Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Í Morgunblaðinu birtist 15. apríl grein eftir Lenu Valdimars- dóttur, ráðgjafa hjá NASF, hagsmunahópi sem er andvígur laxeldi í sjó. Tilefnið var grein undirritaðrar þann 11. apríl hér í blaðinu um samfélagslegan ávinn- ing af ábyrgu laxeldi á Vestfjörðum eins og Fjarðalax og fleiri laxeldisfyrirtæki skilgreina það. Sú hugmyndafræði gengur út á sjókvíaeldi sem er óháð öðrum eldisstöðvum, bæði hvað fjar- lægðarmörk og hafstrauma varðar, og síðan 6-8 mánaða hvíld eldisstöðv- anna eftir slátrun. Í grein sinni dregur Lena í efa réttmæti tölfræði minnar um starfs- mannafjölda við laxeldi eins og hún hefur blasað við okkur hjá Fjarða- laxi. Í grein minni kom fram að um 19 ný störf sköpuðust fyrir hvert eitt þúsund tonn af fiski sem alinn er í sjókvíaeldi. Máli sínu til stuðnings vísar Lena í tölfræði á heimasíðu Fiskistofu Noregs, þar sem fram kemur að um 5.900 manns vinni við fiskeldi þar í landi, en í Noregi fer fram mun umfangsmeira laxeldi en hér á landi. Ósambærilegar aðstæður Á heimasíðu Fiski- stofu Noregs kemur réttilega fram að 5.900 manns vinni beint við laxeldi þar í landi. Hins vegar starfa um 21 þús- und manns við afleidd störf eins og fram kem- ur á sömu síðu. Þess var ógetið í grein Lenu, sem kann að stafa af því að fiskeldi í Noregi er öðruvísi upp- byggt en á Íslandi. Hér skortir margvíslega innviði í þjónustu við eldið sem Norðmenn hafa og hefur tekið mörg ár að byggja upp. Norð- menn kaupa t.d. alla nauðsynlega þjónustu, s.s. köfun, nótaskipti, slátr- un, þjónustu vinnubáta og fleira. Norðmenn skilgreina þessi störf ekki með laxeldisstörfum eins og gert er hér á landi, þar sem engin fyrirtæki hafa enn sérhæft sig í sam- bærilegri þjónustu. Hér á landi er greinin einfaldlega enn á frumstigi. Þess vegna eru þeir sem vinna við köfun, á brunnbátum, vinnubátum, sláturbátum, við eftirlit og viðhald, allt starfsmenn eldisfyrirtækjanna á Íslandi. Þar fyrir utan er íslenskt vistvænt og náttúruvottað eldi mun mannaflsfrekara en norska massa- eldið, sem vestfirsku eldisfyrirtækin vilja forðast. Ekki arðbært? Í áðurnefndri blaðagrein Lenu er dregið í efa að íslenska eldið geti ver- ið arðbært, m.a. vegna meiri mannaflaþarfar en annars staðar, hægari vaxtar auk lyfjanotkunar og fyrirsjáanlegrar lækkunar á af- urðaverði. Allt eru þetta órök- studdar fullyrðingar sem styðjast hvorki við reynslu okkar né þá hug- myndafræði sem laxeldisfyrirtækin á Vestfjörðum fylgja, en hún skilar mun hærra afurðaverði en hefð- bundið massaeldi. Íslenskar að- stæður eru svipaðar og í Tromsö og Finnmörku. Munurinn er þó sá að hér njótum við heita vatnsins sem gerir okkur kleift að lengja eldistím- ann í seiðastöðvum og stytta að sama skapi sjókvíaeldið þar sem seiðin fara eldri og stærri í sjó en víðast hvar annars staðar. Fellur kostnaður á ríkið? Í greininni er fullyrt að nái breyt- ingar á lögum um fiskeldi fram að ganga muni íslenska ríkið og skatt- greiðendur standa straum af millj- ónakostnaði vegna þróunar og und- irbúningsrannsókna sem vart muni skila sér til baka vegna óarðbærni eldisins. Hér er einnig um órök- studdar fullyrðingar að ræða. Fjarðalax og öll önnur fiskeldisfyr- irtæki hafa sjálf staðið straum af kostnaði við rannsóknir, hið opinbera hefur ekki komið að þeim að öðru leyti en því að leggja línur um hvern- ig þeim skuli háttað og setja skilyrði um leyfisveitingar og starfsreglur. Fiskeldisklasi Vestfjarða á nú í sam- starfi við Hafrannsóknastofnun vegna undirbúnings á viðamiklum og kostnaðarsömum rannsóknum á Vestfjörðum vegna mats á umhverf- isáhrifum. Laxeldisfyrirtækin munu kosta þær rannsóknir, ekki hið op- inbera. Hvergi stundað án lyfjagjafar? Í greininni er einnig fullyrt að lax- eldi í sjó sé hvergi stundað svo nokkru nemi án lyfjagjafar og ann- arrar efnanotkunar sem íslensk lax- eldisfyrirtæki hreyki sér af að vera án. Hér er því til að svara að hjá Fjarðalaxi stendur yfir eldi á fjórðu laxakynslóð án þess að nokkurn tím- ann hafi verið gefin lyf eða önnur efni í eldinu. Við höfum reyndar orð- ið þess vör að sumir telja að svo sé. Skýringin á þeim miskilningi hlýtur að vera sú að viðkomandi aðilar hafa ekki kynnt sér starfsemi okkar frá fyrstu hendi. Sannleikurinn er sá að eldi okkar gengur út á sjálfbært náttúrueldi, sem aldrei mun geta keppt við massaeldi. Við viljum vera með lyfjalaust og heilbrigt eldi þar sem við tökum tillit til náttúrunnar og hvílum firðina á milli kynslóða. Laxeldi án lyfja og efnanotkunar er samkeppnisforskot, sem tryggir mun hærra verð en aðrir fá. Í því liggur styrkleiki íslenska sjókvíaeld- isins. Misskilningur um sjókvíaeldið á Vestfjörðum Eftir Kristínu Helgadóttur »Við viljum vera með lyfjalaust og heilbrigt náttúrueldi, sem aldrei mun geta keppt við massaeldi. Í því liggur styrkleiki íslenska sjókvíaeldisins. Kristín Helgadóttir Höfundur er starfsmannastjóri Fjarðalax. Íbúasamtök í Bryggjuhverfinu hafa á síðustu árum barist fyrir því að einkafyr- irtækið Björgun flytji starfsemi sína úr Sæv- arhöfða enda hefur slíkt staðið til síðan áð- ur en Bryggjuhverfið var byggt í kringum aldamótin. Þegar fyrstu íbúarnir voru að flytja inn í Bryggju- hverfið var þeim tjáð að Björgun myndi yfirgefa hverfið innan tveggja ára. Síðan eru liðin 15 ár og enn virð- ist ekki vera fararsnið á Björgun þrátt fyrir að leigusamningur fyr- irtækisins og starfsleyfi séu útrunnin og hefur fyrirtækið raunar haldið áfram starfsemi þrátt fyrir að vera starfsleyfislaust. Í grein sem birtist í Morg- unblaðinu 16. apríl síðastliðinn segir Gunnlaugur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Björgunar, að hann búist sterklega við því að heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkur taki málið upp aftur og framlengi starfsleyfi fyr- irtækisins á meðan verið sé að finna varanlega lausn. Gunnlaugur full- yrðir: „Við höfum ekki verið að draga lappirnar í þessum efnum. Við getum ekki bara ákveðið að flytja eitthvað án þess að það sé gert með þeim hætti að við getum haldið áfram starfseminni.“ Að draga lappirnar er þó einmitt það sem Björgun hefur gert og er fráleitt að halda því fram að fyrirtækið sé eingöngu fórnarlamb í þessu flókna máli. Reykjavíkurborg hefur unnið að því í 22 ár að finna stað fyrir Björgun en á meðan hefur fyr- irtækið ekki gert neitt nema bíða eftir að fá í hendurnar drauma- staðsetningu fyrir starf- semina. Af hverju hefur Björgun aðeins rætt við Reykjavík- urborg en ekki önnur sveitarfélög? Af hverju er það Reykjavíkurborg sem ber ábyrgð á því að Björgun finni nýj- an draumastað? Á meðan á öllu þessu stendur eru það aðeins íbúar Bryggjuhverfisins sem verða fyrir tjóni. Björgun situr sem fastast á Sævarhöfða og heldur starfsemi sinni áfram algerlega ó- áreitt jafnvel þótt fyrirtækið skorti starfsleyfi til að starfrækja sína mengandi starfsemi. Gunnlaugur heldur því ennfremur fram í greininni frá 16. apríl að nýleg- ur hæstaréttardómur um landið í Álfsnesi valdi því að röksemdafærsla heilbrigðiseftirlitsins um synjun á starfsleyfi eigi ekki við lengur. Að- stæður í þeim dómi voru þó mjög frá- brugðnar enda var þar gert ráð fyrir mengandi starfsemi í aðalskipulagi. Svo er því ekki farið á Sævarhöfða enda gerir aðalskipulag ráð fyrir íbúabyggð einmitt á þeim stað þar sem Björgun er nú og til stendur að gera deiliskipulag í samræmi við það á næstunni. Þegar starfsleyfi Björgunar rann út nýverið sótti fyrirtækið um und- anþágu frá skilyrðum um starfsleyfi til umhverfisráðuneytisins og fór fram á leyfi til að halda starfseminni áfram í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót án starfsleyfis. Fjölmargir að- ilar sendu inn umsagnir um þessa umsókn Björgunar, þær voru allar neikvæðar. Reykjavíkurborg gerði Björgun nýverið tilboð um að flytja starfsem- ina í Sundahöfn með leigusamning til 20 ára. Ef það tilboð er Björgun ekki þóknanlegt þá getur það varla verið eðlilegt framhald að fyrirtækið haldi áfram starfsemi sinni á Sævarhöfða eins og ekkert hafi í skorist. Stór fyr- irtæki mega ekki vera undanskilin lögum, Björgun þarf að hætta starf- semi í Sævarhöfða undir eins og hefja flutning eitthvað annað. Íbúahverfi í gíslingu í 15 ár Eftir Sigurð Steinar Ásgeirsson Sigurður Steinar Ásgeirsson » Þegar fyrstu íbú- arnir voru að flytja inn í Bryggjuhverfið var þeim tjáð að Björgun myndi yfirgefa hverfið innan tveggja ára. Höfundur er lögfræðingur íbúasamtaka Bryggjuhverfisins í Grafarvogi. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birt- ist felligluggi þar sem lið- urinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbein- ingar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæð- ið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569- 1100 frá kl. 8-18. REDKENONLY SALON SALONVEH HÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI S. 568 7305 • SALONVEH.IS TÍMAPANTANIR HJÁ SALON VEH Í SÍMA 568-7305 Velkomin til SALON VEH VERTU VINUR OKKAR Á FACEBOOK Simbi Hildur Róbert Alda Sigurveig Bjarki StefánSalóme Þrettán borð í Stangarhylnum Mánudaginn 28. apríl var spilaður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykja- vík. Spilað var á 13 borðum. Efstu pör í N/S: Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 399 Bjarni Þórarinss. – Oddur Halldórss. 367 Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 339 Hallgrímur Jónss. – Örn Isebarn 325 A/V: Helgi Hallgss. – Ægir Ferdinandss. 390 Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 383 Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 349 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 346 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.