Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014
» Barnamenningar-hátíð í Reykjavík
hófst í gærmorgun með
opnunarathöfn í Hörpu.
Þar komu saman allir
fjórðubekkingar í
grunnskólum Reykja-
víkur, 1.400 talsins, og
fluttu lag Dr. Gunna við
texta Þórarins Eldjárns,
„112“, með þeim Frið-
riki Dór, Möggu Stínu
og Dr. Gunna. Ofur-
hetjurnar Óður og Flex
kenndu börnum að
fljúga í gegnum dans,
Dr. Gunni og félagar
héldu tónleika og hinn
áttfætti fákur Óðins,
Sleipnir, mætti í hófið.
Hátíðin stendur til 4.
maí og verða 125 við-
burðir á dagskránni sem
má finna á barnamenn-
ingarhatid.is.
Opnunarathöfn Barnamenningarhátíðar í Reykjavík fór fram í Hörpu í gær
Litadýrð Eldborg var þéttsetin við opnun Barnamenningarhátíðar og veifuðu börn fánum í tilefni dagsins.
Hátíðarhattar Ungar snótir með fagurlega föndraða hátíðarhatta.
Gleðilæti Börnin lifðu sig inn í skemmtiatriði opnunarhátíðarinnar.
Björgun Sigfólk frá Landsbjörg kom ofurhetjum í vanda til bjargar.
Hamagangur Slegist um bangsa. Áttfætlingur Hesturinn Sleipnir.
Morgunblaðið/Þórður
urins, hvernig hringurinn þrengist
og afleiðingar þess.
Frásögnin er lifandi og skemmti-
leg. Lesandinn getur ekki annað en
haft samúð með Andy og þar með
Jakobi og móðurinni Laurie en fær
um leið andúð á Logiudice saksókn-
ara. Mannlýsingarnar eru góðar og
þekking höfundar á starfsemi rétt-
arins skilar sér vel.
Í fyrstu fannst rýni lokakaflinn
frekar snubbóttur og ekki passa al-
mennilega inn í annars ítarlega frá-
sögn. Eftir á að hyggja tengir hann
samt vel saman það sem á undan er
komið og það sem á eftir fer, þó far-
ið sé hratt yfir.
Hægt er að gera ótrúleg-ustu hluti spennandi.Þannig hefur bandarískirithöfundurinn William
Landay skrifað mikla spennubók
um réttarhöld, bók sem fær lesand-
ann til þess að hugsa um hve víðtæk
áhrif morð getur
haft.
Krimminn Verj-
andi Jakobs
fjallar um morð á
unglingi í smábæ í
Bandaríkjunum
árið 2007.
Aðstoðarumdæm-
issaksóknarinn
Andrew Barber
tekur málið í sínar hendur enda
hlutverk hans að hafa uppi á morð-
ingjum og fá þá dæmda. Fljótlega
er Jakob, sonur hans, tengdur við
málið og upp kemur staða fyrir for-
eldrana, sem þeir hafa ekki ímynd-
að sér að þeir ættu eftir að standa í.
Sókn breytist í vörn og sagan fjallar
að mestu um réttarhöldin, vörn föð-
Spurningin er auðvitað hvort
Jakob sé saklaus eða sekur. Í byrj-
un kemur fram að sóknin sé dauða-
dæmd en höfundur sýnir fram á að í
réttarhöldum getur ýmislegt gerst.
Þessi saga vekur lesandann til
umhugsunar um hvað einstaka at-
burðir geta breytt öllu í lífi fólks. Í
þessu tilfelli er framið morð í bæ
þar sem haft hefur verið á orði að
þar sé sérlega gott að ala upp börn.
Í umhverfi, þar sem allir eru vinir,
verður ein fjölskylda allt í einu
skotspónn, útilokuð, vegna þess að
sonurinn er ákærður fyrir morð.
Vinahópurinn tvístrast, fjölskyldan
splundrast.
Spennandi William Landay hefur skrifað mikla spennubók um réttarhöld
sem fær lesandann til þess að hugsa um hvað vítæk áhrif morð getur haft.
Ákæra splundrar fjölskyldu
Spennusaga
Verjandi Jakobs bbbbn
Eftir William Landay. Þýðandi Ásdís
Guðnadóttir. Kilja. 443 bls. Almenna
bókafélagið 2014.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Morgunblaðið
gefur út
glæsilegt
sérblað um
Heimili og
hönnun
föstudaginn
9. maí
Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og
sniðugar lausnir fyrir heimilin.
Skoðuð verða húsgögn og hönnun fyrir stofu,
hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar
bæði í eldhús og bað.
SÉRBLAÐ
HEIMILI & HÖNNUN
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 5.maí.