Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Kvikmyndasafn Íslands lýkur sýn- ingardagskrá sinni undir yfirskrift- inni „Rússneskur vetur“ með kvik- myndinni Stríð og friður (Vojna i mir) í leikstjórn Sergei Bondartsjúk eftir samnefndu skáldverki Leós Tolstoj. Í raun er um myndaflokk að ræða því myndirnar eru alls fjórar og verða sýndar í Bæjarbíói, bíóhúsi Kvikmyndasafnsins. Fyrsti hlutinn var sýndur í gærkvöldi, en þar sagði af vináttu Pierre Bezukhov og And- reij Bolkonskíj prins. Annar hlutinn, sem sýndur er í kvöld kl. 20, fjallar um ástarmál prinsins sem fellir hug til Natösju Rostovu greifadóttur. Annað kvöld, þ.e. fimmtudag, verður þriðji hlutinn sýndur kl. 20, en þar er innrás hers Napóleons í Rússland árið 1812 í forgrunni atburða, en vin- irnir tveir taka þátt í þeirri orrustu. Fjórði og síðasti hluti verður sýndur laugardaginn 3. maí kl. 16, en þar skýrast loks örlög Pierre Bezukhov, Andreij Bolkonskíj og Natösju Ro- stovu. Þess má geta að fyrri mynd- irnar tvær, sem eru frá árinu 1966, eru talsettar á ensku en hinar, sem eru frá 1967, eru á rússnesku með enskum neðanmálstexta. Aðalhlutverk Í hlutverkum Bezukhov, Rostovu og Bolkonskíj eru Sergei Bondartsjúk, Ljúdmíla Saveleva og Vjatsjeslav Tikhonov. Vetrinum lýkur með Stríði og friði MÚSÍK Í LJÓSVAKA Guðmundur Emilsson ge224@simnet.is Lærði þulu sem ilmar af lífs- reynslu. Er þetta barnagæla, heilræðavísa um tímans tönn eða bara kátína? Fjallkóngar syngja hundblautir og hrollkaldir: „Nú á ég hvergi heima“. Eru samt harla glað- ir. Sagt var um þann landlæga kviðling (ÞH/ Mbl): Með eilítið víðari og djarfari lestri má segja að vísan fjalli al- mennt um tilvist- arvanda manns- ins, stöðu hans í eyðilegum heimi þar sem hvergi er athvarf að finna. Þulan er svona. Fer augljóslega rangt með: Þetta dreymdi. Fjörur dýrar. Þá var vorið. Ég með væng. Norður svifið. Hitti svani. Mófugl heyrði. Sjófugl, hvali. Sá á kesti. Allt um kring. Tók að hlaða. Líkt og hafið. Þá kom vetur. Sól með vori. Vængjaþytur. Hafði enn þrótt – Allt var horfið. Nema hafið. Hugverk standa. Afrek einstakl- inga. Þeim fer að vísu fækkandi. En minnisvarðar falla unnvörpum enda reistir á kostnað fjöldans. Bjartur sagði – hann var ekki alvit- laus: Meðan ég sækist ekki eftir annarra manna gróða kæri ég mig ekki um að bera annarra manna skuld. Hann færði ekki út kvíarnar. Byggði hvorki sigurboga né píra- mída. En ól með sér draum um hreindýr. Við það fór hann yfir strikið. Það mælti mín móðir. Nefndu landamæri. Jökulsá á Fjöllum? Hún er elfur. Annar átti sér tvo drauma. Hilmar Oddsson kvikmyndaskáld sagði af honum. Helgi er ungur maður sem dreymir um að verða rithöfundur. Hann snýr til æsku- stöðva sinna með það í huga að skrifa sína fyrstu skáldsögu. Ákveður að skjóta að minnsta kosti eitt hreindýr. En dýrið sést hvergi og hann fyllist örvæntingu. Þetta listaverk lifir í hugskoti. Prédikarinn segir 3:19: Eins og skepnan deyr, svo deyr og mað- urinn því að allt er hégómi. Erfitt að kyngja því. Fyrir þúsund árum fundu Kelt- ar, Frakkar og fleiri upp söguna af Tristan og Ísól. Sagt var um þá banvænu ást (SA/Vísir): Girnist Tristan Ísól bara af því að hún er lofuð og hann getur aldrei eignast hana? Um tónverkið: Maður þarf ekki að vita neitt um tilurð þess. Til að njóta. Og alls ekkert um Wagner. Það er vandmeðfarið. Gerir kröfur. Stendur enn á draumfjörum. YouTube-slóð (11 mín.):  Richard Wagner – Tristan and Is- olde – Prelude, Act. 1 Daniel Bar- enboim, Bayreuth Festival. Á draumfjörum Draumur Í kvikmyndinni Eins og skepnan deyr ákveður persóna að skjóta hreindýr. Reki á Horn- ströndum. www.gudmunduremilsson.com 7 12 12 L ÍSL TAL 14 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE OTHERWOMAN Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:20 SPIDERMAN 2 3D Sýnd kl. 7 - 10 RIO 2 2D Sýnd kl. 5:40 A HAUNTED HOUSE 2 Sýnd kl. 10 HARRY OG HEIMIR Sýnd kl. 5 - 8 EGILSHÖLLÁLFABAKKA TRANSCENDENCE KL.5:30-8-10:30 TRANSCENDENCEVIP KL.5:30-8-10:30 THEAMAZINGSPIDER-MAN23D KL.5-8-10:55 DIVERGENT KL.5:10-8-10:50 CAPTAINAMERICA23D KL.5:10-8-10:45 NOAH KL.5-8 NEEDFORSPEED KL.10:40 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI CAPTAINAMERICA23D KL.5:15-8-10:10 NOAH KL.8 NEEDFORSPEED KL.10:45 MUPPETSMOSTWANTEDKL.5:30 COSIFANTUTTEÓPERAENDURFLUTTKL.16:00 TRANSCENDENCE KL.5:30-8-10 THATAWKWARDMOMENTKL.5:50-8-10:10 DIVERGENT KL.10:30 TRANSCENDENCE KL.5-8-10:35 THEAMAZINGSPIDER-MAN23DKL.4:50-7:40-10:35 DIVERGENT KL.7:40-10:30 CAPTAINAMERICA23DKL.4:50-7:40-10:30 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR EMPIRE  ENTERTAINMENT WEEKLY  TOTAL FILM  KEFLAVÍK TRANSCENDENCE KL.8-10:30 THEAMAZINGSPIDER-MAN22DKL.10:10 THATAWKWARDMOMENTKL.8  CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY  WASHINGTON POST  PORTLAND OREGONIAN  BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK TOTAL FILM  EMPIRE  FRÁ FRAMLEIÐANDANUM CHRISTOPHER NOLAN LEIKSTJÓRA DARK KNIGHT ÞRÍLEIKSINS OG INCEPTION LOS ANGELES TIMES  CHICAGO SUN TIMES 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.