ferðum fannst pabba ekki verra að hafa barnabarn með í för. Jafnframt ferðuðust pabbi og mamma saman víða erlendis til að skoða sig um, fara á skíði eða spila golf. Pabbi fylgdist vel með þjóð- málum og hafði skoðanir á mörgu. Hann fylgdi Sjálfstæð- isflokknum að málum. Við átt- um margar samræður um stjórnmál og honum fannst ekki alltaf að uppeldið á okkur systk- inunum hefði tekist sem skyldi hvað varðaði okkar skoðanir. Hann tók samt mark á öðrum og fannst gaman að kryfja mál til mergjar. Pabbi var búinn seiglu og úthaldi. Það kom ekki síst í ljós á síðustu árum þegar hann breytti að mörgu leyti um lífsstíl. Hann greindist svo með krabbamein fyrir síðustu jól. Í veikindunum sýndi hann æðru- leysi og beitti kímnigáfu sinni sem hann flíkaði ekki oft. Við minnumst margra tilsvara hans á líknardeildinni svo sem þegar hann bað um að sér yrði færður matseðillinn eða þegar mamma vildi að hann færi í nýjan bol þá sagði hann: „Hvað, heldurðu að það sé einhver tískusýning hérna?“ Pabbi dvaldist á líkn- ardeildinni síðustu tvo mánuði ævinnar og naut þar frábærrar umönnunar og aðhlynningar. Við kveðjum föður okkar með söknuði, virðingu og þakklæti. Helgi og Sæunn. Tengdafaðir minn, Gísli Júl- íus Kjartansson, er nú fallinn frá. Ég mun minnast Gísla sem hægláts, orðvars, bóngóðs en ekki minnst barngóðs manns. Þegar ég kom fyrst til einka- dóttur hjónanna Gísla Júlíusar og Júlíönu Sigríðar í Sæviðar- sund 22 á haustmánuðum 1978 var mér tekið af mikilli vin- semd. Gísli tók mér strax vel og fór alla tíð vel á með okkur. Hann hafði netta bíladellu og kunni vel til verka á þeim vett- vangi, enda vélvirki. Ég hins vegar hafði enga þekkingu á slíkum tækjum fyrir utan það sem tilheyrði ökuskírteini. Sama var hvað á bjátaði á þeim vettvangi, alltaf var Gísli boðinn og búinn til aðstoðar. Aldrei minnist ég þess að hann hafi neitað neinu þegar til hans var leitað yfirhöfuð. Hvort sem það var við áður nefndar bílavið- gerðir, gæta barnabarna sinna, flutninga, mála íbúð og síðar hús okkar hjóna eða, eftir að kom að starfslokum, að fara í hesthúsið til gegninga vegna anna okkar unga fólksins. Gísli hafði alltaf haft mikið gaman af íþróttum og útiveru, nánast sí- gauni, því maður varð var við eirðarleysi ef ekki var eitthvert ferðalag í kortunum, innan- eða utanlands. Þegar ég kynntist hjónunum stunduðu þau skíði af kappi, bæði göngu- og svigsk- íðamennsku. Síðar tók mikill golfáhugi við. Það var síðan á öðru sumri sem Gísla tókst að ná þeim árangri sem alla golf- áhugamenn dreymir um. Hann fór nefnilega holu í höggi á 6. holu Korpúlfsstaðavallar. Þá strax orðinn meðlimur í Ein- herjaklúbbnum. Ekki minnist ég þess að Gísli stærði sig af þessu afreki en gekk, og ók síð- ar, alltaf stoltur með einherja- merkið á golfpokanum. Á bana- legu sinni var Gísli prúður við okkur ættingjana og kurteis við starfsfólk í þeirri erfiðu baráttu sem hann átti í fyrir lífi sínu, en hann ætlaði ekki að gefast upp. Þrátt fyrir mjög útbreiddan sjúkdóm hélt hann glettninni og hafði fram á síðustu stundu gaman af því að hlusta á um- ræður okkar hinna þó hann gæti ekki lagt mikið til málanna annað en að maður varð var við örlítið glott þegar það átti við í umræðunni. Ég kveð þig með þessum orðum, Gísli Júlíus Kjartansson, indæli tengdafaðir minn, megir þú hvíla í friði. Guðmundur Ásgeir Björnsson. Í dag kveðjum við systkinin hinstu kveðju mág okkar og góðan vin, Gísla Júlíus Kjart- ansson. Hann er látinn eftir erf- itt veikindastríð. Systir okkar, Júlíana Sigríð- ur, Lóa, fluttist frá Patreksfirði til Reykjavíkur ung að aldri og hóf þar störf. Síðar höfðu heilla- dísirnar spunnið örlagaþráð sinn á þann veg, að hún hitti Gísla af tilviljun á dansleik í Reykjavík. Með þeim tókust strax góð kynni, sem síðar leiddu til hjónabands árið 1958 og hefur sambúð þeirra alla tíð verið traust og farsæl í 56 ár. Frá fyrstu tíð voru kynni okkar systkina af Gísla afar ánægju- leg. Okkur virtist hann vera duglegur sómapiltur, sem leit björtum augum á framtíðina. Fljótlega beindist áhugi þeirra Lóu að því að eignast eigin íbúð. Það var nú ekki auðveld sýn á þessum tíma fyrir févana fólk, peningakreppu og lokaðar lánastofnanir. Þrátt fyrir úr- tölur varð samt ekki aftur snú- ið, heldur festu þau kaup á fok- heldri kjallaraíbúð. Mér er ennþá í fersku minni dæmalaus dugnaður Gísla og elja við að fullgera íbúðina, hann sá um múrvekið, miðstöðvarlögnina og málaði allt í hólf og gólf. Síðan fluttu þau í fallegu íbúðina sína. Ævi þeirra Lóu og Gísla hef- ur verið góð og gæfurík. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn og á sumrum var tjaldvagninn dreginn fram og fjölskyldan ferðaðist vítt og breitt um land- ið og naut náttúrunnar. Þegar golfbakterían heltók hjónin var golfið stundað af miklum móð, jafnvel fram á vetur. Gísli Kjartansson var góð- lyndur, hjálpsamur og greiðvik- inn maður. Eftir góð kynni sam- lagaðist hann fljótt fjölskyldum okkar systkina. Gísli útskrifaðist úr Vélskól- anum ungur að árum og var vél- stjórastarfið hans ævistarf. Við systkinin minnumst og þökkum fyrir hinar mörgu ánægjustund- ir með Gísla á ættarmótum, há- tíðum á Vogi á Mýrum og þorrablótum á heimilum okkar. Mikill öðlingur og góður dreng- ur er genginn. Við þökkum liðna tíð og sendum hugheilar samúðarkveðjur til systur okk- ar, barnanna Sæunnar og Helga, barnabarnanna, systra Gísla og annarra ástvina. Bless- uð sé minning Gísla Kjartans- sonar Þórhallur Arason, Ingólfur Arason, Una Aradóttir, Jón Arason. Gísli J. Kjartansson ✝ María SigríðurJúlíusdóttir Húsfreyja var fædd á Akureyri þann 31. maí 1927 og lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni, Reykjavík þann 21. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru Júlíus Sig- urður Hafliðason, sjómaður frá Ak- ureyri, fæddur 12.7. 1893, látinn 18.7. 1974 og Sigríður Ingiríður Stefánsdóttir, húsfreyja frá Syðsta-Móa, Haganeshr. í Skagafirði, fædd 21.6. 1900, lát- in 23.6. 1972, þau skildu. María var sú fimmta í röðinni af sjö systkinum en þau voru Magnea Júlíusdóttir, f. 1919, d. 2006, Gréta Emelía Júlíusdóttir, f. 1922, d. 2005, Hafsteinn Stefán Júlíusson, f. 1924, d. 2008, Krist- ján Júlíusson, f. 1926, d. 1998, María Sigríður Júlíusdóttir, f. 1927, d. 2014, Þórunn Ólafía Júl- íusdóttir, f. 1928 og Gunnar Dúi Júlíusson, f. 1930, d. 2002. Sam- feðra systkini eru Júlíus Júl- íusson, f. 1942, Hafliði Júlíusson, f. 1946 Gylfi Júlíusson, f. 1950, d. 2002. María giftist Þórði Ein- arssyni þann 16. mars 1949. Hann er fæddur á Selskeri, Gufudalssókn, A-Barðastr.sýslu, þann 25. október 1921. Þórður lést 24. nóvember 1996. María og Þórður eignuðust 3 börn. 1) Hugrúnu Guðríði Þórðardóttur, f. 1948. Börn hennar eru a) María Þórunn Helgadóttir Sveins- dóttir, f. 1965, son- ur hennar er Ævar Örn Sigurðsson, f. 1991 b) Ævar Sveinsson, 1969, sonur hans er Hilm- ir Dan Ævarsson, f. 1999. 2) Ásgeir Ebeneser Þórð- arson, f. 1950. Börn hans eru a) María Dís Ásgeirsdóttir, f. 1976, sonur hennar er Máni Ákason, f. 1997, b) Álfhildur Ásgeirsdóttir, f. 1983, börn hennar eru Elmar þór Magnússon, f. 2002, Emil Þór Magnússon, f. 2007 og Telma Magnúsdóttir, f. 2013 og c) Óli Þór Olsen, f. 1989. 3) Júl- íus Þórðarson, f. 1960. Fyrir átti María soninn Sævar Sæmunds- son, f. 1945. Börn hans eru a) Sæmundur Sævarsson, f. 1967, dætur hans eru Bára Sæmunds- dóttir, f. 1995, Brynja Sæmunds- dóttir, f. 2002 og Björk Sæ- mundsdóttir, f. 2005. b) Guðrún Ösp Sævarsdóttir, f. 1969. börn hennar eru Anna María Sigurð- ardóttir, f. 1991, Elvar Jóhann Sigurðsson, f. 1996 og Bjarki Rúnar Sigurðsson, f. 1997. c) María Sif Sævarsdóttir, f. 1973 börn hennar eru Viktor Ari Jónsson, f. 1993, Elín Ása Ein- arsdóttir, f. 2001 og Hjörtur Elí Einarsson, f. 2003. Útför Maríu fór fram 3. apríl 2014, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Það eru ekki margir sem hafa lesið minningargreinar um sig, en það hafði amma mín. Fyrir rúmum sex árum veiktist hún það mikið að ég skrifaði þetta til hennar. Þegar hún svo hresstist aftur sagði ég henni að ég hefði verið búin að skrifa grein og hún vildi þá ólm fá að heyra hana. Þetta var stund sem ég gleymi aldrei. Að sitja við gluggann í herberginu hennar og eiga með henni þessa tilfinningaþrungnu stund var bæði furðulegt en samt svo fallegt. Elskuleg amma hefur haldið á vit nýrra ævintýra. Þegar ég hugsa um þig amma mín þá er það glugginn í forstofunni sem kemur fyrst upp í hugann. Sem lítil stelpa standandi á tröpp- unum að bíða eftir að þú opn- aðir, bros færðist yfir fallega andlitið þitt í gleði yfir að sjá mig, allur líkaminn hristist af hlátri og þú kallaðir uppyfir þig þakkarorð þegar ég smaug í út- breiddan faðm þinn. Það streymdi á móti mér þessi sterka hamingja að vera ein af þínum. Þú varst ekki ólík gler- inu í hurðinni; litskrúðug, glað- leg, falleg og dularfull. Við átt- um sameiginlega hluti sem ég erfði frá þér og það var dásam- legt að geta talað um þá og heyra þínar sögur og upplifanir af því að sjá og finna meira en margir aðrir. Sem ung kona þurftir þú að gefa pabba frá þér og voru það þér erfiðar minn- ingar en samt fann maður alltaf sterkt þakklæti til góðhjörtuðu hjónanna Guðrúnar og Sæmund- ar sem tóku pabba að sér í Hrís- ey. Þú varst óeigingjörn í garð okkar en þakkaðir og gladdist í hvert sinn sem þú sást okkur. Þegar ég flutti suður hittumst við mun oftar og áttum oft sam- an gott spjall um liðna daga og þótti mér vænt um að fá að heyra þína sögu sem ung kona á stríðsárunum. Þegar ég flutti norður á ný veiktist þú mikið, en þá fann maður þann mikla styrk sem þú hafðir og hæfileika. Þú vissir ávallt ef von var á mér og þú gast sagt mér hvað þú sást á minni álfajörð hér fyrir norðan ásamt öðrum hlutum. Afi Þórður var þér mikill vinur og var sárt að finna söknuð þinn þegar hann kvaddi þennan heim en þú áttir sterka að sem hjálpuðu þér með kærleik sínum. Elsku amma mín, í hjarta mér varstu ein af dýpstu rótum lífs míns og á ég eftir að minn- ast þín alla tíð. Bros þitt, hlátur og hlýr faðmur mun nú dansa í öðrum heimi og meðal annarra sálna sem í dag gleðjast yfir að hafa þig hjá sér. Hugrúnu, Ás- geiri, Júlíusi, börnum og barna- börnum sendi ég kærleik og styrk. Góða ferð, elsku amma, og takk fyrir að vera mér og fjölskyldu minni svo dýrmæt. Í álfheimum hún áði á leið í annan heim. Hún heilræði af þeim þáði og hlátur færði þeim. Með álfunum nú dansar draumum mínum í. Bæn brátt Drottinn ansar. Ber sál þína hærra en ský. Þó langar þrautir nú kveðjir þá mun ég sakna þín. Elju og einlægni þína erfði, elsku amma mín. (Gösp) Þín Guðrún Ösp Sævarsdóttir. María Sigríður Júlíusdóttir ✝ Bergþóra Guð-mundsdóttir fæddist á Ísafirði 16. nóvember 1961. Hún varð bráð- kvödd á Akranesi 22. mars sl. Bergþóra var dóttir þeirra Guð- bjargar Bergþóru Árnadóttur, hús- móður, f. 1928 í Neskaupstað og Guðmundar Jósefs Sigurðs- sonar, járnsmiðs, f. 1924 í Hnífs- dal, d. 1992. Bergþóra var yngst systkina sinna en þau eru: Guð- mundur Sigurður, f. 1949, Pét- ur, f. 1950, Árni, f. 1954, d. 2007, Jónína Sesselja, f. 1955, Ólafur Már, f. 1957 og Einar Valur, 1958. Bergþóra eignaðist þrjú börn: 1) Guðbjörgu Þóru, f. 1982, ættleidda af hjónunum Kristínu Karlsdóttur og Ingi- mar Halldórssyni, Ísafirði. Eig- inmaður Guð- bjargar Þóru er Þórarinn Örn Eg- ilsson og eiga þau Egil Ingimar, áður átti Þóra Erni Leo og Arnar Mána sem Þórarinn gengur í föðurstað. 2) Gaut Inga, f. 1985, ætt- leiddan af sömu hjónum, Kristínu og Ingimar. Gautur á eina dóttur, Kristínu Báru. 3) Einar Val Ásgeirsson, f. 1988, son Bergþóru og Ásgeirs Gunn- arssonar. Unnusta hans er Ca- milla Lang og eru þau búsett í Danmörku. Bergþóra ólst upp á Ísafirði og lauk námi þar við gagnfræðaskólann. Hún stund- aði margvísleg störf til sjós og lands. Útför Bergþóru fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu, 4. apríl 2014. Elsku Bergþóra mín. Finnst skrítið að hafa heyrt í þér í fyrradag og að í dag sértu farin. Ég heyrði það á þér að Bakkus konungur var búinn að ná valdi á þér. En ég hugga mig við það að í dag ertu hjá þeim máttuga algóða Guði sem ég veit að þú leitaðir til og hefur hjálpað þér svo mikið. Það var oft svo mikill hugur í þér og þú hlakkaðir svo til að fá að vera amma og til staðar fyrir börnin þín og fólkið þitt, og ég átti svo auðvelt með að sjá þig fyrir mér í því hlutverki. Þú varst oft svo dugleg að berjast og ég man hvað ég var stolt af þér og fannst það mikil forréttindi að fá að vera til staðar fyrir þig við að gera upp erfiðu fortíðina þína sem mér fannst þú gera svo vel. Endalaust af minningum flæðir um í hausnum á mér og ég er virkilega þakklát fyrir að hafa kynnst þér og þakklát fyrir tím- ana sem við áttum saman. Þú átt- ir svo einstaklega fallegt hjarta og ég fann alltaf svo mikla hlýju frá þér. Takk fyrir hláturinn, sím- tölin, kaffibollana í Kópavoginum og síðan en ekki síst það sem ég fékk að læra af þér. Þú átt eftir að eiga stað í hjarta mínu um alla tíð. Elska þig, flotta hetjan mín Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar, þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni, láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Þín vinkona. Elín Arna. Bergþóra Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.