Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur færðu skyrturnar þínar tandurhreinar og nýstraujaðar Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Feimni er valkostur, ekki einkenni á persónuleikanum. Gefðu þér góðan tíma til þess að undirbúa textann svo allir geti gengið sáttir frá borði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú nýtur þín í samskiptum við aðra í dag og ljómar af innri gleði sem skilar sér til annarra. Reynsla þín, skoðanir, trú og tilfinningar eru algerlega einstakar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú býrð yfir miklum fróðleik sem þú getur miðlað til annarra ef þú ert tilbú- in/n til að gefa af þér. Enginn er fullkom- inn og þá þú ekki heldur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Náinn vinur eða starfsfélagi gæti viljað hjálpa þér í dag. Gættu þess bara að ganga ekki of nærri þér, andlega eða lík- amlega. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt ekki eftir að sjá eftir því að vinna bak við tjöldin í dag. Menn vilja bara heyra hvað gerðist en ekki hvað þér finnst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert umkringd/ur fólki sem getur hjálpað þér til að komast áleiðis í vinnu og einkalífi. Sýndu því skilning og þér mun verða launað þótt síðar verði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert kappsfull/ur og það svo að þú átt erfitt með að halda aftur af þér þegar betur færi á því. En áhugi þinn virkar smit- andi á aðra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gefðu þér tíma til þess að sinna vandamálum þeirra, sem til þín leita. Galdurinn er að hafa frumkvæðið sjálf/ur en ekki bara bíða byrsins. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er í góðu lagi að láta sig dreyma um fjarlæg lönd og álfur ef þú bara manst að hafa báða fætur á jörðinni hér heima við. Efldu trúarlíf þitt og leitaðu svara við spurningum þínum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinir þínir gætu valdið þér von- brigðum í dag. Ef þú tekur eitthvað of per- sónulega er það bara mannlegt. Áhugi þinn á samskiptum er smitandi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Að undanförnu hefurðu verið að endurmeta lífsviðhorf þitt. Treystu því að hrósið sem þú færð fyrir það er þess virði að hafa smá áhyggjur og stundum bak- verk. 19. feb. - 20. mars Fiskar Notaðu daginn til þess að ganga í félag eða samtök sem hjálpa þeim sem minna mega sín. Léttu á hjarta þínu því þá líður þér betur á eftir. Kristbjörg Freydís Steingríms-dóttir fagnaði sumarkomunni á Leirnum með þessum vísum: Sunnanþeyrinn syngur sólin skín í heiði, blundinn losa blómin og brumið á meiði á tjörnum og í móum er mikið á seyði. Tásuskýin svífa í sólgeisladans svona heilsar sumarið í sveitum norðanlands. Og á mánudaginn setti hún þessa morgunvísu á Leirinn: Ennþá gengur allt í hag ennþá hjartað slær ég er aðeins eldri í dag en ég var í gær. En Jóni Arnljótssyni þótti sumarið ekki byrja vel: Er kom hann á fætur, þá kviknaði á peru, nú karlinum var eigi rótt, því ferlegu vandræðin framundan eru: ÞAÐ FRAUS EKKI SAMAN Í NÓTT. Kveðja barst á Leirnum frá Magn- úsi frá Sveinsstöðum: „Góða kvöldið og gleðilegt sumar með góðum þökkum fyrir vísurnar í vetur. Um daginn þegar útsynning- urinn fór sem mest fyrir brjóstið á mönnum gerði ég vísukorn og bætti svo annarri við í dag eftir þriggja daga veðurblíðu. Yfir veðri er ég dapur ógnar vindur mjög til baga. Útsynningur nokkuð napur næðir yfir flesta daga. Nú er allt með öðrum brag afar fátt til baga. Sunnanblærinn bætir hag blíða alla daga.“ Það liggur vel á Arnþóri snjallsímaleirskáldi sem sendir snjallsíma-sumarleir úr snjallsíma: Syngur lóa, selir kæpa. Sefur tófa úti í mó. Margir sóa, ýmsir æpa. Aðrir þróa hugar ró. Ósjálfrátt rifjast upp þessi staka eftir Glosa, – meistara Guðmund Þorláksson: Kæpir selur, kastar mer, konan fæðir, ærin ber, fuglinn verpur, flugan skítur, fiskur hrygnir, tíkin gýtur. Ármann Þorgrímsson er í öðrum þönkum og segir: „Þannig er þetta bara“: Segja verð ég sannleikann sem þó fáum líka kann, lofa margir lausnarann en lítið gera fyrir hann. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorið kallar á vísur um veðrið og náttúruna Í klípu „ÞETTA VAR VIÐVÖRUNARSKOT. HUNSKASTU ÚT ÚR SKRIFSTOFUNNI MINNI OG FARÐU AÐ VINNA. NÆST VERÐURÐU EKKI SVO HEPPINN!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG MÁLAÐI TALSVERT Á SPÍTALANUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stóra spurningin. ÞÚ ERT ÞÖGULL Í KVÖLD, LÚÐVÍK. ÉG VEIT ... EINHVERRA HLUTA VEGNA ER ÉG EKKI MJÖG MÁLGEFINN NÚNA. VÁ, HVAÐ ÞÚ LÍTUR VEL ÚT! ÞAKKA ÞÉR! GRETTIR ... ÞAÐ VÆRI NÚ SNIÐUGT AÐ SEGJA EITTHVAÐ FALLEGT VIÐ LÍSU LÍKA. Víkverji nýtur þess að þurfa aðéta ofan í sig fyrri fullyrðingar. Fyrir viku sá hann ástæðu til að skrifa um sumardaginn fyrsta og hafði á orði að yfirleitt væri ekkert sumarlegt við daginn, lúðrasveitir gengju um stræti bláar af kulda með kappklædda halarófu á eftir sér. Víkverji gat sagt sér sjálfur að fyrst honum dytti í hug að skrifa svona væri gefið að blíðviðri yrði sumardaginn fyrsta og sú varð rauninn. Víkverji velti fyrir sér hvort nú væri ráð að koma sér upp „fótboltahjátrú“, sem sumir eru haldnir og trúa því að tilteknar at- hafnir á leikdegi skipti sköpum eigi lið þeirra að bera sigur úr býtum. Það myndi kalla á árlegan pistil um að sumardagurinn fyrsti standi ekki undir nafni. x x x Víkverji hefur komist að því aðekki er bara Alþingi á Íslandi. Á Hjaltlandi er rekið málfundafélag sem ber nafnið Alþingi eða Althing. Þar fara fram kappræður og eru greidd atkvæði um mál fyrir og eft- ir. Gefur það mynd af því hversu sannfærandi ræðumenn eru. Í lok mars var haldinn þar fundur um það hvort nú væri rétti tíminn fyrir Skota að heimta sjálfstæði. Fyrir kappræðurnar voru 56 með, 55 á móti og 29 óákveðnir. Eftir þær voru 70 með, 48 á móti og 22 óá- kveðnir. Sjálfstæðismenn hafa greinilega verið í essinu sínu á fundinum. x x x Málfundafélagið Alþingi varstofnað árið 1950 og kemur saman í grunnskólanum Tingwall í samnefndu þorpi. Það er við hæfi því að Tingwall þýðir Þingvellir. Tingwall stendur við Loch Tingwall eða Þingvallavatn og þar er lítið nes, sem nefnist Tingaholm eða Law Tinga Holm, og á Þinghólma kom samkvæmt alfræðiritinu Wi- kipediu á netinu fyrsta þing Hjalt- lands saman. Á Alþingi Hjaltlands- eyinga má ræða allt, en umræðuefnin hjá málfundafélaginu eru ekki alltaf alvarleg. 1955 var umræðuefnið hvort dráttarvélin nýttist hjáleigubóndanum betur en eiginkona. Dráttarvélin hafði betur. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er styrkur minn og lofsöngur, hann varð mér til hjálpræðis. (Sálmarnir 118:14)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.