Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir Samkeppni Hildur Hákonardóttir bregður á leik við höfuðfötin í Ullarvinnslunni í Þingborg. Búist er við að fjöldi hugmynda berist í keppnina Höfuðfat ársins 2014 en hugmyndirnar verða til sýnis í Þingborg að keppni lokinni. þessari kollvörpun á okkar siðum en af því að höfuðföt eru oft tengd menn- ingu og trú er þetta dálítið furðulegt,“ segir hún. Skrautleg keppni Það má sannarlega velta fyrir sér hvað olli þessum straumhvörfum í gerð og útliti höfuðbúnaðar og jafnvel rýna aðeins í það út frá tíðarandanum í dag. Hvaða gildi hafa höfuðföt hér á landi árið 2014? „Við höfum velt því fyrir okkur hvort konur á Íslandi séu höfuðfata- lausar. Þá spyr ég mig hvort hjálmur- inn sé að verða einkennishöfuðfat Ís- lendinga. Þú stundar ekki mótorsport án þess að vera með hjálm og ferð hvorki á hest né hjól án hans. Verka- menn setja á sig hjálm og stundum þegar farið er í heimsókn í verk- smiðjur eru gestir beðnir að setja upp hjálm.“ Hildur útskýrir að fleiri spurningar hafi vaknað þegar þessu var velt upp. „Þurfum við eins konar hlíf? Búumst við við einhverjum átök- um? En við myndum samt halda að Íslendingar væru helst með höfuðföt til að hlífa sér fyrir veðri og þá kemur annað upp í hugann því þá er höfuð- fatið orðið áfast flíkinni sem hetta. Mér þykja þetta allt svolítið skemmti- legar vangaveltur,“ segir Hildur um það sem býr að baki keppninni Höfuðfat ársins 2014 og þessar hug- myndaríku konur í Þingborg eiga því von á svo gott sem hverju sem er í keppnina. Prúðmenni með hatta Þegar Hildur var ung stúlka minnist hún herramannanna með fínu hattana. Þá var tekið ofan fyrir dömum þótt ungar væru. „Þegar ég var krakki og fór nið- ur í bæ gangandi niður Bankastrætið rétt eftir seinna stríð, þá hitti ég gjarnan karlmenn sem ég þekkti á gangi. Þetta voru vinir foreldra minna eða frændur mínir og þeir tóku alltaf ofan fyrir mér. Ég hugsaði með mér af hverju þeir tækju ofan fyrir mér, krakkanum. Þá áttaði ég mig á því að þá var svo kærkomið að finna einhvern sem maður gæti tekið ofan fyrir af því það var svo flott. Þú varst með hattinn og það var svo gaman að geta tekið ofan,“ segir Hildur. Fróðlegt verður að sjá hvers kyns höfuðföt berast í keppnina Höf- uðfat ársins 2014 en nánari upplýs- ingar er að finna á vef Ullarvinnsl- unnar Þingborgar ens lóðin er: www.thingborg.net, sem og á face- booksíðu Ullarvinnslunnar, face- book.com/thingborgull. Skilafrestur er til 21. maí og fer verðlaunaafhend- ingin fram á sveitahátíðinni Fjöri í Flóa í lok næsta mánaðar. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Prúðbúin Uppábúin glæsikona talar í útvarpið árið 1947. Höfuðföt íslenskra kvenna hafa verið skrautleg í gegnum tíðina þótt minna fari fyrir þeim í dag. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Undanfarin ár hefur Safnahús Borgarfjarðar unnið markvisst að því að hvetja krakka til listsköpunar á grundvelli menningararfs og sögu og í samvinnu við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar og grunnskólana í héraðinu. Þetta náði hápunkti á sumardaginn fyrsta þegar nemendur Tónlistarskól- ans fluttu eigin frumsamin lög við ljóð Guðmundar Böðvarssonar skálds, en einnig fluttu þeir nokkur lög sem áður hafa verið samin við ljóðin. Grunnskólanemendur, aðal- lega í 9. bekk Grunnskólans í Borgar- nesi, unnu að veggspjaldagerð út frá ljóðum og hugsjónum Guðmundar og voru myndverkin hluti sýningarinnar. Böðvar Guðmundsson, sonur ljóð- skáldsins, var viðstaddur opnunina og var harla ánægður með útkomuna, en hann flutti einnig erindi um föður sinn. Verkefnin voru unnin í náinni samvinnu við Böðvar sem sá um að velja ljóðin sem notuð voru til grund- vallar. Sýningin er í raun minningar- sýning um Guðmund Böðvarsson og hún mun standa í allt sumar. Sýn- ingarhönnun var í höndum tveggja ungra hönnuða, Magnúsar Hregg- viðssonar og Sigursteins Sigurðs- sonar. Myndbandsupptaka var gerð af opnunardagskránni og eru það ungir nemendur í kvikmyndaáfanga við Grunnskólann í Borgarnesi sem önn- uðust það verk undir leiðsögn kenn- ara síns. Á sýningunni er fyrst og fremst lögð áhersla á ljóð Guðmundar undir þemanu „Landið sem þér er gefið“ auk þess sem sýndir verða valdir út- skurðarmunir eftir hann. Þannig eru stórum hluta listsköpunar hans gerð skil í sýningunni. Og þema verkefnis- ins er bein vísun í tengslin við landið og náttúruna sem er rauður þráður í ljóðasmíð hans. Í menningarstefnu Borgarbyggðar er sérstaklega kveðið á um mikilvægi miðlunar menningararfsins og ekki síst til æskunnar. Þetta verkefni var unnið með það að leiðarljósi. „Landið sem þér er gefið“ Flott Þessir nemendur Tónlistarskólans voru meðal þeirra sem fram komu. Fluttu eigin lög við ljóð Guð- mundar og bjuggu til myndverk Gaman Margir mættu á opnunina og nutu þess sem í boði var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.