Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is R íkið byrjar á þessu ári að taka þátt í kostnaði sveitarfélaganna við veiðar á ref á nýjan leik en það hætti að veita fjármuni til veiðanna árið 2010. Um- hverfisstofnun hefur gert drög að áætlun um veiðarnar næstu þrjú árin en markmið hennar er meðal annars að afla betri upplýsinga um þær. Þau hafa verið rædd á samráðsvettvangi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Náttúrufræðistofnun Íslands. Sveitarfélögin vinna nú að því að áætla kostnað sinn við veiðarnar, tjón af völdum refsins og áherslur sínar við veiðarnar áður en viðræður við Um- hverfisstofnun hefjast um dreifingu fjárins. Alls er um að ræða 30 milljónir króna á næstu þremur árum. Endur- greiðsla ríkisins mun nema allt að þriðjungi af kostnaði sveitarfélaganna. Tjónið ekki verið áætlað „Það fylgdi með þegar var ákveð- ið að veita aftur peninga í veiðarnar að það þyrfti að gera samninga við hvert sveitarfélag og þau þyrftu að leggja fram áætlanir um sínar veiðar. Það er verið að reyna að koma meira sam- ræmi á veiðarnar og gera þær mark- vissari hvað varðar tjón,“ segir Steinar Rafn Beck, sérfræðingur hjá Um- hverfisstofnun. Hingað til hefur tjónið sem refurinn veldur fjár- og æð- arbændum og öðrum ekki verið áætl- að. Steinar Rafn segir að það verði metið út frá áætlunum sveitarfélag- anna hversu mikið fé hvert svæði fái. Sum sveitarfélög séu víðfeðm og fá- menn og þar leggist kostnaður þyngra á hvern íbúa en í fjölmennari sveit- arfélögum. „Hugmyndin er að gera þetta á sanngjarnari hátt. Það á eftir að koma í ljós hvernig semst við sveitarfélögin,“ segir Steinar Rafn. Þau hafa frest til 23. maí til að leggja fram áætlanir sín- ar og segir hann að þá verði hægt að hefja viðræður við þau í júní. Engin leið að útfæra það Snorra Jóhannessyni, formanni Bjarmalands, félags atvinnuveiði- manna á ref og mink, hugnast lítt drög Umhverfisstofnunar að áætlun um refaveiðarnar. „Það er ekki þess virði fyrir sveit- arfélögin að leggja á sig þá auknu vinnu og fyrirhöfn sem fylgir því að fá einhverja hungurlús til baka,“ segir hann. Fjármunum fylgi ekki loforð um hækkun á launum refaskyttna þrátt fyrir að verið sé að bæta á þær mikilli vinnu, þar á meðal í því að greina og skrifa niður fæðuleifar sem þeir finna í grenjum, skila inn skrá yfir grenin til Umhverfisstofnunar og skila inn tí- unda hverju hræi. „Ég trúi því ekki að veiðimenn kyngi því þegjandi og hljóðalaust. Þeir sem ég er búinn að heyra í eru ekki kátir,“ segir hann. Þá séu tæknileg atriði í drög- unum sem ekki sé nokkur leið að út- færa. Bændur hafi hingað til ekki get- að fullyrt neitt um tjónið sem refurinn veldur nákvæmlega. Ekki séu frekari forsendur til að meta það með þeim aðferðum sem Umhverfisstofnun leggur upp með. Ekki er heldur raunhæft að ætlast til þess að veiðimenn skili inn hræjum. „Stundum er maður 2-3 sól- arhringa á greni í hita og fínu veðri. Eftir smástund er komin fiskifluga og maðkur í hræin og það er ekki hægt að ætla mönnum að bera þetta langar leiðir til byggða, hvað þá að ætla póst- inum að flytja svo úldin tófuhræ,“ segir Snorri. Vilja gera refaveið- arnar markvissari Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Refur Síðan ríkið hætti að taka þátt í kostnaði sveitarfélaga við veiðar á ref hafa þau staðið ein undir honum. Nú ætlar ríkið aftur að leggja til fé. 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÍkauphöllumBandaríkjannaog víðar eru viðskipti að stórum hluta orðin sjálfvirk. Talað er um hátíðni- viðskipti og hraðinn er slíkur að engin leið er fyrir mannshugann að átta sig á því sem er að gerast, hvað þá að bregðast við. Algrím eða reiknirit hafa verið notuð í nokkur ár og hafa gerbreytt verð- bréfaviðskiptum þannig að nú taka þau ekki bara sekúndubrot heldur einn þúsundasta úr sek- úndu. Jim McTague, fréttastjóri bandaríska fjármálablaðsins Bar- ron’s, lýsti þessu í viðtali í Morg- unblaðinu í gær. McTague tekur dæmi af tveim- ur mönnum, sem fara á útsölu. Annar er fljótari en hinn, kaupir útsöluvöruna og selur svo hinum á lítið eitt hækkuðu verði. Sá fyrri hagnast um mismuninn, en sá síð- ari fær vöruna engu að síður á út- söluverði. „Forrit á mörkuðum haga sér með sama hætti á hverri sekúndu á hverjum einasta degi sem opið er í kauphöllum,“ segir McTague í viðtalinu. Þessi hlið á kauphallar- viðskiptum nútímans hefur orðið tilefni til gagnrýni. Brad Katsu- yama starfaði fyrir Royal Bank of Canada í New York. Hann varð þess áskynja að reikniritin brugð- ust ekki bara við kaupum á verð- bréfum, heldur voru fyrri til. Á milli þess sem smellt var á mús- ina til að kaupa verðbréf og við- skiptin voru frágengin hækkaði verðið. Þegar hann fór að skoða þetta betur komst hann að því að verð- bréfamiðlarar not- uðu þá staðreynd að pantanir bárust mörkuðum ekki samtímis. Þótt munurinn væri ekki nema einn þúsundasti úr sekúndu var það nóg fyrir öflugar tölvur til að vera á undan. Katsuyama lýsir þessu í nýrri bók eftir Michael Lewis, Flash Boys. Daginn sem bókin kom út lýsti bandaríska alríkislögreglan, FBI, yfir því að rannsókn væri hafin á hátíðniviðskiptum og fleiri embætti hafa gert slíkt hið sama. Þótt grunnhugmyndin að verð- bréfamörkuðum sé að þar sitji all- ir við sama borð og allar upplýs- ingar liggi fyrir þannig að allir fjárfestar, jafnt lærðir sem leikir, geti tekið ákvarðanir á sömu for- sendum, er sú alls ekki raunin. Katsuyama orðar það svo að búið sé að hagræða mörkuðunum til að féfletta almenning. McTague segir að ef til vill sé ekki verið að hafa mikla fjármuni af venjulegu fólki, en lífeyr- issjóðir og hlutabréfasjóðir, sem venjulegt fólk eigi hlut í, stundi umsvifamikil viðskipti og þetta hafi áhrif á ávöxtun þeirra. Menn virðast varnarlausir gegn þessari þróun. Sú hugmynd hefur komið upp í Bandaríkj- unum að hægja á viðskiptunum með hraðatakmörkunum þannig að fjárfestar verði að halda stöðu í að minnsta kosti eina sekúndu, en McTague telur ólíklegt að bandarískir ráðamenn ráðist í slíka löggjöf í bráð. Forrituð hátíðni- viðskipti skekkja markaði} Viðskipti á ljóshraða Það er mikið al-vörumál að stöðva löglega boðað verkfall með lögum. En vinnustöðvun til að knýja á um hækk- un launa umfram það sem innstæða er fyrir í þjóðfélaginu er jafn fjarri því að vera gamanmál. Fámennar stéttir, sem geta tekið vinnustað sinn slíku heljartaki að stutt verkfall á almennan mælikvarða valdi óbætanlegum skaða, verða að kunna að fara með slíkan rétt. Hér á landi hefur sífelld vald- beiting í verkfalli leitt til mjög þröngrar túlkunar á því hvenær megi „ganga inn í störf“ í verk- falli. Löng hefð er einnig fyrir því að lögregla og lögbannssetjendur eru treg til afskipta af verkfalls- aðgerðum eða afli sem beitt er með vísun til verkfalls, þótt langt sé gengið. Sú venja virðist stund- um illa standast venjulegan laga- skilning. Sá veruleiki ýtir enn undir óskráða kröfu um að verk- fallsboðendur sýni gætni. Það er siðleysisbragur á því, ef örfáir einstaklingar í stórum starfsmannahópi geta í krafti „heilags verkfalls- réttar“ stöðvað ferjusiglingar á milli lands og Eyja eins og gerðist á dög- unum. Vísbendingar eru um það nú, að mörgum hópum þyki ekkert að því að beita meintu neyðarúrræði af kæruleysi. Lög- gjafinn getur hrakist til afskipta við slíkar aðstæður, þótt illt sé. Víða erlendis er herinn látinn grípa inn í þegar illa horfir, ef t.d. heilbrigðisöryggi telst ógnað. Herinn er þá sendur með sín tæki, að hirða t.d. sorp úr íbúðar- hverfum. Frægt var þegar um 12.000 flugumferðarstjórar löm- uðu bandarískt þjóðfélag með allsherjarverkfalli. Ronald Reag- an var þá forseti og sagði þeim öllum upp og lét herinn manna flugturnana þar til nýir starfs- menn höfðu verið þjálfaðir. Þegar um 8.000 flugumferðarstjórar höfðu verið þjálfaðir þótti full- mannað. Ísland hefur ekki slík úrræði. Nauðsynlegt er að ábyrg umræða eigi sér stað á vettvangi vinnumarkaðar um það sem nú virðist stefna í illt efni. Réttur almennings til skaðleysis vegna offors í verkfallstíð er líka heilagur } Verkfallsvopnið er tvíeggjað sverð N ú er mikið talað um Nýja Sjálf- stæðisflokkinn. Þá vaknar þessi spurning: Hvar er sá gamli? Hvað varð um hann? Mér finnst sem ég hafi hvorki heyrt hann né séð í langan tíma. Þegar ég var að vaxa úr grasi í Reykjavík stóð gamli Sjálfstæðisflokkurinn alltaf í ein- hverjum stórræðum. Hann lét malbika allar götur í höfuðborginni. En gerði líka græna byltingu með stórum útivistarsvæðum, leik- völlum og göngustígum. Hann útrýmdi kola- og olíureyknum óheilnæma með hitaveitu í hvert hús. Gamli Sjálfstæðisflokkurinn var flokkur hins frjálsa framtaks og athafnaskáldanna. En hann var líka jafnaðarflokkur sem byggði upp öfl- ugustu félagsmálastofnun landsins í Reykjavík. Hann fékk guðfræðikennara í háskólanum til að móta þessa starfsemi. Það lá beint við því flokkurinn var aldrei feiminn við að halda á lofti kristilegum gildum. Þegar ég man fyrst eftir flokknum var aldrei talað um hann sem hægri flokk. Hann var of stór í hugsun og athöfnum til að láta sér lynda þrönga merkimiða. Og varð þess vegna stór í öllum kosningum. Þegar lýðveldið var í augsýn orðaði ágætur flokksmaður framtíðarsýn sína fyrir Ísland með þessum orðum: „Þjóð- félagið yrði rekið á grundvelli einkareksturs, þar sem eng- ir væru of ríkir og engir of fátækir.“ Formaður flokksins sagði í áramótaávarpi um miðjan áttunda áratuginn: „Við Íslendingar erum ein stór fjölskylda og við munum ekki sætta okkur við skort annars veg- ar og ofgnægð hins vegar.“ Þessir karlar kunnu að koma orðum að hlutunum! Karlar voru vissulega mest áberandi í for- ingjasveitinni. En konur voru ekki síður að- sópsmiklar. Það eru meira en sextíu ár síðan sjálfstæðiskona settist í stól borgarstjóra í Reykjavík. Vigdís okkar var þá enn ung kona í háskólanámi. Gamli Sjálfstæðisflokkurinn varð líka fyrstur til að fela konum ráðherraembætti. Nú þykir þetta auðvitað svo sjálfsagt að menn hafa ekki orð á því. En voru mikil tíðindi þá. Þingmennirnir komu ekki bara úr Versl- unarskólanum og Lagadeildinni. Þarna voru líka verkalýðsforingjar, eftirminnilegir menn sem gættu hagsmuna launafólks. „Stétt með stétt“ var kjörorð Sjálfstæðisflokksins. Það hefur ekki heyrst lengi. Fæstir þeirra sem völdust til ábyrgðarstarfa fyrir gamla Sjálfstæðisflokkinn voru það sem við köllum núna stjórnmálamenn. Yfirleitt bara venjulegt fólk víða að sem vildi leggja sitt af mörkum þjóðlífinu til vaxtar og fram- gangs. Og ekki má gleymast að gamli Sjálfstæðisflokk- urinn lét sér mjög annt um listir, menningu og menntun. Sérstaka áherslu lagði hann á að menningin væri sameign allra stétta. Væri kannski þjóðráð að vekja þennan flokk aftur til lífsins fremur en að stofna nýjan? gudmundur@mbl.is Guðmundur Magnússon Pistill Gamli Sjálfstæðisflokkurinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Í drögum Umhverfisstofnunar að áætlun að refaveiðum næstu þriggja ára kemur fram að 50- 60 sveitarfélög sinni nú refa- veiðum. Refastofninn hafi meira en tífaldast að stærð á und- anförnum þremur áratugum eftir að hafa verið í sögulegri lægð þar á undan. Meðaltalsveiði áranna 2006- 2010 hafi verið 6.055 refir en veiðitölur sýni að um 7.500 dýr séu veidd á ári. Tölur stofnunarinnar sýna að mikill munur er á kostnaði við veið- arnar á hvern íbúa eftir sveitarfélögum. Þannig kosta þær hvern íbúa á Reykjanesi um 225 krón- ur á ári en á Vestfjörðum er kostnaðurinn rúmar 42.000 krónur á ári. Mikill munur á kostnaði TÖLUR UM REFAVEIÐI Snorri H. Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.